Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAI 1989 MARGARET HILDA THATCHER FORSÆTISRAÐHERRA BRETLAADS I ARATLG Járnfrúin rægdarlausa FYRIR tíu árum var farið háðulegum orðum um ástandið í Bretlandi. Vorið 1979 birti vikuritið Der Spiegel greinaflokk undir heitinu „Sjúka Bretland". Franska blaðið Le Monde spáði því að Bretar yrðu von bráðar „vanþróuð þjóð“ og ástralskt blað fann upp á þvi að tala um „brezku veikina" til að lýsa stöðugum vinnudeilum og hnignun í efha- hagsmálum. Síðan var Margaret Thatch- er kosin forsætisráðherra 3. maí 1979, fyrst kvenna í Evrópu. Við tók áratugur breytinga, sem jaðra við byltingu, og Bretar réttu úr kútnum. Margaret Hilda Thatcher fædd- ist 13. október 1925 í Grantham í Lincolnsskíri. Faðir hennar, Alfred Roberts, var bæjarráðsmaður og hún segir um hann: „Honum á ég nær allt að þakka.“ Hún minnist sjaldan á móður sína, Beatrice. Alfred var siðavandur nýlendu- vörukaupmaður, sem hafði komizt áfram af eigin rammleik. Hann var gætinn og sparsamur og lagði ríkt á við dætur sínar tvær að þær yrðu að vera vinnusamar, sjálfstæðar, reglusamar og nákvæmar. Hjónin voru einlægir meþódistar og Marg- aret fór í kirkju á hveijum sunnu- degi. „Okkur var innrætt skyldu- rækni,“ segir hún.„Brýnt var fyrir okkur að við hefðum skyldum að gegna við kirkjuna og nágrann- ana.“ Faðir hennar var sjálfstæður í skoðunum og hún tók hann sér til fyrirmyndar í flestu. Hún hefur alltaf verið sannfærð um að honum hafi aldrei skjátlazt. fjölskyldan var ánægð, en líf hennar heldur gleðisnautt. „Eg held að þau hafi ekki haft mikla kímnigáfu," segir gömul vinkona Thatchers. „Þau lögðu of hart að sér.“ Tengsl Margaretar við Norður- Miðlöndin rofnuðu þegar hún hafði lokið prófí í efnafræði frá Oxford- háskóla, en skoðanir hennar breytt- ust ekki. Hún lærði að tala með Oxford-hreim og losnaði við flest einkenni kaupmannsdóttur úr smábæ norður í landi. Hún lét sjald- an sjá sig í Grant- ham, enda hafði kjörin á þing í Finchley, útborg Lundúna. Þegar hún var mennta- málaráðherra í stjórn Edwards Heaths 1970 var þess krafízt að hún segði af sér, þar eð hún ákvað til að spara að bömum yrði ekki lengur gefín mjólk í skólum. And- stæðingar hennar uppnefnduhana- „Möggu mjólkurþjóf". Denis seldi máiningarverksmiðj- una 1965 fyrir eina og hálfa milij- ón dollara. Hann átti síðan sæti í stjóm Burmah-olíufélagsins, en dró sig í hlé 1975 og fékk meiri tíma til að hjálpa konu sinni. Heath réð ekki við verkalýðs- félögin og beið ósigur fyrir Harold Wilson í febrúar 1974. Skömmu síðar ræddu fyrrverandi ráðherrar samskipti ráðherra og embættis- manna í sjónvarpi. Thatcher talaði án afiáts og þótti leiðinleg. Engum datt í hug að þessi kona yrði ieið- togi íhaldsflokksins ári síðar og forsætisráðherra að fimm árum liðnum. Beinast lá við að Sir Keith Jos- eph tæki við af Heath, en hann var greinilega ekki nógu vel til þess fallinn. William Whitelaw og aðrir samstarfsmenn Heaths vildu ekki svíkja hann. Það var því að nokkm leyti heppni, sem réð því að Thatch- er varð fyrir valinu. Whitelaw sagði nýlega að Heath hefði móðgazt vegna þess að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir konu og talið að flokkurinn hefði „brugðizt sér gersamlega". „Mjög margir, þar á meðal ég, efuðust um að kona gæti stýrt stjóm- málaflokki," sagði Whitelaw. Æ síðan hefur örlað á fjandskap í garð Thatchers hjá Heath. Kaupmannsdóttirin