Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 38
38 Tom Cruise og Dustin Hoflmann. Dustin Hoff- mann í Bíó- borginni BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Regnmaðurinn" með Dustin Hoffmann og Tom Cruise í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Barry Levinson. Charlie Babbitt (Tom Cruise) stendur í ströngu í Los Angeles. Hann selur bíla, en honum gengur illa. Þar að auki hefur unnustan ýmislegt á homum sér, svo að hann ákveður að fara með hana í skemmti- og sáttaferð. En þegar hann er lagður af stað tilkynnir félagi hans, að faðir hans hafi látist langt austur í landi. Hann vendir sínu kvæði í kross og fer Jþangað til að vera við útförina og hyggja að arfi eftir föðurinn, sem hann hafði ekki séð árum sdman. Hann fréttir einnig að hann eigi bróður sem hann hafði aldrei heyrt um. En arfshluti hans er 40 ára gamall Buick og rósarunnar, sem voru augasteinar karlsins. Hitt á að renna til stofnunar þeirrar þar sem bróðirinn hefur lengi verið vistaður, en hann er það sem kallast ein- hverfur. Yfirlýsing frá nem- endum FB AÐ GEFNU tilefhi vill stjóra Nem- endafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti koma eftirfarandi á framfæri í máli Sjafnar Sigur- björasdóttur skólastjóra Öldusels- skóla. Stjóm Nemendafélags Fjölbrauta- skólans í Breiðholti kannast ekki við að neinn hafí átt í samskiptaörðug- leikum við Sjöfn Sigurbjömsdóttur á meðan hún var kennari og sviðstjóri við Uppeldissvið Pjölbrautaskólans í Breiðholti. Þvert á móti var hún vel liðin af nemendum sínum og talin hæfur kennari. Eigum við því bágt með að trúa að hinir svokölluðu samskipta- örðugleikar við kennara í Öldusels- skóla séu af hennar völdum, auk þess sem við teljum að þær persónu- meiðingar sem hún heftir orðið fyrir séu óraunhæfar og viljum við lýsa hneykslun okkar á þeim. F.h. Stjóraar Nemenda- félags Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, Magnús Árai Magnús- son, formaður NFB. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 MúsíktilraunirTónabæjarog Bylgjunnar standa núfyrirdyrum ísjöunda sinn. Nú, sem fyrr, gefst hljómsveitum sem ekki hafa gefið út lög og sem eru að spila frumsamda tónlist í einhverjum mæli, kostur á að koma fram og láta áheyrendur greiða atkvæði um frammi- stöðu sveitarinnar. Áhuginn fyrirtilraununum hefurverið mikill undanfarin árog erenn, því einatt komast færri sveitir að en vilja. Að þessu sinni mun tuttugu og ein hljómsveit koma fram. Hljómsveitirnar koma úr ýmsum áttum þó allt- af séu fleiri hljómsveitir utan af landi en af Suðvesturhorninu. Frá Reykjavík og nágrenni koma níu hljómsveitir, fjórarfrá Akranesi, ein frá ísafirði, ein frá Sauðárkróki, tværfrá Siglu- firði, ein frá Akureyri, ein frá Hornafirði og tvær hljómsveitir koma frá Eiðaskóla. Mesta athygli vekur að frá Akranesi, þar sem búa um 5.500 manns, koma fjórar hljómsveitir, en þærvoru tvær ísíðustu tveimur tilraunum. í þessum hljómsveitum eru átján meðlimir, sem samsvarar eftir höfðatölureglunni að úr Reykjavík tækju þátt sjötíu til áttatíu hljóm- sveitir. Því verður ekki mótmælt að tónlist- arlíf á Akranesi stendur með miklum blóma. Fyrsta tilraunakvöldið verður fimmtudags- kvöldið 6. apríl, annað kvöldið 13. apríl, þriðja kvöldið 20. apríl og úrslitakvöldið verður föstu- daginn 21. apríl. Verðlaun eru tímar í hljóð- veri og ýmis tæki sem koma að góðum notum við hljómsveitarekstur. Fyrstu kvöldin þrjú verða það áheyrendur sem ráða því hvaða hljómsveitir ná áfram, en úrslitakvöldið gilda atkvæði sérstakrar dómnefndar til jafns við áheyrendur. Sú nýbreytni verður þetta sinn að úrslitakvöldið mun dómnefnd einnig velja úr þá hljómsveit sem þykir vera að