Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 44
EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM SJOVA-ALMENNAR IS'ýll féliifi nieð sterkar rætur FOSTUDAGUR 14. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Fimm tilfelli af smitandi lungna- berklum árlega AÐ jafnaði greindust árlega um fimm tilfelli af smitandi lungna- berklum hérlendis árin 1975-1986, samkvæmt rannsókn sem læknarn- ir dr. Þorsteinn Blöndal og Þuríður Árnadóttir unnu. Því vantar enn nokkuð á að tekist hafi að uppræta sjúkdóminn. Miðað er við að tekist hafi að uppræta berkla þeg-ar smitandi tilfelli eru færri en eitt á ári. í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram, að 321 tilfelli af berkl- um greindust hér á landi á þessu tólf ára tímabili, eða að meðaltali 27 á ári. Algengastir voru lungna- berklar, sem 149 tilfelli greindust af. Af þessum 149 sjúklingum voru Gmnur um ólöglega spilakassa í Reykjavík LÖGREGLAN í Reykjavík hefiir grun um að ólöglega spilakassa sé að finna í sölu- turnum borgarinnar og ætl- ar að kanna það á næstu dögum. Signý Sen, fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík, segir að samkvæmt lögreglusamþykkt megi enginn reka knattborð, spilakassa eða leiktæki gegn borgun nema fá til þess leyfi lögreglustjóra. „Við höfum grun um að í sölutumum i borginni sé að finna leiktæki, sem sérstaka spilapeninga þarf í og þessir spilapeningar séu seldir," sagði Signý. „Lög- reglan verður að kanna þetta, sem verður mikið verk. Þama er ekki um að ræða sérstaka leiktækjasali, heldur staka kassa í sölutumum. Þeir eru ólöglegir." Rauði kross íslands hefur leyfi fyrir spilakössum sínum, sem eru víða í söluturnum. 63 með smitandi berkla, eða að jaftiaði um fímm á ári hverju. í 8 tilfellum þessi ár voru berklar eina dánarorsök sjúklinga og í 8 tilfellum öðmm vom berklar með- virkandi þáttur í dauða. Yngsti ís- lendingurinn, sem lést úr berklum, var 30 ára, fjórir vom á aldrinum 60-70 ára, tveir á aldrinum 70-80 ára og níu yfir áttrætt. Dr. Þorsteinn Blöndal segir að áður fyrr hafi berklar einkum lagst á ungt fólk. Þeir hafí verið mjög útbreiddir hér á landi, sem sæist af því að um og eftir 1930 létust um 200 manns árlega af völdum þeirra. Núna væm berklar fremur sjúkdómur sem kæmi á efri ámm, sem endurspeglaði þá staðreynd að um 40% sjötugs fólks hefði ein- hvem tíma fengið bakteríuna. Berklar koma fremur upp hjá þeim sem em jákvæðir fyrir. Hægt er að lækna berkla að ftillu með lyfja- gjöf. Sjá grein á miðopnu. Halldór Ásgrímsson og Wolfgang von Geldern á blaðamannafundinum í Bonn í gær. EPA Vilja stuðla að samningi við EB HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra átti ftind með dr. Wolfgang von Geldern sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýzkalands í Bonn í gær. Að fundinum loknum héldu ráðherramir blaða- mannafund. Þar kom fram hjá von Geldem að Þjóðveijar vildu stuðla að samningum milli íslands og Evr- ópubandalagsins um samskipti í sjávarútvegsmálum. Hagsmunum heildarinnar yrði bezt þjónað með samningum við íslendinga um greiðan aðgang íslenzks sjávar- fangs á markaði EB. Von Geldern sagði að skiptar skoðanir væru í þessu máli innan EB en hann kvaðst sannfærður um að viðhorf Þjóðveija myndu sigra og að sú stefna EB að kreíjast veiðiheim- ilda fyrir tollaívilnanir yrði undir í framtíðinni. Sjá bls. 4 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á fundi í gærkvöldi: Glíman við flármagnskostn- aðinn prófsteinn á stjórnina ^ á 8 olmannM loiinoknal/l/im Ottast kosningar í haust og mikla gengisfellingu í kjölfarið STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að það sé helzti prófsteinninn á stjórnar- samstarfið á næstu tveimur mán- uðum hvort ríkisstjórninni takist að ná Qármagnskostnaði niður, lækka vexti og ná hagræðingu í bankakerfinu. „Það, hvemig tekst að fá Qármagnsmarkaðinn til að hjálpa okkur að ráða fram úr erf- iðleikunum, mun ráða framtíð þessarar ríkisstjómar. Ef það mis- tekst og það verða stórir erfiðleik- ar í haust, held ég að ríkisstjórnin hafi gengið þessa braut til enda. Þá óttast ég að það verði líklega kosningar og að þeim loknum rnjög róttækar aðgerðir með mjög mikilli gengisfellingu og lögbind- ingu