Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1989 49 SólveigÁ. Bjarna dóttir — Minning Fædd 31. janúar 1908 Dáin 29. mars 1989 „Og því varð allt svo hljótt við helfrep þína sem hefði klökkur gígjustrenpr brostið." kvað Tómas Guðmundsson, en hún kom ekki óvænt, fregnin um andlát hennar Veigu minnar í Ártúni, eins og dreginn var af henni allur lífskraftur, þegar ég heimsóttá hana á föstudaginn langa heim í Ártún, hún hafði fengið að fara heim af sjúkrahúsi um páskana, þar var hug- urinn allur og þangað kom fjölskyld- an hennar eins og alltaf áður í henn- ar milda móðurfaðm. Það var dásam- legt að sjá hve þau umvöfðu mömmu sína og ömmu. Það var svo undur gott að fá að halda í höndina hennar góðu, sem svo oft hafði strokið mér um kollinn, þegar ég var lítil, og gefið mér svo óendanlega mikinn kærleika og hlýju, ekki bara mér, systkinum mínum og bömum okkar allra, heldur öllum þeim fjölmörgu, sem sóttust eftir að vera í návist þessarar yndislegu konu, sem bar svo mikla umhyggju fyrir okkur öllum, og þar var ekki talað um fóm, álag, yfirvinnu eða laun, þó oft hlyti hún að vera þreytt, með stórt bú, mörg börn og alltaf fullt hús af fólki, því mér finnst að alltaf hafi verið veisla í Ártúni, svo höfðinglega var gestum veitt við stóra borðið í litlu stofunni. Það var mikið gæfuspor þeirra beggja, þegar Veiga giftist móður- bróður mínum, Braga Kristjánssyni, sem var einstakt ljúfmenni og bam- góður með afbrigðum og skilnings- ríkur á athafnaþrá bamsins og oft leiddi hann fram hesta sina fyrir okkur, leyfði okkur að ærslast í hey- inu eða reka kýmar. Það er hægt að telja svo ótal margt til, en geym- um það í dýrmætum sjóði minning- anna. Það var mikil sorg og ævilangur tregi hjá Veigu minni, þegar hún missti ástkæran eiginmann sinn vo- rið 1967, en hjónaband þeirra var óvenju farsælt, þar sem ást og gagn- kvæm virðing ríkti. Þau eignuðust 4 böm, tvær dætur og tvo syni, og öll fengu þau í arf elskusemi og hlýju foreldra sinna, sem mátu mannkærleik og um- hyggju ofar veraldlegum gæðum. Síðustu árin voru Veigu og fjölskyld- unni afar erfið, þegar báðir synimir í Ártúni, Kristján og Sigurður, létust með árs millibili, öllum harmdauði sem til þekktu. Systrunum fráÁrtúni, fjölskyldum þeirra og systmm Veigu og öðrum vandamönnum sendum við, frænd- fólkið í Eyjum, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Handtakið slitnar, sem þakkaði kynni samvistir allar og síðasta fund. Sálimar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundum frá. (Erla. - Hélublóm.) Kristjana Þorfinnsdóttir VID HLIÐINA Á &SAMBANDSINS MIKLAGARÐI HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 ZEROWATT MILLE 1000/400 SINIÚIMINGA kr. 41.454 stgr. ZEROWATT 258 800/400 SNÚNINGA kr. 36.032 stgr. * 18 orkusparandi þvottakerfi ásamt sérstöku ullarþvottakerfi * Rofi fyrir þvott í hálfa vél * Þvær 6 kg í einu * Dreifir þvotti fyrir vindingu * Öiyggislás á hurð Stærð: Breidd 59,6 sm Hæð 85 sm Dýpt 53 sm AF ZEROWATT ÞVOTTAVELUM KYNNINQARTILBOÐ ÚT APRÍL 1. VINNEVGUR á laugardag handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! j Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.