Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 54 „ Síddu þangati tilpú scrb baklnu^mcicxr- foöggin KaAs." TM Reg. U.S. Pat Otf.—atl rights reserved ° 1989 Los Angeles Times Syndicate Við höfum ákveðið að búa saman í nótt, a.m.k.... Mat okkar á hjónabandinu fer ekki saman og það vit- um við. Eg hef það þó umfram þig að geta borið um að vera giftur konu ... Þessir hringdu . . . Kosningar í Rússlandi Húsmóðir hringdi: Ég vona að kosningarnar í Rússlandi gleðji hvem einasta kjó- sanda í lýðræðisríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem fólkið hefur getað þakkað kúgurunum fyrir sig, annars hafa kjósendur þurft að kjósa með fótunum eins og Reagan sagði. í öllum kosningum í Rússlandi hafa kúgararnir getað flaggað með nærri 100% fylgi handa trúuðum marxistum og handa þeim sem ekki hafa vílað fyrir sér að vinna fyrir þá óhæfu- verk. Alltaf hafa þessir menn var- ið allt sem gert er í Rússlandi, þrælabúðimar, geðveikrahælin, sultinn og heilbrigðiskerfið sem ekki er mönnum bjóðandi. Nefna má þegar 20 ungbörn smituðust á fæðingarheimili af eyðni vegna þess að notaðar voru gamlar sprautur en því var hætt hér á landi árið 1960. Þegar þetta sann- aðist þá • var forystumanninum hegnt en ekki girt fyrir að svona endurtæki sig. Marxisminn lagar allt með hegningum því mannúð- arsjónarmið fínnast ekki í hag- kerfinu því. Nú sjá ráðamenn Rússlands loksins að þjóðin þolir ekki þetta líf lengur. Verkamenn- imir, hungraðir á óhollum vinnu- stöðum, skila sáralitlum vinnuaf- köstum og lýðræðisríkin krefjast mannréttinda fýrir fólkið. Það verður að reyna að laga þetta helkerfi. Það verður erfitt því gamlir marxistar sem snúist hafa frá villu síns vegar segja sem satt er að það sé ekkert í marxis- manum sem ekki þyrfti að breyta. Kosningamar era fyrsta breyting- in og svo er bara að vona að hald- ið verði áfram að bæta lífskjörin og þá vonar maður að þeim fækki þessum í lýðræðisríkjunum sem unnið hafa fyrir KGB í öll þessi ár. Mál og málrækt Guðlaugur Magnússon hringdi: Mig langar til að benda á tvö málfarsleg atriði sem betur mættu fara. í fyrsta lagi heyrir maður slagorð á borð við: „Akstur og áfengi fara ekki saman“. Hér er um tvö hugtök að ræða og því væri réttara að segja: „Akstur og áfengi fer ekki saman“. Hitt varð- ar orðaröð. í sjónvarpsauglýsingu heyrði ég: „. . . fyrir þá sem eru góðu vanir.“ Betra væri: „. . . fyrir þá sem góðu era van- ir“. Skýringin er sú að „era“ er áhersluminna en „góðu“. Svona nokkuð þarf að kenna betur, ekki síst í Háskólanum. Tryggnr er ófundinn enn Siguijón Jónsson kvað hundinn sinn Trygg hafa tapast frá Vatnsendabletti 18 í janúarbyijun. Hann er ársgamall, af blonduðu kyni, gulbleikur að lit og með lafandi eyra. Ef ein- hver kynni að geta gefið upplýs- ingar um afdrif hans er hann vin- samlegast beðinn að hafa sam- band í síma 91-680213. Þakklátir ferðalangar Gerd Einarsson hringdi: Við hjónin voram á meðal þeirra sem vegna mikillar ófærðar urðu að gista á Ketilási í Fljótum á leið okkar til Siglufjarðar fyrir páska. Okkur langar til að koma á framflæri þakklæti til eftirfar- andi aðila fyrir frábæra aðstoð á ævintýralegu ferðalagi: Til kaup- félagsstjórans og starfsfólks hans á Ketilási, björgunarsveitar Fljótamanna, vegagerðarmanna og hinnar frábæra skipshafnar togarans Stálvíkur sem flutti okk- ur síðasta spölinn frá Sauðárkróki til Siglufjarðar og sýndi okkur mikla umhyggju og ástúð í ægi- legum þjáningum sjóveikinnar. Gullarmband tapaðist Lilja Mitchell hringdi: Gullarmband tapaðist á Hótel Sögu aðfaranótt laugardags. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 91-42965. TAKMARK ÖLLU ÆÐRA Til Velvakanda. Eitt það sem allra mest ríður á, er að hér geti skapast sterkt afl- svæði sameiningar og samstillingar. Mundi ekkert hafa eins gagnleg áhrif á þjóðlíf vort. En hvað er það sem einkum vantar, til þess að slíkt afl- svæði gæti myndast? Þjóðina vantar sameiginlegt markmið, til að beijast fyrir, sameiginlegt merki til að fylkja sér undir, sameiginlega hugsjón til að vinna að, hugsjón öllu æðri, hug- sjón sem allir fengju áhuga á að bera fram til sigurs. — Takmark, sem svo væri mikilvægt og svo augljóst, að allir vildu fúslega skipa sér undir merki þess. Takmark öllu æðra. Eigum vér íslendingar ekki slíka hugsjón, slíkt markmið? Eða höfum vér aðeins ekki komið auga á það? Er sinnuleysi vort slíkt, að vér sjáum ekki og metum.ekki það, sem best hefur verið borið fram, þjóðinni til