Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Heræfingar og sljórnvöld ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ 40 ÁRA Á tímamótum tækí- færa og óvissu Myndin er tekin í AWACS-ratsjárvél, en Bandarikjamenn eru með tvær slíkar á Keflavíkurflugvelli. Umræður um væntanlegar heræfingar varaliðs Banda- ríkjamanna hér á landi hafa leiðzt út í karp milli ráðherra um það, hvenær og hvort Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, hafi fengið upplýs- ingar um þessar æfingar. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, skýrði Alþingi frá eftir- farandi staðreyndum í máli þessu í umræðum, sem fram fóru að- faranótt sl. þriðjudags: Á fundi, sem skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytis sat í Norfolk í október 1986, voru væntanlegar æfingar varaliðs á árunum 1989 og 1991 ræddar. Þá þegar kom fram, að ætlunin væri að efna til 1.000 manna heræfinga hér á íslandi sumarið 1989. I nóvember sama ár var æfíngaáætlun varaliðs fram til 1993 rædd í vamarmálanefnd. Utanríkisráðherra á þessum tíma var Matthías Á. Mathiesen. í júní 1987 fóru hér fram æf- ingar 400 manna varaliðs. í ágúst það ár kom hinn nýi utanríkisráð- herra, Steingrímur Hermannsson, í heimsókn til vamarliðsins. Þar var honum skýrt frá niðurstöðum æfínganna 1987 og þar var hon- um sagt frá 1.000 manna heræf- ingu, sem áformuð væri hér sum- arið 1989. Þetta er kjarninn í þeim upplýs- ingum, sem núverandi utanríkis- ráðherra lagði fram á Alþingi í upphafí vikunnar. Þessar upplýs- ingar hafði Steingrímur Hér- mannsson, forsætisráðherra, und- ir höndum, þegar hann skýrði Alþingi frá því, að hann hefði ekki haft ástæðu til að ætla, að þessar æfingar nú yrðu umfangs- meiri en fyrri æfingar. Jafnframt gagnrýndi forsætisráðherra Bandaríkjamenn fyrir að ákveða á eigin spýtur að fjölga svo mjög mönnum og tækjum í heræfingum nú í sumar. Þetta hefði átt að ræða við ísienzk stjómvöld miklu fyrr. í ljósi þeirra upplýsinga, sem Jón Baldvin Hannibalsson lagði fram á Alþingi og Steingrímur Hermannsson hafði undir hönd- um, þegar hann lét ofangreind orð falla, hefur forsætisráðherra að vonum verið spurður, hvemig beri að skilja afstöðu hans nú. Svör Steingríms Hermannssonar em þau, að hann minnist þess ekki, að hafa fengið þessar upplýsingar í hendur. Þau svör hafa svo vakið upp spumingar um það, hvort forsætisráðherra hafi farið með vísvitandi ósannindi á Alþingi. Auðvitað er ekki um það að ræða, svo alvarlegt, sem það væri. Steingrímur Hermannsson gefur Alþingi ekki vísvitandi rangar upplýsingar. Það er augljóst, að ráðherrar fjalla um svo mörg mál, tala við svo marga og sitja svo marga fundi, að ekki er hægt að ætlast til að þeir muni allt, sem gerzt hefur. Hins vegar er heldur engin ástæða til að ætla, að vam- arliðið gefí rangar upplýsingar, en frá því eru komnar þær stað- reyndir, sem raktar hafa verið um heimsókn Steingríms Hermanns- sonar á Keflavíkurflugvöll 1987. Líklegasta skýringin er sú, að Steingrími Hermannssyni hafí ekki þótt upplýsingar um fyrir- hugaðar æfíngar varaliðs á Keflavíkurflugvelli sumarið 1989 svo merkilegar, að þær hafi festst í minni hans. Hins vegar er erf- itt, svo