Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14: APRÍL 1989......... 31 Mótaskrá hestamannna: Heimsmeistaramót og flórð- ungsmót hápunktar sumarsins Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Formlega hefst keppnistímabil hestamanna um miðjan apríl nk. og verða mót um hveija helgi allt sumarið og Qöldi móta sumar helgarnar. 27.-28. Faxi, Borgarf. íþróttam. Bor- __________Hestar_______________ Valdimar Kristinsson Langþráð mótaskrá Lands- sambands hestamannafélaga er nú loks tilbúin. Erfiðlega hefúr gengið að fá hestamannafélög til skila inn umsóknum um mótsdaga en gert var ráð fyrir að þau skiluðu af sér um ára- mót. Samkvæmt skránni byrjar keppnistímabil hestamanna 15. apríl með íþrótta- og kynöótasýn- ingu í Reiðhöllinni og lýkur 27. ágúst með Suðurlandsmóti í hestaíþróttum. Þau mót sem hæst ber eru fjórðungsmót á Austurl- andi sem haldið verður dagana 29. júní til 2. júlí. Úrtökukeppni fyrir heimsmeistaramótið í hesta- íþróttum verður haldið 7. og 8. júlí á Varmárbökkum í Mosfells- bæ og sjálft heimsmeistaramótið verður svo haldið í Danmörku 16. til 20. ágúst. íslandsmótið í hesta- íþróttum verður haldið í Borgar- nesi 22. og 23. júlí. Þá má minna á „Hestadaga í Reiðhöllinni" sem verða 6. og 7. maí. En mótsskrá- in er annars sem hér segir: Apríl 15.-16. fþrótta- og kynbótasýning í Reiðhöllinni. 20. Sindri, Mýrdal. Firmakeppni í Vík í Mýrdal. 20. Geysir, Rang. Firmak. Gadd- staðaflöt. 29. Andvari, Garðabæ. Firmak. Kjóa- völlum. 29. Sleipnir, Árn. Firmak. Selfossi. 29. Geysir, Rang. Firmak. Hvolsvelli. 29. Gustur, Kópavogi. Firmak. Glað- heimum. 30. Smári, Ám. Firmak. Kirkjurifi, Skeiðum. Maí I. Sörli, Hafnarf. Firmak. Sörlavöll- um. 4. Hörður, Kjósars. Firmak. Varmár- bökkum, Mosfellsbæ. 6. Sýning stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti. 6.-7. Hestadagar í Reiðhöllinni. II. -15. Fákur, Rvík. Hvítasunnumót á Víðivöllum. 13. Andvari og Gustur. íþróttam. Glaðheimum. 15. Blær, Norðfírði. Firmak. Hafnart- anga, Norðfirði. 19. -21. Sörli, Hafnarf. íþróttam. Sörlavöllum. 20. Háfeti, Þorlákshöfn. Firmak. Þor- lákshöfn. 20. Andvari, Garðabæ. Gæðingak. Kjóavöllum. 20. Gustur, Kópav. Gæðingak. Glað- heimum. 20. Hestam.fél. Skagaf. íþróttam. Vindheimam. 20.-21. Fákur, Rvík. íþróttam. bama og unglinga, Vfðivöllum. 20.-21. Hörður, Kjósars. íþróttam. Varmárb. Mosf.bæ. 27.-28. Máni, Suðumesjum. íþróttam. Mánagrund. 27.-28. Fákur, Rvik. íþróttam. full- orðinna, Víðivöllum. gamesi. Júní Dagsetning óákv. Glófaxi, Vopnaf. Úrtaka fyrir fiórðungsm. Skógar- bökkum. 3.-4. Geysir, Rang. Hestam. og hérð- ass. Gaddstaðaflöt. 3. -4. Sörli, Hafnarf. Gæðingak. Sörlavöllum. 4. -5. Freyfaxi, Héraði. Gæðingak. Iðavöllum. 9. -10. Hörður, Kjósars. Gæðingak. Varmárbökkum. 10. Geysir, Rang. íþróttam. Gadd- staðafl. 10.-11. Homfírðingur. Hestamót Fomustekkum. 10.