Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 Guðný Sigmunds- dóttir - Kveðjuorð Með örfáum fátæklegum orðum, langar mig að kveðja mína góðu gömlu vinkonu, Guðnýju Sig- mundsdóttur. Guðný var fædd 10. apríl 1897 og átti því aðeins fáa daga eftir til að verða 92ja ára. Það hefði engan grunað að Guðný yrði svona öldruð, því að á sínum yngri árum var hún síður en svo heilsusterk. Guðný gekk í Kvennaskólann og var því vel að sér til munns og handa. Hún var ágæt í málum, sem kom sér vel þegar hún fór að vinna á Landsímanum. Einnig var kunn- átta hennar í handavinnu með ein- dæmum en þar lék allt í höndunum á henni og var ekki til sú handa- vinna, sem Guðný ekki kunni. Hún átti ekki langt að sækja myndar- skap sinn, því móðir hennar Ólöf var alveg einstök myndarkona. Ólöf sá fallega flík eða peysu og fór hún síðan heim og bjó til það, sem hún hafði séð. Marga peysuna gaf Guðný mér og voru þær hver annarri fallegri. Ég man eftir einni, sem var hekluð en eitt sinn að leik reif ég peysuna. Mér þótti vissara að fá hana viðgerða áður en ég færi heim, svo ég fór beint upp á Grettisgötu heim til Guðnýjar þar sem hún bjó ásamt móður sinni og systrum og var mér þar vel tekið. Oft kom Guðný við í Lækjargöt- unni á leið úr vinnunni en móðir mín og Guðný voru bestu vinkon- ur. Móðir mín saumaði meðal ann- ars í gardínur miklar og fannst henni mikill stuðningur að fá vin- Símar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Lindargata 39-63 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. konu sína til að fylgjast með hvem- ig gengi. Oft fór Guðný með for- eldrum mínum og einnig afa mínum og ömmu í bíltúra og betja- ferðir og þótti Guðnýju þá mjög gott að halda á mér í fanginu en við það leið henni betur í magan- um. Það var oft hlegið að þessu seinna. Þær vinkonurnar unnu á Land- símanum ásamt öðrum ungum stúlkum en þótti nú aldeilis ekkert slor að fá vinnu þar og komust færri að en vildu. Ég minnist margra stunda, þegar Guðný var að segja mér sögur frá því að hún vann á Landsímanum og er alveg ófyrirgefanlegt að hafa ekki skráð þetta því hún sagði alveg sérstak- lega skemmtilega frá. Auk þess voru þetta heimildir, sem hefðu þurft að geymast. Guðný giftist síðar hinum ágæt- asta manni, Magnúsi Oddssyni frá Eyrarbakka og fluttist hún til hans þangað og bjuggu þau þar í nokk- ur ár. Magnús var stöðvarstjóri á símanum þar og einnig hrepp- stjóri. Það kom sér því vel að Guðný var ekki alveg ókunnug símamálum. Það var oft gest- kvæmt hjá þeim hjónum á Eyrar- bakka og höfðu þau meðal annars nokkur svín, sem var óvenjulegt á þeim tíma. Guðný matbjó ýmislegt úr svínakjötinu og var þetta alltaf herramannsmatur. í kjallaranum átti Magnús oft þorskhausa og man ég að pabba þótti mikill feng- ur að fara niður í kjallarann með Magnúsi og rífa hausa og var það gert af mikilli list. Eitt sumar var ég á Eyrarbakka og var það ógleymanlegur tími. Guðný og Magnús höfðu þá eign- ast sitt eina barn, dóttur, sem var skírð Ólöf. Hún var auðvitað í miklu uppáhaldi hjá foreldrum sínum, sem eðlilegt var, því Ólöf er stólpakvenmaður sem hún hefur sýnt og sannað. Nú er hún hingáð komin frá Englandi með manni sínum Frank og syni til að kveðja Leiðrétting í minningargrein um Sigríði Jónsdóttur (Mbl. þriðjud. 