að ekki sé meira sagt, að skilja þá framkomu forsætisráð- herra, að endurtaka þá gagnrýni, sem hann hafði áður haft uppi á Bandaríkjamenn, eftir að honum hafði verið gerð grein fyrir stað- reyndum málsins. Sú staðreynd, að frétt Morgun- blaðsins um heræfingar 1.000 manna varaliðs, sem birt var á baksíðu blaðsins hinn 17. nóvem- ber sl., vakti ekkert uppnám eða sérstaka athygli, styður þessa skýringu á því, að forsætisráð- herra minnist ekki sérstaklega umræðna um þetta atriði. Það er svo önnur saga, að auðvitað eiga ráðherrar sjálfír eða aðstoðar- menn þeirra að halda saman upp- lýsingum um slíkar viðræður, heimsóknir og fundi, þannig að áreiðanleg gögn sé að fínna í skjalasafni viðkomandi ráðuneyt- is, en ekki þurfí að leita til full- trúa annarra þjóða um það, sem fer á milli íslenzks ráðherra og þeirra. Hvað sem þessu líður er hins vegar ljóst, að forsætisráðherra hefur með ummælum sínum um væntanlegar heræfingar varaliðs- ins gert tilraun til að gera Banda- ríkjamenn tortryggilega í augum almennings. Það er ekkert nýtt, að framsóknarmenn slái úr og í, þegar vamarmálin eru annars vegar. Steingrímur Hermannsson hefur bersýnilega komizt að þeirri niðurstöðu, að heræfingar þessar gætu valdið óþægindum í stjóm- arsamstarfínu. Honum var auðvit- að ljóst, að utanríkisráðherra mundi leyfa þessar æfingar og taldi sér því fært að halla sér að alþýðubandalagsmönnum í mál- inu, væntanlega til þess að friða þá. Hann hefur ekki haft sóma af þeim málflutningi. Kjami máls- ins er sá, sem Jón Baldvin Hanni- balsson sagði fyrir nokkrum dög- um, að við gætum ekki vænzt þess, að þegnar annarrar þjóðar tækju að sér að verja land okkar, ef við værum ekki tilbúnir til þess að gera þeim kleift að stunda nauðsynlegar æfíngar í því skyni. eftir Albert Jónsson í Sovétríkjunum hafa átt sér breytingar sem eiga sér ekki for- dæmi þar. Þótt þær eigi fyrst og fremst rætur innanlands hafa þær náð til sovéskra utanríkis- og ör- yggismála. Svo unnt verði að snúa efnahagslegri hnignun við þurfa Sovétmenn aðgang að vestrænni tækni og fjármagni. Einnig þarf að lækka útgjöld til hermála og fækka í sovéska hemum. Kommúnista- flokkurinn virðist undir forystu Gorbatsjovs hafa náð aftur völdum yfír hemaðarstefnunni en á Brez- hnev-tímanum réði herinn að miklu leyti ferðinni. Samningurinn um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjamaflauga og ákvarðanir um einhliða fækkun og uppstokkun í heijum Sovétríkjanna heima og heiman sýna að Gorbatsjov hefur knúið fram breytingar á fyrri hugs- unarhætti og kenningum að baki hemaðarstefnunni. Onnur merki þessa eru mun opnari og breiðari umræða um steftiuna, mun meiri áhersla en áður í herfræðilegum skrifum á varnarstefnu í stað þess að miða svo til eingöngu við rót- gróna sovéska hefð um sóknar- stefnu og leifturstríð, og loks yfir- lýsingar um að stefnt sé að því að sovéskar vamir byggist á „nægjan- legum styrk“ til vamar. Þá leggja Sovétmenn og bandamenn þeirra í Varsjárbandalaginu til, að nýhöfn- um viðræðum í Vínarborg við Atl- antshafsbandalagsríkin um sam- drátt í hefðbundnum herstyrk í Evrópu, að samið verði um mikinn niðurskurð herafla. Þar hefur einn- ig verið