Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 18
4 18 MORGÚNBLAÖIÐ SÚNNUDAGúR 16. APRÍL 1989 rmjffi e?GI JÍHSÍA .91 flUOAQIJHMUS nmomjBM QIQAJaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989 a os 19 plnrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið. Námskráin og menntamála- ráðherrann Eitt af því fyrsta sem Svavar Gestsson sagðist myndu taka til rækilegrar endurskoðunar eftir að hann komst í stól menntamáia- ráðherra var tillaga um nýja aðal- námskrá grunnskóla. Nú er þessari endurskoðun lokið og hefur menntamálaráðherra lagt tillögu sína fram á Alþingi. Guðmundur Magnússon, fyrrum aðstoðarmaður Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra, hefur gert úttekt á tillögunni eins og hún er logð fram að fyrirlagi Svavars Gestssonar og hefur hún birst hér í Morgunblaðinu 8. og 11. apríl. Hvarvetna eru skólamál í brenni- depli enda fátt mikilvægara en að staðið sé vel og skynsamlega að menntun ungs fólks og allra sem vilja læra meira. Ein helsta breyt- ingin á menntakerfinu á undanföm- um árum hefur verið sú, að hefð- bundinn rammi þess hefur spmngið með sífellt meiri sókn í hvers konar endurmenntun. Hefur víða verið myndarlega að verki staðið á því sviði, til dæmis í Háskóla íslands og á vegum einstaklinga eða félaga- samtaka þeirra, svo að ekki sé minnst á sjálfar öldungadeildimar. í skólamálum eins og annars staðar er ekki nein ein og algild stefna, sem er öllum að skapi. Til dæmis er tekist á um það, hvort kenna eigi staðreyndir eða þjálfa fólk í að afla sér þekkingar. Við kennslu móðurmálsins er deilt um hvort þágufallssýki sé málspjöll eða eðlileg þróun tungunnar. Bæði í Frakklandi og Bretlandi hafa á undanfömum ámm verið mennta- málaráðherrar, annar sósíalisti og hinn íhaldsmaður, sem hafa talið nauðsynlegt að minna svonefnda skólamenn á gildi þess að nemendur læri að lesa, skrifa og reikna fyrir utan að kunna sögu lands síns og landafræði og Iæra utan að ljóð og þjálfa sig í meðferð eigin tungu með þeim hætti. í síðari grein sinni bendir Guð- mundur Magnússon á úrfellingar úr fyrri tillögum að aðalnám- skránni, sem hafa verið gerðar und- ir handaijaðri Svavars Gestssonar. Þessar úrfellingar segja meira um nýja stefnumörkun en mörg orð. Þessi kafli var til dæmis felldur niður eftir að alþýðubandalagsmenn komu til sögunnar: „Um leið og skólinn glæðir með nemendum þjóð- rækni og heilbrigðan þjóðemis- metnað verður hann að forðast þröngsýn þjóðemisviðhorf.“ Hvað er athugavert við að láta þessi orð standa í aðalnámskránni? Er ekki einmitt þörf á varðstöðu um þjóð- rækni og þjóðemismetnað til að við stöndum okkur sem skyldi í sífellt meiri alþjóðasamvinnu? Hvað býr því að baki, að fellt er úr aðalnám- skránni að grunnskólinn eigi m.a. að temja nemendum að virða „hefð- ir og siði þjóðarinnar"? Í staðinn fyrir skýra stefnumörkun af þessu tagi kemur innantómt orðalag eins og þetta: „Hefðir og siðir breytast stöðugt og nýir vinna sér sess.