Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 2
*2 B MOKdtíNBLADIÐ LÁu6áKDAcÍu& ‘ I9. APRÍL 1989 TANNHÁUSER OG SÖNG- KEPPNIN í WARTBURG uns allir eru horfnir. Eftir eru Ven- us og Tannháuser. Þrátt fyrir fegurð Venusar er Tannháuser engu að síður runninn ástarflötur yndisþokka hennar og nú þráir hann að líta mannheima á ný. Hann ákallar Maríu Guðsmóður í von um að losna undan valdi gyðj- unnar. Venus hverfur á sömu stundu og salir hennar og hirðin öll sömuleiðis. 1. þáttur, 2. atriði. Sviðsmynd: Gróðursæll dalur milli Hörselberg (Venusbergs) og Wartburg. Heiður himinn og sól í heiði. í forgrunni er helgidómur Maríu Guðsmóður. Tannháuser liggur örmagna frammi fyrir stór- um krossi. Wartburg-kastalinn blasir við í fjarlægð. Á klettasyllu er ijárhirðir og syngur hjarðljóð. Pílagrímar á leið til Róms fara fram hjá Tannháuser. Hann hug- leiðir að slást í för með þeim svo hann fái beðið sér syndaaflausnar í borginni eilífu fyrir glæp sinn; að láta glepjast í fyallið Venusberg. í sömu andrá komaþar landgreif- inn og allmargir riddara hans með honum. Þeir eru á leið heim í kastal- ann af dýraveiðum. Þeir bera kennsl á Tannháuser og reyna að fá hann af Rómarförinni og snúa heldur til Wartburg með sér. En fortölur þeirra megna ekki að telja Tann- háuser hughvarf. Einn riddaranna er Wolfram von Eschenbach. Hann segir Tann- háuser að frænka landgreifans, Elísabet, sé í sorgum síðan Tann- háuser yfirgaf Wartburg-kastala. Þá fyrst tekur Tannháuser að hlusta. Greinilegt er að hann hefur elskað Elísabetu og það er sökum fegurðar hennar og kvendyggðar að hann harmar svo mjög að hafa látið glepjast í Venusberg. Orð Wolframs hafa greinilega mikil áhrif á Tannháuser. Öllum til mikill- ar gleði samþykkir hann að snúa aftur til Wartburg. En þar hefur hann unnið margan sigur sem man- söngvari þegar söngkeppnin er háð. 2. þáttur. Sviðsmynd: Salur mansöngvaranna í Wartburg. Landgreifinn er þess fullviss að Tannháuser muni sigra og hljóta verðlaun söngkeppninnar sem halda á innan tíðar. Hann ákveður að sig- urvegarinn skuli hljóta hönd frænku sinnar að sigurlaunum. Mansöngvaramir syngja af still- ingu um fegurð hinnar dyggðugu ástar. En Tannháuser minnist skyndilega hinnar seiðandi og töfr- andi fegurðar í Venusberg. Hann hefur ekki sljóm á sér og tekur að syngja ákafan og gáleysislegan óð til dýrðar Venusi. Riddaramir hneykslast ákaflega af orðum hans, draga sverð úr slíðrum og vilja drepa hann. En Elísabet kastar sér milli hans og bmgðinna branda. Niðurbrotinn og iðranarfullur stendur Tannháuser að baki henni. Landgreifínn kemst við af fómfysi Elísabetar, að vilja láta lífið til að bjarga syndugum elskhuga sínum. Hann tilkynnir því að Tannháuser verði leyft að slást í för með öðram hópi pflagríma sem er á leið til Róms. Þar geti hann leitað á náðir páfa og beðið sér fyrirgefningar. 