fallist á þá kröfu Atlants- hafsbandalagsríkjanna að fækka verði mun meira í herjum Varsjár- bandalagsins en Atlantshafsband- lagsins. Atlantshafsbandalagið hefur því á fertugsafmælinu einstakt tæki- færi til að láta reyna á hve langt yfírlýstur vilji Sovétmanna nær og hvort unnt sé með samningum að auka öryggi í Evrópu, hægja á vígbúnaðarkapphlaupinu þar og draga úr óstöðugleiká í álfunni. Jafnframt stendur bandalagið frammi fyrir margþættum vanda. Samningsstaða þess í Vínarviðræð- unum er óhjákvæmilega veik vegna hemaðarlegra yfirburða Varsjár- bandalagsríkjanna í Evrópu. Var- sjárbandalagsríkin eiga meðal ann- ars af þessum sökum auðveldara með að ná diplómatísku og pólitísku frumkvæði í afvopnunarmálum en Atlantshafsbandalagið, einfaldlega vegna þess að þau hafa vegna yfir- burða sinna mun meira að bjóða. „ÞAÐ opnar vissulega dyr að nýjum heimi fyrir son okkar ef hann fær að njóta þess að kom- ast á þetta vistheimili i stað þess að að þurfa að dvelja áfram á stofliun eins og hann gerir í dag,“ segja þau Auður Ásta Jónasdóttir og Ketill Hannesson, en sonur þeirra lamaðist algjörlega í um- ferðarslysi árið 1979. Á morgun hefst landssöfnun Lionshreyfing- arinnar sem standa mun í þijá daga, en söfhunarfénu verður Breytingamar á ímynd Sovétmanna út á við hafa valdið því að í hugum manna á Vesturlöndum, en einkum í Vestur-Evrópu, hefur ógnunin sem þessi ríki töldu sér standa af Sov- étríkjunum minnkað verulega. Um leið hefur aukist pólitískur og efna- hagslegur þrýstingur í NATO-ríkj- unum um að verulegur árangur náist í afvopnun. Hins vegar er ekki ætlunin af hálfu Atlantshafsbandalagsins að semja um verulega fækkun í her- styrk bandalagsríkjanna, heldur fyrst og fremst í heijum Varsjár- bandalagsins. Þá stendur ekki til að draga neitt að ráði úr útgjöldum til hermála, heldur á að halda áfram að endurnýja herstyrkinn og endur- bæta. Ennfremur hafnar bandalag- ið tillögum Sovétmanna um uppræt- ingu þeirra kjamorkuvopna sem eftir eru í Evrópu í kjölfar samn- ings risaveldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarna- flauga. Atlantshafsbandalagsríkin lýstu yfír á leiðtogafundi sínum í fyrra að bandalagið yrði um fyrir- sjáanlega framtíð háð kjamorku- vopnum og mundi endumýja þau eftir þörfum. Loks ríkir enn óneitanlega óvissa um hvort framhald verði á breyting- unum í Sovétríkjunum, hvort Gorb- atsjov takist ætlunarverk sitt eða ekki og þá hvort búast megi við afturhvarfi til fyrri stefnu og stjórn- arhátta. Sovétríkin em í alvarlegri pólitískri og efnahagslegri kreppu, svo alvarlegri að ekki er víst að aðferðir Gorbatsjovs dugi. Ef svo er snýst málið ekki um örlög tækni- varið til byggingar vistheimilis fyrir fjölfatlaða að Reykjalundi. Um 3.400 félagar í Lionshreyf- ingunni munu þá ganga í hús um allt land og selja landsmönnum rauðar Qaðrir. Kristján Ketilsson lenti umferðar- slysi vorið 1979, en hann var þá 17 ára gamall. Bifreið sem hann ók eftir Reykjanesbrautinni á leið úr Breiðholti lenti út í vegarkanti og hafnaði á ljósastaur, og lá Kristján meðvitundarlaus í nokkra mánuði legra lausna af því tagi sem Gorb- atsjov beitir sér fyrir og miða að því að forðast