leika bestu tónlistina án tillits til líklegra vinsælda hennar. BATTERÍ FRÁ AKRANESI Batterí skipa Jón Ingi Þorvaldsson, sem leikur á bassa, Sigurður Gísla- son, sem leikur á gítar, Guðmundur Þórir Sigurðsson, sem leikur á gítar og Gautur Garðar Gunnlaugsson, sem leikur á trommur. Sigurður sér um sönginn með gítarslætti. Batterí leikur rokk af þyngri gerðinni; þunga- rokk. TITAIMIC ÚR REYKJAVÍK Titanic Skipa Páll Ú. Júlíusson, sem leikur á trommur, Sigurjón Axels- son, sem leikur á gítar og syngur og Sigurður Ragnarsson, sem leikur á bassa. Hljómsveitin leikur rokk og ról og sveitarmeðlimir segjast helst hlusta á Led Zeppelin og Jimi Hendrix. Ekki vilja þeir láta bendla sig við þungarokk, segjast of gamaldags fyrir slíkt. Ljósmynd/BS MAX FRÁ SIGLUFIRÐI Max skipa Örvar Bjarnason, sem leikur á hljómborð, Sveinn Hjartarson, sem leikur á trommur, Rúnar Sveinsson, sem leikur á bassa, Hlöðver Sigurðsson, sem syngur og Hilmar Þór Elefsen, sem leikur á gítar. Hljóm- sveitin leikur bara rokk og sveitarmeðlimir sögðust vera undir einna mestum áhrifum frá sjálfum sér. Ljósmynd/BS TENS ÚR REYKJAVÍK Tens skipa Jóhannes P. Davíðsson, gítarleikari, Sigfús Höskuldsson, trommuleikari, Jón Leifsson, bassaleikari og Ásgeir Már Helgason söngv- ari. Tens-meðlimir sögðust leika óskilgreinda tónlist, sem kanski mætti kalla rokk með fönkáhrifum. Sveitarmenn hafa ólíkan tónlistarsmekk og vildu ekkert gefa upp. Timburmennimir Sterk bræðrabönd Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Arthur á skallanum („Arthur 2: On the Rocks“). Sýnd í Bíóhöll- inni. Leikstjóri: Bud Yorkin. Helstu hlutverk: Dudley Moore, Liza Minelli og John Gielgud. Hvað tímamir breytast með framhaldsmyndum. Hér einu sinni var Arthur hinn skemmtilegasti milljónamæringur. Núna er hann hvorki milli né skemmtilegur. „Arthur 2: On the Rocks“ er ófyndið, vellulegt og dauflega leik- stýrt framhald hinnar geysivin— sælu„Arthur“ og segir frá því þeg- ar sauðdrukkin og drafandi titil- persónan, sem Dudley Moore Ieikur á mjög svo kunnum nótum, missir auð sinn og dettur úr fína ræsinu sínu oní göturæsið til hinna rón- anna. Sömu leikararnir eru í þessari og hinni fyrri og má sérstaklega nefna Lizu Minelli, er leikur eigin- konuna Arthurs og sér fyrir ofleik sem ætti að nægja öllu leikaralið- inu og dágóðum skammti af væmni í kaupæti, og John Gielgud en hann endurtekur hlutverk sitt sem einkavinur og einkaþjónn fyllibyt- tunnar. Vegna þess að hann lést í síðustu mynd kemur hann aðeins lítillega fyrir í framhaldsmyndinni sem draugur og er eini ljósi punkt- ur myndarinnar. Allir sniðugu brandararnir hans Arthurs eru ófyndnir og öll þessi framhaldssaga um hann er nauðaómerkileg. Ifyrri myndin sagði allt og gerði allt og var skemmtilega full. Nú er komið að timburmönnunum. Nicky og Gino („Nicky and Gino“). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri: Robert M. Young. Helstu hlutverk: Tom Hulce, Ray Liotta og Jamie Lee Curtis. Hæhó. Hafíð þið fengið nóg af tvíburabræðramyndum? Eða lang- ar ykkur að sjá fleiri? Er uppselt á 'Regnmanninn? Örvæntið ekki. Nicky og Gino gæti verið lausnin á hvoru tveggja. Það er hjartnæm og hugvitsam- lega gerð mynd eftir Robert M. Young sem sameinar það að fjalla um náið tilfinningalegt samband fátækra tvíburabræðra og tvo ólíka, næstum ósamrýmanlega heima þar sem annar bróðirinn er vangefinn. Hljómar kannski eins og Regnmaðurinn í nærbol en van- metið hana ekki. Nicky og Gino er vandað og vel gert og sérstak- lega vel leikið tilfinningalegt drama sem hefur gott lag á að snerta mann þar sem maður er veikur fyrir. Þeir eru að vísu ekki eineggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.