Alþýðublaðið - 07.09.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.09.1932, Blaðsíða 4
4 *LPVt)UBLAOlt) 7» WraA EFMWm G'C/AOVHR (7<y/W/7/?SSO/V R E Y KCJA L/ í K l~/rv/l/ L/T/y/V k rn Tn o g~ SK//V/VV ÖRU - H RE//VS U/V Sími t263. VARNOLINE-HREINSUN. P. 0. Box 92. Alt nýtízku vélar og áhöld. Ailar nýtízku aðferðir. Verksxniðja: Baldursgötu 20. Afgreldsla Týsgötu 3. (Horninu Týsgötu og Lokastíg.) Sent gegn póstkröfu út um alt Land. SENDUM. ------------ Biðjið um vetðiista. ----------- SÆKJUM. Stórkostleg verðlækkun. Alt af samkeppnisfærir. Móttökustaður í Vesturbænum hjá Hirti Hjartarsyni. Bræðraborgarstíg 1. — Sími 1256, Afgreiðsla f Hafnarfirði hjá Gunnari Sigurjónssyni, c/o AðaLstöðin, sími 32. En slikai tölur sem þessar segja þó ekki nema hálfu sögu, því nu tókst hinn mikli mann- flutningur úx öllum höfuðdönd- uto út í lendurnar, sem teknar höfðu verið herskildi eða á ann- an hátt höfðu komist undir yfir- ráð þessara máttarmikiu þjóða. Og með útflutningi á fólki hefst þá samtímis útflutnmgur á auð- magni til þess að notfæra sér nýlendurnar.. Og nú gerast þau tíðiindi, sem engan eiga sinn Lika í sögu mannkynsins. Þensia og móttur auðsins er svo mikilL, að á tiltölulega skömmum tíma er lifi hvítra þjóða (og margm með öðrum lit) bylt um frá rótum. Hið rísavaxna net iðnaðaimenn- inigaiánnar þ'enst út yfir meiii hlutann af hnettinum; í möskv- um þess eru námur tmnar, jám- brautarkerfi lögð, hafskip smið- uð, verksmiðjur reistar og stór- borgir rísa af grunni. Lækix auðs- ins runnu um allar álfur, þar sem þrenns konar . skilyrði vom fyrir hendi. Auðurinn flaut þang- að, sem hið nýja land hafðd hrá- efni tiil þess að greiða fyrir 1) verksmiðjuvörur heimalandsins, 2) vélar frá heimalandinu til þess að vinna hráefnin með og 3) vexti af fénu, seem fengið var að láni. Þessi þróun hélt áfram, þar til tók að kreppa að um nýjar auðlindir, sem vexti gætu gefið af hinu sívaxandi fjármagni. Þrýstingurinn eykst, þar til til- raunirnar til þess að stjaka öðr- < mn frá lindunum verða að lok- um að veraldarófriði. Og eftir ófriðinn 1914—18 hafa 20 minni- háttar ófriðár verið háðiu, (Frh.) (Eftir ,,Hkr.“) | Um daglnn og veginn ÍÞAKA í kvöld kl. 8i/2- Sviþjóðarfa a>ar Ármanns fara í kvöld kl. 8 með Gullfossi. Þeir ætla að hafa sýningu í Bteig- en og Osló um 1/eið og þeir fara heimleiðis frá Sviþjóð. Þátttak- endur í förinni era: Karl Gísla- son, Þórir Björnsson, Páll Hall- grímsson, Sigurður Nordai, Dag- bjartur Bjarnason', Agúst Krist- jánsson, Þorsíeinn Einarsison, Jó- hannes Eiðsson, Geoiig Þorsteins- son, Geir Ólafsson, Gía'i Sigurðs- son, Höskuldur Steinsson, Ragnar Kristinsson og Jörgen Þorbergs- s<on. Jón Þorsteinsson íþrótta- kennari frá Hofsstöðum er stjórn- andi flokksins, en Jens Guð- ] bjömsson, formaður Ármanns, i verður og með í förinná. Flokk- urinn mun sýna listir sínar í ýmis'- um borgum1 i Svíþjóð auk Síokk- hólms, s. s. Gavle, Örebro, Karls- krona, Malmö—Lund, Hélising- borg og Göteborg. Sýningin í Stokkhólmi hefst sunnudaginn 18. þ. m., en áð!ur mtun filokkurinn hafa sýningu að minsta kosti í ein,ni borg. — í Stokkhólmi kem- ur Guðlaugur Rosenkranzson, rit- ari Norræna félagsins hér, í hóp- inn, og verður hann fararstjórinn. Fimleikaflokkur „Ármanns" er löngu orðlnn frægur hér 'fyrir leikni og Iipurð og munu fylgja honum hlýjar árnáðaróskir, er hann fer utan í kvöld. ' " r ■** Ópekti hermaðuiinn heitir þýzk kvikmynd, sem sýnd verður í kvöld í Nýja-Bíó. Á tmdan myndinni talar Stauning íorsætisráðiherra Dana. Grærilandsfðrin, „Gustav Holm“ og „Godthaab", sem liggja hér, fara að líkindum vbæði í kvöld áleiðis tii Danmerk- ur, „Gustav HoIm“ flytur báðar flugvélamar úr - leiðangri Lauge Koch, þá, aem hann flaug í hing- að, og hina, sem þegar var látin í skipið við Grænland. „Stat“. Eins og áður var tekiið fram Jiér í blaðinu hafði h. f. „Hamar“ á hendi björgun þess, og fékk það „Magna“ til björgunarstarfsáns. Knattspyrnan. f