Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 13
MORQUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Hvers vegria Georgía er Georgía á Stöð tvö eftirÞóri Guðmundsson í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarið um málfar í fjöl- miðlum, hafa fréttamenn farið að velta vöngum sem aldrei fyrr yfir framburði og stafsetningu á er- lendum nöfnum. Þeir sem hafa að atvinnu að segja eða skrifa fréttir frá útlöndum eiga í daglegum átökum við eigin íhaldssemi og annarra manna skoðanir um hvort Nicaragua skuli skrifað með kái eða úi — eða hvort Walesa skuli borið fram Valesa, Valensa eða Váuensa. Nýjasta tíska er að gefa Ge- orgíulýðveldinu í Sovétríkjunum nafnið Grúsía. Blöð og ljósvaka- miðlar styðjast þar við ensk-ís- lenska orðabók Amar og Örlygs og upplýsingar rússneskumælandi íslendinga. Enginn vill falla í sömu gryiju og sumir byijendur í frétta- mennsku sem kalla Köin Cologne eða Munchen Munich, eins og borgimar em nefndar í Reuters— skeytum. En málið er ekki svo einfalt. Einhvem tíma í upphafi frétta- mannsferils míns gerði ég svona nafnamistök, sem ég skammast mín of mikið fyrir til að fara nán- ar út í hér. Síðan þá hef ég reynt að passa mig, og ég skal aldrei nefna Georgíu Grúsíu. Grúsíunafnið er nefnilega rússneska heitið á landi því sem á ísiandi hefur hingað til verið kallað Georgía. Það er álíka mikið vit í að nota orðið Grúsía og að nefna Grænland Grönland eða Færeyjar Færöeme, upp á danska vísu. Georgíumenn kalla land sitt reyndar alls ekki Georgíu, heldur Sakartvelo. Ein kenningin um til- urð Georgíunafnsins er að það hafi festst við landið vegna þess að útlendingar þekktu það sem ríki Giorgis konungs. Til dæmis fyrirtæki, sem gefur því tveggja daga geymsluþol. Þau fyrirtæki, sem framleiða matvæli í neytendaumbúð- um með ákveðnu geymsluþoli eru ábyrg fyrir því að geymsluþol við- komandi vara standist. Ég vil benda á það að Mikligarður leggur á það áherslu að ekkert geti átt sér stað við geymslu pakkaðra matvæla, í neytendaumbúðum sem rýrt getur geymsluþol þeirra í versluninni. Reglulegt eftirlit er með því að kæl- ar og frystar séu í lagi. Hakkið sem framleitt er í Miklagarði reyndist söluhæft. Lokaorð Ég vil ítreka það að kannanir sem þessar eru nauðsynlegar til þess að auka umræðu um gæðamál almennt í íslenskri matvælaframleiðslu. Fyrir þetta framtak eiga neytendasamtök- in þakkir skildar frá neytendum. Hins vegar má það ekki gleymast að íslenskur kjötiðnaður er viðkvæm- ur, og því verður meðhöndlun slíkra kannana að vera þannig að reynt sé að varpa ljósi á það af hveiju mat- væli séu oft svona léleg eins og raun ber vitni. Til þess að slíkt sé hægt verður að gera slíkar kannanir nokkrum sinnum með ákveðnu milli- bili, þar sem reynt er að leggja mat á alla þætti, sem koma kjötfars- framleiðslunni við. Mjög óvarlegt er að draga ákveðnar ályktanir af einu sýni, sem tekið er. Það gefur ákveðn- ar vísbendingar en ekkert umfram það. Kannanir af þessum toga eru mjög dýrar og því er fyllsta ástæða til þess að hvetja neytendur til að standa við bakið á samtökunum svo að þau geti staðið að slíkum könnunum vegna þess að þær veita íslenskri matvælaframleiðslu nauðsynlegt að- hald. Höfundur er forstjórí íslensku matvælaráðgjafarímmr sf. fékk miðaldakonungurinn Giorgi fimmti viðumefnið Snillingur, en undir hans stjóm blómstraði ríkið þótt konungdæmið liði undir lok einni öld síðar þegar Alexander fyrsti lét af embætti árið 1443 og þrætugjamir furstar skiptu því á milli sín. Þetta gríska nafn, Giorgi, hefur sennilega borist með grískum inn- flytjendum á fyrsta árþúsundinu fyrir Krist. Nafnið er dregið af gríska orðinu giorgos, sem þýðir bóndi. Önnur kenning er til um Ge- orgíunafnið, og samkvæmt Brit- tannicu-alfræðibókinni er hún sennilegri. Hinir fomu Persar nefndu þjóðina sem nú býr á um- ræddu landsvæði Goij, þótt hún kallaði sig sjálf Kartveli og land sitt Sakartvelo. Nafnið Goij hefur svo ummyndast