14. mars) slæddist sú villa, að föðuramma hennar er sögð Guðrún Jónsdóttir frá Hlíðarhúsum, en átti að vera Vigdís Magnúsdóttir frá Miðseli, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur. SLONI-> HAFNARSTRÆT115, SÍMI21330 Kramar, krossar og k istusk / 'cyluigar. Sendum um allt land. Ppið kl. 9-19 virka daga og til 21 um helgar. + Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KJARTANS JÓNSSONAR, trósmiðs, Bergstaðastrœti 50. Jón Ragnar Kjartansson, Hjálmar Kjartansson, Ingunn R. Kjartansdóttir, Teitur Kjartansson, Ragnheiður Kjartansdóttir, Nils Busk, Kjartan Á. Kjartansson, Gerður Jóhannsdóttir, Erlingur Dagsson, Ragnheiður Jónsdóttir. Guðnýju hinstu kveðju. Ólöf lauk BS prófi frá Háskólanum hér heima í ensku og sögu en manni sínum kynntist hún þegar hún var í Oxford eitt ár en Frank var þar líka við nám en hann er efnafræð- ingur að mennt. Sonur þeirra Magnús er að ljúka prófi núna, með landafræði sem aðalfag. Magnús var augasteinn afa síns og nafna en ekki síður ömmu sinnar, sem naut samverunnar við litla Magnús. Magnús og Guðný fóru nokkrum sinnum til Englands í heimsókn í lengri eða skemmri tíma eftir því, sem á stóð. Þegar Magnús og Guðný fluttu frá Eyrar- bakka þjuggu þau fyrst í Blönduhlíð en síðar þegar þau vildu minnka við sig fluttu þau á Marar- götu 3 en það átti ekki fyrir Magn- úsi að liggja að fá að búa þar lengi því hann var þar aðeins í eitt ár. Guðný bjó síðan ein á Marargöt- unni og var hún fyrir löngu laus við sitt magasár og heilsaðist henni vel þangað til að bakið gaf sig og hafði hún auk þess misst sjón að miklu leyti. Það átti hún erfíðast með að sætta sig við, því að þá gat hún ekkert gert í höndunum. Hún fór í Seljahlíð um skeið en síðast var hún á öldrunardeild Borgarspítalans þar sem hún lézt. A báðum þessum stöðum veit ég að öllu starfsfólki þótti vænt um Guðnýju en hún var alltaf svo já- kvæð að hún átti ekki marga sína líka. Alltaf var hægt að koma til Guðnýjar og létta á hjarta sínu og leið manni ævinlega betur á eftir. Ég veit að það var tekið vel á móti Guðnýju og bið ég Guð að blessa Ólöfu og fjölskyldu hennar með þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Aslaug Cassata ValdemarE. Ingi- marsson - Minnmg Allir dagar eiga sér kvöld, eins er það með ævi okkar mannanna. Snögg og óvægin skil eru stundum í tilveru okkar, svör fást við sumum þeirra en öðrum ekki. Eftir standa minningar um samverustundir og vináttu. Skilnaður er sár, en minning um bróður. sem einnig var góður vinur, græðir sárin í fyllingu tímans. Þegar atorka er í hámarki gerum við oft ekki ráð 'fyrir því, sem getur heft för okkar að settu marki. For- lögin hafa tekið í taumana. Valde- mar Eyberg Ingimarsson lést í Land- spítalanum að morgni annars páska- dags. Sjúkdómssaga Valdemars náði aftur í ágúst 1987. Frá þeim tíma var hann stöðugt undir læknishendi. Lengi var haldið í vonina um bata, og að sigur ynnist að lokum. Það gerir auðveldara við ástvinamissi ef við trúum að allt hafí þetta einhvem tilgang. Valdemar fæddist á Brandaskarði í Húnavatnssýslu 2. desember 1927. Faðir hans var Ingimar Sigvaldason og móðir Valný M. Benediktsdóttir. Hann ólst upp á Brandaskarði til fjögurra ára aldurs, eftir það fluttist hann með móður okkar og móð- urömmu í Skagafjörð, þar sem hann var til tuttugu og sex ára aldurs. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar, þar sem hann hefur búið sl. 25 ár. Valdemar var kvæntur Hólmfríði Kristjánsdóttur, sem lést eftir lang- varandi veikindi 1978. Nokkrum árum áður en hann giftist, hóf hann stutta sambúð með Fjólu Hafsteins- dóttur og eignuðust þau einn son, sem heitir Kristján, búsettur í Reykjavík og giftur Kristínu Óskars- dóttur og eiga þau saman einn son. Valdemar vann við ýmis störf, m.a. við landbúnaðarstörf í sveitinni fyrir norðan, byggingavinnu í Reykjavík, sem bústjóri hjá Helga Benediktssyni í Vestmannaeyjum og við Skipasmíðastöðina Dröfn í Hafn- arfirði. Síðustu tvo áratugi vann hann hjá Póststofunni í Hafnarfirði. Hann var vel kynntur góður starfs- maður og samviskusamur við þau störf sem honum var trúað fyrir. Á perlubandi minninganna hrúg- ast upp ótal minningar úr lífi okkar beggja. Við vorum sjaldan mjög langt hvor frá öðrum og sér í lagi síðari árin. Það