3. þáttur. Sviðsmynd: Wartburg-dalurinn. Sama svið og í 1. þætti, 2. atriði. Það er haust 0g tekið að kvölda. Elísabet er á bæn við helgidóm Maríu Guðsmóður. Elísabet biður þess að Tann- háuser snúi heim og biður honum bæði velgengni og blessunar. Þar sem hún krýpur við krossinn fara pílagrímamir hjá. Ekki sér hún elskhuga sinn meðal þeirra. Hægt og hljótt snýr hún heim í kastalann að deyja. Raddir pílagrímanna §ara út. Eftir stendur Wolfram, sem einnig ann Elísabetu hugástum. Hann syngur óð sinn til kvöldstjöm- unnar. Tannháuser birtist, örþreyttur og raunamæddur. Hann hefur leitað eftir fyrirgefningu án árangurs. Páfi hefur útskúfað honum að eilífu og lýst því yfir að Tannháuser geti ekki vænst fyrirgefningar fremur en að bagall páfa laufgist. Tannháuser hefur snúið aftur til að ganga öðra sinni í fjallið Venus- berg. Wolfram reynir að halda aftur af honum, en það er ekki fyrr en hann nefnir Elísabetu, að bráir af Tannháuser. Líkfylgd gengur hjá. Tannháuser sér að líkami Elísabetar er á líkböranum. Hann kastar sér niður við líkama hennar og deyr. í sömu mund ber þar að annan hóp pílagríma. Þeir era með bagal páfa sem nú hefur laufgast. Þá má aug- Ijóst vera að syndir Tannháusers era honum fyrirgefnar. FORLEIKURINN: Forleikur óperannar hefur verið afar vinsæll á efnisskrá sinfóníu- hljómsveita um langt skeið. Lákt og forleikurinn að Hollendingnum fljúgandi er Tannháuser-forleikur- inn öll saga óperannar sögð í tón- um. Þetta er án efa með glæsileg- ustu og áhrifamestu hljómsveitar- tónlist sem leikin er og vinsældir hennar auðskildar. Forleikurinn hefst á laglínunni úr söng pflagrímanna, hægt og þýtt — eins og hún komi úr fjarska. En kraftur hljómanna vex uns við heyram laglínuna í öllum sínum stórbrotna glæsileika. þegar há- marki er náð fjarar hún út og skyndilega hljómar dramatísk and- hverfa: 1. Okkur birtast seiðandi töfrar Venusbergs í tónum. 0g þessi tón- list er svo yndislega lífleg og ljóm- andi að hún dregur á undraverðan hátt upp litríka mynd af hirð hinnar heiðnu gyðju og veitir átakalaust útrás þeim synduga ástarbríma sem ræður ríkjum í Venusberg. Það er einsog við sjáum það sem við í raun heyrum aðeins. 2. Þegar þessi tónmynd er dregin tekur við alvöraþranginn söngur Tannháusers, þar sem hann lofar Venus ákaflega, en síðan er 3. fyrirgangssöm og þróttmikil tón- list sem fylgir því er landgreifinn^ og riddarar hans draga sverð úr slíðrum gegn Tannháuser til að refsa honum fyrir yfirsjón sína. Á þessum þremur atvikum dram- ans byggist forieikurinn. En í lokin má ljóst vera, að Tannháuser hefur loks hlotið fyrirgefningu. NÁNARUM SÖGUÞRÁÐINN: 1. þáttur, 1. atriði. Tjaldið rís og við blasa hinir seið- andi töfrar Venusbergs. Tannháuser hvílir höfuð sitt í keltu Venusar, sem hallar sér aftur á blómum skrýddan beð. Dísir, sírenur og satýrar dansa kringum þau og í fjarska era miklar stein- hvelfíngar og verða þar ýmis ástar- ævintýr. Fyrirmyndin er sótt í fomgrísk minni sbr. sögnin um Ledu og svaninn. Tónlistin í þessu atriði er kunnugleg úr forleiknum en henni era gefin aukin áhrif af fjarlægum röddum sírenanna og vitaskuld af dansi þeirra kynjavera sem eru við hirð ástargyðjunnar. 