Qölmargra þátta í þjóðfélag- inu,“ sagði forsætisráðherra á opnum fúndi í Kópavogi í gær- kvöldi. Forsætisráðherra sagði að fram- undan væru margar hættur í efna- hagslífinu, einkum í sjávarútvegin- um. Hann sagðist eiga von á að kjarasamningar ríkisins við BSRB yrðu fordæmi samninga á almennum vinnumarkaði, og að hann ætti von Hagkaup flytur ínn smjörlíkí Einungis um tilraun að ræða, segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra HAGKAUP hefiir fengið Ieyfi viðskiptaráðherra til að flytja inn 20 tonn af smjörlíki frá Hollandi, og að sögn Jóns Ásbergssonar for- stjóra Hagkaups mun útsöluverð þess verða að minnsta kosti helm- ingi lægra en verð á íslensku smjörlíki. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir að þarna sé um tilraun að ræða og með þessu sé verið að sýna að markalínan milli þess sem inn er flutt og hins sem ekki hefur verið leyít að flytja inn færist í rétta átt. Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra segir að í leyfisveitingu viðskiptaráð- herra sé ekki fólgin nein stefiiubreyting ríkissljórnarinnar, heldur sé einungis um einangrað tilvik að ræða. Jón Sigurðsson sagðist ekki telja að leyfisveitingin væri neinn stór- viðburður þar sem mikill innflutn- ingur væri þegar á matarfeiti til landsins í ýmsum myndum. Hann r.agði að sér hefði fundist ástæða til að gera tilraun með þetta þar sem það sýndi að aðhald gæti verið frá erlendri samkeppni. Hann sagði að leyfið væri einungis bundið við þessi 20 tonn að svo stöddu og ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um framhald á innflutningnum. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagði að enginn . yafi væri á því að með leyfisveiting- unni til Hagkaups væri komið inn á mjög viðkvæmt svið þar sem smjörlíkis- og smjöriðnaður skarað- ist að vissu leyti, og spurning væri hvemig halda ætti á þessum málum í framtíðinni, og hvar draga ætti mörkin ef haldið yrði inn á þessa braut. Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri Smjörlíkis hf. sagði að honum sýndist að hér væri um al- gjörlega nýja stefnu í landbúnaðar- málum á Islandi að ræða, þar sem leyfður væri innflutningur á vöru í samkeppni við íslenska landbúnað- arframleiðslu. Hann kvaðst telja að . í framhaldi af þessu gæti farið svo að leyfður yrði innflutningur á ann- arri landbúnaðarframleiðslu, sem væri gerilsneydd og án sýkingar- hættu, svo sem mjólk, ijóma, smjöri og ostum. „Þessar vömr eru gífur- lega mikið niðurgreiddar erlendis, og við gætum ekki lifað við það hér að keppa við erlendar niðurgreiðsl- Jón Ásbergsson kvaðst vona að leyfisveitingin yrði fordæmi fyrir frekari innflutningi í framtíðinni. Hann sagði að sala á smjörlíkinu hæfist síðar í þessum mánuði, en um væri að ræða smjörlíki sem ein- göngu væri unnið úr jurtafitum. á 8,5% almennri launahækkun, sem væri meira en þjóðhagsáætlun gerði ráð fyrir. Hann byggist ekki við létt- bærari samningum fyrir fiskvinnsl- una, og slík launahækkun væri í hámarki hvað frystiiðnaðinn varðaði. Hún myndi gera afkomu fiskvinnsl- unar verri um l,5%-2%, og auk þess stæði nú fyrir dyrum að Verðjöfnun- arsjóður sjávarútvegsins myndi hætta niðurgreiðslum á fisk í maí, sem væru um 5% af tekjum frysting- arinnar. Þó væri hugsanlegt að halda þeim áfram fram í júlí. Endur- greiðslu á uppsöfnuðum söluskatti lyki einnig í maí. Steingrímur sagði að vonir stæðu til að fiskverð erlendis hækkaði í sumar, sem myndi bæta afkomu fisk- vinnslunnar. Ef þær vonir brygðust, myndi ríkisstjórnin ræða málin opin- skátt við forystumenn launþega, og hann treysti á skilning þeirra á vand- anum. „Það verða þó engar stórar kollsteypur á gengi krónunnar," sagði forsætisráðherra. Hann sagði að á næstu dögum myndi ríkisstjómin grípa til aðgerða til þess að draga úr atvinnuleysi, en lét ekki frekar uppi, í hveiju þær yrðu fólgnar. í ræðu sinni um bankakerfið sagði Steingrímur að óvissan um málefni Útvegsbankans væri ótæk. Við því væri að búast að endanleg niðurstaða fengist um málefni bankans í lok mánaðarins. Tækist Verzlunarbanka og Alþýðubanka ekki að sameinast og kaupa Útvegsbankann, teldi hann að sameina ætti bankann hinum ríkisbönkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.