Morgunblaðið - 06.04.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.04.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 -I- Hulda Á. Stefáns dóttir - Minning Hægt og bítandi var frerinn far- inn að láta undan síga eftir stirðan og umhleypingasaman snjóavetur og upprisusólin byrjuð að skína þegar ég frétti lát Huldu Á. Stef- ánsdóttur. Samt var mér enginn harmur í hug, miklu fremur fegin- leiki, því að ég vissi að hún var orðin þreytt og mér fannst stíll yfir því að kveðja þegar páskar fóru í hönd — eins og svo mörgu öðru sem hún gerði. Með henni er gengin mikil merk- iskona sem mig langar að minnast með nokkrum orðum á útfarardegi hennar vegna samstarfs sem við áttum síðustu árin og vegna þess hvem sess hún skipar í huga mér. Á bamsaldri heyrði ég um hana talað og gerði mér grein fyrir því að hún var kona sem flestir könnuð- ust við. Fyrir hvað hefur mér þá sennilega ekki verið eins vel ljóst, en um það fræddist ég seinna. Snemma þóttist ég líka sannreyna það að í hvert skipti sem hún drap niður penna til að minnast sam- ferðamanna sinna eða rifja upp gamlar minningar gat verið veislu von fyrir þá sem á annað borð vom ekki fæddir til fullkomins vitundar- eða áhugaleysis um allt nema líðandi stund. Ég er búinn að gleyma hvenær við hittumst fyrst og töluðum saman, man þó að það var á samkomu þar sem hún var stödd ásamt Jóni manni sínum og haldin var hér í Reykjavík eftir að hún fluttist suður. Fyrir kom líka að ég átti erindi við hana meðan ég var dagskrárstjóri útvarpsins og fór jafnan vel á með okkur, en vem- leg kynni okkar hófust ekki fyrr en ég tók að mér fyrir beiðni útgef- andans að búa minningar hennar til prentunar. Það var sumarið 1985. Fyrsta bindið af fjórum kom út þá um haustið, lokabindið fyrir síðustu jól. Um samstarf okkar Huldu á ég góðar minningar og nú þegar hún er öll þykir mér vænt um að ég skyldi fá að kynnast henni og eiga þann hlut að minningum hennar og útgáfu þeirra sem ég átti. Það hefði verið óhugsandi án þess að geta haft nána samvinnu við hana og eignast trúnað hennar. Hann tel ég mig hafa eignast og þess vegna sagði hún mér margt og miklu fleira en það sem á bækur kemst, heilar ævi- og örlagasögur sem tóku öllum skáldskap fram eins og þær flutu af vömm hennar, því að í eðli sínu var frásagnargáfa Huldu Á. Stefánsdóttur munnlegrar ættar. Það sem einkennir ræðu hennar og rit er hin ljósa, lipra og tilgerðarlausa frásögn þar sem efni- viðurinn er ævi og örlög mannanna og atvik og reynsla lífsins, tilgang- urinn fræðsla, skemmtun og lífsfyll- ing og meðalið mál sem er blátt áfram, lifandi, auðugt og alþýðlegt án þess að verða nokkurn tíma flatt eða uppskrúfað. Merkingin sem texti hennar ber í sér er meðal annars mótuð af notalegri kímni og vinsamlegum mannskilningi og næmri tilfinningu fyrir gildi ljóð- rænna lýsinga og dramtískra and- stæðna sem lofa birtunni að njóta sín og skerpa skuggana. Sú fræga, franska skilgreining stíls að hann sé sama og maðurinn hygg ég að hafí verið furðu nærri sanni um Huldu Á. Stefánsdóttur. Um það geta þeir áreiðanlega borið sem spjölluðu við hana þegar vel lá á henni. í samræðum um alla heima' og geima var hún með allra skemmtilegustu viðmælendum. Þess vegna gat líka verið meiri freisting að sitja á tali við hana en marga sem yngri voru að árum, því að hún var miklu yngri í anda en sumir þeirra og fýlgdist lengst af býsna vel með, þótt ellin væri farin