1. — Naht euch dem Strande — Atriðið milli Venusar og Tann- háusers er afar áhrifamikið. Gyðjan hvflir á glæstum beði og riddarinn liggur sofandi og hvílir höfuð sitt í keltu hennar. Þegar hann vaknar lítur hann í kring um sig forviða. Venus spyr hvað glepji hug hans. 2. — Im Traum war mir’s — Tannháuser hefur dreymt heima- haga sína og er fullur heimþrár. Venus minnir hann á allt sem hún hefur gert fyrir hann og hversu ljúft og munaðarfullt líf hans hefur ver- ið í sölum hennar. Hún biður hann taka lýra sína og vegsama ástina f söng og ljóði einsog hann er vanur. Tannháuser sýngur henni dýrða- róð: — en um leið lýsir hann löngun sinni að hverfa aftur til mannheima. 3. — Dir töne Lob! — En jafnfram segir hann að eilífur munaður og ástarsæla séu ekki það hlutskipti sem hann kjósi sér heldur átök, þjáning og jafnvel dauði ef þörf krefur. Hann þráir að hverfa aftur til mannheima. Hún þrábiður hann að verða um kyrrt: 4. — Geliebter komm! — Og með lokkandi söng sínum reynir hún að freista hans, telja honum hughvarf og fá hann til að dvelja áfram hjá sér. Hann lofar að dásama ávallt fullkomleik henn- ar. í þriðrja sinn ségir Tannháuser Venusi að hann verði að fara. Þá verður henni loks ljóst að hann er ákveðinn að fara á brott og bænir, loforð og fortölur gagna ekki. Gyðan reiðist mjög og spáir honum að raunir, ógæfa og mót- læti bíði hans í mannheimum. Hún spáir því að dag nokkum muni hann snúa aftur til sín 0g biðja þess fullur iðranar að hún hleypi sér aftur í ríki sitt. En Tannháuser svarar hann muni aldrei snúa til hennar á ný. Stolt sitt sé meira en svo. Þetta atriði var afar áhrifamikið og dramatískt í frumgerð sinni en er nú kraftþrangnara eftir þær breytingar og viðbætur sem Wagn- er gerði fyrir sviðsetningu verksins í París 1861. í Parísarútgáfunni endar forleik- urinn ekki með glöggum skilum heldur umhverfist yfir í Venus- bergs-atriðið. Dansamir era viða- meiri og líkingamálið eða allegórían sterkari. Tónlist Venusar er mun sterkari frá dramatísku sjónarhomi. Þannig er atriðið þegar hún þrá- biður Tannháuser að vera um kyrrt og varar hann þvi næst við þeim sorgum og raunum sem hann muni rata í — með því besta sem Wagn- er hefur samið og stenst samanburð við bestu verk hans síðar á ævinni. En þegar Venus sér hversu Tann- háuser er fastur fyrir þá söðlar hún um. Gyðjan biður hann neita sér ekki um þá ánægju að veita honum inngöngu í sali sína ef hann ef hann sæki löngun að snúa aftur. „Komdu til mín ef þú þráir frels- un, “ segir hún. En sem fyrr segir er Tannháuser runninn ástarfjöturinn. Hann þráir að snúa aftur til mannheima þó honum virðist ljóst að það verði dauði hans. Hann ákallar Maríu Guðsmóður. Venus hverfur á sömu stundu og hin glæstu salarkynni hennar sömu- leiðis. Um leið kveður við þramu- gnýr. Þekking Wagners á leiksviðinu sést glöggt af hinum stórfenglegu dramatísku áhrifum sem við upplif- um þegar sviðsmynd Venusbergs hverfur 0g við tekur landslagið í Wartburg-dalnum. Fyrst era litríkar freistingar við hirð sjálfrar ástargyðjunnar; dans- andi nymfur, sírenur og satýrar ásamt hinum miklu steinhvelfing- um. 1. þáttur, 2. atriði. I næstu andrá er þetta allt horf- ið cg við eram í einu vetfangi færð yfír í friðsæla sviðsmynd í Wart- burg-dalnum. Og áhrif þessarar sviðsmyndar verða enn magn- þrungnari af krossinum í