Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 35 Halldór Blöndal um stöðu sjávarútvegsfyrirtækja: Útgjaldaauki samhliða fastgengi er dauðadómur Ríkisstjórnin afsalar sér ekki rétti til gengisbreytinga sagði forsætisráðherra Þorskurínn, kjölfestan í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin getur ekki afsalað sér rétti til að ákvarða þann grundvallarþátt i þjóðarbúskapn- um sem gengi krónunnar er, sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, í þingræðu í gær. Ríkisstjórnin steftiir að því að raunvextir lækki í 5% fyrir maílok nk., sagði ráðherra ennfremur. Þessar staðhæfingar komu fram í svörum forsætisráðherra við fyrírspurnum frá Halldóri Blönd- al (S/Ne). Þingmaðurinn hélt því fram að útgjaldaauki hjá sjávar- útvegsfyrirtækjum, sem nú væru rekin með umtalsverðu tapi, sam- hliða fastgengi, þýddi rekstrar- stöðvun þorra þeirra og víðtækt atvinnuleysi í landinu. Stöðvast sjávar- útvegsfyrirtækin? Halldór Blöndal (S/NE) vitnaði til heimilda frá samtökum fisk- vinnslustöðva, þessefnis, að halla- rekstur þeirra væri nú 2,7%, að teknu tilliti til greiðslna úr verðjöfn- unarsjóði og endurgreidds sölu- skatts. Myndin er raunar verri. Ef og þegar verðjöfnunarsjóður þrýtur verður hallinn, að öðru óbreyttu, 8,7%: Þingmaðufinn spurði síðan hver launastefna ríkisstjórnarinnar væri. Ríkisstjómin er stærsti launasemj- andi í landinu. Fréttir gengju um líkur á samningum við BSRB, sem feli í sér tvö þúsund króna hækkuii strax og sams konar hækkun síðar á árinu, auk sex-sjö þúsund króna sérstakrar launauppbótar. Hver verður staða fiskvinnslunnar, spurði Halldór, ef henni verður gert að axla hliðstæðan útjaldaauka, sam- HALLDÓR Blöndal (S/Ne) hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Ólafs Ragnars Grimssonar íjármálaráðherra um söluátak spariskírteina ríkissjóðs. Spyr þingmaðurinn meðal annars, hversu margir einstaklingar hafi nýtt sér tilboð um áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs, fyrir hversu hárri fjárhæð þessir ein- staklingar hafi skuldbundið sig og hver kostnaðurinn við sölu- átakið hafi verið orðinn 31. mars síðastliðinn. Halldór Blöndal spyr fjármála- ráðherra einnig hver heildarsala spariskírteinanna hafi verið á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hver heildarinnlausn þeirra hafi verið á þeim tíma og hveijar hafi verið áætlanir fjármálaráðuneytisins um sölu og innlausn skírteinanna á sama tíma. Karvel Pálmason (A/Vf) hefur lagt fram fyrirspurn til Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra um ráðstafanir vegna stöðv- unar hrefnuveiða. Spyr hann hvort ríkisstjómin hyggist engai ráðstaf- anir gera til að rétta hlut þess fjölda einstaklinga sem orðið hafi fyrir fjárhagserfiðleikum vegna stöðvun- ar þessara veiða. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) hefur lagt fram fyrirspurn til fjárrnálaráðherra, þar sem spurt er, hvenær ráðherra hyggist leggja fram frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða, sem lífeyrissjóðanefnd hliða fastgengi, það er án tekjuauka á móti. Hætt er við að slík fram- vinda geti leitt til fjöldastöðvunar sjávarútvegsfyrirtækja og víðtæks atvinnuleysis í sjávarplássunum. Fyrirspurnir til forsætisráðherra Þingmaðurinn bar síðan fram nokkrar fyrirspumir til forsætisráð- herra, efnislega á þessa leið: * 1) Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að rétta af rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi, undirstöðugreininni í þjóðarbúskapnum? * 2) Hefur stjórnin í hyggju að skuld- binda sig gagnvart BSRB með yfir- lýsingu um fastgengi fram á haus- tið? * 3) Með hvaða hætti hyggst ríkis- stjómin standa við fyrirheit sín um lækkun raunvaxta? * 4) Hefur ríkisstjórnin uppi áform um lækkun verðþyngjandi skatta í verði matvöru? hefur samið. Fjármálaráðherra hefur einnig borist fyrirspum frá Júlíusi Sólnes (B/Rn), þar sem þingmaðurinn spyr hvernig tekju- og útgjaldaáætlun samkvæmt fjárlögum hafi staðist fyrstu þrjá mánuði ársins, hvort einhverjir tekju- eða