grundvallarbreyting- ar heldur um framtíð sovéska stjómmálakerfísins. Þróist mál á það stig eru afleiðingamar ófyrir- sjáanlegar. í Austur-Evrópuríkjum eru vandamálin jafnvel enn alvar- legri. Sumir telja að Vesturlönd eigi að hjálpa Sovétmönnum og Aust- ur-Evrópuríkjunum með tækni- þekkingu og stórfelldum lánum til að stuðla að frekari og enn róttæk- ari breytingum innanlands, brottför sovéskra hersveita frá Austur- Evrópuríkjum og afnámi Brezhnev kenningarinnar um íhlutunarrétt Sovétríkjanna í málefni þeirra. Ekk- ert bendir til að slík skipti standi til boða né heldur að pólitískt sam- komulaggæti orðið á Vesturlöndum um slíka stefnu eða framkvæmd hennar. Meðal annars hefur verið bent á að efnahagsaðstoð frá Vest- urlöndum gæti einfaldlega minnkað þrýstinginn á stjórnvöld í Varsjár- bandalagsríkjunum og hægt á eða komið í veg fyrir frekari jákvæðar breytingar innanlands. Stefinumótun í afvopnunarmálum Þróun mála er því enn ekki í föstum farvegi. Vínarviðræðumar um samdrátt í hefðbundnum her- afla í Evrópu eru hafnar en þær munu að öllum líkindum taka mörg ár vegna þess um hve flókna samn- inga er að ræða. Að auki má búast við að ýmis ágreiningsmál skjóti upp kollinum í viðræðunum sjálfum og um tengsl þeirra við kjamorku- eftir slysið. Hann var síðan í endur- hæfingu á Grensásdeild Borgarspít- alans í nokkur ár, en síðan hefur hann dvalið á hjúkmnar- og endur- hæfingardeild Heilsuverndarstöðv- arinnar þar sem hann hefur verið í viðhaldsmeðferð. „Kristján lamaðist algjörlega í þessu slysi nema hvað hann hefur stjóm á augabrúnum og munni, þannig að hann getur til dæmis brosað. Hann hefur því mjög tak- markaða tjáningarmöguleika og lifir Landssöfiiun Lionshreyfingarinnar: Vistheimili opnar dyr að nýj- um heimi fyrir Qölfatlaða MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 31 Langdræg sovésk sprengjuflugvél af gerðinni BADGER í fylgd F-15 þotu varnarliðsins á íslandi innan íslenska loftvarnarsvæðisins. Herstyrkur NATO og Varsjárbandalagsins í Evrópu . Varsjárbandalagið NATO TölurNATO TölurVB TölurVB TölurNATO Fjöldi hermanna 3.090.000 3.573.100 3.660.200 2.213.593 Gagnskriðdrekavopn 44.200 11.465 18.070 18.240 Herþotur 8.250 7.876 7.130 4.077 Þyrlur 3.700 2.785 5.270 2.519 Skamdrægar kjamaflaugar 1.608 136 Stærri herskip 102 499 Kafbátar 228 200 Ath.: Atlantshafsbandlagið hefur ekki lagt fram í þessu samhengi tölur um kjamorkuvopn, herskip og kafbáta í samræmi við þá stefnu bandalags- ins að Vínarviðræðurnar snúist ekki um þessi atriði, eingöngu hefð- bundin vopn á landi í Evrópu. „Atlantshafsbandalag- ið hefur því á fertugs- afinælinu einstakt tæki- færi til að láta reyna á hve langt yfirlýstur vilji Sovétmanna nær og hvort unnt sé með samningum að auka öryggi í Evrópu, hægja á vígbúnaðarkapp- hlaupinu þar og draga úr óstöðugleika í álf- unni. Jafiifiramt stend- ur bandalagið frammi fyrir margþættum vanda. Samningsstaða þess í Vínarviðræðun- um er óhjákvæmilega veik vegna hernaðar- legra yfírburða Var- sjárbandalagsríkjanna í Evrópu.