Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI//ITVINNDLÍF ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1989 31 Verslun Styttist í endurgreiðslu áldósa GENGIÐ hefur verið frá samningi við matvörumarkaðinn Bónus um að þeir heQi endurgreiðslu á áldósum frá og með næstu mán- aðarnótum. Viðræður eru í gangi við fleiri verslanir, að sögn Jóns Garðars Ögmundssonar hjá heildversluninni A. Karlsson hf., sem hefur umboð fyrir vélar, sem pressa dósir. Stjórnarfrumvarp um ráðstaf- anir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur liggur nú fyrir Al- þingi og bíður fyrstu umræðu í Neðri deild. Þar til það hefur náð að ganga í gegn munu verða greiddar 1-2 krónur fyrir hveija dós. Innan ríkisstjórnarinnar hefur verið talað um 5—10 krónur fyrir hveija dós. Þá hefur verið rætt um að skilagjald hefði ekki áhrif á verðlag, þar sem það verði end- urgreitt þegar tómri dós er skilað. Áfengisverslun ríkisins hefur fest kaup á einni vél til að kanna notkun vélarinnar, að sögn Hö- skuldar Jónsson forstjóra ÁTVR. Hann sagði jafnframt að sennilega yrði opnað útibú á Höfn í Horna- firði seinna á árinu og þá væri spurning hvað ætti að gera við tómu dósimar, hvort pressa ætti þær á staðnum eða senda þær ópressaðar til Reykjavíkur. Hann tók jafnframt skýrt fram, að ÁTVR væri ekki að hefja endur- greiðslu á bjórdósum núna. Jón Garðar Ögmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir hefðu í hyggju tveggja mán- aða tilraun með endurgreiðslu og útflutning á dósunum. Vélamar sem hér um ræðir gleypa dósirn- ar, prenta út strimil með þeirri upphæð, sem viðskiptavinur á inni CATEPILLAR sýningunni. Hekla kynnti m.a. nýja traktorsgröfu á og hann fær síðan endurgreitt við afgreiðslukassann. Vélamar pressa dósimar, sem fara í sér- stakan poka og verða fluttar út til Svíþjóðar til endurvinnslu. Jón Garðar sagði að þeir hefðu tekið þá ákvörðun að endurgreiða ein- ungis áldósir, því að plastdósir væri það lítill hluti markaðarins og þá þyrfti að standa öðra vísi að flokkuninni. Tveir eigenda hönnunar-og ráðgjafafyrirtækisins Blátt áfram hf., frá vinstri: Ingólfur S. Margeirsson byggingatækni- fræðingur og framkvæmdastjóri og Ragnar Gunnarsson skipulags- fræðingur og arkitekt. Fyrirtækl Nýtt fyrirtæki, Bláttáfram hf. Borgamesi. Nýlega var stofnsett í Borgar- nesi fyrirtækið Blátt áfram hf. Meðal verkefna sem fyrirtækið sér- hæfir sig í era, skipulagsgerð, húsa- gerðarlist, tæknihönnun og ráðgjöf. Mun þetta vera eina fyrirtækið á Vesturlandi sem að býður upp á þessa alhliða þjónustu. Tveir eigendanna, sem jafnframt starfa hjá fyrirtækinu, era þeir Ing- ólfur S. Margeirsson bygginga- tæknifræðingur sem er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og Ragnar Jón Gunnarsson skipulags- fræðingur og arkitekt. Hafa þeir báðir reynslu í skipulagsgerð, hvort tveggja við aðalskipulag og deili- skipulag. Sögðu þeir Ingólfur og Ragnar að fyrirtækið hefði þá sér- stöðu að geta boðið upp á mjög breitt þjónustusvið og tóku sem' dæmi að þeir byðu upp á hönnun margs konar bygginga, innanhúss- hönnun ásamt burðarþolsteikning- um og öllum lagnateikningum. Það sama ætti við um skipulagsgerð og tæknihönnun, þar væri boðið upp á tæmandi þjónustu sem ætti að vera Kynning 3 þús. manns á Catepillarsýningu Á þriðja þúsund manns sótti sýn- ingu véladeildar Heklu um helg- ina, þar sem kynntar vom þunga- vinnuvélar og skipavélar frá Catepillar ásamt ýmsum öðmm búnaði sem véladeildin selur. Sýningin hófst á fóstudag en stóð laugardag og sunnudag, og segir Valgeir Hallvarðsson, fram- kvæmdastjóri