Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 Ráðherra sýknaður af kröfu aðstoðarmanns KVEÐINN hefur verið upp í Borgardómi Reykjavíkur dómur þar sem menntamála- og íjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs voru sýknaðir af kröfum Guðrúnar Agústsdóttur aðstoðarmanns menntamálaráð- herra, sem gerðj kröfú til biðlauna vegna þess að starf hennar við 1 Ijú krunarskó 1 a íslands var lagt niður. Málið var höfðað í apríl 1988 í tíð fyrri ríkisstjómar, áður en Guðrún hóf störf sem aðstoðarmaður Svavars Gestssonar menntamálaráðherra. Lögum samkvæmt er það skilyrði þess að ríkisstarfsmönnum verði greidd biðlaun þegar stöður þeirra eru lagðar niður að þeim hafí ekki staðið til boða sambærilegt starf í þjónustu ríkisins. 1. janúar 1987 var starf Guðrúnar sem fulltrúi við Hjúkrunarskólann lagt niður. Þar hafði hún meðal ann- ars annast launaútreikninga, Qár- hagsáætlunargerð, uppgjör sjóða og gengið frá prófskírteinum. Skömmu fyrir jól 1986 var henni boðið ritara- starf við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskólann. Fyrir lá að þar mundu aðrir annast fyrrgreind störf og þrátt fyrir að launakjör virtust svipuð taldi Guðrún að um einfaldara og ábyrgð- arminna starf væri að ræða, í raun frekar ritarastarf en fulltrúastarf, og hafnaði tilboðinu. Hún stefndi ríkissjóði og krafðist um 135 þúsund króna biðlauna, auk vaxta. Af hálfu ríkisins var talið að starf- ið við Háskólann hefði verið fyllilega sambærilegt við fyrra starf Guðrún- ar. Við mat á því vegi þungt að laun hafi verið hin sömu. Einnig hafí við- fangsefnin verið sambærileg og því var mótmælt að starfið við Háskól- ann hafí verið einfaldara og ábyrgð- arminna. Þá var það talið ráða úrslit- um að sambærilegt starf hefði verið boðið fram, mat starfsmanns á því hvort nýja starfið sé áhugavert skipti ekki máli. Loks taldi ríkið að Guð- rúnu yrði ekki minnkun að því að þiggja starfið þar sem því hefðu fylgt ákveðin mannaforráð sem ósannað sé að hún hafi áður haft. í niðurstöðu dómarans, Hjördísar Hákonardóttur, segir að stöður full- trúa við framhaldsskóla séu hlið- stæðar þar sem leysa þurfi svipuð verkefni en nokkuð ólíkar að um- fangi eftir stærð hverrar stofnunar um sig. Þegar meta eigi hvort störf séu sambærileg verði að telja eitt fulltrúastarf við menntastofnun sam- bærilegt öðru og án tillits til hluta eins og starfsaðstöðu, staðsetningar og samstarfsmanna. Þá hafi ekki Tónlistarskóli Garðabæjar: Lokaprófetónleikar í Víðistaðakirkju HALLA Margrét Árnadóttir mezzósópransöngkona og Ólaf- ur Vignir Albertsson píanóleik- ari halda tónleika í Víðistaða- kirkju í Hafiiarfirði miðvikudag- inn 17. maí klukkan 20. Halla Margrét hóf söngnám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1984 hjá Katrínu Sigurðardóttur, en hún hafði áður fengið kennslu í raddþjálfun hjá Guðrúnu Tómas- dóttur og Guðmundu Elíasdóttur. Árið 1987 hóf Halla Margrét nám hjá Snæbjörgu Snæbjamar- dóttur og hefur hún stundað nám hjá henni síðan. Tónleikar þessir eru jafnframt lokapróf Höllu Margrétar frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Halla Margrét hefur einnig tekið þátt í ýmsum námskeiðum, m.a hjá Euginia Ratti, Helene Caruso og Hanne-Lore Kuse. Hún hefur einn- ig komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, komið fram í sjón- varpi og sungið inn á plötur. Þekktust er Halla Margrét þó fyrir þátttöku sína í Söngvakeppni Halla Margrét Amadóttir. evrópskra sjónvarpsstöðva 1987 er hún söng lagið „Hægt og hljótt". Á efnisskrá eru íslensk og erlend ljóð og óperuaríur. Ollum er heim- ill aðgangur. komið fram að minni ábyrgð fylgi almennt fulltrúastöðu við Háskólann en við framhaldsskóla og að leitt væri í ljós að laun hefðu hækkað um a.m.k. einn flokk. Þá segir að hafi Guðrún skilið starfstilboðið svo að um ritarastarf en ekki fulltrúastarf væri að ræða verði hún sjálf að bera hallann af því að hafa ekki aflað sér