Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 ÞIIUGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Bylting í byggð landsins Islendingar eru sex sinnum fleiri nú en eftir Stórubólu 1707 Samkvæmt bráðabirgðatölum um íbúa landsins 1. desember 1988 vóru íslendingar 251.743 talsins. Karlar 126.468 (1.193 fleiri en konur), konur 125.275. Konur í Reykjavík vóru 49.233 (2.667 fleiri en karlar), karlar 46.566. íslendingum hefur Qölgað á einu ári um 4.386 einstaklinga, eða 1,77%. Aldrei áður hefur íslendingum fjölgað jafii mikið að tölunni til á jafii skömmum tíma. Fjölgun að hlutfalli var hærri 1950-1960, 2,1% að meðaltali. Þingbréf gluggar litillega í bráðabirgðatölur um mannfjölda í landinu í lok liðins árs, eldri heimildir um sama eihi og byggða- þróun hérlendis. þá manntal var fyrst tekið 1703, sex sinnum fleiri en eftir stóru- bólu 1707 ogtvisvar sinnum fleiri en á árið 1943. Talið er að íslendingar hafi verið langleiðina í 70 þúsund á tíundu öld, þá land var fullnumið, og 70-80 þúsund fram á 17. öld- ina. Um þetta er þó ekki vitað með neinni vissu. Efalítið hafa verið sveiflur í mannfjölda, fjölgun í góðæri, fækkun á kuldaskeiðum og þegar drepsóttir og eldgos gengu yfir. íslendingar vóru hinsvegar að- eins rúmlega 50 þúsund þegar fyrsta manntal var tekið í landinu, 1703. Síðan er ekki vitað um íbúa- tölu fyrr en manntal er tekið 1762. Þá er tala landsmanna komin nið- ur í 44.845, hefur fækkað um 5.513 frá 1703. Talið er að stóra- bóla, sem geisaði 1.707 hafi orðið um þriðjungi þjóðarinnar að bana. Mikið kuldaskeið var í landinu upp úr miðri 18. öld, sem að við- bættum Skaftáreldum 1783 þrengdu mjög hag þjóðarinnar. 9 þúsund manns, eða fímmtungur þjóðarinnar, féll á tímabilinu 1783-1785. Árin eftir Stórubólu og Skaftárelda vóru íslendingar færri en sjöttungur landsmanna 1988. Eftir þann tíma flölgar íslend- ingum hægt og bítandi og árið 1850 erum við 59.157. Á síðustu áratugum 19. aldar gengur enn kuldaskeið yfir landið með til- heyrandi harðindum. Talið er að 10-15 þúsund Islendingar hafi flutzt til Vesturheims á þessu tímabili. Hagur okkur vænkast hinsveg- ar mikið með menntun, þekkingu og tækni 20. aldarinnar. íbúatal- an vex hratt. Árið 1988 eru ís- lendingar fimm sinnum fleiri en II Sú var tíð — og lengst af ís- landssögu — að ekkert þéttbýli var í landinu. Við vórum þjóðfélag landbænda og útvegsbænda. Um aldamótin síðustu (1901), er landsmenn vóru 78.500 talsins, bjuggu 73% þeirra, eða nærri þrír af hveijum íjórum, enn í strjál- býli, en 27% í þéttbýli. Þetta byggðamunstur hefur heldur bet- ur snúizt við. Nú búa rúmlega 9 af hveijum 10 íslendingum í þétt- býli. Hér hefur sum sé orðið hliðstæð „byggðaþróun“ og annars staðar Hlutdeild landsvæðanna í fólksfjölgun 1978/83 1983/88 -REYKJAVÍK- -Landsbyggöln-i Onnur sveltarfélög á höfu&borgarsvæ&inu í hinum vestræna heimi á tækni- öld. Af rúmlega 251 þúsund ís- lendingum bjuggu tæplega 96 þúsund í Reykjavík og rúmlega 61.000 í