“ vopn og vígbúnað á hafinu. Varsjár- bandalagsríkin vilja hefja viðræður um takmörkun flotaumsvifa og fækkun í sjóheijum en Atlantshafs- bandalagsríkin segjast of háð flota- styrk til að geta fallist á slíkt, á þessu stigi að minnsta kosti. Atl- antshafsbandalagið vill heldur ekki fallast á tillögur Varsjárbanda- lagsríkjanna um fækkun eða upp- rætingu kjamorkuvopna, og innan Atlantshafsbandalagsins ríkir ágreiningur um endurnýjun skammdrægra kjarnorkuvopna. Þegar em uppi deilur milli banda- laganna um tölur sem þau hafa látið frá sér nýlega um eigin her- styrk og andstæðinganna eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Það er því mál manna að ekki sé nóg að Vínarviðræðumar séu hafnar og að Atlantshafsbandalagið hafí lagt fram tillögur í þeim. Bandalagið þurfi einnig að móta stefnu til lengri tíma í afvopnunar- og vígbúnaðarmálum, sem nýti ný tækifæri en þjóni einnig hagsmun- um þess óháð því hver verði innan- landsþróun í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu á næstu ámm, og þar til fyrir liggi samningar um samdrátt á hefðbundnum herafla í Evrópu sem fullnægi bandalaginu. Um leið þarf þessi stefna að koma til móts við væntingar almennings í bandalagsríkjunum um árangur í afvopnun og tryggja stuðning fólks við hernaðarstefnu bandlagsins og há útgjöld til hermála í framtíð- inni. Það er því ekki beðið um lítið þegar farið er fram á að bandalag- ið lagi stefnu sína að breyttum að- stæðum. í lok næsta mánaðar hitt- ast leiðtogar allra Atlantshafs- bandalagsríkjanna á tveggja daga fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Bmssel. Þar á að reyna að ná samkomulagi um stefnu bandalags- ins í þessum málum öllum. Að því gefnu að ætlunin sé að halda bandalaginu áfram, en ekkert bendir til annars en að svo sé, verð- ur stefna Atlantshafsbandalagsins í afvqpnunarmálum óhjákvæmilega að falla að tilteknum meginatriðum í eðli og uppbyggu bandalagsins, að minnsta kosti þar til samningar takast um samdrátt í hefðbundnum herafla í Evrópu á þeim nótum sem NATO stefnir að. Mikilvægi Bandaríkjahers Atlantshafsbandalagið er, eins og heiti þess ber með sér, bandalag ríkja beggja vegna Atlantshafs. Það byggir á þeirri meginforsendu að öryggi Vestur-Evrópu verði ekki tryggt án þátttöku Bandaríkjanna, sem jafnframt eru langvoldugustu ríki bandalagsins. Bandarískar her- sveitir eru í Evrópu til að efla vam- ir Vestur-Evrópuríkja þar til stór- felld frekari aðstoð bærist yfir haf- ið. En þær eru þar einnig og ekki síst til að tryggja að ekki fari milli mála fyrirfram að Bandaríkin mundu skerast í leikinn ef til ófrið- ar kæmi í Evrópu. Takmörk eru talin fyrir því hve mikið sé unnt að fækka í bandarískum hersveitum í álfunni án þess að drægi svo úr öryggi þeirra að það leiddi til þess að þær yrðu allar kvaddar heim. Það er meðal annars af þessari ástæðu að takmörk eru einnig fyrir því um hve mikla fækkun í hetjum annarra NATO-ríkja er unnt að semja um í Vínarviðræðunum. Ein af helstu ástæðunum fyrir því að Bandaríkjamenn vildu á fyrri hluta sjötta áratugarins að Vestur-Þjóð- veijar yrðu teknir í NATO og að vestur-þýskum her yrði komið á fót, var að annars yrði ekki unnt að tryggja öryggi bandarískra her- sveita í framlínu í Þýskalandi. Þá eru takmörk fyrir því hve langt NATO getur gengið í takmörkun vígbúnaðar í