Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 1
54 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 106. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Liðsauki til Panama Bandarískir landgönguliðar aka brynvagni út úr Starlift- er-flutningavél í Panama í gær. George Bush Banda- ríkjaforseti hefur ákveðið að styrkja 10.300 manna herlið Bandaríkjanna í Pa- nama með nærri 2.000 her- mönnum. Samhliða hófst flutningur á óbreyttum bandarískum ríkisborgurum í' Panama til bandarískra herstöðva í landinu. Ráða- menn í landinu fordæmdu liðsflutningana og sögðu þá jafngilda stríðsyfirlýsingu. Bandarísk stjórnvöld leita enn sátta við Manuel Nori- ega hershöfðingja og hafa í samvinnu við spönsk yfir- völd boðið honum hæli á Spáni. Atlantshafsbandalagið: Reuter Fagna tillögum um fækkun hefð- bundinna vopna skammdræg vopn, samanborið við 4.500 hjá NATO. Atlantshafs- bandalagið hefur 88 skotpalla í V-Þýskalandi og rúmlega 700 eld- flaugar. Edúard Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétrílqanna kom í gær til Vestur-Þýskalands til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Helmut Kohl kanslari sagði eftir fund með ráðherranum að tillögur Gor- batsjovs hvað varðar skammdrægu flaugamar auðvelduðu NATO og Varsjárbandalaginu að ná sam- komulagi um takmörkun slíkra vopna. Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. JAMES A. Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði Atlants- hafsráðinu í Brussel grein fyrir viðræðum sínum við sovéska ráða- menn í Moskvu á fúndi ráðsins í gær. í yfirlýsingu sem birt var eft- ir fúndinn er því fagnað að Sovétríkin skuli nú leggja fram ákveðn- ar tillögur um fækkun hefðbundinna vopna og sömuleiðis hugmynd- um Gorbatsjov um einhliða fækkun skammdrægra eldflauga i Evr- ópu. Tillögur Sovétmanna um fækkun í hefðbundnum herafla skipta miklu máli fyrir framhald viðræðna austurs og vesturs í Vínarborg. Atlantshafsbandalagið lagði fram tillögur sínar strax í byrjun við- ræðnanna og fram undir þetta hefúr verið beðið eftir tillögum Var- sjárbandalagsins. Gorbatsjov lagði til að næstu sjö árin yrði herafli skorinn svo niður hjá NATO og Varsjárbandalaginu að eftir stæðu hvorum megin 1,350 milljón hermenn, 1.500 árásarflug- vélar, 1.700 þyrlur, 20.000 skrið- drekar, 24.000 fallbyssur og önnur stórskotaliðsvopn auk 28.000 bryn- dreka. í Brussel er litið svo á að stórt skref hafi verið stigið, en fram undan er að.skoða tillögumar og bera þær saman við tillögur NATO. Öllu meiri varkámi gætir gagn- vart hugmyndum Gorbatsjov um einhliða fækkun skammdrægra eld- flauga í Evrópu. A það er bent að á síðustu áram hafi NATO eytt ein- hliða 2.400 vopnum af þessari gerð og yfirburðir Sovétríkjanna og bandamanna þeirra séu umtalsverð- ar. Tillögur Gorbatsjovs fela í sér fækkun um samanlagt 500 kjarna- odda; 284 í eldflaugum, 166 sem tilheyra flugher og 50 hjá stór- skotaliði. Þessi vopn hyggst Gorb- atsjov flytja frá Evrópu; eftir sem áður verða þau til reiðu í geymslum í Sovétríkjunum. Talið er að Var- sjárbandalagsríkin ráði yfir tæplega 1.800 skotpöllum fyrir skamm- drægar eldflaugar sem flestir era í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýska- landi. Vestan Úralfjalla er áætlað að Varsjárbandalagið hafi alls rösk- lega 4.000 skammdrægar eldflaug- ar og yfir 10.000 kjamaodda í Reuter Mótmæli múslíma íKína Um 4.000 múslímar úr röðum kínverskra náms- móðgun við múhameðstrúarmenn. Námsmenn í Kína manna gengu í gær um Pekingborg til að mótmæla búast nú til að efna til víðtækra mótmæla gegn bók, sem gefin hefur