forgrann- inum, þar sem Tannháuser krýpur í iðran. Friðsæld og kyrrð fá enn aukin áhrif — því á klettasyllu t.v. á sviðinu bírtist ungur flárhirðir Hann leikur á flautu sína og syngur hjarðljóð: 5. — Frau Holde kam aus dem Berg hervor. — En áður en hann hefur lokið söng sínum heyrast raddir pflagrím- anna úr fjarlægð: 6. — Zu dir wall’ich. — Alvaran sem þeim fylgir er stundum rofin af stuttum hljómum, sem hjarðsveinninn leikur á flautu sína. Þegar pílagrímamir nálgast verður söngur þeirra hljómmeiri. Þegar þeir ganga yfir sviðið og lúta kross- inum verður lofsöngur þeirra kraft- þrangnari og umhverfist í há- stemmdan sálm tilbeiðslu og tign- unar. Tannháuser er djúpt snortinn og gefur tilfinningum sínum lausan tauminn í harmljóði. Saman við það fléttast raddir pflagrímanna þegar þeir hverfa í fjarlægð. Fegurð þessa atriðis er magn- þrangin og skarpar andstæður þess annars vegar en upphafs óperunnar og atriðisins í Venusberg hins veg- ar. Þessar andstæður verða enn áhrifameiri vegna þeirrar trúar- legu kyrrðar sem er ríkjandi yfir atburðarásinni og sjálfri tónlistinni. Friðsældin er rofin er veiðihom taka að óma og landgreifinn og veiðifélagar hans ganga fram á Tannháuser. Þeir eru furðu slegnir er þeim verður ljóst hver þar er kominn: 7. — Du bist es wirklich. — Þeir spyrja hann hvort hann sé þar kominn sem vinur eða óvinur. En Wolfram von Eschenbach sem áður var náinn vinur Tannháusers ávítar þá og segir: Er þessi auð- mjúki og hrakti maður þesslegur að hann sé óvinur? Tannháuser greiðir lítt úr spum- ingum þeirra um farir sínar en læt- ur á sér skiljast að hann hyggist ekki dvelja um kyrrt en sé á förum. Þeir hvetja hann ákaft að fara hvergi. Þegar Wolfram kemst að því að Tannháuser er ákveðinn að fylgja pflagrímunum til Róms, biður hann landgreifann að leyfa sér segja Tannháuser þau áhrif sem hann hefur haft tilfinningar Elísabetar. Þetta gerir hann í kliðmjúkri ein- ræðu: 8. — Als du in kuhnem Sange. — Tannháuser kemst við af ást Elísabetar: 9. — Ha, jetzt erkenne ich. — Hann samþykkir að snúa aftur til þeirra glæstu sala sem hann hefur verið fjarri svo lengi. Þessi ákvörðun hans er öllum mikill fögnuður og menn hrópa af gleði: 10. — Ein Wunder hat ihn ge- bracht. — Þessu atriði lýkur með há- stemmdum samsöng. Nú streyma að fleiri veiðifélagar. Landgreifinn blæs í hom sitt og þá hljómar fjöldi veiðihoma viða um dalinn. Halda menn nú glaðir f bragði til hirðar landgreifans í Wartburg-kastala. Það er stórfengleg tónlist, glæsi- leg og tilþrifamikil. Hún er afar fögur og heillandi — einkum þegar vel tekst til. Þ.e. þegar sá sem syng- ur Tannháuser er það raddsterkur að hann nær að gnæfa hátt ofar öðrum röddum. 