Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 29 Vestur-Þýskaland: Sendiherra í Rúm- eníu kallaður heim London, Bonn. Reuter. SENDIHERRA Vestur-Þýska- lands í Rúmeníu hefur verið kall- aður heim „til skrafs og ráða- gerða“ i mótmælaskyni við mann- réttindabrot stjórnvalda í Rúm- eniu. í gær var frá því skýrt i London að Rúmenar hefðu kallað heim sendiherra sinn í Bretlandi og sagði talsmaður rúmenska sendiráðsins að ákvörðun þessi þýddi ekki að sijórnmálasamskipt- um rikjanna hefði verið slitið. Talsmaður vestur-þýska utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í gær að ákveðið hefði verið að fella niður fund rúmenskra og vestur-þýskra viðskiptafulltrúa sem fram átti að fara á morgun, föstudag. Vestur- þýsk stjómvöld hefðu á hinn bóginn ákveðið að kalla sendiherrann heim vegna þess að yfírvöld í Rúmeníu hefðu neitað honum um leyfí til að hitta Comeliu Monescu, fýmim ut- anríkisráðherra Rúmeníu, að máli en Monescu gagnrýndi nýverið mann- réttindabrot stjómar Nicolae Ceau- sescus, forseta landsins. Þá hefðu ráðamenn innan rúmensku öryggis- lögreglunnar neitað að afhenda Mo- nescu bréf frá Hans-Dietrich Gensc- her, utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands. Talsmaður rúmenska sendiráðsins í London sagði sendiherrann hafa haldið heim til Rúmeníu „fyrir nokkr- um dögum" en tiltók ekki ástæðuna fyrir ákvörðun þessari. Breskir emb- ættismenn kváðu engan vafa leika á því að yfírvöld í Rúmeníu vildu með þessu mótmæla gagnrýni Breta vegna stjómarhátta forsetans. Ónefndir breskir heimildarmenn kváðust ekki vita til þess að stjóm- völd á Bretlandi hygðust svara þessu með því að kveða sendiherrann í Búkarest heim. Vestur-þýska dagblaðið Sud- deutsche Zeitung kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að öll aðildarríki Evrópubandalagsins hygðust kalla heim sendiherra sína í Rúmeníu. Heimildarmenn Reuters-fréttastof- unnar sögðu frétt þessa ekki eiga við rök styðjast en á hinn bóginn myndu fulltrúar bandalagsríkjanna ræða hugmyndir um samræmdar aðgerðir vegna mannréttindabrota Rúmeníustjórnar á fundi í Madrid í dag, fímmtudag. Finnland: Viðvörun um hryðjuverk Helsinki. Reuter. TALSMAÐUR fínnska flugfélags- ins Finnair, Usko Maatta, sagði í gær að stjórnendum flugfélagsins hefði borist viðvörun um að pa- lestínskir skæruliðar hygðust ræna flugvél innan skandinaví- skrar lofthelgi eða frenya hryðju- verk í flughöfnum. Fyrr um dag- inn skýrði talsmaður SAS í Sviþjóð frá því að flugfélaginu hefði bo- rist til eyma að skæruliðar, hugs- anlega hópur innan Frelsissam- taka Palestínumanna, myndu gera tilraun til að ræna flugvél. „Okkur barst orðsending frá fínnsku öryggislögreglunni þar sem varað er við því að palestínskur skæruliðahópur hyggist ræna flugvél í Skandinavíu, það er allt og sumt,“ sagði Maatta. Maatta sagði ennfremur að Finna- ir hefði hert öryggisgæslu í janúar síðastliðnum þegar hótanir bárust um hryðjuverk á flughöfnum í Evr- ópu en að flugfélagið sæi ekki ástæðu til að herða þær enn frekar í kjölfar síðustu atburða. Morgunblaðið hafði samband við Hjalta Zóphaníasson, skrifstofu- stjóra hjá dómsmálaráðuneytinu, og hann sagði að íslenskum yfirvöldum hefði ekki borist viðvörun af þessu tagi. Félagsmenn HIK Stjórn Hins íslenska kennarafélags beinir þeim tilmæl- um til félagsmanna HÍK, sem starfa í nefndum, stjórn- um, ráðum og starfshópum á vegum hins opinbera, að þeir leggi niður störf á meðan verkfall HÍK stendur. Stjórn HÍK. iyjAnncu Vorum ad fylla verslunina af vor- og sumarfatnaói. Gœöavara co cz < m Z3 co VERSLUNARHUSINU MIÐBÆ HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105 RVK. / Metsölublað á hverjum degi! SNYRTIVÖRU -1 lýYNNING A MORGUN föstud. 7. apríl kl. 13-18 vtj ÍS JótÁyj PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR SANDRA snyrtivöruverslun Reykjavíkurv. 50 ^terkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! Herraskórkr. 1.450 Uppháir strigaskór kr. 500 og 550 Inniskórfrá kr. 190 Hælaskór, margirlitir kr. 1.090 Reiðstígvél kr. 1.790 Dragtarjakkar kr. 590 Dragtarpils kr. 590 Sængurkr. 2.350 Koddarkr. 750
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.