gær vann „Fram" K. R. með 1:0.1 dag kl. F/a keppa „Vailur" og „Víkingur", 3. fl., og ki. 6i/a „Valur“ og K. R., 2. fl. Byggingarsamvinnufélag var stofnað hér í biæníuinH í giær- kveidi, samkvæmt lögum frá síð- asta aiþingi, með 90 stofnendum. Tiilgangurinn er að reisa ódýr og hagkvæm hús' fyrir félagsmenn tij eigin afnota. f stjórn féJags- inis eru: Þórður Eyjólfsson for- maður, Eysteinn Jónsson skaft- stjóri ritari, BrynjóJfur Stefáns- son vátryggángafræðángur gjald- keri, Stefán Jóh, Stefánsson og Fritz Kjartansson verzlunaimiaðr ur meðstjórnendur. Mdria Markan söngkona syngur aftur í kvöld kl, 6, í aJþýðuhúsinu Iðnó. Hún 'fer ut,an í kvöld með „Gullfossi" til Stokkhólms tiíl að syngja á islenzku vikunni Söngkonan hefði ekki hugsað sér að syngja hér aftur, en vegna fjölda áskorana ætlar hún að gena það, þótt LítiJl tími só til stefnu. Það er óvíst hvenær hún kemur aftur hingað til landsins', því frá Svíþjóð fer hún tll Þýzkalands, Þar býzt hún við að fá starfa við sömgleikhús. Öefað vilja margir kveðja þessa glæsilegustu og bfeztu söngkonu okkar með þvi að sækja söng- skemtun hennar í kvöld í Iðnó kl. 6. í nótt varð íólk í húsi nokkru hér í bænum vart við eátthvert þrusk fyrir utan glugga hjá sér, en hann snýr að götu. Er það leit út, sá það konu, er lá á fjórum fótum við glugga á kjallananum, og var hún að hjálpa telpu, á að gizka sex: ána gamalli, að skriða inn um gluggann, en í kjallaran- um var geymdur þvottur og ým- islegt fleira. Fólkið barði í gllugg- ann hjá sér, og þaut þá konan upp og burt eins og fætur tog- u'ðu. Var hún miðaldra að sjá og með alpahúfu. Litia telpan trítlaði lafhrædd á eftir. Munu þarna hafa verið móðir og dóttir. Hvitð ©r all fréffa? Nœ('ur)\œknir er i nótt Bragi ÓI- afsson, Laufásvegi 50, sími 2274. Slœm:ir, mótíökw^ Fyrir niokkru kom 70 ára gamail Norðmiaður fæddur í Atmeríku heám tfl Nor- egs, Hafði hann langað til að sjá ættland sátt áður en hann skildi við heimiun og ætlaði Mka að reyna að hafa upp á ættingj- um sínum. Fyrsta kvöldið, sem (hann var í (Mó, var hann rænd- ur flestu fémætu, sem hann hafði haft meðferðis, Veðriið. KL 8 í morgun var 8 stiga hiti í Reykjavík. Útlií hér á Suðvesturlandi: Hægviðri, Víð- ast léttskýjað. Leiðrétting Ég hef aldrei beðið um að fá Eiði á Seltjarnarnesi, því ég get ekki víerið þar innan um hænsni og gæsir og hrafna. Ég bað um Eiði í Mosfellssveit, og það var það, sem hin bráð- ónýta bæjarstjórn neitaði mér um af sínum margfalda misskilningi. En nú er ég hættur við að fá Eiði; það má vera I eyði fyrir mér héðan af. Nú óska ég að fá rúmgott herbergi með geysistórum dyrum, svo ég geti komið par inn slaghörpu minni. Ég er búinn að sjá, að slagharpa er betra hljóð- fæii en harmonika, þó ekki sé eins mikili vandi að leika á hana, og þó slagharpan sé óþægilegri í vöfum að hafa með sér i skemti- för. Oddur Sigurgeirsson. Þessar bækur seljast bezt: Leyndardómar Reykjavikur, Buffalo Bill og Mormónarnir, Draugagilið, Pósthetjurnar, Týndi hertoginn, Auðæfi og ást, Meistaraþjófuiinn, C rkus- drengurinn, Tvifarinn, Örlaga- skjalið, Fyrirm nd meistar- ans, Leyndarmál Suðurhafsins, Dulklædda stúlkan, Húsið i skóginum. Fást í bókabúðinni á Laugavegi 68. Þangað . fara ailir, sem vilja skemtilegnstu, beztu og ódýrnst sðgubæknrn- ar. Nýkomið: Prjónagarn, margir litir, Tvisttaa og kjólatan, smekklegt úrval. Karlmannaföt, stakar r önd- óttar spari-boxur. Bíiteppi Ú 3,75. Viggó Bjerg, Lauga- vegi 43, sfmi 1520. Dilkaslátur fæst uú tlesta virka daga. Sláturfélagið. ALÞYÐUPRENTSMIÐJAN, Hrerfisgötu 8, sími 1284, tekur að sér alls konai tækifærisprentun, sví sem erfiljóð, aðgöngu miða, kvittanir, relkn inga, bréí o. s. frv., og afgreiðir vinnuna fljóti og rið réttu verði. — Spejl C eam fægilðgurmn fæst Hjá. Vald, Poulsen. Klapparstíg 29. Simi 04. Ritstjóri og ábyrgðarmaðux: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjam.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.