frá Grant- ham stóð utan við hún viljað komast MANNSMYND stéttarmanna í þaðan, en hefur------------------------------------flokknum. Því talað hlýlega um eftirGudm. Halldórsson safnaðihún um heimabæ sinn sig liði uppreisn- síðan hún varð flokksleiðtogi. Hún segir að Grant- ham hafí gert hana að því sem hún varð. Hún gleymdi aldrei föður sínum. Árið 1952 varð hann að víkja úr bæjarráðinu eftir kosningasigur jafnaðarmanna og hann náði sér aldrei eftir það áfall. Öllum á óvart tárfelldi Margaret þegar hún rifjaði þetta upp 30 árum síðar í sjón- varpsviðtali. Vel efnaður eiginmaður hennar, Denis Thatcher, lagði einniggrund- völl að stjórnmálaferli hennar og hefur verið styrkasta stoð hennar. Hann er af góðum og gegnum íhaldsættum í Norður-Kent og tók við málningaverksmiðju föður síns 1934. Þau kynntust þegar „Maggie“ var valin í framboð fyrir Ihalds- flokkinn í Dartford, skammt frá Lundúnum, 1949. Hún var yngsta konan, sem gaf kost á sér í kosn- ingunum 1950 og 1951, en tapaði í bæði skiptin. Hún giftist Denis í desember 1951, þótt hann væri fráskilinn og meþódistar litu hjónaskilnaði hom- auga. Hann veitti henni fjárhags- legt öryggi og gerði henni kleift að læra lögfræði. Hún tók lokapróf 1953, fjórum mánuðum eftir að hún ól tvíbura, Mark og Carol. Sex árum síðar var Thatcher armanna, sem höfnuðu viðurkenndum skoðunum þrátt fyrir harða gagnrýni. Í þess- um hópi voru gyðingar, kaupsýslu- menn, sem höfðu hafízt af sjálfum sér, og menntamenn, sem höfðu óvenjulegar skoðanir. Thatcher var sannfærð um að þetta harðsnúna lið gæti breytt ásjónu íhaldsflokksins og reist Bretland við. „Er hann einn af okkur?“ spurði hún og það var inn- tökuskilyrði í þennan „klúbb“. Enginn annar stjórnmálaleiðtogi fékkst til að beijast af eins miklu kappi fyrir markaðshyggju og kenningum um að halda mætti verðbólgu niðri með því að tak- marka peninga í umferð. Fáir stjómmálamenn bjuggu yfír eins miklum sannfæringarkrafti og fáir vom eins staðráðnir í að fá vilja sínum framgengt. Sameignar- stefna var eitur í hennar beinum og hún var svo heppin að félags- hyggja var víðast hvar á undan- haldi. Eftir að Thatcher settist í for- sætisráðherrastólinn 1979 reyndist henni erfítt að sannfæra„hina mjúku“ eða „heybrækurnar" í flokknum (wets) um ágæti stefnu sinnar. Þeir höfðu hlotið pólitískt uppeldi sitt á valdaárum Macmill- ans og setið í stjóm Heaths. Þeir voru hófsamir og gætnir miðju- Toikning/Pétur Halldórsson „Innst inni veit fólk að ég hef á réttu að standa.“ — Margaret Thatcher Vv „Þetta er eina færa leiðln.“ „Er hann einn af okk- ur?“ „Frúin víkur ekkí af leið.“ menn, tortryggðu kenningar og voru hræddir við róttækar ráðstaf- anir, t.d. til að takmarka áhrif verkalýðsfélaga, og umrót vegna mikils atvinnuleysis. Helztu „mjúklátungarnir" í stjórn Thatchers voru Jim Prior, Ian Gilmour, Peter Walker og Nor- man St. John-Stevas. Francis Pym stóðu nálægt þeim og lávarðarnir Carrington, Hailsham og Soames hölluðust að þeim. Þeir vildu ekki að stjórnin héldi að sér höndum meðan fyrirtæki urðu gjaldþrota, vextir hækkuðu og fólk missti at- vinnuna. En þeir vildu ekki að um þá spyrðist að þeir sætu á svikráðum og bundust aldrei samtökum. Þeir gátu ekki heldur bent á önnur úr- ræði og Thatcher kvað þá í kútinn með því að segja: „Þetta er eina færa leiðin.