Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ íÞn&mrt T~rrr t. i ot/t tnfrrv FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 43 KNATTSPYRNA Morgunbiaðið/Svorrir Ellert B. Schram, formaður KSÍ, og Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa, takast í hendur eftir undirritun samningsins í gær. Visa styrkir Knatft- spymusamband íslands KSÍ fær m.a. 100.000 krónurlyrir hvert stig í HM og 50.000 krónurfyrir hvert mark GERÐUR hefur veríö samning- ur milli Visa íslands og Knatt- spyrnusambands íslands „um gagnkvœmt samstarf á sviði íþrótta- og kynningarstarfsemi á keppnistímabilinu sem fer í hönd,“ eins og segir í f réttatil- kynningu. Samningurinn var undirritaður í gœr og tók hann þágHdi. Samningurinn tekur til undir- búnings og þjálfunar landsliðs- ins í knattspyrnu og allra opinberra landsleikja í sumar og haust,“ segir í tilkynningunnL Þar er annars veg- ar um að ræða beinan §árstuðning af hálfu sljómar Visa og hins vegar augiýsingasamning. Þá mun Visa ísland verðlauna árangur landsliðs- ins, m.a. með því að greiða 100.000 krónur fyrir hvert stig sem liðið fær í undankeppni heimsmeistara- keppninnar, og að auki greiðir Visa KSI 50.000 krónur fyrir hvert mark sem landsliðið skorað í opinberum landsleikjum á árinu. Landslið íslands í knattspymu tekur í ár þátt í 5 leikjum ( undan- keppni HM - gegn Austurríkis- mönnum, Austur-Þjóðveijum og Tyrkjum í Laugardal og á útivelli mætir liðið Sovétmönnum og Aust- urríkismönnum. Einn leikur hefur verið ákveðinn að auki, eins og Morgunblaðið hefur greint frá, gegn Englendingum 19. maí hér á landi. „Það er gífurlegur ávinningur fyrir okkur þegar Visa ákveður að styrkja starfsemi okkar svona," sagði Ellert B. Schram formaður KSÍ m.a. á blaðamannafundi í gær er samningurinn var kynntur. Hann vakti athygli á því að fþróttastarf- semi í landinu þrifíst ekki nema atvinnufyrirtæki réttu fram hjálp- arhönd — „ég vildi ekki sjá þann dag sem fyTÍrtækin hættu því, þá legðist allt starf okkar í dróma,“ sagði hann. Ellert og Einar S. Ein- arsson, framkvæmdastjóri Visa ís- land, sögðu í gær að um „umtals- verðar §árhæðir“ væru að ræða f þessum samningi. Ekki vildu þeir gefa upp verðmæti samnmgsins, en Ellert sagði: „Það munar um þenn- an stuðning." Rekstrartap KSÍ var 9 milljónir króna f fyrra, og sagði EUert þennan stuðning Visa því mikilvægan fyrir sambandið, þó ekki vildi hann svara því hvort þetta leysti vandaim. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KVENNA ípRÓm FOLK H ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu mætir ekki Tottenham í æfíngaleik í Lundúnum síðar í þessum mánuði eins og forráða- menn KSÍ voru að vona. Forráða- menn enska liðsins hafa svarað beiðni KSÍ um leik neitandi. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, sagði í gær að áfram væri leitað af fullum krafti að verðugum andstæðingi — sterku félagsliði í Elvrópu — sem landsliðið gæti mætt í æfíngaleik. B BÖRKUR Ingrarsson knatt- spymumaður er hættur við að ganga í Þrótt. Hann æfði með lið- inu um tfma, en tók síðan að sér þjálfun meistaraflokks Ungmenna- félagsins Fjölnis í Grafarvogi, og hyggst einnig leika með liðinu í 4. deildinni í sumar. Hann hefur þegar tilkynnt félagaskipti úr Árvakri í Fj'ölni. ■ JÓSTENN Einarsson, sem var fyrirliði KR f fyrra, hugðist leggja keppnisskóna á hilluna en hefur nú ákveðið að leika með Ár- vakri í 4. deildinni í sumar. Hann hefur þó ekki sagt alveg skilið við KR, því hann er sjúkraþjálfari 1. deildarliðs félagsins. ■ SIGURÐÚR Pétursson og Ragnar Hermannsson, fæddir og uppaldir KR-ingar, verða í herbúð- um Árvaknrs í sumar. ■ HILMAR Hjaltason skoraði tvö mörk fyrir Stjömuna gegn KA í 1. deild handboltans í fyrra kvöld og þeir Sigurður Bjamason og Þóroddur Ottesen eitt mark hvor. í umflöllun Morgunblaðsins í gær féllu nöfn þeirra niður og er beðist velvirðingar á þvL ■ ROK Petrovic, fyrrum heims- bikarhafí f svigi frá Júgóslavíu, hefur tilkynnt júgóslavneska skíða- sambandinu að