Atlantshafi. Ein af forsendum þess að bandarískar her- sveitir verði í Evrópu er að tryggt sé að liðsstyrkur, vopn og birgðir bærust yfír hafið frá Norður- Ameríku til Evrópu ef til ófriðar kæmi. Fækki í bandraískum her- sveitum í Evrópu verður leiðin yfír hafíð jafnvel mikilvægari en nú er. Fælingarstefna Atlantshafs- bandalagsins er mjög háð kjam- orkuvopnum, nánar tiltekið banda- rískum kj arnorkuvopnum. Á fyrri- hluta sjötta áratugarins kom í ljós að ekkert yrði af fyrirhuguðum vamarbandalagi Vestur-Evrópu- ríkja og að NATO-ríkin gætu ekki komið á fót svo fjölmennum heijum að unnt yrði að fækka verulega í bandarískum hersveitum í álfunni. NATO varð því snemma háð banda- rískum kjamorkuvopnum til að mæta miklu fjölmennari heijum Sovétríkjanna. Um leið varð enn nauðsynlegra en áður að banda- rískar hersveitir yrðu áfram í Evr- ópu. Til að gera hótunina um notk- un bandarískra kjamorkuvopna trúverðuga þarf bandarískan her- styrk í Evrópu. Hann er talinn tryggja að árás á Vestur-Evrópu mundi óhjákvæmilega leiða til átaka við bandarískar hersveitir og hættu á kjarorkuátökum við Banda- ríkin. Jafnframt líta Bandaríkja- menn svo á að ekki sé unnt að halda bandarískum herstyrk úti í Evrópu nema þar verði áfram bandarísk kjamorkuvopn til að fæla frá árás á hann. Af þessum sökum getur Atlantshafsbandalagið ekki fallist á upprætingu bandarískra kjamorkuvopna í álfunni jafnvel þótt Sovétmenn segist tilbúnir til að taka niður eigin vopn þar. Fæl- ingarstefna Atlantshafsbandalags- ins er ekki talin trúverðug án kjam- orkuvopna og einungis Bandaríkin geta staðið undir lq'amorkustefnu bandalagsins. Uppræting banda- rískra kjamavopna í Evrópu mundi því óhjákvæmilega veikja Atlants- hafsbandalagið og samskipti Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu- ríkjanna miklu meira en Sovétríkin og Varsjárbandalagið. Hlutir Evrópu Að undanfömu hefur verið vax- andi umræða um að Vestur-Evr- ópuríki Atlantshafsbandalagsins þurfi að taka á sig hlutfallslega auknar byrðar til að létta á Banda- ríkjamönnum sem láta í ljós vax- andi óánægju með kostnað sinn af bandalaginu. Á móti fengju Vest- ur-Evrópuríkin aukin völd og áhrif í bandalaginu.Jafnt í afvopnunar- og vígbúnaðarmálum. Hvort af þessu verður er allsendis óvíst. Þótt tækist á þennan hátt að breyta eitt- hvað verkaskiptingu og valdahlut- föllum innan bandalagsins yrði NATO eftir sem áður fullkomlega háð Bandaríkjunum. Engin merki eru um að til standi að breyta þess- ari meginstaðreynd. Sovétríkin verða áfram risaveldi í Evrópu, en ekki í mörg þúsund kflómetra fjar- lægð eins og Bandaríkin, og afar ólíklegt í fyrirsjáanlegri framtfð að ríki Vestur-Evrópu telji ekki nauð- synlegt að tengjast hinu risaveldinu og kamorkuvopnum þess nánum böndum til mótvægis við Sovétríkin. Þá er ekki bara átt við nauðsyn þess að fæla frá styijöld, heldur einnig að koma í veg fyrir að Sov- étríkin nái ítökum í Vestur-Evrópu í skjóli nálægðar og hervalds en án þess að beita því beinlínis. Einnig bendir ekkert til að Bandaríkja- menn hyggist fækka í hersveitum sínum í Evrópu að því marki að grundvellinum yrði kippt undan áframhaldandi veru þeirra þar. Loks er það svo að