Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 IDAG ' FRÁ KL.10-16 KOLAPORTIÐ MaptKaÐStOlijr mmmrrm 'Mi.it/ ikinr ith—m ... undir seðlabunkanum. Gerðu vorverkin ígarðinum Vrieð góðum en ódýrum verkfærum frá okkur Vestur-þýska trjáklippur, 2ja handa, kr. 1.470, Svissneskar hágæða trjáklippur fyrir atvinnumenn, verð frá kr. 1.415,- Garðhrífur, 12 tinda, kr. 819,- Laufhrifur kr. 1.081,- Stungugafflar, frá kr. 1.071,- Kantskerar kr. 845,- Spíssskóflur kr. 985,— Vinsælir garðhanskar kr. 155,— Plastkörfur frá kr. 495,- Ruslapokagrindur á hjólum kr. 2.950,- (pokar fylgja) aiLinacasaa Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 Reuter Ito hafnar forsætis- ráðherraembættinu Masayoshi Ito, fyrrum utanríkisráðherra Japans og einn reynd- asti þingmaður Fijálslynda demókrataflokksins (LDP) sem fer með völd í landinu, skýrði Noboru Takeshita, sitjandi forsætisráð- herra, formlega frá því í gær að hann yrði ekki næsti forsætisráð- herra landsins. Ito hefur jafiian verið nefiidur líklegur arftaki Takeshita, sem í síðasta mánuði varð að segja af sér sem forsætis- ráðherra vegna tengsla við Recruit-Qármálahneykslið. Að sögn .Kyodo-fréttastofiinnar er talið líklegt að Shintaro Abe, aðalrítari LDP, segi af sér einu valdamesta embætti flokksins. Abe hafði verið falið það verkefiii að telja Ito á að taka við sem forsætisráð- herra. Varsjárbandalagið: Rúmenar vilja fiind um skort á samstöðu Búkarest. Reuter. RÚMENSK stjómvöld, sem sætt hafa harðri gagnrýni Vesturlanda og njóta æ minni stuðnings Austantjaldsríkja, hafa lagt til að leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna komi saman í júní til að ræða samskipti ríkjanna,, en þeim þykir samstaðan ekki vera nægjanleg í bandalaginu. Rúmenarviljaaðleiðtogarnirkomi um rannsókn á meintum mannrétt- saman fyrir árlegan fund bandalags- ins, sem verður líklega haldinn dag- ana 7. og 8. júlí. Fundarefnið verði „óvinveitt afstaða Ungverja" til Rúmena og „skortur á stuðningi Sovétmanna“ við rúmensk stjóm- völd. Ungvetjar studdu tillögu, sem fram kom hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf í mars, indabrotum í Rúmeníu. Ibúar í sveit- um landsins hafa verið fluttir nauð- ugir frá átthögum sínum og minni- hlutahópar verið beittir ýmiss konar misrétti. Fulltrúar Sovétríkjanna og nokkurra annarra kommúnistaríkja sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í Genf og varð það til þess að tillagan var samþykkt með 21 atkvæði gegn 7. Danmörk: Samstaða um að loka helstu skattag’lufimni Kaupmannahöfn. Frá NJ.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA stjómin í samvinnu við stjórnarandstöðu jafnaðarmanna hefur sett lög, sem binda enda á þá aðferð, sem einstaklingar og fyrirtæki hafa notað einna mest síðustu tíu árin til að lækka skatt- ana. Hefiir hún falist í því að Qár- Sovétríkin: Fjöldamótmæli í Túrk- menistan og Armeníu Moskvu. Reuter. ALLT að 400.000 manns komu saman í Jerevan, höfuðborg sovétlýð- veldisins Armeníu, á fimmtudag og kröfðust þess að héraðið Nag- omo-Karabak yrði sett undir yfirráð Armeníu, að því er fréttamað- ur armensku fréttastofunnar sagði í samtali við Jfeuíers-fréttastof- una. Þetta er í annað skipti í þessari viku sem til mótmæla kemur í Armeníu. Hljótt hefur verið um héraðið Nagomo-Karabak, sem aðallega er byggt Armenum, undanfarna mánuði en allt síðastliðið ár voru heiftarleg átök milli Azera og Arm- ena um héraðið sem tilheyrir Az- erbajdzhan. Svo virðist sem vax- andi óánægja sé meðal almennings í Jerevan með hóp embættismanna sem stjómvöld í Kreml skipuðu í janúar til að stjóma Nagomo- Karabak. Einnig krafðist mann- fjöld þess á fimmtudag að 14 félag- ar í Karabak-nefndinni svokölluðu yrði sleppt úr haldi en þeir