“ Af þessum úrfellingum má sjá, að skoðanir .eru skiptar um ýmis veigamikil atriði þegar kemur að stefnumótun í aðalnámskrá gmnn- skóla. Mesta athygli hlýtur þó að vekja í þessu samhengi, -að orðin „einstaklings- og atvinnufrelsi" hafa verið strokuð út þegar rætt er um heill einstaklinga og sam- félags. Einstaklingsfrelsi er íslend- ingum svo í blóð borið, að ekki þótti einu sinni ástæða til að mæla sérstaklega fyrir um vemd þess þegar stjómarskrá lýðveldisins var samin. Þar er hins vegar að finna ákvæði (69. gr.) þar sem segir, að engin bönd megi leggja á atvinnu- frelsi manna, nema aimenningsheill krefji, enda þurfi lagaboð til. Nú vill menntamálaráðherra lýðveldis- ins ekki að þessi orð sjáist á prenti í aðalnámskrá grunnskóla. Pólitísk sérviska eða ofstæki hefur þannig leitt hann á villigötur og ekki í fyrsta sinn. SÓKRATES • og Þórbergur töluðu með svipuðum hætti um dyggðina og þá ekki síður um pen- inga. En þó hafa þeir einkum verið sam- mála um dauðann og sálina. Eink- um sálina. Og ódauðleika hennar einsog orðræða Sókratesar hneig í búningi Platóns. Ekkert stóð hjarta Þórbergs nær en líf eftir dauðann og áframhaldandi þroski sálarinnar. Hann hugsaði um það, ekki síður en Sókrates, hvemig bezt væri og réttast að lifa, en Þórbergur var bundinn af marxisma sem hefti hugmyndir hans og mannúðar- stefnu á margan hátt. Sókrates var aftur á móti frjáls að öllum kenning- um. Þannig vom þeir hvor um sig böm síns tíma. En flest það sem segir um Sókrates og haft er eftir honum í Síðustu dögum Sókratesar eftir Platón, í íslenzkum búningi Sigurðar Nordals og Þorsteins Gylfasonar, getur einnig — og ekki síður — átt við Þórberg; að manns- sálin sé ódauðleg og eigi í vændum annað og fegurra líf að jarðvist lok- inni; að sálin sé sjálfstæður vem- leiki; að dyggð sé þekking; að vizka sé eftirsóknarverð, en fávizka böl. Þórbergur tók með lífi sínu undir þessi orð Sókratesar í vamarræð- unni, Enginn sá maður, sem er nokkurs verður, á að horfa í háska eða bana. Hann á aðeins að líta á hitt, hvort það, sem hann gerir, er rétt eða rangt, hvort hann breytir sem góður maður eða vondur. ÞÓRBERGUR UPPNEFNDI • sjálfan sig ofvitann, en Sókrates segir að hann hafi hlotið það uppnefni að vera kallaður vit- ur. Þeir leggja álíka mikið upp úr draumum og einnig, að því er virð- ist, ýmsu því sem talið er yfírskilvit- legt, en fátt fullnægði ímyndunarafli Þór- bergs betur en samtöl um dulræn fyrir- brigði. Honum fannst þær hugmyndir staul- ast á einum fæti sem ekki tóku tillit til þess sem var yfir- náttúmlegt. Honum þótti slík stirðni og sérvizka jafnvel hálf óvís- indaleg. Og raunar var þetta eina gagnrýni hans á Kremlveija sem ég minnist úr samtölum okkar. Honum þótti það fara í bág við sanna rökmálslist, eða díalektík, að hafna framhaldslífi. Ég er meiri kommúnisti en þeir í Kreml, sagði hann. Ef spurt er, Er líf eftir dauð- ann, þá svara þeir, Nei, það er ekk- ert Iíf eftir dauðann! En sannur marxisti segir aftur á móti, Ég veit það ekki(!) En sjálfur gekk Þórbergur lengra. Hann eyddi miklum tíma og rituðu máli í að „sanna“ fram- haldslífið, rétt einsog Sókrates ger- ir í Faídón, skömmu fyrir dauða sinn. Hann talar jafnvel um fylgjur einsog hveijar aðrar staðreyndir. Báðir höfðu þeir svipaða afstöðu til framhaldslífs og Hume lýsir í Sam- ræðum um trúarbrögð, þegar hann vitnar í Kleanþes sem er e.k. tals- maður hans í verkinu : „Hversu spillt sem trúarbrögðin eru, þá eru þau samt betri en engin trú. Kenn- ingin um framhaldslíf er svo öflug og nauðsynleg siðferðistrygging, að við ættum aldrei að varpa henni fyrir borð né vanrækja hana... Geðþekkasta hugsun á færi mann- legs ímyndunarafls er hugsunin um ósvikna guðstrú, er lýsir okkur sem handaverkum fullkomlega góðrar, viturrar og voldugrar veru, sem skapaði okkur til hamingju“. Skipt- ir þá ekki máli, hvort guðimir eru einn eða fleiri. En fyrirheit Sumar- landsins skipta aftur á móti öllu. Þegar hugsað er til