að kreppa að og hún sæti oft við arineld minninganna síðustu árin. Þegar við Hulda fórum að vinna saman var hún orðin áttatíu og átta ára gömul og búsett hjá Guð- rúnu dóttur sinni á Bergstaðastræti 81. Þar sinnti hún þá enn ýmsum heimilisverkum milli þess sem hún sat við borðið sitt uppi í risinu og lét hugann reika heim á fornar slóð- ir. Þar mátti segja að væri önnur smiðjan okkar framan af. Þar skipt- umst við á köflum sem mislangt voru komnir, eins og sendiherrar á orðsendingum, töluðum um næsta áfanga, ræddum efni næstu bókar eða skoðuðum gamlar myndir. Hún hellti upp á könnuna og marga stund sat ég undir súðinni hjá henni og lét hana segja mér sögur. Hún mundi svo margt. Inn á band handa útvarpinu sagði hún mér þegar hún var við minningarguðsþjónustu um Hallgrím Pétursson í gömlu kirkj- unni í Fjörunni 1914 og séra Matt- hías steig í stólinn, en Geir vígslu- biskup söng. Hún hafði lifað svo margt. Stöku sinnum vélritaði ég fyrir hana minningargrein ef henni lá á, því að alltaf var að fækka í hinni öldruðu sveit. Eða tók af henni eitthvert annað ómak. „Veistu hvað er slifsakassi ?“ spurði hún mig einu sinni þegar ég kom. Ég gat mér þess til, dró ályktunina af nafninu, en hafði aldrei séð þess konar öskju. Svo sýndi hún mér slifsakassann hennar Guðrúnar ömmu sinnar — ef ég man rétt — og bað mig að koma honum fyrir sig til þjóðminja- varðar ásamt bréfí. En kynni okkar voru bundin bók- unum hennar og fundum okkar fækkaði mjög eftir mitt sumar 1987. Þó hitti ég hana nokkrum sinnum heima þá um haustið, en eftir það dvaldist hún lengst af á stofnunum. Síðast sá ég hana í Seljahlíð. Þama um sumarið var heilsa hennar og þrek á þrotum og hún sagði við mig á Reykjalundi að nú yrði ég að reyna að sjá um framhaldið. Það gerði ég eftir bestu getu, en málið er mér of skylt til þess að fjölyrða um það nú. Hulda gladdist auðvitað yfír þeim viðtökum sem bækur hennar fengu, enda veit ég ekki til þess að þær hafi verið nema á einn veg. Eftir á þykir mér mestu máli skipta að þær voru skrifaðar. Þær geyma það sem geymst getur af henni sjálfri og því sem hún vildi segja. Um hitt þagði hún fast. Og framar er ekki um neitt að sakast. Ástvinum frú Huldu, eins og margir af eldri kynslóðinni kölluðu hana að gömlum kurteisissið, votta ég samúð. Margir munu sakna hennar, því að margir kynntust henni og mörgum kom hún til nokk- urs þroska. Þessi „sjarmerandi sagnaþuia", eins og orðslyngur vin- ur hennar nefndi hana, batt saman í vitund sinni og minni tvær aldir, tvo heima. Fyrir margt var hún merk, en fyrir eitt verður hennar minnst: þær andans gjafir sem hún gaf í lifanda lífí, lífsfjörið sem frá henni stafaði, í bestu merkingu þess orðs, og mölurinn og ryðið komast ekki að. „Orð fór af því, að Jón Pálmason á Þingeyrum væri vel ríðandi, þegar hann fór af bæ, og ætti úrvals- hross. Það voru orð að sönnu.“ Þannig kemst Hulda Á. Stefáns- dóttir að orði í minningum sínum af nokkru stolti. Öðru sinni sagði hún að þrátt fyrir flækinginn sem á sér hefði verið hefði sér í raun- inni aldrei þótt gaman að ferðast — nema á hestbaki. Frá bamæsku hefði hún haft mikið dálæti á hross- um og fátt hefði sér þótt skemmti- legra en að skreppa á bak. Eftir að þau Jón giftu sig í Reykjavík sumarið 1923 riðu þau til Þingvalla með vinum sínum. Þar var dmkkin hestaskál, en síðan lögðu hjónin á Kaldadal og riðu um Borgarfjörð, norður fjöl! og heiðar, að