Reykjaneskjördæmi um sl. áramót, eða milli 156 og 157 þúsund manns á suðvesturhominu einu saman. íbúatalan óx um 2,9% á höfuð- borgarsvæðinu 1988 og um 2,5% á Suðurnesjum. Á Norðurlandi eystra fjölgaði fólki um 0,7% og 0,5% á Austurlandi og Suðurl- andi. Á Vesturlandi og Norður- landi vestra fækkaði fólki um 0,9% ogum 1,2% á Vestfjörðum. Greinarkomi þessu fylgja tvær skýringarmyndir, byggðar á upp- 250 þús.. Fjöldi Islendinga 1703—1988 íslendingar voru 50.358 talsins 1 fyrsta manntalinu áriö 1973 Nokkrum árum síðar fækkaöi þeim mjög í stórubólu 1707-8 og aftur í Skaftáreldum um 1775. Þcirnáöu ekki fjöldanum frá 1703 fyrr en áriö 1824. íslendingar uröu fleiri en 250.000 áriö 1988 sem er tvöföldun frá 1943, þreföldun frá 1909 og fjórföldun frá 1854. 1703 1750 1800 1824 1850 1900 1950 1988 lýsingum úr Hagtíðindum. Önnur sýnir vöxt mannfjöldans í landinu frá því fyrsta manntalið var tekið, 1703. Hin sýnir hlut einstakra landssvæða í fólksfjölguninni, annarsvegar árin 1978-1983, hinsvegar 1983-1988. Svörtu reit- imir sýna ljóslega, hve mjög hlut- ur landsbyggðarinnar hefur smækkað — og er nánast enginn. III Gjörbreyttir atvinnu- og þjóðlífshættir, sem rekja rætur til aukinnar menntunar, þekkingar og tæknivæðingar í atvinnulífinu, em meginorsakir fólksstreymis frá sveitum til þéttbýlis og frá byggðakjörnum í stijálbýli til höf- uðborgarsvæðisins. Þessi þróun er ekki séríslenzkt fyrirbrigði, heldur sú sama og orðið hefur hvarvetna í svokölluð- um velmegunarríkjum. Raunar em gjörbreyttir framleiðslu- og viðskiptahættir í umheiminum, einkum í grann- og viðskiptalönd- um okkar, mikilvirkur áhrifavald- ur á framvindu mála hér heima. Það breytist ekki í næstu framtíð. Þessvegna er okkur hollt að búa okkur undir ártalið 1992. Fleira kemur að sjálfsögðu við sögu þessarar byggðaþróunar (byggðaröskunar), sem tengist mismunandi aðstöðu fólks til menntunar og til að njóta tóm- stunda, félags- og menningar- starfs, sem og fjárhagsleg atriði: fjölbreytni atvinnumöguleika, laun, verðlag og mismunandi þjónusta eða „stjómarfar" í ein- stökum sveitarfélögum. Hvarvetna í veröldinni reyna stjómvöld að styrkja byggð á landssvæðum sem höllum fæti standa. Hér á landi er það m.a. mikilvægt vegna þess að auðlindir lands og sjávar liggja allt í kring um landið. Byggðaröskun kostar og „morð fjár“. Bæði að nýta ekki mjög mikla fjárfestingu, sem til staðar er víða í kaupstöðum, þorpum og sveitum, sem og byggja upp nýja aðstöðu fyrir þúsundir fólks annars staðar. Við emm lítil þjóð í stóm og stijálbýlu landi. Það kostar sitt. En gleymum því aldrei að réttur okkar til landsins og lögsögu á miðunum helgast ekki sízt af því að við nýtum þessar eignir. Ella er hætt við utanaðkomandi ásókn í hérlend gögn og gæði, enda ærin mannfjölgunin í veröldinni. BMW FIMMAN VEKIIR ÞIG UPP AF DRAUMI. BDaumboðiö hf BMW einkaumboö á íslandi Krókhálsi 1, Reykjavík, simi 686633 Leggjast veiðar Færeyinga af? Veiði____________ Guðmundur Guðjónsson Ýmsir