Sókratesar og Þórbergs fer ekki hjá því ástæða sé til að dveljast við þessa máls- grein undir lokin í Faídón, Því ef dauðinn væri endir alls, þá væri það vondum mönnum giftufengur að losna við líkamann í andlátinu og láta illsku sína að auki, þegar sálin deyr. En úr því-að okkur er orðið ljóst, að sálin er ódauðleg, þá er engin undankomuvon frá illskunni nema sú ein, að sálin verði eins dyggðug og skynsöm og henni er framast unnt. Því sálin flytur ekk- ert með sér til Hadesarheims nema menntun sína og siðferði, en þetta tvennt er okkur sagt, að ráði mestu um heill og óheill framliðinna allt frá upphafi ferðar þeirra þangað. MÉR ER NÆR AÐ • halda að ein frægasta at- hugasemd Þórbergs eigi rætur í þessari hugmynd Sókratesar; þ.e. athugasemdin í XXV kafla Bréfs til Láru um Drottin allsheijar sem hefst með þessum orðum, Það var morgunn hins efsta dags .. . Það eru einkum þessi orð sem eiga ræt- ur í Sókratesi, Ég veit, að þú ert réttlátur dómari. Ef þú dæmir mig til Heljar, Iíður hin góða náttúra mín fyrir syndir, sem hún átti enga hlutdeild í. Og hin vonda náttúra, sem var orsök synda minna, nýtur þar friðar og fagnaðar, því að í Helju á hún ætt og óðul. Shakespeare var ekki ókunnugt um slíkar bollaleggingar. Og kannski sótti Þórbergur fremur fyr- irmyndina til hans en Sókratesar. Hugsunin ferðast með ótrúlegum hætti. Mér er nær að halda Þórberg- ur hafi þekkt Hamlet betur en rit Platóns: Ó, hendið burt þeim helming sem er verri, og alið þeim mun hreinna y líf í hinum. (mgfa næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 15. apríl Isíðasta Reykjavíkurbréfi var rætt um það hve fastir stjóm- málamenn, atvinnurekendur og verkalýðsforingjar eru í viðjum vanans við lausn aðsteðjandi vandamála. í tíð þeirrar ríkis- stjómar sem enn situr hafa í raun verið stigin skref aftur á bak frekar en fram á við þegar litið er til þróunar í kringum okkar þar sem fijálsræði í við- skiptum milli landa er í öndvegi. Hér leggja stjómvöld áherslu á millifærslur, handafls- aðgerðir, opinber afskipti og íhlutun á sviðum þar sem best fer á að einstakling- ar og fyrirtæki þeirra fái að njóta sín og reyna kraftana. Aðgerðirnar nú minna að sumu leyti á þær ráðstafanir sem gerðar voru af vinstri stjómum fyrir 30-40 árum þegar höft og skammtanir vora talin bestu úrræðin við stjóm efnahagsmála. Margt hefur breyst síðan og ekki síst vilji og þörf sem flestra í þjóðfélaginu til að fá að nýta krafta sína í frjálsræði og alþjóð- legu umhverfi, sem auðveldlega má skapa hér á landi, eftir að fjarskipti og tölvur hafa eytt hindranum, sem fjarlægðin skap- aði áður. Á undanfömum áram hefur orðið bylt- ing hér á landi vegna aukinnar þátttöku kvenna í atvinnulífinu eins og nánar verð- ur rakið hér að neðan með vísan til rann- sókna Þjóðhagsstofnunar. Hefur hlut kvenna og jafnrétti borið hátt í stjóm- mála- og þjóðfélagsumræðum. Kjördæmis- ráð Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi hélt ráðstefnu um stöðu og tækifæri kvenna í flokknum í síðasta mánuði og í frásögn Morgunblaðsins af þeirri ráðstefnu stóð meðal annars: „Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagðist telja að kvennaumræðan yrði orðin úrelt eftir tíu ár. Þróunin í þjóðfélaginu benti öll til þess, unga fólkið væri farið að hugsa á öðram nótum. Til dæmis væra 51% allra laganema stúlkur. „Halda menn að þetta skili sér ekki síðar meir?