hann hafi ákveðið að leggja skiðin á hilluna og hyggst snúa sér að frekara námi. ■ ANTONIO Maceda, vamar- maður Real Madrid og spænska landsliðsins, hefur ákveðið að hætta knattspymu fyrir fullt og allt vegna hnémeiðsla. Maceda, sem er 31 árs og hefur leikið 36 landsleiki, hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í hnéi síðan f heimsmeistarakeppn- inni f Mexíkó 1986 og ekki spilað sfðan. KNATTSPYRNA SKÍÐI Svarre Melby frá Noregi hefur for- ystu í keppninni um Flugleiðabikarinn 1989. Sverre Melby efstur Valdimarí3. sæti Sverre Melby frá Noregi er efst- ' ur að stigum að loknum flórum af sex FIS mótum um Flugleiðabik- arinn 1989 sem Skíðasamband fs- lands stendur fyrir. Michael Lách- tenegger frá Austurríki er annar og Valdimar Valdimarsson frá Ak- ureyri þriðji. f dag verður keppt f svigi f Blá- fjöllum og hefst keppni kl. 10.30. A morgun verður síðasta mótið og verður keppt f svigi á sama stað kl. 10.00. Staðan: 1. Svcrre Melby, Noregi_________....66 2. Michael Lichtenegger, AusturrQd..61 8. Valdimar Valdimarsson, Akureyri__68 4. Daníel Hilmarsson, Dalvfk.......„42 6. Thomas Kaufmann, Austurrfki......36 6. Örnólfur Valdimarsson, Reykjavtk.24 7. Tateru Takehana, Japan...........24 8. Matd Ektvedt, Norevi___________ .24 9. Amór Gunnarsson, fsafirði________22 10. Takuei Fiyuwara, Japan___________22 Ikvökl Stjarnan og Vfkingur leika f undanúrslitum f bikarkeppni kvenna í Digranesi í kvöld 20.00. r FH-stúlkur í úrslit - sigruðu íslandsmeistara Fram í æsispennandi leik NÝBAKAÐIR íslandsmeistarar Fram máttu þola tap gegn FH ' undanúrslitum bikarkeppn- innar í gœrkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og þurfti f ramlengingu til þess að knýja fram úrslit. Eftir venjulegan leiktíma hafði hvort lið skorað 13 mörk — FH hafði síðan bet- ur í framlengingunni og sigraði 17:15. FH-liðið bytjaði leikinn af mikl- um krafti og leiddi framan af þó að munurinn yrði aldrei mikill. Guðríður Guðjónsdóttir, stórskytta Fram, var tekin úr Katnn umferð allan leikinn Friðríksen og kom það illa nið- skrífar Ur á sóknarleik liðs- ins. Bæði liðið léku sterkan vamarleik og markvarslan var góð. FH náði mest tveggja marka forskoti og leiddi í leikhléi 8:7. Sami kraftur einkenndi leik FH í byijun síðari hálfleiks, en smám saman komust Framstúlkumar bet- ur inn í leikinn. Þær jöfnuðu, og reyndar gott betur því Björg Berg- Krlstfn Pétursdóttir, fyrirliði FH, stýrði liði sfnu til sigurs gegn íslands- meisturum Fram í undanúrslitum bik- arkeppninnar í gærkvöldi. steinsdóttir kom Fram tveimur mörkum yfír þegar stutt var til leiksloka. Með mikilli baráttu náði FH að jafna og framlengingar var því þörf til að fá fram úrslit. Lítið var skorað í síðari hálfleik, og mik- ið álag á lykilmanneskjum beggja liða, enda varamannabekkimir þunnskipaðir! í framlengingunni var FH sterk- ara liðið og sigraði sanngjamt 17:15. Eva Baldursdóttir lék vel fyrir FH, en var mistæk undir lok- in. Berglind Hreinsdóttir átti góða spretti og Kristín Pétursdóttir hélt Guðríði vel niðri í vöminni. Björg Bergsteinsdóttir var atkvæðamest Framara og Díana Guðjónsdóttir hafði góð áhrif á leik liðsins þegar hún kom inn á síðustu mínútumar. Díana er systir Guðríðar og leikur enn með 3. flokki — mikið efni þar á ferð. Mörk Fram: Björg Beresteinsdóttir 5, Guðrtð- ur Guójónsdóttir 4/8, Osk Vfðisdóttir og Sigr- ún Blomsterber 2 hvor, Margrét Blöndal og Diana Guðjónsdóttir eitt mark. Mörk FH: Eva Baldursdóttir 8, Bergtind Hreinsdóttir 3, Rut Baldursdóttir 8/1, Kristln Pétursdóttir, Amdls Aradóttir og María Sig- urðardóttir eitt mark hver. Morgunhteðió/Július Fram tryggði sér sæti f undanúrslitum Reykj avíkurmótsins f knattspymu með því að vinna Val, 2:0, á gervigrasinu í Laugardal f gærkvöldi. Pétur Ormslev og Ragnar Margeirsson gerðu mörkin fyrir Fram f síðari hálfleik. Á myndinni eru Ómar Torfason, Fram og Halldór Áskelsson, fyrrum Þórs- ari, sem nú leikur með Val.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.