Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 21 Sugar Ray (t.h.) í hringnum. Sugar Ray látinn Los Angeles. Reuter. HINN kunni bandaríski hnefa- leikakappi Sugar Ray Robinson lézt á sjúkrahúsi í Los Angeles á miðvikudag, á 68. aldursári. Sugar Ray var einn frægasti hnefaleikamaður heims og varð vellauðugur af íþrótt sinni. Hann vann 174 viðureignir af 201 á 25 ára ferli sínum, sem lauk 1965. Þegar hann dó var hann hins vegar slyppur og snauður og minnislaus. Hann hafði þjáðst af ýmsum sjúk- dómum en Alzheimer-sjúk- dómurinn og sykursýki batt enda á líf hans. Frakkar byggja risa- bókasafh FRANSKA stjómin hefur ákveðið að láta reisa risastórt bókasafn á jámbrautarstöð í austanverðri París sem ekki er lengur notuð. Framkvæmdir heflast 1991 og er áætlaður kostnaður 2,5 milljarðar franka eða 21 milljarður ísl. króna. Arkitektum um heim allan hef- ur verið boðið að taka þátt í samkeppni um útlit hússins. Alþjóðleg dómnefnd mun velja 20 beztu hugmyndimar en síðan mun Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, velja sigur- vegarann úr íjórum beztu hug- myndunum. Kvennaflokkur stoftiaður í Svíþjóð Kaupmannahtffh. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. STOFNAÐUR hefur verið kvennaflokkur í Svíþjóð. Karl- menn fá ekki inngöngu í flokk- inn en verður velkomið að kjósa hann, að sögn Brita Andre, eins flokksforingjanna. Við síðustu þingkosningar fékk kvenna- flokkur, sem þó var enginn til, 147 atkvæði. Þrettán konur mættu á stofnfund flokksins á dögunum og var þar ákveðið að bjóða fram við næstu þing- kosningar, sem fyrirhugaðar eru haustið 1991. Magellan til Venusar Wshington. Reuter. Bandaríkjamenn hyggjast senda geimfarið Magellan á loft með geimfetjunni Atlantis 28. apríl næstkomandi. Verður því síðan skotið frá Atlantis áleiðis til Venusar, en gert er ráð fyrir að Magellan komi til reikistjömunnar í ágúst á næsta ári. Um borð verður ný og öflug ratsjá sem á að geta tekið mun betri myndir af Ven- usi en hingað til hefur verið kleift. Er þetta fyrsta könnun- arfarið, sem Bandaríkjamenn skjóta út í óravíddir himin- hvolfsins í rúman áratug. Verkfallsátök á Korsíku Eyðing ósonlagsins: Umhverfis- verndarmenn efiia til mót- mæla 22. apríl Washington. Reuter. FJÖLMÓRG samtök umhverfis- verndarsinna hafa tekið höndum saman um að efna til sameigin- legra mótmæla hvarvetna í heim- inum 22. apríl næstkomandi gegn framleiðslu og notkun efiiasam- banda sem talið er að eyði óson- laginu. Ósonlagið í heiðhvolfinu verndar jörðina fyrir útQólublárri geislun, sem getur m.a. orsakað húðkrabbamein í mönnum og drepið svif i höfiim. Skipuleggjendur þessara mót- mæla segja að þau verði hin fyrstu sinnar tegundar. Efnt verður til mótmælafunda í mörgum löndum samtímis, þ.e. í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku, Póllandi, Ung- veijalandi, Vestur-Þýskalandi, Bret- landi, Ítalíu og Indlandi. Umhverfís- vemdarmenn segja að spjótum sé einkum beint gegn framleiðslu og notkun svokallaðra klórflúorkarb- óníða, CFC. Þessi efnasambönd eru meðal ann- ars notuð í kæliefni og við ýmisskon- ar iðnað. Þegar þau sleppa út í and- rúmsloftið streyma þau upp í heið- hvolfíð þar sem þau leysa úr læðingi klórgas sem eyðir ósonlagi jarðar. Til mikilla óeirða kom í borg- inni Bastia á frönsku eyjunni Korsíku á miðvikudag þegar opinberir starfsmenn, sem hafa verið í verkfalli í tvo mánuði, höfiiuðu lokatilboði frönsku ríkisstjórnarinnar sem fól i sér 3.600 franka hækkun á árslaun, sem samsvarar um 36.000 ísl. krónum. Brotist var inn í versl- anir og eldur borinn að bifi'eið- um. Lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannQöldanum. 33 menn slösuðust i átökunum, þar af 30 lögreglumenn. Áhrifa verkfallsins gætir nú þegar í ferðamannaiðnaði sem er helsta tekjulind Korsíkubúa. Á myndinni stendur óeirðarlög- regla með alvæpni við brenn- andi bíl í Bastia á miðvikudag. Aliyggjui’ vegna fískiskorts í FRÉTT Financial Times um ftind sjávarútvegsráðherra Evr- ópubandalagsins sem haldinn var á Spáni í byrjun vikunnar segir að ráðherramir hafi ætlað að ræða leiðir til að fækka enn þeim skipum í flota bandalagsþjóð- anna, sem sækja út á Atlantshaf. Sé nauðsynlegt að grípa til frek- ari ráðstafana í þeim efhum vegna minnkandi afla. Þá hafi verið á dagskrá hjá ráðherrunum að ræða leiðir til að tryggja afla og fisk frá þriðju ríkjum eftir 1992. John MacGregor, sjávarút- vegsráðherra Breta, sótti ekki þennan óformlegan fiind starfs- bræðra sinna. Blaðamaður Fin- ancial