“ spurði Davíð. Það að troða konum á framboðslista taldi hann í raun hafa minna með þróun jafn- réttismála að gera heldur en að aðstoða konur við að komast áfram í þjóðfélaginu." HÉR SKULU nefndar nokkrar tölur úr riti Þjóð- kennd hagsstofnunar um bróun tekjur karla og r kvenna sem kom út í janúar sl. Þar segir m.a.: „Arið 1980 vora um 63 þúsund konur með einhveijar launatekjur, sem svarar til 77,9% atvinnuþátttöku þeirra á því ári. Á árinu 1986 vora konur á vinnumarkaði orðnar rúmlega 73 þúsund sem svarar til 81,8% atvinnuþátttöku. Konum á vinnu- markaði fjölgaði því um 10.300 á þessu tímabili eða um 16,4%, en á sama tíma fjölgaði vinnandi körlum um rúmlega 6.800 eða um 9%. Framteljendum með einhveijar launatekjur fjölgaði alls um 12,3%. Við nánari athugun, kemur í ljós, að aukin atvinnuþátttaka kvenna kemur nær eingöngu fram í hópi giftra kvenna og hefur hún farið stigvaxandi allt tímabilið. Árið 1980 vora 77,7% giftra kvenna á vinnumarkaði en árið 1986 er atvinnuþátt- taka þeirra orðin 84%. Atvinnuþátttaka ógiftra kvenna hefur á hinn bóginn nán- ast staðið í stað og er á milli 78 og 79%. Árið 1980 var óveralegur munur á atvinnu- þátttöku kvenna eftir hjúskaparstöðu, en árið 1986 hafði verulega dregið í sundur með þeim og var atvinnuþátttaka giftra kvenna þá orðin 5,2% hærri en ógiftra. Á þessu sama tímabili hefur heldur dregið úr atvinnuþátttöku karla þótt ekki sé um að ræða líkt því eins miklar breyting- ar og meðal kvenna. Árið 1980 var al- menn atvinnuþátttaka kayla 93,3% en var orðin 92,2% árið 1986. Á þetta bæði við um gifta karla og ógifta. Byltingar- Sé litið á fjölgun launþega eingöngu, þ.e. þeim framteljendum sleppt sem höfðu reiknuð laun eða áætlaðar tekjur, kemur svipuð þróun í ljós. Almenn atvinnuþátt- taka kvenna í hópi launþega jókst úr 75,4% í 79,2% en atvinnuþátttaka karla minnk- aði úr 91,6% í 89,9%. Ef litið er yfir lengra tímabil má enn frekar greina hina gífurlegu aukningu sem orðið hefur á atvinnuþátttöku kvenna, og þá sérstaklega giftra kvenna. Árið 1960 vora 60% ógiftra kvenna á vinnumarkaði en einungis um 20% giftra. Árið 1985 er atvinnuþátttaka ógiftra kvenna orðin um 79% en 83% meðal giftra. Samanburður á almennri atvinnuþátt- töku kvenna á íslandi og í öðram löndum leiðir í ljós að íslenskar konur á vinnumark- aði era hiutfallslega mun fleiri en kynsyst- ur þeirra i nágrannalöndunum. Þetta er sérstaklega greinilegt þar sem að við út- reikninga á atvinnuþátttöku á íslandi er miðað við allar konur 15 ára og eldri en í öðram löndum era konur yfír ákveðnum aldri undanskildar. Ef einungis er tekið mið af konum á aldrinum 16 til 74 ára var atvinnuþátttaka íslenskra kvenna, árið 1986 90,1%.“ Síðan er birt skrá yfir atvinnuþátttöku kvenna í nokkram löndum árið 1986 og þar er ísland sem sé hæst með 81,8%. Annars staðar á Norðurlöndum er atvinnu- þátttakan á milli 70 og 80%. í Bandaríkjun- um er hún hins vegar 64,9%, Bretlandi 61% og í Vestur-Þýskalandi 51,1%. Hlutur kvenna og stjórnmálin Á ÞEIM ÁRUM sem ber hæst í þessari athugun Þjóðhagsstofnunar hefur sérstakur kvennalisti skotið rótum í íslenskum stjómmálum. Spyija má: Hefði þessi listi orðið að stjómmála- afli ef þeir stjómmálaflokkar sem fyrir vora hefðu sýnt nægilega hugkvæmni og bragðist skjótt við þeim breytingum sem verða óhjákvæmilega vegna aukinnar þátt- töku kvenna í atvinnulífinu? Raunar má sleppa stjómmálaflokkum úr þessari spumingu og velta því fyrir sér hvort við höfum hvert og eitt gert okkur nægilega grein fyrir því hveijar era afleiðingar