véladeildarinnar, að hana hafi sótt allir helstu verktakar landsins og Qöldi út- gerðarmanna. Á sýningunni sem væri bæði utan húss og innan í bækistöðvum Heklu við Laugarveg, vora m.a. kynntar jarðýtur, vegheflar, traktorsgröfur, hjólagröfur og beltagröfur en einnig skipavélar ásamt skrúfubúnaði og gíram frá norska fyrirtækinu Ul- stein, en Valgeir segir Heklu alla jafnan selja Catepillar vélamar og Ulstein-búnaðinn sem heildarlausn. Meðal nýjunga á sýningunni var ný gerð af traktorsgröfu og nýr stýribúnaður fyrir jarðýtur en á sýningunni var einnig afhent raf- stöð af nýrri gerð til hitaveitunnar á Dalvík. Valgeir segir þátttökuna á sýn- ingunni hafa farið fram úr björt- ustu vonum, því að til opnunarinnar var boðið um 300 manns en strax að henni lokinni var stöðugur straumur fólks til að skoða tækin, svo að þegar henni lauk á sunnudag höfðu um 3 þúsund manns komið í bækistöðvar Heklu til að skoða þessi sérhæfðu tæki og búnað sem þama var til sýningar. mikill kostur fyrir viðskiptavinina, hvort sem þeir væra einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfé- lög. Þá sögðu þeir fyrirtækið Blátt áfram hf. einnig bjóða upp á tölvu- ráðgjöf, ritvinnslu, leisiprentun og ljósritun. Fýrirtækið hefði yfir að ráða miklum tölvubúnaði sem væri tengjanlegur við stærri tölvukerfi. Aðspurðir kváðust þeir félagar steftia að því að þjóna sem stærstu svæði og sem stæði væra þeir með verkefni víða á Vesturlandi og í Reykjavík. TKÞ Aðalfundur Hagnaður Sparisjóðs vélsljóra 38 m.kr. HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs vélsljóra nam tæplega 38 miHjón- um króna á síðastliðnu ári eftir reiknaða skatta samtals kr. 25,6 milljónir. Heildartekjur spari- sjóðsins árið 1988 námu 454,8 milljónum króna og höfðu vaxið frá fyrra ári um 54,3%. Heildar- gjöld voru 391,3 miiyónir og hækkuðu um 55,5%. Innlán voru f árslok 1.190 mifijónir og höfðu aukist um 18,3% en að meðtöldum veðdeildarbréfum varð innláns- aukning 23,6%. Heildarútlán námu í árslok 1.167 milljónir og jukust þau um 34,9% á árinu. Heildareignir Sparisjóðs vélstjóra voru í árslok 1.600,8 milljónir króna og eigið fé 212 milljónir. Eiginfjár- staða sparisjóðsins var í árslok 18,7% en í árslok 1987 var hún 18,5% sam- kvæmt skilgreiningu laga um við- skiptabanka. í ársskýrslu Sparisjóðs vélstjóra er greint frá því að f árs- byijun 1989 hafi verið gerð maka- skipti við meðeigendur á þriðju hæð hússins að Borgartúni 18 og eignað- ist sparisjóðurinn þá alla aðra hæð hússins sem er liðlega 740 fermetrar að stærð. Á næstunni verður lokið nauðsynlegum* breytingum á hluta hæðarinnar og flytur þá sparisjóðs- stjóm og útlánadeild í húsnæðið. Annað húsnæði á hæðinni verður leigt út og er ætlað til að mæta húsnæðisþörf sparisjóðsins í framtf- ðinni. Fjarskipti Heimilistæki með lægsta farsímatilboð LANDSSAMBAND iðnaðarmanna stóð fyrir sameiginlegu útboði aðildaríyrirtækja sinna á farsím- um fyrir nokkru. Alls bárust nfu tilboð og kom í ljós, að Heimils- tæki hf. voru með lægsta tilboðið, að sögn forráðamanna fyrirtækis- ins, auk þess sem það bauð mesta afsláttinn, 33% frá staðgreiðslu- verði. Heimilistæki buðu Philips ap fars- ímann, sem er framleiddur í Dan- mörku af dótturfyrirtæki hollensku Philips samsteypunnar. Fengust pantanir á 55 farsímum, en afsláttur- inn miðaðist við að 50 símar yrðu pantaðir. A MARKAÐI Kennarar í eins konar sóttkví! eftir Bjarna Sigtryggsson Vandamál kennarastéttarinnar er markaðsfræðilegs eðils. Það er of lftil eftirspurn eftir þjónustu þeirra og þeir hafa ekki skapað starfi sínu