heilla. Ég álít, að slíkt markmið sé til, takmark, sem hefði í sér fólgið alls- heijar farsæld, ef aðeins nógu marg- ir ynnu af alhug að framgangi þess. Og hvert er þá þetta markmið? Það er, að ná fullkomnu lífsambandi við lengra komin mannkyn annarra stjama og njóta þaðan mögnunar og líforku, meiri en enn er orðið. Vegna skorts á öflugu lífsambandi við lengra komin mannkyn, stefnir hér til ófarsældar. Vegna þessa líforkuskorts er þjóðinni verr stjómað en vera ætti, og verri lög samþykkt á Alþingi en vera þyrfti. Vilja og vit vantar til að hugsa rétt og gera rétt og þetta á ekki eingöngu við um ráðamenn þjóðarinnar, heldur og um hinn almenna borgara. Sundrang og ósamstilling er um of ráðandi á flest- um sviðum þjóðlífsins og leiðir til síversnandi ástands. Að minni hyggju er sambands- kraftur frá íbúum annarra stjama hið eina sem dugað gæti til að snúið yrði á rétta leið. Hugsið sem flest til stjamanna og til íbúa þeirra. Það er fyrsta skrefið. Hugsið ykkur að frá orkumögnuðum og kærleiksríkum íbúum þeirra sé þa mögnun að fá, sem ekki verður án verið, ef breyta á hér um stefnu. Því fleiri sem hugsa til stjarnanna og hins fullkomna lífs, sem þar mun víða að finna, því fyrr mun geta orð- ið hér breyting til batnaðar. Þá mun geta myndast hér lífsaflsvæði þeirra, sem til stjamanna hugsa, stutt sam- bandskrafti hinna fullkomnari stjam- búa, sem vel munu fylgjast með öll- um tilraunum manna til samstillingar og mannlífsbóta. Veram samtaka tilraunum lífstefnumannkynja annarra stjama til að leiða þjóð vora og mannkyn allt á rétta braut. Hlýðum kalli hinnar æðstu vera. Styðjum hinn mikla mátt, svo snúið verði af þeim óheillavegi, sem nú er genginn. Ingvar Agnarsson HÖGNI HREKKVÍSI ,, pA&B/ HANS VALPI VEGGFÓOrzie> ■" Yíkverji skrifar Víkveiji dagsins var ekki alveg laus við afleiðingar verri hliða bjórsins margumtalaða þegar hann sá í Vestfirska fréttablaðinu skondna grein sem nefnd er gömul samantekt um áhrif áfengs mjaðar eftir stöðu neytandans í dýra- hringnum. Vestfirska segir að sam- antektin hafi birst í Hauki, alþýð- legu skemmti- og fræðiriti, sem gefið var út á ísafírði árið 1900, en Haukur er sagður birta upplýs- ingarnar upp úr bók sem gefin var út árið 1690. Upplýsingarnar hafa þvl borist Víkveija eftir nokkram krókaleiðum eftir tæpar þijár aldir, vonandi þó ekki í tilefni 1. apríl sem var um þessar mundir. Víkveija þótti full ástæða til að leyfa lesend- um sínum að sjá þessa skemmtilegu uppsetningu á áhrifum öldrykkj- unnar, enda má búast við að Víkveiji dagsins sé ekki eini íslend- ingurinn sem kynntist sumu af þessu af eigin raun um helgina. egar áfengir drykkir era að byija að svífa á drykkjumann- inn, finnur hann einhveija æsingu í enninu á sér, líkast því, sem hom- in séu að reyna að bora sér út um það. Hann er kominn í hrútsmerk- ið. Þaðan fer hann í bolamerkið. Hann verður djarfur og fjöragur, stappar og trampar, hrindir og stangar, öskrar og lætur ýmsum illum látum. Svo fer hann að verða óskýrmæltur, eins og barn, sem er að læra að tala, og getur þá hvorki gengið né staðið. Það er auðséð, að hann er kominn í tvíburamerkið. Hann skjögrar öllu meira út á hlið- ina, en áfram — hann er auðvitað í krabbamerkinu. Út af þessu verð- ur hann hamslaus af bræði, brýtur og bramlar, rífur og slítur allt, sem hann nær í. Þá er hann í Ijónsmerk- inu. xxx Allt í einu er eins og hann átti sig dálítið. Honum er rannin reiðin, og hann hálf blygðast sín í svip fyrir framkomu sína. Hann mannar sig þá upp, er mikill á lofti, og daðrar við hvern kvenmann, er hann sér. Hann er sem sé kominn í meyjarmerkið. Svo fer hann að éta sig sundur og saman um það, hvort hann eigi nú heldur að gera, að fara heim, eða hverfa aftur að drykkjuborðinu og drekka meira. Hann vegur ástæðumar með og móti, og er þá í vogarmerkinu. I sporðdrekamerkinu fer honum að verða hálf flökurt. Hann finnur það, að hann hefur drakkið ofan í sig einhveija ólyfjan. í skotmanns- merkinu „skýtur" hann frá sér öllu því, er hann hefur hlaðið sig með, og hoppar eins og hafur inn í stein- geitarmerkið. En ógleðin vill ekki hverfa frá, og þegar hann kemur í vatnsberamerkið, heimtar hann vatn til að slökkva með eld þann, sem ætlar að brenna innyflin í hon- um. Kraftamir þverra, hann verður máttlaus eins og slytti, missir fót- anna, dettur, og hreyfir hvorki legg né lið. Hann er í fiskamerkinu — og verður málllaus eins og fiskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.