Þingeyr- um. Þegar ég var að ganga frá kaflanum þar sem hún segir frá þessu hugsaði ég: Þetta minnir á lok íslandsklukkunnar, þegar bisk- upshjónin ríða vestur á land að vitja þeirra jarða sem Snæfríður hafði náð undan kónginum. Sá mæti maður, Jón S. Pálmason á Þingeymm, var farinn yfir fljótið dökka meira en tólf ámm á undan Huldu konu sinni og ennþá fyrr æskuvinur hennar, Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Með honum hafði hún líka ung farið fjallaslóðir á hestbaki, eins og hún hefur sjálf sagt frá, meðal annars um hálendi Tröllaskaga með hvassar eggjar Siglu^arðarskarðs, þoku á Reykja- heiði og sólina eins og glóandi gull í kaldri deiglu Fljótanna. Til engra ljóða vitnaði Hulda oft- ar en ljóða hans og fer því ekki illa á því að fara að dæmi hennar að leiðarlokum. Eitt sinn orti hann kvæði sem hann lagði allt annarri konu í munn en Huldu litlu á Möðm- völlum, en nú fínnst mér síðasta erindið þulið mér við eyra eins og kveðja hennar þegar hún er öll og hlekkir heimsins em brostnir: Er leita ég inn í ljóðsins skin, og lokað er þreyttri bránni, þá heyri ég fáksins Qalladyn og fossinn niða í gjánni. Ég hitti aftur minn heiðavin á hæðunum fram með ánni. Þar er gott að kveðja vinkonu sína við fossnið og ijallablæ í skini páskasólarinnar. Hjörtur Pálsson Amma okkar, Hulda Á. Stefáns- dóttir, sofnaði sínum hinsta svefni laugardagskvöldið fyrir páska. Það er einkennileg tilfínning að geta aldrei framar talað við hana eða snert, konuna sem okkur þótti svo vænt um. Við söknum hennar sárt. Andlát ömmu var þó hvorki óvæntur atburður né óvelkominn, því hún hafði verið mjög lasburða síðustu tvö árin. Sú manneskja sem hvað mest hefur mótað okkur systkinin og fylgt okkur eftir er amma. Það var hún sem ræddi um lífið og tilvemna við okkur krakkana. Henni þótti mjög í mun að við stæðum saman, deildum hlutum með okkur og vær- um góð hvert við annað. Henni varð tíðrætt um skylduna og ábyrgð hverrar manneskju fyrir sér og umhverfi sínu. Hún hafði oft yfír þessar línur: Það fylgir því ábyrgð að fara með völd það fylgir því ábyrgð að lifa. Hún taldi betra að aðrir gerðu á hlut okkar en að við gerðum öðmm mein, en taldi mikilvægt að ræða og leysa ágreiningsefni. Auðmýkt og kærleikur væm mikilsverð og verðmæti sálarinnar dýrmætari en veraldlegur auður. Eftirfarandi er- indi eftir Einar Benediktsson var henni kært og minnir á hana: Eitt bros getur dimmu í dagsljósi breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Við systkinin biðjum Guð fyrir hana sem veitti okkur svo mikla ást og var okkur svo kær. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Hulda, Anna Salka, Stebbi og Bobbi. Ótal minningabrot koma í hug- ann nú að loknum ævidegi föður- systur minnar, Huldu Á. Stefáns- dóttur. Hún ólst upp á fjölmennu skóla- heimili norðanlands á miklum um- brotatímum þar sem umræður og heimilisbragur snérust mest um mennt og menningu — og hugir manna heilluðust af fögrum hug- sjónum um batnandi tíð á íslandi — „gróandi þjóðlíf og þverrandi tár“. Sá arfur úr föðurhúsum hlýtur að hafa verið með jákvæðum for- merkjum hjá þeim sem tóninn gáfu og sá andi verið ungri stúlku gott veganesti út í lífið. Sjálf átti Hulda til að bera skarpa athyglisgáfu, gott minni og einlæg- an vilja til að læra og menntast. Þessum þáttum og raunar öðrum eðlisþáttum sínum hefur hún gert góð skil í æviminningum sem hún rakti síðustu æviárin og út eru komnar á