þess- ara miklu breytinga í lífsháttum þjóðarinn- ar á tiltölulega skömmum tíma. Hér skal ekki tekið til við að ræða hug- myndafræðilegan ágreining í kvenna- stjómmálum eða hvaða úrlausnarefni era biýnust vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Því einu skal slegið föstu að þessi bylting hefur víðar mikil áhrif en á vinnu- markaðinum, hún snertir sjálfa homsteina þjóðfélagsins, heimilið og íjölskylduna. Konur hætta ekki að vera mæður, þótt þær heiji vinnu utan heimilisins. Éngar félagslegar aðgerðir duga til að staðgeng- ill komi í móður stað. Skýrt dæmi um skynsamleg opinber viðbrögð við aukinni atvinnuþátttöku kvenna era lögin sem Ragnhildur Helga- dóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk samþykkt þegar hún var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um lengingu fæð- ingarorlofs. Með slíkum ráðum er unnt að veita konum skjól til að sinna móðurhlut- verkinu, ef þannig má að orði komast, þótt þær taki þátt í atvinnulífínu með störf- um utan heimilis. Við úttekt á rekstri þjóð- arbúsins, tekjum þess og útgjöldum, hljóta menn síðan að staldra við það, að minnsta kosti í fræðilegum athugunum, hvort það sé hagkvæmt að veija fjármunum til fé- lagslegrar starfsemi sem auðveldar konum að sækja vinnu utan heimilanna. Ef skort- ur á framfærslufé veldur því að konur leita út á vinnumarkaðinn má ef til vill létta undir með þeim á annan veg fyrir milli- göngu sameiginlegra sjóða. Hvað sem þessu líður er ekki unnt að kenna það við annað en byltingu að hlutur giftra kvenna á vinnumarkaði jókst á 25 Morgunblaðið/Þorkell áram það er frá 1960-1985 á þann veg að í upphafi tímabilsins vora aðeins 20% giftra kvenna á vinnumarkaði en 83% 25 áram síðar. í skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar segir einnig: „Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist gífiirlega á undanfömum áram og áratug- um. Sérstaklega á þetta við um giftar konur og virðist sem nú dragi mjög lítið úr atvinnuþátttöku þeirra á bameignaaldr- inum, þ.e. milli tvítugs og fertugs. Einnig hefur konum í fullu starfi fjölgað talsvert þó enn sé meirihluti kvenna í hlutastarfi. Þrátt fyrir svo mikla sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn vantar enn mikið á að þær standi jafnfætis körlunum hvað tekjur varðar. Á þessu era ýmsar skýringar... Má þar í fyrsta lagi nefna að mun algeng- ara er að konur en karlar vinni hlutastörf. í öðra lagi er skipting milli kynjanna á hin ýmsu störf ólík. Mikinn hluta atvinnu- og starfsstétta má greina í kvenna- og karlastéttir og era meðaltekjur í kvenna- stéttunum mun lægri en í karlastéttunum. í þriðja lagi sýna tiltæk gögn að karlar vinna meiri yfirvinnu en konur þó ekki liggi fyrir tæmandi upplýsingar þar um.“ Þróunin hlýtur að leiða til fulls launa- jafnréttis milli kynjanna eins og löggjafínn gerir ráð fyrir. Aukin menntun mun að sjálfsögðu stuðla að því. Hér skal látin í ljós sú skoðun að þegar þetta mikla byltingarskeið er á enda rann- ið og jafnvægi er komið á milli karla og kvenna á vinnumarkaðinum muni konum þykja það jafn fráleitt að starfa í sérstök- um stjómmálaflokki eins og þeim þykir það mörgum sjálfsagt núna. Kvennalistinn er á sinn hátt afsprengi þess að hinir hefð- bundnu stjórnmálaflokkar hafa ekki sýnt nægilega mikla hugkvæmni og djörfung andspænis þessari þjóðfélagsbyltingu. Flugleiðir semja um verkföll I BYRJUN VIK- unnar var gengið frá samkomulagi milli Flugleiða og