í Georgíu, þótt í munni Rússa, sem búa fyrir norð- an, hafi það orðið Grúsía. Kannski hefur konungsnafnið Giorgi hjálp- að til við þessa ummyndun. Ég veit ekki hvenær þyijað var að tala um Georgíu á íslandi, en í bók Nikolajs N. Mikhaílovs „Sov- étríkin“ sem kom út 1959 er það nafn notað og minnst á það innan sviga að landið sé kallað „Grúzía" á rússnesku. Ekkert fínn ég í sögu Georgíu sem réttlætti að íslendingar noti rússneskt nýlenduheiti yfir landið og þjóðina sem í því býr. Vestræn menning hefur þrifíst þama síðan á dögum Grikkja, eins og grísku hofin sem ég sá þegar ég heim- eftir Þorstein Þorsteinsson Framtíð Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík kann að ráðast á aðal- fundi safnaðarins í Háskólabíói laugardaginn 15. apríl næstkom- andi. Það er ekki óeðlilegt, að ein- hveijir hafi efasemdir um ágæti prests safnaðarins, sr. Gunnars Bjömssonar, vegna þess óhróðurs og ofsókna, sem hann og kona hans hafa orðið fyrir. Sáðkom efasemdanna vinna nú eins og áður líkt og illgresisfræ, sem kastað er í akur um nótt, þegar enginn sér til. Þau vinna sitt verk í kyrrþey og þegar árangurinn kem- ur skyndilega í ljós, kann mörgum að vaxa það verk í augum og veigra sér við að hreinsa þann akur. Þann smánarblett verður samt að fjarlægja, sem féll á Fríkirkju- söfnuðinn vegna þess uppátækis núverandi stjómarmeirihluta að misnota vald sitt og síðan að hafna ótvíræðum vilja safnaðarins, sem fram kom á safnaðarfundi hinn 12. september sl. um leiðréttingu mála. Öllum hlýtur að vera ljóst, að hefði safnaðarfundurinn einhverra hluta vegna samþykkt það að prest- inum skyldi sagt upp störfum, þá hefði stjómarmeirihlutinn aldrei fallist á annað, þótt fyrir lægju undirskrifaðar stuðningsyfirlýsing- ar yfir þúsund safnaðarmanna við sr. Gunnar á þessum sama tíma. Vinnubrögð þessara stjómar- manna eru svo hörmuleg, að erfitt er að veijast vondum hugsunum og grunsemdum um að eitthvað allt annað hljóti að vaka fyrir þessu fólki og búi að baki. 0g ekki hefur traust þess sama fólks á eigin mál- stað verið meira en svo, að það hefur ekki haldið neina safnaðar- fundi í allan vetur, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir safnaðar- manna, og ber þó að halda slíka fundi skv. safnaðarlögum undan- bragðalaust. sótti Georgíu fyrir sjö ámm vitn- uðu um. Frekari vindar vestrænn- ar menningar komu til Georgíu með ristinni trú árið 330, sjö öldum áður en Valdimar fursti í Kænu- garði kristnaði Rússa. Georgíumenn hafa ýmist þurft að veijast árásum Rússa úr norðri eða neyðst til að þiggja vemd þeirra þegar Persar eða Tyrkir gerðust ásælnir. Árið 1801 setti Alexander fyrsti Georgíukonungur land sitt undir yfirráð Rússa. Á byltingarárunum 1917 og 1918 rofnuðu tengslin og Georgíu- menn stofnuðu eigin ríki. Það lifði í þijú ár. Árið 1921 var Georgía innlimuð í Sovétríkin, eftir að Ge- orgíumaðurinn Jósef Stalín skrif- aði undir skipun til Rauða hersins að hertaka höfuðborgina Tbilisi. Sá sami Stalín stjómaði síðar grimmum ofsóknum í hendur þjóð- emissinnum í hinu nýstofnaða Sovétlýðveldi. Eins og ég fann fljótt á ferðum mínum um svæðið þá eru Georgíu- menn stoltir af sínu þjóðemi. Ég hitti menn sem börðu sér á bijóst (í orðsins fyilstu merkingu) og sögðu hátt og snjallt: „Georgía". Nú undanfama daga hefur þjóð- emishyggjan orðið til þess að þús- undir manna hafa gengið um göt- ur Tbilisi og krafíst sjálfstæðis. Líkt og feður þeirra sem Rússa- keisarar ofsóttu á nítjándu öld mótmæla þeir tilraunum til að þröngva rússneskri menningu og tungu upp á þá. A meðan þessir atburðir gerast „Dugmikið fólk hlýtur óhjákvæmilega ein- hvern tíma að lenda í ágreiningi eða sam- skiptaörðugleikum við einhveija eins og geng- ur.