útgjaldaliðir sýni mikil frávik og hvort stefni í halla á ríkissjóði. I annarri fyrir- spum til fjármálaráðherra spyr Júl- íus hvetjar fjárveitingar til 'starf- semi á vegum fræðslustjóraemb- ættanna í landinu hafi verið á fjár- lögum 1983 til 1988. Enn fremur spyr hann hveijar þessar fjárveit- ingar hafi verið samkvæmt niður- stöðum ríkisreikninga sama tímabil. Júlíus Sólnes hefur einnig lagt fram fyrirspum til Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra, þar sem hann spyr hvort niðurstöður úttektar á fræðsluskrifstofum landsins, sem gerð var í ársbyijun 1987 hafi verið kynntar formönnum fræðsluráða og hvort skýrslu um úttektina hafi verið skilað. Auður Eiríksdóttir (SJF/Ne) hef- ur lagt fram fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar land- búnaðarráðherra um lögreglurann- sókn hjá búfjáreigendum. Spyr hún þar meðal annars hvaða ástæður hafi legið til þess að landbúnaðar- ráðuneytið hafi fengið dómsmála- ráðuneytið til að láta gera lögreglu- rannsókn á fjölda búfjár í landinu og hvort að ekki sé hætt við að forðagæslumenn og bændur megi * 5) Ætlar stjórnin að afnema „ekknaskattinn" (eignaskatt á fast- eignir)? Svör forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að gengið hafí verið fellt um nálægt 30% á einu ári. Hann sagði horfur nú betri í sjávarútvegi af ýmsum ástæðum: 1) hagræðingu í fyrirtælqum, 2) til- komu hlutafjársjóðs, 3) hækkun Bandaríkjadals, 4) líkur á verð- hækkunum á Evrópumarkaði á kom- andi sumri, 5) eftirstöðvar í frysti- deild dygðu fram í júlímánuð. Þá sagði forsætisráðherra að ríkisstjómin gæti alls ekki afsalað sér rétti til að ákvarða þann grund- vallarþátt sem gengi gjaldmiðilsins er. Stjómin er þó ekki fús til gengis- lækkana. Ráðherra sagði stefnt að lækkun raunvaxta í 5% fyrir maílok. Þar kæmi við sögu lækkun vaxta á ríkis- telja að þetta feli í sér vantraust á þá. Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) hefur lagt fram fyrirspurn til Guð- mundar Bjarnasonar heilbrigðisráð- herra, þar sem hún spyr hvort ráð- herra sé kunnugt um að starfrækt sé sorpbrennsla án starfsleyfis á Skarfaskeri við Hnífsdal. í fram- haldi af því spyr þingmaðurinn til hvaða aðgerða ráðherra muni grípa vegna þessa máls. Eiður Guðnason (A/Vl) hefur lagt fram fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra um göng undir Hvalfjörð. Spyr hann hvað líði framkvæmd ríkis- stjórnarinnar á samþykkt Alþingis um könnun á hagkvæmni þess að gera slík göng eða brú í fjarðar- mynninu. Til samgönguráðherra er einnig beint fyrirspum frá Hjörleifi Gutt- ormssyni (Abl/Al) um athuganir á breyttum aðstæðum við Horna- fjarðarós. Spyr þingmaðurinn hvaða aðgerðir hafnarmálayfirvöld telji að helst komi til greina til að tryggja innsiglinguna til Hafnar í Homafirði. Hjörleifur hefur einnig lagt fram fyrirspum til heilbrigðis- ráðherra um loftmengun á höfuð- borgarsvæðinu. Spyr hann hvaða niðurstöður Iiggi fyrir úr mælingum á þessari mengun og hvaða aðgerð- ir séu í undirbúningi til að draga úr loftmengun við Faxaflóa, meðal annars vegna útblásturs bifreiða. skuldabréfum og beiting Seðlabanka á heimildum til afskipta af vaxta- ákvörðunum, ef með þyrfti. Þá yrði innlánstími, varðandi verðtryggingu, lengdur. Ráðherra sagði það sitt mat að afnema ætti lánskjaravísitölu. Ríkisstjómin mun halda núver- andi niðurgreiðslustigi búvöru, sagði ráðhetra. Hinsvegar standa efni ekki til þess að auka niðurgreiðslur. Ef lækka á söluskatt á matvæli úr 25% í 12,5%, þýðir það rúmlega þriggja milljarða króna telq'utap ríkissjóðs. En með gildistöku virðisauka kemur til athugunar að hafa hann í tveimur þrepum. Þá sagði ráðherra það sina skoðun að „ekknaskatturinn" svokallaði orkaði tvímælis. Sá skattur kæmi til endurskoðunar í tengslum við endurskoðun á eignarsköttum sem heild. Loks lagði forsætisráðherra áherzlu á það að forsendur fjárlaga, sem spegluðu stefnu stjómarinnar, gerðu ekki ráð fyrir meiri launa- hækkunum frá upphafi til loka árs 1989 en 7%. En jafnvel sú hækkun kynni að vera