bók. Þar dregur hún upp fjölmargar myndir af samferðafólki sínu eins og það kom henni fyrir sjónir, gerir grein fyrir hugðarefn- um sínum og gefur um leið glögga mynd af sjálfri sér. Þar er engu við að bæta. Fyrstu kynni mín af nöfnu minni og frænku voru í frásögnum föður míns og bróður hennar af æsku- heimili þeirra — ljóslifandi frásagn- ir sem opnuðu okkur sem á hlýddum heillandi ævintýraheim, margbrot- inn og ríkan af manngæsku og fjöl- breytni. Systirin úr þessum ævin- týraheimi kom oft í heimsókn að norðan og bar með sér ferskan andblæ og dulúð úr sveitinni sem var okkur bróðurdætrunum fjar- lægur veruleiki. Síðar gaf hún okk- ur tækifæri til að kynnast lífínu í íaienskri sveit að sumri — á Þing- eyrum undir ástúðlegri handleiðslu hennar og hjartahlýja eiginmanns- ins, Jóns Pálmasonar. Ég minnist hennar líka sem skólastjóra síðar í íjölmennum Hús- mæðraskóla Reykjavíkur — í hópi námsmeyja sem virtu hana og dáðu. Og ég minnist ótal gleðistunda með henni bæði sunnan heiða og norðan þegar hún gaf okkur viðmælendum sínum hlutdeild í sinni sögu og lífsreynslu. Á þeim stundum leyndi sér ekki að henni var í blóð borið að segja frá, fræða og mennta. Hulda Á. Stefánsdóttir átti vissu- lega að baki litríkan æviferil, hún var baráttukona sem valdi sér aldr- ei hægan sess í lífinu. Hún tók virk- an þátt í þjóðþrifamálum og var mörgum fyrirmynd og hvatning til dáða. Fyrir það erum við samferða- fólk hennar þakklátt. Um leið og ég flyt nánustu ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur fínnst mér vel við eiga að láta fylgja þessar vísur úr ljóði eftir skáldið góða, Matthías Jochumsson, sem ég veit að hún hafði mikið dálæti á. Mér fínnst hann fyrir sitt leyti lýsa þar þvi innra eðli sínu sem þau geta hafa átt sameiginlegt: Gef mér dag í dauða, dag yfir aila heima, sjón er allt það sannar, sem mig gjörði dreyma: veröld fulla visku, vitund heilla þjóða, vilja og sál hins sanna, sjón og heym hins góða. Sýn mér, sólar faðir sjónir hærri en þessar, málið mitt er síðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini mína, blessun minna bama burtfór mína krýna. Dæm svo mildan dauða Drottinn, þínu bami - eins og léttu laufi i > t t i ( t' -1 .1 c ■': j ii t Móðir okkar, ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Utla-Hvammi, Mýrdal, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ kl. 10.30. Börn hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRlÐUR vigfúsdóttir, Mundakoti, Eyrarbakka, verður jarðsungin föstudaginn 7. apríl frá Eyrarbakkakirkju kl. 14.00. Rútuferð frá BSÍ kl. 12.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t VALDIMAR JAKOBSSON, Gnoðarvogl 68, Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju kl. 15.00 föstudaginn 7. apríl. Þeim sem vildu minnast hans skal bent á Krabbameins- félagið. Kristján Valdimarsson, Valdimar Valdimarsson, Jóna Guðmundsdóttir, Aðalheiöur Bóasdóttlr og barnabörn. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, JENS ELÍS JÓHANNSSONAR fyrrum bónda fSælingsdal, ferfram frá Hvammskirkju í Dalasýslu laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Bíll fer vestur frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00 á laugardaginn og til baka sama dag. Vinsamlega hafið samband við Unni í síma 43438 eða Erlu í síma 92-27326. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðrún Oddsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.