verið út í Kína og fjallar um stjómvöldum á mánudag er Míkhaíl Gorbatsjov kem- kynlífsvenjur þarlendra múslíma. Telja þeir hana ur til leiðtogafundar við Deng Xiaoping. Washington. College Station i Texas. Reuter. Daily Telegraph. GEORGE BUSH Bandarikjafor- seti hrósaði í gær Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétleiðtoga fyrir umbóta- stefnu hans og hvatti Sovétmenn til að halda áfram á þeirri braut. I í ræðu sem hann flutti í Texas sagði hann ennfremur að stefha Bandaríkjamanna gagnvart Sov- étrikjunum fælist ekki lengur í því I fyrst og fremst að hindra útþenslu þeirra heldur vildu þeir nú geta boðið Sovétmenn velkomna í sam- félag þjóða heimsins. Baráttan gegn útþenslustefnu kommúnista var gerð að grundvallaratriði í bandarískri utanríkisstefnu fyrir um 40 árum. Bush sagði að Bandaríkjamenn vildu fullvissa sig um að framfarir í efnahags- og stjórnmálum kommún- istaríkjanna væra raunveralegar og til frambúðar. Forsetinn lagði til að Sovétmenn rifu niður jámtjaldið til að sýna að þeir vildu fijálsari sam- skipti og jafnframt að Vesturveldin og Austantjaldsríkin gerðu með sér samning um að leyfa gagnkvæmt flug óvopnaðra könnunarvéla yfir löndum sínum til að fylla upp í eyður í upplýsingum gervihnatta stórveld- anna um hemaðarbúnað. Einnig hvatti hann Sovétmenn til að vinna að friðsamlegri lausn staðbundinna deilumála. „Hver hefði getað ímyndað sér að skýrt yrði frá umræðum miðstjómar kommúnistaflokksins á forsíðu Pröv- du og andófsmaðurinn Andrej Sak- harov tæki sæti í valdastofnun? Hver hefði getað séð fyrir sér leiðtoga Sovétríkjanna þar sem hann reynir að vinna skoðunum sínum fylgi hjá almenningi á götum Moskvu og Washington? Allt er þetta stórkost- legt og gerir vonir okkar bjartari,“ sagði forsetinn. Hann sagði að Bandaríkjamenn væra reiðubúnir að veita Sovétmönn- um bestu viðskiptakjör sem þeir byðu þjóðum ef Sovétstjómin veitti þegn- um sínum fullt ferðafrelsi. Jafnframt hvatti hann Sovétmenn til að leyfa fleiri flokkum að starfa og virða mannréttindi. Bush ræddi ekki um síðustu af- vopnunartillögur Gorbatsjovs en sagði að Sovétmenn yrðu að gera víðtækar ráðstafanir til að umskipti yrðu í öryggismálum heimsins: „Fækkið í sovéskum heijum. Nokkuð hefur þegar miðað í þeim efnum en Varsjárbandalagið ræður enn yfir 30.000 skriðdrekum, meira en helm- ingi fleiri fallbyssum og hermennirn- ir eru mörg hundruð þúsund fleiri en hjá Atlantshafsbandalaginu... Standið við loforð Sovétríkjanna í lok síðustu heimsstyijaldar, en þá hétu þau að styðja sjálfstæði allra þjóða i Austur- og Mið-Evrópu. Þetta krefst þess sérstaklega að Brez- hnev-kenningin verði lýst ómerk.“ Atkvæðagreiðsla hjá WHO: PLO bíður ósigur Genf. Reuter. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) frestaði í gær um eitt ár ákvörðun um hvort Frelsissamtök Palestínu, PLO, fá aðild að stofnun- inni. Gífiirlegur Qárhagsvandi blasti við WHO ef PLO hefði fengið aðild því Bandaríkin höfðu hótað að hætta framlögum til stofiiunarinn- ar ef af því yrði. Litið er á ákvörðun WHO sem áfall fyrir þá viðleitni Yassers Ara- fats að afla hinu nýstofnaða ríki Palestínumanna viðurkenningar en WHO átti að vera hlið PLO að Sam- einuðu þjóðunum. 83 ríki greiddu atkvæði með því að fresta ákvörðun en 43 voru á móti. Hiroshi Nakajima, forstöðu- maður WHO, hafði eindregið varað fulltrúa á ársþingi stofnunarinnar við því að samþykkja umsókn PLO um aðild. Bush Bandaríkjaforseti hrósar umbótastefiiu Gorbatsjovs: Sovétmenn velkomnir í samfélag þjóða heimsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.