Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 5 Þing Sambands bankamanna: Kaup máttartry gging í samningi BSRB máttlaus - segir Hinrik Greipsson, fráfarandi formaður í setningarræðu sinni HINRIK Greipsson, fráfarandi formaður Sambands banka- manna, sagði á þingi sambands- ins sem sett var í gær, að staða kjaramála sé óljós og sér Snnist kaupmáttartryggingaratriði kjarasamnings BSRB heldur máttlaus. Þingið eigi að taka ákveðna afstöðu til þessara mála, en því lýkur í dag. í setningarræðunni reifaði Hinrik einnig sameiningarmál banka og þær árásir, sem bæði bankastofnan- ir og bankamenn hefðu orðið fyrir sérstaklega frá alþingismönnum. Nú virtist vinsælt að skella skuld- inni af vandamálum þjóðarinnar á bankakerfið. Hann teldi að verka- lýðsforystan á landinu hefði ekki staðið sig sem skyldi gegn inngripi stjórnvalda í kjarasamninga, stjóm- arherramir hefðu getað eyðilagt þá átölulítið strax og búið væri að gera þá. Á þinginu í dag mun Tore And- Varað við veðurspám VEÐURSTOFA íslands hefiir sent frá sér eftirfarandi frétta- tilkynningu: Að gefnu tilefni skal tekið fram að vegna verkfalls Félags íslenskra náttúrufræðinga eru engar almennar veðurspár nú gefnar út á vegum Veðurstofu Islands. Veðurspár þær og veðurhorfur sem birst hafa í nokkrum fjölmiðl- um undanfarið eru því alfarið á ábyrgð þeirra. Telja verður var- hugavert og ábyrgðarlaust að siíkir spádómar séu birtir athuga- semdalaust og á sama hátt og um veðurspár frá Veðurstofu íslands væri að ræða. ersen, aðstoðarframkvæmdastjóri norska bankamannasambandsins, fljdja erindi um hvað sambandið hefur gert fyrir félagsmenn sína vegna þeirrar kreppu sem norskir bankar hafa verið í að undanförnu. Smyrill á stofuglugganum Borgarnesi. UNDANFARNA mánuði hefiir mátt sjá nokkra smyrla hring- sóla yfir húsþökum í Borgarnesi og steypa sér síðan öðru hvoru í æsispennandi eltingarleik við skelkaða snjótittlinga. Oftast þarf ekki að spyija að leikslokum því smyrillinn er snill- ingur í fluglistinni. En fyrir kemur að smáfuglamir sleppa, þannig bjargaðist einn snjótittlingur á síðustu stundu nýlega er hann flúði undan smyrli inn á miili húsa. Kannski hefur smyrillinn ætlað Morgunblaðið/Theodór. að sér leið Þegar hann «á í gegnum húsin en reiknaði ekki með glerinu og steinrotaðist. Góðhjart- aðir húsráðendur fóru með hann í bílskúrinn og hlúðu að honum. Eftir að hafa þegið hrátt kjöt í tvo daga var hann orðinn nokkuð hress og var hann þá settur i tó- man dúfnakofa til endurhæfíngar. Þegar hann var farinn að flögra þar um var honum sleppt út og fullfrískur flaug hann út úr kofan- um og eflaust hefur hann strax farið að skima eftir skelkuðum snjótittiingum. - TKÞ Kaup Alþingis á Hótel Borg: Undrandi á þessum við brögðum — segir Davíð Odds- son borgarstjórí „ÉG ER undrandi á þessum við- brögðum Guðrúnar Helgadótt- ur,“ sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri. Borgarráð hefur óskað eftir viðræðum við forseta Al- þingis vegna hugsanlegra kaupa þingsins á Hótel Borg, en Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, segist ekkert hafa. við borgarsljórann að ræða vegna kaupanna. „Ég hlýt að líta á þessi viðbrögð sem fljótfærni hjá forseta þings- ins, að tala með þessum hætti gagnvart hógværlega orðaðri sam- eiginlegri ályktun borgarráðs Reykjavíkur," sagði Davíð. „Ég hlýt ennfremur að vekja athygli forseta sameinaðs þings á því að þetta hús er byggt til hótelrekst- urs og það þarf að sækja um leyfi til borgarinnar um breytta nýtingu hússins. Þannig að ef þessi forseti ætlar sér ekki að tala við borgina þá er bersýnilegt að hann ætlar sér að kaupa hótel og reka það sem slíkt." .osq si'r.j iu; Sprengipotturinn gekkekki út: TVOHUDUR POTTUR! I Nú er til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. í síðustu viku kom enginn seðill fram með 12 réttum. Þess vegna er tvöfaldur pottur - og tvöföld ástæða til að vera með! Hjá okkur kostar röðin aðeins 10 kr. Láttu nú ekkert stöðva þig. Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. - ekkibara heppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.