nokkurra verka- lýðsfélaga sem fel- ur í sér að Flugleiðir falla frá málshöfðun gegn Verslunarmannafélagi Suðumesja vegna framkvæmdar verkfalls félagsins í Leifsstöð á síðasta ári. Á móti samþykktu Alþýðusamband íslands og fímm aðildarfé- lög þess að vinnustöðvanir sem snerta millilandaflug Flugleiða komi ekki til fram- kvæmda fyrr en í fyrsta lagi fjóram sólar- hringum eftir að almennt verkfall viðkom- andi stéttarfélaga hefst. Morgunblaðið lét oftar en einu sinni þá skoðun í Ijós að það hefði verið rétt ákvörð- un hjá Vinnuveitendasambandi íslands og Flugleiðum að leita álits dómstóla á ágrein- ingi sem reis vegna framkvæmdar á verk- falli á síðasta ári þar sem verkfallsverðir meinuðu starfsmönnum Flugleiða að ganga í störf verkfallsmanna við af- greiðslu farþega. Það er ljóst að aðilar vinnumarkaðarins komast seint að sam- komulagi um deilumál sem þessi og úr því að lög landsins era óskýr um hvernig á þeim skuli tekið er eðlilegt að þriðji aðili, það er að segja dómstólamir, eigi þama síðasta orðið. Eins og kunnugt er svöraðu verkalýðs- samtökin málshöfðun vegna þessarar deilu á þann veg að þau hvöttu til viðskipta- banns á Flugleiðir. Fyrir tilstilli verkalýðs- félaga hóf ferðaskrifstofa þeirra, Sam- vinnuferðir-Landsýn, að semja við erlend flugféiög um stórflutninga á farþegum til að klekkja á Flugleiðum. Skoðanakönnun sýndi á hinn bóginn að meirihluti almenn- ings taldi rétt að málum staðið af hálfu Flugleiða og vinnuveitenda. Nú eftir að samið hefur verið um að fallið skuli frá málshöfðun án þess að úr því hafí verið skorið hvort um ólöglegar aðgerðir hafi verið að ræða gegn Flugleið- um í verkfalli verslunarmanna í fyrra hef- ur svo að segja samstundis tekist sam- komulag um flutning á farþegum á vegum Samvinnuferða-Landsýnar fyrir hönd verkalýðsfélaganna með Flugleiðum. Hið athyglisverðasta við þann samning er að samið er um svipað flugfargjald og Flug- leiðir höfðu óskað eftir áður en til máls- höfðunarinnar kom og það fargjald er hærra en í boði var á meðan viðskipti við hin erlendu flugfélög vora á döfinni. Seg- ist ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Land- sýn ætla að bera þennan mismun. Allt er þetta með ólíkindum og sýnir réttmæti þeirra sþuminga sem lagðar vora fram í Reykjavíkurbréfi um síðustu helgi þegar því var velt fyrir sér hvort Flugleiðir hefðu boðið almenningi hin lágu fargjöld sem kynnt vora um páskana ef ekki hefði kom- ið til hugsanleg samkeppni af hálfu er- lendra flugfélaga. Raunar má segja að verra sé að skilja ótta verkalýðshreyfingarinnar við að láta á það reyna fyrir dómstólunum hvort rétt hafi verið staðið að framkvæmd verkfalls- ins 1988 en ótta Flugleiða við að tapa viðskiptum eða lenda í harðri samkeppni við erlend flugfélög. Hræðsla deiluaðila þótt af ólíkum toga sé varð til þess að lokum að þeir sömdu án þess að leysa úr ágreiningi sínum. Slíkir samningar hafa aldrei þótt til fyrirmyndar. „Hér skal látin í ljós sú skoðun að þeg-ar þetta mikla byltingarskeið er á enda runnið og jafnvægi er kom- ið á milli karla og kvenna á vinnu- markaðinum muni konum þykja það jafn fráleitt að starfa í sérstökum stjórnmálaflokki eins ogþeim þyk- irþaðmörgum sjálfsagt núna. Kvennalistinn er á sinn hátt af- sprengi þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokk- ar hafa ekki sýnt nægilega mikla hugkvæmni og djörfung and- spænis þessari þjóðfélagsbylt- ingu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.