án Banda- ríkjanna, bandarískra kjamorku- vopna, bandarískra hersveita í Evr- ópu og skuldbindinga Bandaríkja- manna um stórfeilda aðstoð ef á þurfti að halda, væri NATO ekki til. Atlantshafsbandalagið stendur á tímamótum sem í senn fela í sér óvissu og einstakt tækifæri til að draga úr þeirri ógn sem bandalagið heldur fram að sér stafi af Sovét- mönnum og bandalagsríkjum þeirra. Ef ætlunin er að halda bandalaginu áifram, láta' reyna á samningsvilja Varsjárbandalags- ríkjanna og ná þeim samningum sem stefnt er að um samdrátt í hefðbundnum herafla í Evrópu og skipta meira máli en nokkurar aðr- ar afvopnunarviðræður, verða Atl- antshafsbandalagsríkin að koma sér saman um stefnu til lengri tíma sem hæfir hvorutveggja: tækifær- inu og óvissunni. Þessar aðstæður gera að mörgu leyti meiri kröfur til bandalagsins um að það skil- greini sjálft sig skilmerkilega, en þegar ógnin frá Sovétríkjunum var talin skýr. Afvopnun og hemaðar- legur stöðugleiki eru auðvitað efst á dagskrá og mikilvægasta eina forsenda frekari framfara í sam- skiptum austurs og vesturs. En einnig þarf að huga að pólitískum markmiðum framtíðarinnar, svo sem að hverskonar aukinni pólitískri og efnahagslegri sam- vinnu við Varsjárbandalagsríkin eigi að stefna og við hvaða skilyrði Atlantshafsríkin geti sameiginlega beitt sér fyrir slíku. Atlantshafs- bandalaginu bíður því erfitt verk- efni og enginn vafi á að leiðtoga- fundur þess í lok næsta mánaðar er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsins. Höfundur er starfsmaður Örygg- ismálanefhdar. Sovéska flugmóðurskipið Novorossiysk. í geysilega mikilli einangrun. Það er þó greinilegt að hann reynir að sætta sig við þetta ástand, en hann þarf gífurlega mikla hjúkrun. Hann kemur oft heim um helgar, en sefur þar sjaldan nema þá helst um jól og áramót. Venjuleg fjölskylda á erfítt með að veita sjúklingi af þessu tagi þá umönnun sem hann þarfn- ast, en því fylgir gífurlegt álag sem erfítt væri að standa undir. Vist- heimili gefur vafalaust möguleika á öðruvísi samskiptum, þó erfitt sé að átta sig á því á þessari stundu. Það mun örugglega veita Kristjáni aukinn þrótt og lífslöngun ef hann Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristján Ketilsson ásamt foreldr- um sínum þeim Auði Ástu Jónas- dóttur og Katli Hannessyni. fær tækifæri ti að búa á slíku heim- ili, auk þess sem það gefur meiri möguleika á því að þjálfa þá líkams- hluta hans sem hægt er að þjálfa. Einnig gefur það hugsanlega mögu- leika á því að nota tölvutækni til þess að auðvelda honum að tjá sig. Fréttin um þetta söfnunarátak Lionshreyfíngarinnar er stórkostleg og vekur miklar vonir, og þá ekki síst vekur það vonir hjá Kristjáni um það að geta í framtíðinni lifað eðlilegra lífi en nú gefst kostur á. Við erum einnig snortin af því að hugsanlega muni hálf þjóðin taka þátt í að byggja upp heimili fyrir þessa einstaklinga, sem hafa orðið fyrir svona miklum slysum, og það breytir vissulega viðhorfinu til þjóð- arsálarinnar, að menn skulu leggja þetta allt á sig eins og meðlimir Lionshreyfíngarinnar gera nú,“ sögðu Auður Ásta Jónasdóttir og Ketill Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.