Times segir að (jarvera hans hafi valdið vonbrigðum, þar sem ýmsir hefðu vonað, að á fúndinum yrði unnt að leita leiða til samninga milli Breta og Spán- verja um veiðar í breskri lög- sögu. Bretar og Spánverjar hafa deilt um nýlegt bann breskra stjórnvalda við því að togarar í eigu Spánveija undir breskum Hvalamálið og stuðningsmenn LaRouche: Ofeóknir grænftiðunga gagnhugsað samsæri Washington. Frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „Alþjóðleg græn samsæris- samtök, grænfriðungar, hafa sagt fslensku þjóðinni, sem er aðili að Atlantshafsbandalag- inu, stríð á hendur. Á undanf- örnum mánuðum hafa græn- friðungar verið ábyrgir fyrir alþjóðlegum árásum í þeim til- gangi, að koma í veg fyrir fisk- útflutning frá íslandi með þeim ásetningi, að lama algjörlega efiiahag þjóðarinnar." Á þessa leið hefst grein í viku- blaðinu EIR, sem er skammstöfun á fullu nafni tímaritsins, Execu- tive Intelligence Review. Höfund- ur greinarinnar er fulltrúi ritsins í Kaupmannahöfn, Poul Rasmuss- en að nafni. Tímaritið var upphaf- lega stofnað af bandaríska stjóm- málamanninum Lyndon H. LaRo- uche, Jr., sem m.a. hefír boðið sig fram til embættis forseta Banda- ríkjanna en hlotið dræmar undir- tektir. Hann hefir þótt harðskeytt- ur í dómum sínum um bandaríska stjómmálamenn, einkum varðandi utanríkismál, og verið afar um- deild persóna í Bandaríkjunum, enda oft öfga- og ofsafenginn. LaRouche hefír átt í málaferlum og var nýlega dæmdur í fangelsi fyrir sviksamlegt atferli. Norðurvængur NATO í hættu í greininni segir:„Til þessa hef- ir grænfriðungum heppnast með þrýstingi og hótunum að fá veit- ingastaði og kjörverslanir í Bandarílqunum og Þýskalandi til að hætta að kaupa íslenskan físk. "1J!I I . IL'li ll'l J.HI'.ld [' Reuter Bandaríski stjórnmálamaður- inn Lyndon LaRouclie yfirgef- ur hér réttarsal þann 27. janúar eftir að hafa verið dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir skattasvik og fleira. Verði ekki tekið fýrir þessar árás- ir munu þær raunverulega bijóta niður íslenskan efnahag." Höfundur greinarinnar segir að ástæðan, sem gefin er fyrir sam- særinu gegn Islandi sé algjört fals. „Með dæmigerðum villandi árásum segja grænfriðungar, að tilgangurinn sé að andmæla hval- veiðum íslendinga. Það er engin ástæða til þess, þar sem íslending- ar fylgja samviskusamlega öllum alþjóðareglum um hvalveiðar". Fullyrt er að ástæða grænfrið- unga fyrir samsærinu hafi ekkert með hvali að gera. Þegar litið sé á opinbera andstöðu grænfríð- unga gegn NATO geti það varla verið tilviljun ein, að steftia græn- friðunga falli að stöfum við áróð- ursstefnu Sovétmanna um „kjam- orkulaus hafsvæði", sem haldið sé úti í þeim tilgangi að koma NATO út úr Norður-Atlantshaf- inu Mikilvægi GIUK- hliðsins Höfundur fer nokkrum orðum um hernaðarlegt mikilvægi ís- lands: „í herfræðilegu tilliti er ísland staðsett 1 hinu svonefnda GIUK-hliði, hafínu milli Græn- lands, íslands og Bretlandseyja (United Kingdom). ísland er þýð- ingarmikið fyrir vamir Vestur- Evrópu. Ef til styijaldar kemur geta Bandaríkin því aðeins komið liðsauka til Evrópu, ef GIUK- hliðið er lokað fyrir Sovétflotan- um.“ Ef til kæmi að hægt yrði að þjarma svo að íslendingum efnahagslega, að þeir neyddust til að flýja land, yrði sérstaklega erfítt að hafa herstöðvar í landinu. Það sé ljóst, að fólk í hinum frjálsu aðildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins verði að koma til vamar þessari smáþjóð. Það geti ekki þolað, að samtökum eins og græn- friðungum, með margvísleg sam- bönd við Sovétríkin, geti haldist uppi, að eyðileggja sjálfstæða smáþjóð, svo ekki sé minnst á sjálfstæða smáþjóð, sem er þýð- ingarmikill aðili að NATO. fána veiði í breskri einkalögsögu. Er bannið nú bæði til meðferðar fyrir lávarðadeild breska þings- ins (hæstarétti Bretlands) og Evrópudómstólnum í Lúxem- borg. Hafa þessar veiðar tíðkast um árabil og selja togararnir afla sinn á Spáni fyrir hærra verð en fengist fyrir hann í Bret- landi. Vestur-Þýskaland: A-þýskur sjómaður biðst hælis Flensborg. Reuter. SKIP VERJI af austur-þýska flutn- ingaskipinu Fichtelberg flúði á vit frelsisins um síðustu helgi. Hann stökk frá borði er skipið hafði viðkomu í Kiel í Vestur-Þýska- landi. Skipveijinn, sem ekki er nafn- greindur, sagðist hafa flúið vegna ófrelsis og slæmra lífskiara í föður- landi sínu. Flutningaskipið, sem var á leið til Kúbu, hélt áfram ferð sinni án hins 32 ára skipveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.