laxveiðimenn þessa lands hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess að 12 laxar örmerktir á ís- landi fundust í afla Færeyinga nú í vetur og er það mikill rykk- ur upp á við, en firam að því höfðu aðeins 5 eða 6 íslenskir laxar fundist í færeyska aflanum á all nokkrum árum. Veiðimála- stjóri segir ótímabært að draga ályktanir, hins vegar sé hugsan- legt að þetta viti á breyttar gönguleiðir íslenskra laxa í sjó. Laxar þessir voru úr Laxá í Að- aldal, Svartá, Miðfjarðará og Hjaltadalsá í Skagafirði og höfðu þegar dvalið eitt ár í sjó. Um veiðar Færeyinga nú má segja, að þær eru áirlega víðs Qarri því aflahámarki sem þeir mega sam- kvæmt sáttmálum og að sögn verður æ erfiðara að halda þess- ari útgerð úti í Færeyjum. Lágt verð fyrir lax af þessu tagi, slæmar gæftir og fleira séu að ganga af laxveiði Færeyinga dauðri. Ýmir telja að þessar veið- ar kynnu að lognast út af á allra næstu árum. Boð og bönn Frændur og okkar og nágrannar Norðmenn hafa horft upp á lax- veiðiár sínar hrynja hin síðari ár. Sjúkdómar vegna eldislaxa, skefja- laus strandveiði, súrt regn og fleira hefur tætt norsku laxastofnanna í sig. Aðgerða er þörf og er skipu- lagning á því hafin. Eitt af því að heyrst hefur að verði ofan á er bann við maðk- og rækjuveiði í flestum ef ekki öllum norskum lax- veiðiám. Einungis leyft 'að veiða á flugu og spón. Þetta leiðir hugann að því, að einn af okkar hörðustu og snjöllustu maðkveiðimönnum, Guðlaugur Bergmann, hefur lýst yfir að hann sé hættur að veiða á maðk... Bæta skilyrði Víða veitir ekkert af því að skoða náið vatnsföll og finna út hvað hægt sé að gera til að hjálpa laxa- stofninum að vaxa og dafna. Eig- endur og leigutakar Laxár í Aðald- al eru til dæmis mjög skeleggir að finna leiðir til þess arna, en fram- kvæmdahliðin er upp og ofan eins og gengur, allt eftir því hver á í hlut og hversu almennt álit manna er á ágæti einstakra hugmynda. Nú er í hyggju þar nyrðra að hækka stífluna í Laxárdal um 6 til 8 metra. Það myndi draga úr klakaruðningi og stemma stigu við sandburði. Hvoru tveggja myndi hafa óenda- lega góð áhrif á afkomu hrogna og seiða í ánni. „stuldur í sjó“ Ýmsir tengdir Laxá í Aðaldal eru að fara á stúfana til þess að vinna að því sem þeir kalla „stuld í sjón- um“, en ólöglega laxveiði í sjó segja þeir verða „ævintýralega mikla“ og það séu einkum silunganet með ströndum sem moki laxi upp. Verð- ur m. a. með að sækja um fjárveit- ingu hjá stjórnvöldum til þess að vinna að þessu máli. Þá er farið að bera mjög á áróðri fyrir því að alþingi breyti lögum um lax- og silungsveiðar á þá lund að svokallaðar löglegar laxveiði- lagnir í sjó verði lagðar af vegna stóraukinnar hafbeitar hér á landi. Lagnir af þessu tagi eru einkum við sunnanverðan Faxaflóann, ein- mitt þar sem margar af stærstu hafbeitarstöðvunum eru og vitað er að stóraukin laxveiði í umrædd net á ekki síst rætur að rekja til vaxandi umsvifa hafbeitarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.