órækra sannana fyrir því hvers kyns starf var boðið. Ríkissjóður var sýkn- aður af öllum kröfum en þar sem dómari taldi að komast hefði mátt hjá þeirri réttaróvissu sem leiddi til dómsmálsins með því að gæta meiri formfestu við gerð starfstilboðs til Guðrúnar var hvor aðila látinn bera sinn kostnað vegna málsins. Morgunblaðið/Þorkell Viðskiptavinir í einni verslun Hagkaupa að ná sér i Remia smjörlíki. Viðtökumar vom afbragðs góðar að sögn innkaupastjórans og rann Remian út hraðar en hann hafði þorað að vona. Innflutta smjörlíkið: Eínn keypti hálft tonn „VIÐTÖKURNAR hafa verið al- veg framúrskarandi góðar, það Iiggur við að ekki hafi farið nokk- ur viðskiptavinur út án þess að hafa keypt eitthvað af Remia smjörlíki," segir Jóhannes Rúnar Jóhannesson innkaupastjóri Hag- kaupa um viðbrögð viðskiptavina, fyrstu dagana sem innílutta smjörlíkið var selt. Hann segir að hótelhaldarar hafi komið og keypt, sumir all mikið. Einn keypti fyrir 42 þúsund krónur, en fyrir þær hefúr hann fengið um hálft tonn af smjörlíkinu. „Við áttum ekki von á svo góðum viðtökum, fólk virðist laðast að þessu verði,“ sagði Jóhannes. Hann segir að þessi sending, sem nú er selt úr, sé allt það magn sem leyft var að flytja inn, eða 20 tonn. Jóhannes segir að hótel hafi keypt mikið af smjörlíkinu, meðal annars Edduhótelin. Sá hótelhaldarinn, sem mest keypti, hafði burt með sér um hálft tonn og greiddi 42 þúsund krón- ur fyrir. „Svo eru menn sem hafa þekkt þetta að utan og kaupa það ekki síst þess vegna,“ segir Jóhann- es. Fyrirlestur um uppeldismál GUNNAR Finnbogason, uppeld- isfræðingur flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála þriðju- daginn 16. maí er nefiiist „Að- dragandi og ákvörðun um nýjan grunnskóla 1974“. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst klukkan 16.30. Öllum er heimill aðgangur. Hann segir að Hagkaup muni sækja um að flytja inn meira af þessu smjörlíki. „Miðað við viðtökur þætti okkur miður ef við megum ekki flytja inn meira og fara að vilja viðskipta- vinanna, það er kominn tími til að þeir fái að ráða meiru í þessum efn- um.“ Sýning á teikningum í Norræna húsinu SÝNING í sýningarsölum á teikningum og vatnslitamyndum eftir sænsku listakonuna Ilon Wikland verður opnuð í dag, laugardaginn 13. maí, en hún hefúr myndskreytt allflestar bækur eftir Astrid Lindgren. Á sýningunni í Norræna húsinu eru 55 myndir gerðar við sögur sem allirþekkja, m.a. Bróður minn ljóns- hjarta, Ronju ræningjadóttur, Jól í Olátagarði, Madditt o.fl. Ilon Wik- land er stödd hér á landi af þessu tilefni ásamt Staffan Carlén, for- stöðumanni Milles-safnsins í Svíþjóð. Böm eru boðin sérstaklega vel- komin klukkan 13 í dag og skoða áyninguna í fylgd með Ilonu Wik- land, en sýningin verður opnuð fyr- ir aðra boðsgesti klukkan 15. Samstarf Ilonar og Astridar hófst 1954 og þær hafa nú unnið mjög náið saman í þijátíu ár. Ilon Wik- land fæddist 1930 í Tartu í Eist- landi en kom 1944 sem flóttamaður til Svíþjóðar. Hún stundaði nám við Skolan for bok och reklamkonst í Stokkhólmi og síðan við Konst- fackskolan og málaraskóla Signe Barths. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir myndir sínar- m.a.a barnabókaverðlaun Express- en 1986. Fyrirmyndirnar að persónum sínum finnur Ilon oftast í næsta nágrenni. Þannig var yngsta dóttir hennar Anna fyrirmynd að Lottu i Víst kann Lotta að hjóla og fyrir- myndina að Kalla á þakinu fann hún í París. Sýningin stendur fram til 11. júní og verður opin daglega klukkan 14-19. (Fréttatilkynning) Daði Guðbjörnsson: Síðasta sýn- ingarhelgi SÍÐASTA sýningarhelgi á verk- um Daða Guðbjömssonar í FÍM- salnum við Garðastræti er um þessa lielgi. Þama sýnir Daði olíumálverk, flest frá síðastliðnu ári. FÍM-salur- inn er opinn virka daga frá klukkan 13-18 og klukkan 14-18 um helg- ar. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 16. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.