þá ásýnd sem því ber. Ekki er þó hægt að segja að það sé offramboð á kennuram og þar af leiðandi hægt að halda launum þeirra niðri. Þegar kennurum fjölg- ar umfram auglýsta ráðningar- samninga leita þeir f önnur störf. Þess vegna bitnar markaðurinn ekki hart á þeim. En það skortir eftirspum eftir þjónustu þeirra. Það er að hluta til vegna þess að foreldr- ar og nemendur þurfa ekki að greiða sjálfir beint framlag til launa þeirra. Þar af leiðandi gætir ekki við mótun kennarastarfsins nægj- anlegra þarfa hinna raunverulegu neytenda. Það eru fulltrúar ríkisvaldsins sem ákveða þarfirnar og semja við stéttarfélög kennara. Neytandinn er hafður út undan og þar af leið- andi þróast ekki eðlilegur markað- ur. Kennararnir era vemdaðir frá markaðnum (og markaðurinn frá þeim) lík og væru þeir í sóttkví. Byltingin í Rochester í borginni Rochester í New York fylki í Bandaríkjunum var gerð til- raun til byltingar á þessu sviði fyr- ir tveimur áram. Þá voru gerðir samningar af nýju tagi við 2.500 kennara borgarinnar sem höfðu í för með sér meiri launahækkanir en þekkjast í sögu kennarastéttar- innar í Bandaríkjunum. Nú fá þeir allt að jafnvirði 250 þúsund króna í mánaðarlaun, en verksvið þeirra er lfka gerbreytt frá því sem var. Hvergi í Bandaríkjunum fá kennara svo há laun, nema í Alaska, þar sem sérsamningar gilda. Tímamótasamningar f Rochester vora grundvallaðir á því að kröfur foreldra og heimila til kennara og skóla hefði aukist og breyst, en . . . Hér hefur orðið til mennt- unarmarkaður án virkar þátt- töku neytenda, sem minnir á hinn sérkenni- lega markað með landbún- aðarafurðir hér á landi . . . þjónusta skólanna hefði ekki þróast í takt við tfmann. Til að réttlæta launahækkanir yrði að lengja vinnutíma kennara og víkka starf- svið þeirra. Kennarar þurfa nú að vinna allt árið og fá aðeins svipað sumarfrí og venjulegir launþegar og þeir vinna fullan vinnudag. En vaxandi hluti af starfi þeirra er í því fólginn að starfa utan kennslu- stunda með nemendum með sér- þarfir og við það að heimsækja heimilið, þar sem vandamál virðast halda bömum og unglingum frá eðlilegu námi. Verksvið kennara er með öðrum orðum orðið sambland af kennslu og félagsráðgjöf. Þetta gerir starfíð erfiðara og veldur mörgum kennuram aukinnar streitu, einkum hinum eldri, sem kvarta nú undan því að hafa aldrei hlotið þjálfun í félagsráðgjöf. Hins vegar kunna flestir yngri kennarar Nýtt starf með nýjar kröfiir þessu vegar vel; fagna launahækk- un og finnast þeir fá meiru komið til leiðar. En þeir telja að kennarar verði að fá umfangsmeiri og undir- stöðubetri menntun og þjálfun fyrir hið nýja kennarastarf. Ekki er hægt að draga þá álykt- un af viðbrögðum almennings í símatímum útvarps að kennarar í verkfalli i\jóti almennrar samúðar hér á landi. Sem er því miður, því ekki fer á milli mála að með vax- andi samanlögðum vinnutíma for- eldra utan heimilis er skólunum fengið æ stærri sneið af uppeldis- kökunni. Kennarar gera sitt besta, en þá skortir lifandi samband við hina uppalenduma. Þeir láta sér hins vegar nægja að greiða 37,74% af uppgefnum launum til ríkisfóstr- unnar, sem á að semja við kennara og greiða þeim svo laun. Deyjandi fyrirkomulag Fyrir bragðið sitja forráðamenn næstu kynslóðar uppi með mennt- unarmarkað án virkrar þátttöku neytenda. Það minnir á hinn sér- kennilega markað með landbúnað- arafurðir hér á landi, sem lengi hefur valdið neytendum ómældu ijóni og er á góðri leið með að grafa undan hagsmunum þeirra sem viija byggja allt landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.