Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989
19
Eignarskattur
Hjón: 5 millj.kr. +9 millj.kr. +? millj.kr.
Eignarskattur 0% 1,2% 2,7%
Ekkja/ekkill: 2,5 millj.kr. +4,5 millj.kr. +? millj.kr.
Eignarskattur 0% 1,2% 2,7%
DÆMI 1:
Eign, 111 m2 íbúð og bíll, eignarskattstofn 7,4 millj.kr.
Hjón: 5 millj.kr. +2,4 millj.kr. = 7,4 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 28.800 kr. = 28.800 kr.
Ekkja/ekkill: 2,5 miilj.kr. +4,5 millj.kr. +0,4 millj.kr. = 7,4 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 54.000 kr. +10.800 kr. = 64.800 kr.
DÆMI 2:
Eign, 120 m2 íbúð, bílskúr og bíll, eignarskattstofn 9 millj.kr.
Hjón: 5 millj.kr. +4,0 millj.kr. = 9,0 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 48.000 kr. = 48.000 kr.
Ekkja/ekkill: 2,5 millj.kr. +4,5 millj.kr. +2,0 millj.kr. = 9,0 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 54.000 kr. +54.000 kr. = 108.000 kr.
DÆMI 3:
Gamalt timburhús og bíil, eignarskattstofn 9,9 millj.kr.
Hjón: 5 millj.kr. +4,9 millj.kr. = 9,9 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 58.800 kr. = 58.800 kr.
Ekkja/ekkill: 2,5 millj.kr. +4,5 millj.kr. +2,9 millj.kr. = 9,9 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 54.000 kr. +78.300 kr. = 132.300 kr.
DÆMI 4:
Eign, 35 ára 95 nv hús, bflskur og bfll, eignarskattstofn 10,79 millj.kr.
Hjón: 5 millj.kr. +5,79 millj.kr. = 10,79 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 69.480 kr. = 69.480 kr.
Ekkja/ekkill: 2,5 millj.kr. +4,5 millj.kr. +3,79 millj.kr. = 10,79 millj.kr.
Eignarskattur Okr. 54.000 kr. +102.330 kr. = 156.330 kr.
Eignarskattur ekkna og ekkla
Morgunblaðið birti hinn 22. mars sl. nokkur dæmi um mun I hins vegar. Þessi dæmi eru sýnd hér á línuriti til frekari skýr-
í eignarskattsgreiðslum ekkna og ekkla annars vegar og hjóna | ingar.
Selma Guðmundsdóttir.
Píanótónleik-
ar í Logalandi
Laugardaginn 8. apríl klukkan
16 heldur Selma Guðmundsdóttir
píanóleikari tónleika í Logalandi
í Borgarfirði.
Á efnisskránni eru m.a. verk eftir
Jón Leifs, Pál ísólfsson, F. Liszt, F.
Chopin og L. Janacek.
Selma Guðmundsdóttir var nem-
andi Áma Kristjánssonar við Tónlist-
arskólann í Reykjavík og stundaði
síðan framhaldsnám í Austurríki,
Þýskalandi og Svíþjóð. Hún hefur
haldið fjölmarga tónleika á íslandi
og erlendis bæði sem einleikari og í
samleik.
Jóhann Hjálmarsson
Sveinn Einarsson
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda:
Dómnefiidin sit-
ur ár til viðbótar
Ráðherraneftid Norðurlanda
hefiir farið þess á leit við full-
trúa i dómnefhd bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs að þeir
sitji i nefndinni eitt ár í viðbót,
en þeir áttu að hætta störfum
31. marz síðastliðinn. Ákvörðun
um þetta var tekin á fundi
menntamálaráðherra Norður-
landa í Stokkhólmi 1. marz
síðastliðinn.
Sem kunnugt er gekk í gildi ný
tilhögun þessara mála fyrir
skömmu með skipan nýrrar bók-
mennta- og bókasafnsnefndar. Sú
nefnd hefur óskað eftir lengri tíma
til að ganga frá sínum málum,
meðal annars tilnefningu í dóm-
nefnd bókmenntaverðlaunanna.
Fulltrúar íslands í dómnefndinni,
þeir Jóhann Hjálmarsson skáld og
Sveinn Einarsson dagskrárstjóri,
hafa samþykkt að sitja áfram í
nefndinni, það er að segja til 15.
marz 1990.
Vogar:
Kostnaður við snjó-
mokstur tvöfalt hærri
Vogum.
Kostnaður við snjómokstur í
Vogum og á Vatnsleysuströnd
er meira en tvöfalt hærri það
sem er af er árinu en fjárhags-
áætlun hreppsins gerir ráð fyr-
ir.
Vilhjálmur Grímsson sveitar-
stjóri segir kostnaðinn vera kom-
inn á fimmta hundrað þúsund
krónur sem er meira en helmingi
hærra en áætlað er til alls ársins,
en fjárhagsáætlunin er miðuð við
það sem hefur verið áætlað til
snjómoksturs undanfarin ár, sem
hefur dugað vel allt árið.
Snjóþyngsli hafa verið óvenju
mikil í hreppnum frá jólum, og
færð slæm bæði á götum þorpsins
og Vatnsleysustrandarvegi og
Vogavegi.
Afleggjarinn frá Reykjanes-
braut í Voga, Vogavegur, hefur
lokast 10 sinnum á þessum tíma.
Vatnsleysustrandarhreppur hefur
kostað snjómokstur á þessari leið
og Vatnsleysustrandarvegi sem
eru þjóðvegir og er kostnaður
hreppsins inni í áðurnefndum
tölum.
- E.G.
Frumsýning í kvöld
JOHN-PAUL -GEORGE-R/ngo
Handrit: Þorsteinn Eggertsson. Dansahöfundur og stjórn uppsetningar:
Ástrós Gunnarsdóttir. Leikmynd: lón Þórisson. Búningar: Ragnheiður Óiafsdóttir.
Hljómsveitarstjóm og útsetningan Grétar Örvarsson. Förðun: Gréta Boðadóttir. Ljósa-
meistari: Magnús ViðarSigurðsson. Hljóðstjórn: Sigurður Bjóla. Leikmunin Hallur
Helgason. Myndband: Heimildirsamtímans. Sögumaðun ÞorgeirÁstvaldsson. Söngv-
arar og bítlahlutverk: Ari Jónsson (Roof Tops), Rnnur Jóhannsson, Karl Örvarsson,
Kári Waage, Reynlr Guðmundsson, Jón Oiafsson (Brtlavinur), Sigurður Ö. Jónsson
og Friðrik Júlíusson. Hljóðfæraleikarar: Grétar Örvarsson hljómborð, Jón Hafsteins-
son grtar, Stefán Hjörleifsson gítar, Eiður Amarsson bassi, Rafn Jónsson tromm-
ur, Einar Bragi saxófónn og Óssur Geirsson básúna. 10 manna dansfiokkur.
Matseóill
Forréttur:
Hörpuskelsgratin
Aðalréttur:
Grísalundir
í sumarskrúóa
Eftirréttur,-
Konfekttrifflé
ÞjUÁND
HOTE
uu