var notalegt að koma til hans og mömmu í litla húsið við Hverfisgötu, þar sem dægur- og áhugamál voru rædd fram eftir kvöldum. Valdemar var góður drengur, vel til vina, dulur en trúr köllun sinni og sannur vinur. Ég ætla ekki frek- ar að rekja æviferil hans hér, heldur þakka ég Guði fyrir að hafa átt hann fyrir bróður og vin, þakka all- ar björtu stundirnar sem við áttum á heimilum okkar og utan þeirra. Þakka fyrir hvað hann var góður og nærgætinn við aldraða móður okkar, þau liðlega tuttugu ár sem hún hefur búið hjá honum. Aldrei heyrðist neitt styggðaryrði þeirra á milli. Guð blessi hann fyrir ævilanga vináttu og hjálpsemi. Mamma mín, systkini og Kristján, þið eigið mína innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Friðgeir Guðmundsson í dag kveðjum við vinnufélaga okkar og vin, Valdemar Ingimars- son. Valdemar hóf störf hjá Pósti og síma í Hafnarfirði 1971, fyrst sem bréfberi en seinna sem póstaf- greiðslumaður. Valdemar var hógvær en glað- lyndur maður og er mikill missir að svo góðum dreng, hann var ávallt U.búinn að rétta hjálparhönd og vildi veg Pósts og síma sem mestan. Valdemar bar ekki persónuleg mál sín á torg og hafði hann starfað með okkur um nokkum tíma áður en okkur var ljóst að hann gekk ekki heill til skógar og varð að halda aftur af honum til að hann færi ekki í erfíðustu verkefnin, því slíkur var áhuginn og viljinn til vinnunnar. Valdemar var ávallt glaðlyndur og því vinsæll meðal starfsfólksins. Um leið og við minnumst góðs fé- laga og vinar, vottum við eftirlifandi móður hans, syni, systkinum og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. F.h. starfsfólks Pósts og síma, Hafnarfirði, Gunnar Einarsson. Sigurdís Kaprasíus- dóttir — Kveðjuorð Hún Dísa er dáin. Minningarnar streyma fram. Hún Dísa skipar ríkan sess í minningum mínum frá bemsku. Ég sleit bamsskónum á tröppunum og í húsasundinu við Grettisgötu 50, þar sem hún Dísa bjó, en fjölskylda mín bjó þar í kjall- aranum. Ég minnist Dísu sem kjarkmikillar konu, sem alltaf var svo hjálpsöm og dugleg og hún geislaði af krafti og léttleika. Það var alltaf svo fjörugt í návist henn- ar því Dísa bjó yfir þeim eiginleika að snúa neyðarlegustu atvikum yfir í hin spaugilegustu, og hláturinn hennar Dísu smitaði alla. Móðir mín var ung móðir og Dísa reyndist henni góður vinur og hjálp- arhella. Húrf mátti hvergi aumt sjá og var alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum. Ég var 4 ára gömul vorið 1953 er hún missti manninn sinn, hann Brynjólf. Sem barn var ég óttasleg- in og skildi ekki hvað var að ger- ast, allir vom svo öðmvísi og allt var svo leyndardómsfullt. En Dísa var söm við sig, hún gaf sér tíma til að sinna óvitanum. Hún leiddi mig sér við hönd, inn í stofu, þar sem kistan stóð, lofaði mér að vera með, gera krossmark yfir kistunni og sagði mér á sinn hátt hvað var að gerast. Þessi stund með Dísu var mér ógleymanleg. Ég minnist morgnana, er ég flýtti mér í kotið og heilsokkana til að missa ekki af notalegu morgun- stundunum hjá Dísu er hún klæddi hann Brynjólf son sinn og fór með bænina „Nú er ég klæddur og kom- inn á ról“. Og er Brynjólfur var kominn á ról, var hitað kaffi, náð í kústinn, slegið í ofninn, svo að það ómaði í römnum niður til henn- ar móður minnar, sem vissi að það þýddi: Komu upp í kaffi. Svo beið ég spennt eftir setningunni, sem hún Dísa mín sagði alltaf við mig: „Fáðu þér nú mola, Stína mín, og dýfðu honum í bollann minn, en þvoðu þér bara ekki um hendurnar úr honum.“ Svo skellihló hún. Svona var Dísa. Víst er, að vel er tekið á móti Dísu, „hinum megin“, ekki síst af þeim Brynjólfi, henni „Nöfnu“ hennar, sem hún reyndist svo vel, og EIsu móður minni. Blessuð sé minning hennar. Kiddý
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.