of mikil fyrir físk- vinnsluna. Svars við meginspurningu vant Halldór Blöndal sagði forsætis- ráðherra hafa leitt hjá sér að svara einni spurningu: Hvað hyggst ríkis- stjórnin gera til að rétta af halla- rekstur í veiðum og vinnslu? Mergur- inn málsins væri sá að stefnt væri í víðtækt atvinnuleysi, fyrst og fremst á landsbyggðinni, ef aukið yrði á hallarekstur sjávarútvegsfyr- irtækja, samhliða fastgengi. Þess- vegna er nauðsynlegt að forsætis- ráðherra og ríkisstjómin geri hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Umræðunni lauk ekki. Vegaáætlun lögð fram á Alþingi Þingsályktunartiilaga um vegaáætlun 1989 til 1992 hefur verið lögð fram á Alþingi. Sam- kvæmt henni verða 682 milljónir af mörkuðum tekjustofiium vega- mála færðar til rikissjóðs á þessu árí, en alls er ætlunin að verja 3.213 milljónum króna til vega- mála á árínu. Markaðir tekjustofnar vegamála eru bensíngjald og þungaskattur. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 3.895 milljónir króna innheimtist með þess- um gjöldum. Þar af á samkvæmt vegaáætluninni að veija 3.213 millj- ónum til reksturs og framkvæmda og verða því framlög til vegamála skert um 682 milljónir. Samkvæmt áætluninni verða þessir tekjustofnar hins vegar ekki skertir á næstu þrem- ur árum. Fyrirspurn frá Halldóri Blöndal: Hvemig seljast spari- skírteini ríkissjóðs? ^Stuttai^ þingfréttir Frumvarp um málefni aldraðra Fram hefur verið lagt á Al- þingi stjórnarfrumvarp til laga um málefni aldraðra. I greinar- gerð með frumvarpinu kemur fram að lög um aldraða hafí verið í gildi í rúmlega sex ár og hafí nú um nokkurt skeið verið í endurskoðun í heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu með það fyrir augum að sníða af þá agnúa, sem í ljós hafí komið á lögunum og færa ýmis ákvæði til samræmis við þróun öldrunarmála síðustu árin. Viðvaranir á áfengisumbúðir Fram hefur verið lagt á Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á áfengislögunum. Þar er gert ráð fyrir því, að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, í samráði við Umferð- arráð, merki allar umbúðir und- ir áfengi, sem selt er í útsölum hennar, með viðvörunum þar sem fram kemur að áfengis- neysla og akstur ökutækja fari ekki saman. Frumvarpið er flutt af þingmönnum úr öllum flokkum og er Eiður Guðnason (A/Vl) fyrsti flutningsmaður. Aðstaða einstaklinga með glúten-óþol Hreggviður Jónsson (B/Rn) hefur lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar þar sem ríkisstjóminni er falið að skipa nefnd til þess að kanna aðstöðu einstaklinga með glúten-óþol. í greinargerð með tillögunni er meðal annars sagt að sjúkling- um sem greindir hafa verið með glúten-óþol hafí fjölgað mjög á undanfömum ámm. Nauðsyn- legt sé að fá gleggri mynd af stöðu þessa hóps bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. Fatlað fólk í heimavistarskóla Guðni Ágústsson (F/Sl) hef- ur ásamt fleiri þingmönnum úr öllum stjómmálaflokkum lagt fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjóminni er falið að kanna hvort ekki sé hægt að nýta aðstöðu í héraðs- og heimavistarskólum landsins svo fötluðu fólki gefist kostur á að stunda fjölbreytt nám í ein- hveijum þessara skóla að loknu grunnskólanámi. Verkefiii ríkisstofiiana flutt frá höfuðborginni Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) hefur ásamt öðrum þingmönnum Kvennalistans íagt fram tillögu til þingsálykt- unar varðandi nýja atvinnu- möguleika á landsbyggðinni. Er þar gert ráð fyrir því, að ríkisstjómin láti kanna hvort ekki sé hægt með nútíma tölvu- og fjarskiptatækni að flytja verkefni á vegum rfkisstofhana og annarra aðila frá höfuð- borgarsvæðinu út á land. Bæjar- og sveitarfelög fái leyfi til lyfsölu Guðni Ágústsson (F/Sl) hef- ur lagt fram frumvarp til laga um brejftingu á lögum um lyfja- dreifingu. Er þar gert ráð fyrir að réttur samvinnufélaga til lyfsölu verði efldur og bæjar- og sveitarfélögum, sem reka heilsugæslustöðvar, verði heimiluð lyfsala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.