“ Jafnvel Sir Geoffrey Howe fjár- málaráðherra fór að efast um gildi kenninga Hayeks og Friedmans, en Thatcher stappaði stálinu í tvístígandi ráðherra. Eftir tvö ár í embætti rak hún Gilmour, Mark Carlisle menntamálaráðherra og Soames lávarð, sem brást ókvæða við. „Menn framtíðarinnar“ tóku við: Nigel Lawson varð orkumála- ráðherra, Cecil Parkinson leiðtogi íhaldsflokksins og Norman Tebbit atvinnumálaráðherra. Seinna fullyrti Thatcher að eng- inn væri hæfari til að gegna emb- ætti hennar en hún. Hún var alltaf sannfærð um að hún hefði á réttu að standa og furðaði sig á því að aðrir væru ekki á sama máli. Jafn- vel pólitískum stuðningsmönnum finnst hún of viss í sinni sök. Hún virðist hafa orðið ráðríkari með árunum og minnir á stranga skóla- stýru. Hún verður alltaf að sigra og reiðist, ef efazt er um einlægni hennar, heiðarleika og réttsýni. Hún viðurkennir aldrei að hún hafi rangt fyrir sér. „Innst inni veit fólk að ég hef á réttu að standa,“ sagði hún eitt sinn. „Ég veit það af því að ég fékk þannig uppeldi. Ég er eilíflega þakklát fyrir að hafa alizt upp í smábæ. Við þekkt- um alla, við vissum hvað fólk hugs- aði. Ég tel mig vera mjög eðlilega, venjulega manneskju og get treyst eðlisávísun minni, sem segir mér hvað er rétt.“ Þegar úrtöluraddir heyrðust á flokksþingi sagði hún með þjósti: „Frúin víkur ekki af Ieið.“ Heppni réð því að hún tók við forystu flokksins í þann mund er gamalreyndir leiðtogar hurfu af sjónarsviðinu og í stað þeirra komu atvinnustjórnmálamenn, sem þurftu á fyrirgreiðslu að halda. Hins vegar hefur hún verið lagin að losa sig við andstæðinga áður en þeir hafa orðið henni skeinu- hættir og sýnt fullkomið vægðar- leysi. Enginn, sem er ekki háður henni, fær að sitja í stjórn hennar og allir fylkja sér um hana. Enginn augljós arftaki er sjáanlegur. Það var líka „heppni" að Arg- entínumenn gerðu innrás í Falk- landseyjar 1982 áður en lækkun útgjalda til flotamála var farin að hafa áhrif. Gamla ljónið vaknaði og endurvakið þjóðarstolt stuðlaði að kosningasigri íhaldsmanna árið eftir. Það má einnig kallast heppni að Thatcher hefur aldrei þurft að eiga í höggi við sameinaða og traust- vekjandi stjórnarandstöðu. Þó hafa andstæðingar hennar yfir nógu að kvarta: Þjóðfélagið hefur orðið óréttlátara og atvinnuleysi hefur aukizt. Mörg fyrirtæki hafa lagt upp laupana (en þau sem hafa haldið velli hafa orðið samkeppnis- hæfari). Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukizt og framlög til hús- næðismála drógust saman. En Bretland er ekki lengur „hinn sjúki maður Evrópu“vegna„bylt- ingar Thatchers": Hagvöxtur og framleiðni hafa aukizt, verðbólga hefur minnkað og meðallaun hækk- að. Þeir sem hafa atvinnu búa við betri kjör en áður. Völd verkalýðs- félaga hafa verið skert og verkföll hafa ekki verið eins fátíð í 50 ár. Mörg ríkisfyrirtæki hafa verið seld einkaaðilum og eru rekin með meiri hagnaði en fyrr. Milljónir manna hafa keypt hlutabréf í fyrirtækjum. Tveir þriðju íbúða eru í einkaeign miðað við helming áður. Frú Thatcher hefur aukið veg Breta í heiminum. Ekki er lengur talað niðrandi um ættjarðarást, vinnusemi, sjálfsbjargarviðleitni og aðrar „l'omar dyggðir" í Bretlandi. Umskiptin hafa víða vakið aðdáun, en Thatcher virðist ekki mjög vin- sæl, þótt hún hafi sigrað í þrennum kosningum og njóti virðingar. Því hefur verið spáð að hún muni sitja fram á næstu öld, en kjósendur kunna að fá leið á henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.