“ Þegar horft er um öxl og rifjað upp hvað það var einkum, sem gerði forvera sr. Gunnars vinsæla í starfí, þá blasa við athyglisverðar stað- reyndir. Það var haft á orði að séra Ámi hefði verið á við tvo presta vegna þess atorkusama stuðnings, sem frú Bryndís veitti honum með tónlist sinni við skímir og hjónavígslur og framtakssemi I safnaðarstarfi. Pabbi minn, séra Þorsteinn, laðaði fólk að með söng sínum og ómenguðum flutningi Guðs orðs. Séra Gunnar og frú Ágústa sam- eina í raun þetta allt, og meira til, á sína vísu með hæfni sinni, áhuga og áræðni til þess að vekja safnað- arbömin til umhugsunar um kjama kristindómsins og kristins samfé- lags, án hræðslu við að fara ekki endilega troðnar slóðir. Þessi söfnuður þarf áberandi og duglegt fólk til þess að halda honum virkum, vaxandi og sameinuðum. Öllum hugsandi mönnum hlýtur jafnframt að vera ljóst, að dugmik- ið fólk hlýtur óhjákvæmilega ein- hvem tíma að lenda í ágreiningi eða samskiptaörðugleikum við ein- hveija eins og gengur. Ég kynntist séra Gunnari þegar við voram bekkjabræður í Mið- bæjarbamaskólanum. Við lékum okkur saman og vorum m.a. í Sund- félagi Ármanns. Ég hreifst af þess- um góða dreng, sem var bæði til- finningaríkur, einbeittur og einlæg- Þórir Guðmundsson „Grúsíunafnið er nefini- lega rússneska heitið á landi því sem á ísiandi hefiur hingað til verið kallað Georgía. Það er álíka mikið vit í að nota orðið Grúsía og að nefha Grænland Grön- land eða Færeyjar Færöerne, upp á danska vísu.“ í hlíðum og dölum Kákasusíjalla taka íslenskir fréttamenn allt í einu upp á því að nota rússneskt heiti yfir þetta ágæta fólk. Það kann þeim áreiðanlega litlar þakk- ir fyrir. Þess vegna verður Georgía áfram kölluð Georgía á Stöð tvö. Höfundur er fréttamaður á Stöð tvö. ur. Leiðir skildu, þegar við fóram í gagnfræðaskóla, af því að ég bjó í Vesturbænum, en hann í Austur- bænum. Mörgum áram síðar lágu leiðir okkar aftur saman, þegar séra Gunnar varð prestur saftiaðar okkar. Ég þekki engan, sem hefur jafn- lítið breyst á jafnlöngum tíma. Séra Gunnar verður ávallt í mínum aug- um sannur, hreinskilinn og heil- steyptur maður. Það er létt verk að taka upp hanskann fyrir hann. Og ég hvet alla safnaðarmenn til að gera slíkt hið sama. Höfimdur er flugvéla verkfræð- ingur. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir SðiuDteoigQB' j®xrD*awíini & Vesturgötu .16, sími 13280 Bréf til Frfldrkjufólks 13 Arnarflug: Hörður Einarsson sljórnar- formaður Á AÐALFUNDI Amarflugs hf. voru eftirtaldir menn kjömir í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár: Axel Gíslason, Gísli Friðjónsson, Guðlaugur Bergmann, Gunnar Bernhard, Hörður Einarsson, Jóhann G. Berþórsson, Lýður Á. Friðjóns- son, Ottar Yngvason og Sigur- jón Helgason. Stjómin skipti þannig með sér verkum, að Hörður Einarsson er formaður, Jóhann G. Bergþófsson varaformaður og Lýður Á. Frið- jónsson ritari. Á fundi í stjóm félagsins eftir aðalfundinn samþykkti stjómin að nýta nú þegar að hluta heimild til aukningar hlutafjár í félaginu. Samþykkti stjómin að auka hluta- féð um 155 milljónir króna, en samkvæmt samþykkt aðalfundar er heimild til að auka hlutaféð í félaginu um allt að 315 milljónir króna í áföngum. Endurskoðendur reikninga fé- lagsins vora kjömir Heimir Har- aldsson lögg. endursk. og Magnús Óskarsson hrl. Stálvík: Fáirfóvinnu AF ÞEIM 20 málmiðnaðarmönn- um innan Málm og skipasmiða- sambands íslands sem unnu hjá Stálvík hafa aðeins 4 fengið vinnu eftir að Stálvík hætti starfsemi sinni fyrir nokkru. Þetta kemur fram hjá Helga Amlaugssyni hjá sambandinu en hann hefur haft með mál þessara manna að gera. Af þeim sem fengið hafa vinnu hafa aðeins 2 fengið vinnu við sitt hæfi það er við málmiðnað. Helgi segir að forráðamenn Stálvíkur hafi frá upphafi vonað að geta sett starf- semina í gang aftur en þeir sem eru nú á atvinnuleysisskrá, og unnu áður hjá Stálvík, eru orðnir vondaufir um að það takist. ÚR PLASTI c AUÐVELDAR í | UPPSETNINGU I EKKERT VIÐHALD ÓDÝR LAUSN LEITIÐ UPPLÝSINGA ^ VATNS VIRKINN HF. ARMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 aa LYNQHALSI 3 SlMAR 673415 — 673416

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.