Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 27
MORGTJNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 ao 27 Bandaríkin: Er fískurinn að glata ímynd- inni sem sérstakt heilsufæði? UM nokkurra ára skeið hafa bandarískir neytendur litið á fisk- inn, hvort sem hann er úr sjó eða vötnum, sem sérstaka upp- sprettu hollustu og heilbrigði og fiskneyslan hefiir aukist jafiit og þétt. Nú óttast menn hins vegar, að á þessu sé að verða nokk- ur breyting. Matareitranir, sem rekja má til fiskmetis, aðallega vatna- og skelfisks, hafa valdið því, að sjónvarpið, blöð og tíma- rit eru yfirfull af frásögnum um „banabitann", sjávarvörur, sem eru sagðar eitraðar vegna mengunar og lítils gæðaeftirlits, og þá kemur einnig til, að fastan er ekki lengur sá mikli fiskneyslu- tími, sem hún áður var. Segir frá þessu og öðru fróðlegu í The Erkins Seafood Letter en það er fréttabréf, sem kemur út mánað- arlega og Ijallar um ástandið í bandarískum fískiðnaði og á sjávar- vörumarkaði. Það hefur lengi verið siður meðal kaþólikka að neyta ekki kjöts á föstunni og því hefur jafn- an hlaupið mikill fjörkippur í fisk- söluna á þeim tíma. í fréttabréfinu kemur hins vegar fram, að í Bandaríkjunum séu tímarnir þó að breytast að þessu leyti. Ungt, kaþólskt fólk á aldrinum 25-40 ára heldur ekki fast í gamlar hefð- ir, borðar bara fisk og annað sjáv- arfang þegar það langar til og kjöt á föstunni ef því er að skipta. „Hættulegt heilsufæði“ í Bandaríkjunum hefur heldur ekki tekist að auglýsa neyslu fisks og annars sjávarfangs þannig, að hún þyki sjálfsögð við sérstök til- efni eða á ákveðnum stundum. Framleiðendur, verslanir og veit- ingahúsakeðjurnar hafa annast kynninguna hvert í sínu horni og án nokkurrar samræmingar sín í milli. Atvinnugreinin hefur hins vegar notið þess á síðustu árum, að á fiskinn hefur verið litið sem sérstakt heilsufæði og kynningar- starfsemin hefur dregið dám af því, gallhörð sölumennska hefur aftur á móti viljað gleymast. Þessi ímynd er að breytast. Sjónvarp, blöð og tímarit velta sér nú upp úr því, sem þau kalla „banabitann" (killer food), og er þá átt við eitraðan fisk vegna mengunar í vötnum og sjó, vegna lélegrar vinnslu og ónógs, opin- bers gæðaeftirlits. Bandaríski sjávarvöruiðnaður- inn er að súpa seyðið af sínum fyrri syndum. Hann hefur aldrei komið sér saman um hvernig standa skuli að eftirlitinu. Afleið- ingin er sú, að ýmis neytendasam- tök hafa tekið af honum ráðin í þessum efnum og þau hafa mótað alla fjölmiðlaumræðuna. Blöð, tímarit og síðast en ekki síst sjón- varpsstöðvarnar hafa birt hveija hrollvekjuna á fætur annarri um eitraðan fisk og þótt næstum ein- göngu sé. um að ræða vatnafisk og skelfisk alls konar þá verður þetta allt að einu í huga kaup- enda. Ef ein tegundin er eitruð geta þær allar verið hættulegar. Slóðaskapur fárra bitnar á öllum Talsmenn sjávarvöruiðnaðarins í Bandaríkjunum segja, að al- mennt sé ástandið gott en at- vinnuvegurinn allur líði fyrir það, sem miður fer, og fyrir að hafa ekki sjálfur tekið í taumana. Nefna þeir til þrennt, sem haft hefur slæmar afleiðingar: Veiðar í menguðum vötnum og innhöfum; fyrirtæki, sem merkja vöruna ranglega eða setja lélega vöru í nýjar umbúðir, og loks ónóga að- gæslu og hreinlæti við veiðar og vinnslu, pökkun, geymslu og dreifingu. Það er ekki aðeins sjávarvöru- iðnaðurinn, sem hefur orðið fyrir barðinu á neytendafélögunum. Kjötframleiðendur, kjúklinga- og mjólkurafurðafyrirtæki hafa einn- ig fengið sinn skerf vel úti látinn og þessi gagnrýni er ekkert stund- arfyrirbrigði. Áhyggjur almenn- ings af mengun fara vaxandi og það er eins gott fyrir matvæla- framleiðendur að gera sér grein fyrir því. I fréttabréfinu er einnig sagt frá því, að fiskveiðifyrirtæki í Kanada, Kóreu, Taiwan, Japan og Bandaríkjunum hafi í fyrra stofnað samtök, sem gætt gætu hagsmuna þeirra á alþjóðávett- vangi og samræmt afstöðu þeirra til einstakra mála. Eru verkalýðs- félög og fiskkaupendur í Banda- ríkjunum ásamt fyrirtækjum ut- anlands, sem selja fisk á Banda- ríkjamarkaði, hvött til að gera slíkt hið sama. Þá segir, að þess sé sjaldan getið, að gott eftirlit sé með langmestum hluta sjávar- fangsins í bandarískum verk- smiðjum og í verksmiðjum þeirra þjóða, sem flytja físk til landsins: Islendinga, Kanadamanna, Dana og Norðmanna. „Hvers vegna á að leyfa öðrum að reka og rústa þennan atvinnuveg?" er spurt að lokum. «j’ís-iá'//. ■■■■ <• 51 ...AÐ EIGNAST ÞENNAN HORNSOFA ? Komið og sjáið hreint ótrúlegt úrval af gæða leðursóhm óg leðursófasettum. HAGSTÆTTVÉRÐ.* K K Sérpöntunarþjónusta 1 • I V .Æfo. \ V . SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S: 45670 - 44544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.