-11. Máni, Suðum. Hestamót Mánagmnd. 10. -11. Hrossar.samband Skagfirð- inga. Héraðssýning Vindheimamel- um. 17. Þytur, V-Hún. Firmak. Hvamms- tanga. 24. Háfeti, Þorláksh. og Ljúfur, Hverag. Hestamót Reykjakoti, Olfusi. 24. Sindri, Mýrdal. Kappreiðar og gæðingak. Pétursey. 24. Glæsir, Sigluf. og Gnýfari Ólafsf. Vinamót Sigluf. 24.-25. Dreyri, Akranesi. Hestamót Ölveri. 24. -25. Neisti, Óðinn og Snarfari, A-Hún. Hestamót Blönduósi. 25. Snæfaxi, Þistilf. Hestamót Lönguhlíðarmelum. 29.-2. Fjórðungsmót austurlenskra hestamanna, Iðavöllum, Héraði. Júlf 1. Glaður, Dalas. Hestamót Nesodda. 7.-8. Stormur, Vestfj. Hestamót Bol- ungarvík. 7. -8. Úrtaka v/heimsmeistaramóts Varmárbökkum, Mosfellsbæ. 8. Kópur, V-Skaft. Hestamót Sólvöll- um, Landbroti. 8. Þytur, V-Hún. Hestamót Krók- staðamelum. 15. Blakkur, Strandasýslu, og Kinn- skær, A-Barð. Hestamót Hólmavík. 15.-16. Hörður, Kjósars. Silkiprents- mót, opin gæðingakeppni, Varmár- bökkum. 15. -16. Sleipnir og Smári, Ám. Hestamót, Mumeyrum. 22.-23. íslandsmót í hestaíþróttum, Borgamesi. 28. -29. Snæfellingur. Hestamót á Kaldármelum. 29. -30. Stórmót sunnlenskra hesta- manna, Gaddstaðaflöt. 29.-30. Blær, Norðf. Hestadagar á Kirkjubólseyrum. Ágúst 4.-6. Stígandi, Léttfeti og Svaði. Hestamót Skagfirðinga á Vindheima- melum. 6. Logi, Ám. Hestamót í Hrísholti. 11. -12. Grani og Þjálfi, S-Þing. Hestamót, Einarsstöðum, Reykjadal. 12. Trausti, Laugard. og Grímsn. Hestamót á Laugarvatnsvöllum. 16. -20. Heimsmeistaramót í Dan- mörku (Vilhelmsburg v/Aarhus). 26. -27. Suðurlandsmót í hestaíþrótt- um (opið mót) í Torfadal, Flúðum. Eiginmaður minn, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Mávahli'ð 1, Reykjavík, lést á Mallorka að morgni 13. april. Elin Guðmundsdóttir. t Faðir okkar, ÁSMUNDUR S. ÞORSTEINSSON fyrrv. vélstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist í Landakotsspítala 13. apríl. Guðmundur I. Ásmundsson, Þorsteinn S. Ásmundsson. t Faðir okkar, EYJÓLFUR GUÐJÓNSSON, Garðvangi, Garði, áðurtil heimilis að Stuðlabergi, Keflavik, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur miðvikudaginn 12. apríl. Maria Eyjólfsdóttir, Sigurður Eyjólfsson, Guðlaugur Eyjólfsson, Guðjón Eyjólfsson. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON fyrrverandi bóndi, Syðri-Hömrum, Ásahreppi, er lést þann 7. apríl sl. verður jarðsunginn frá Árbaejarkirkju í Holtum, laugardaginn 15. apríl kl. 14.00 Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 12.00 á hádegi. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Jón Þorsteinsson, Vigdfs Þorsteinsdóttir, Björn Guðjónsson, Sölvi Magnússon, Karla M. Sigurjónsdóttir og barnabörn hins látna. ReynirÞ. Hörgdal, Akureyri — Minning Kveðja frá KFUM og Gídeon-félaginu á Akureyri Fæddur 6. september 1912 Dáinn 6. apríl 1989 Það er erfitt hlutverk að skrifa minningargrein um kæran vin og 7 OKTÓBER MIDVIKUDAGUR 9 OKTÓBER FÖSTUDAGUR Skiladagur Birtíngardagur Birting afmælis- ogminning- argreina 10 OKTÓDER laugardagur 13 OKTÓBER ÞRtÐjUDAGUR Skiladagur Birtingardagur Morgunblaðið tekur af- mælis- og miimingargreinar til birtingar endurgjaldsiaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins f Hafiiarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. bróður í trúnni. Þó er ýmislegt, sem gerir þetta hlutskipti. bærilegra. Ljós trúarinnar ljómar og lýsir jafn- vel þótt farið sé um dimma dalinn. Og í þessu ljósi lifði Reynir Hörg- dal og dó. Það er huggun harmi gegn. Ungur að árum heyrði hann boðskapinn um endurlausn í trúnni á lifandi frelsara, Jesú Krist. Sá boðskapur hitt Reyni í hjartastað og gagntók hug hans og líf upp frá því. Og trúin varð honum allt. I ljósi hennar lifði hann og hrærðist. Það er stór fullyrðing, þegar sagt er að einhver sé lærisveinn Jesú Krists. En að segja slíkt um Rejmi Hörg- dal er svo eðlilegt og sjálfsagt. Hann var heill og sannur í trú sinni og þjónustu, óþreytandi að benda á hinn stærsta sannleika, hið hreina og ómengaða fagnaðarerindi eins og það er að finna í heilagri Ritn- ingu. „Hálfvelgja og kyrrstaða eru orð sem trúuðum manni á að standa stuggur af,“ sagði Reynir. Hann boðaði orðið af karlmennsku og þrótti. Og þrátt fyrir andleg og líkamleg áfoll, átti hann mikinn styrk, sem hann þáði frá honum, sem veitir „gnógan kraft hinum þróttlitla“. Reynir Hörgdal gerðist snemma félagi í KFUM á Akur- eyri. Hið sama má segja um Gíde- on-félagið á Akureyri. í báðum þessum félögum starfaði hann heilshugar og gegndi þar ýmsum embættum af stakri umhyggju og samviskusemi. Fyrir það eru honum færðar innilegar þakkir hér og nú. Samfélag trúsystkina rækti Reynir af einstæðri trúfesti. Þar fann hann rætast_það sem segir í trúarjátning- unni: Eg trúi á samfélag heilagra. Og hann tók heils hugar undir lof- gjörðina um dásemd þess að dvelja „í Drottins bræðra sveit. Því yndi verður aldrei lýst, það aðeins reynd- ur veit.“ Slíkra manna, sem Reynis, er gott og hollt að minnast. Upp í hugann koma mörg orð úr Guðs heilaga Orði, sem eiga vel við í þessu sambandi: Hann var glaður '■ í trúnni og ljúflyndi hans var kunn- ugt öllum þeim sem hann þekktu. Að leiðarlokum séu honum færðar þakkir fyrir fómfúst starf í ríki Drottins. Guðrúnu, Jónínu og Þor- steini svo og öðrum ástvinum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim Guðs bless- - unar. Að lokum skal vitnað í §órða kafla síðara Tímóteusarbréfs: Þú hefir barist góðu baráttunni, hefir fullnað skeiðið, hefir varðveitt trúna. Og nú er þér geymdur sveig- ur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa þér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari, en ekki einungis þér, heldur og öllum, sem elskað hafa opinberun hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.