2. þáttur. Salur mansöngvaranna í Wart- burg. Elísabet gengur inn full gleði, 0g beinir orðum sínum að auðum salnum. Hún lýsir fögnuði sínum yfir því að Tannháuser hefur snúið heim. Um leið og tjaldið er dregið frá gengur hún í salinn og syngur glöð um fyrri sigra Tannháusers. Þá gengur Wolfram inn og leiðir Tann- háuser á fund hennar. Elísabet virð- ist altekin gleði að sjá hann, en hemur tilfinningar sínar. Kvenleg hógværð hennar dylur að nokkra gleði endurfundanna, en sú gleði fær þó nokkra útrás í hikandi en afarfögram hendingum: 11. — So steht auf. . . Fern von hier. — Hún spyr Tannháuser hvar hann hafi dvalið, en að sjálfsögðu eru svör hans býsna óræð. Loks segir hann henni að hún sé sú, er hafi heillað hann heim í kastalann. Ást þeirra fær útrás í hvikum, hraðstreymum dúett, sem því miður er sjaldan leikinn í heild. En þessi fagra tilfinningaríka útrás í formi tónlistar á sannarlega skilið að vera leikin nákvæmlega í þeirri lengd og með þeim hætti, sem tónskáldið ætlaðist til er verkið var fullsamið: 12. — Der Sanger klugen Weisen . . . Den Gott der Liebe. — Wolfram sér að hann á enga von að vinna ástir Elísabetar. Land- greifinn gengur í salinn. 13. — Dich treffe ich hier. — Hann gleðst mjög að sjá Elísa- betu í salnum, en hún hefur forðast að koma þar síðan Tannháuser hvarf á brott. Hún á erfitt með að tjá hamingju sína á þessari stundu, en landgreifinn skilur fyrr en skell- ur í tönnum. Hann segist munu hafa hljótt um leyndarmál hennar um sinn: 14. — Noch bleibe denn unaus- gesprochen. — Það á að halda söngkeppni í hin- um glæsta sal. Þangað hefur verið boðið fyrirfólki víða að — og Elísa- bet á að afhenda sigurlaunin. Gest- imir taka að streyma að og era miklir fagnaðarfundir: 15. — Freudig begrussen wir. — Þegar viðstaddir era sestir til- kynnir landgreifinn hvaða viðfangs- efni söngvurunum er ætlað að tjá. Sá sem best gerir skil í ljóði 0g lagi hinu sanna eðli ástarínnar skal hreppa sigurlaunin úr hendi Elísa- betar og skal hafa sjálfdæmi um verðlaun sín. Þá draga söngvaramir um það hver eigi að byija. Það kemur í hlut Woframs. Hann syngur um helga ást, háleita og hreina. Gera menn góðan róm að túlkun hans: 16. — Blick ich umher. — Sjálf söngkeppnin er ekki mikil að tónlistargildi í samanburði við aðra hluta verksins. Og skilji menn ekki hinn sungna texta er hætt við hann verði ýmsum langdreginn. En þar vegur á móti að drama- tísk spenna vex smám saman. Tannháuser hefur setið annars hug- ar. Nú sprettur hann skyndilega á fætur og lætur í ljós fyririitningu sína á ástarsöngvum mansöngvar- anna, sem honum þykja bæði dauf- ir og litlausi. Hann minnist Venusar og lofsyngur hina munuðsamlegu ást. 17. — O Wolfram, der du also sangest. — Þessi spenna vex stöðugt og nær hámarki er Tannháuser fær ekki lengur hamið tilfinningar sínar og tekur að syngja af ákafa óð sinn til dýrðar hinum vanhelgu og heiðnu töfram Venusar, segir af dvöl sinni í Venusberg: 18. — Dir Göttin der Liebe. — Þetta veldur mikilli hneykslan: 19. — Ha, der Verruchte. — Viðstaddar hefðarkonur hrópa upp yfír sig af hneykslan og viður- styggð. Þær hraða sér allar úr saln- um utan Elísabet. Landgreifinn og riddarar hans draga sverð úr slíðrum og ráðast gegn Tannháuser Þar er komið að því hádrama- tíska augnabliki þegar Elísabet hrópar upp yfir sig af skelfingu og kastar sér milli Tannháusers og hinna brugðnu branda: 20. — Zuriick von ihm. — Hún bjargar honum — þrátt fyr- ir að hann hafi bragðist ást henn- ar. Hún segir þá réttlausa að að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.