voru handteknir í desember síðastliðn- um. V-Evrópuríki og EB: Nicaragua fær aðstoð Stokkhólmi. Reuter. RÁÐSTEFNU um Nicaragua, sem haldin var í Stokkhólmi, lauk í gær með því að samþykkt var að veita sandinistastjórninni 50 milljóna dala aðstoð, eða 2,5 milljarða íslenskra króna. Er þarna um að ræða fyrstu veru- legu Qármagnsaðstoðina sem Vestur-Evrópuríki veita Nic- aragua síðan sandinistar komust til valda. Það eru sjö Evrópuríki; Svíþjóð, Spánn, Noregur, Holland, Finn- land, Italía, Danmörk og Evrópu- bandalagið, sem heitið hafa að aðstoða Nicaragua með þessum hætti. Bandaríkin, Bretland og Alþjóðabankinn höfnuðu boði um að sitja ráðstefnuna í Stokkhólmi sem haldin var í kjölfar heimsókn- ar Daniels Ortega, forseta Nic- aragua, til 10 Evrópuríkja. Sovésk dagblöð greindu í gær frá óróa í Túrkmenistan en ekki hefur áður verið greint frá veruleg- um óeirðum þar fyrr. Samkvæmt Prövdu, málgagni kommúnista- flokksins, slösuðust 15 lögreglu- menn í átökum við unglinga sem mótmæltu háu verði á neysluvör- um og lélegri þjónustu samvinnu- félaga í einkaeigu. festa í fyrirtækjum og nota síðan afskriftimar til að taka mesta kúfinn af sköttunum. Danir, sem vildu komast hjá mikl- um sköttum, höfðu það yfirleitt þannig, að þeir fjárfestu í einhverju fyrirtæki eða verki og notuðu síðan afskriftahlutinn til frádráttar á skattskýrslu. Það var orðið svo með fjárfesting- arfyrirtækin, að það voru engin tak- mörk fyrir því, sem þau buðu upp á í þessu skyni. Fólk gat til dæmis fjár- fest í sumarleyfisbæjum, hótelum, vindmyllum, gámum og skeifuverk- smiðju svo fátt eitt sé nefnt en á síðasta ári fjárfestu einstaklingar með þessurn hætti fyrir um 13 milljarða ísj. kr. Á móti sluppu þeir við að borga skatt af tæpum 50 milljörðum kr. Upphaflega var það tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi að ýta und- ir almennara og dreifðara eignarhald á fyrirtækjum en smám saman varð skattafslátturinn aðalmálið og sum fyrirtækjanna, sem fjárfest var í, voru varla nema nafnið tómt. Eins og við mátti búast eru fjárfestingarfyrirtæk- in ekki ánægð með nýju lögin. Ráðstefiia í Manilu um vanda heimilislausra bama í heiminum: 100 milljónir á verð- gangi í stórborgunum Manilu. Reuter. UM 100 miHjónir bama láta fyrirberast á götum borga víða um heim, leggjast til svefns í öngstrætum og fátækrahverfúm og draga firam Iífið með betli, götusölu eða þjófnaði. Boðendur ráðstefiiu um vanda götubarna, sem hófst á mánudag í Manilu, höfúðborg Filipps- eyja, sögðu að sífellt fjölgaði í þessum hópi. Bömin em skilin eftir á götum úti í þeirri von að þau bjargi sér auk þess sem sum hver kjósa að yfirgefa örbirgðina í heimahúsum og halda á vit gullinna fyrirheita ljósadýrðar í stórborgum. Peter Tacon, framkvæmda- stjóri Æskunnar (Childhood), alþjóðlegra hjálparsamtaka sem glíma við þennan vanda, sagði að talið væri að 5.000 nýir einstaklingar bættust í hóp götubarna á hveiju ári. Rúmur helmingur allra götu- bama býr í Rómönsku Ameríku. Gífurlegur fjöldi fólks hefur flutt úr dreifbýli til borga, þannig búa hátt í 70% landsmanna i Brasilíu, Kólombíu og Mexíkó í borgum en árið 1945 var þetta hlutfall í kring- um 30%. Því fer þó fjarri að vandinn sé ekki til staðar í vestrænum ríkjum. Talið er að um 20.000 böm hafist við á götum New York-borgar. En það er hins vegar í þróunarríkjun- um sem götubörn eru oftast þögul fómarlömb spilltrar lögreglu og alþjóðlegra glæpasamtaka sem skipuleggja kynlífsferðir fyrir vest- ræna ferðalanga er sækjast eftir að misnota börn kynferðislega, að sögn Tacons. Hann sagði að bamavændi væri afar „ábatasöm" iðja en í sumum löndum, þar á meðai á Filippseyj- um, hefði verið skorin upp herör gegn þeirri starfsemi og vestrænir saurlífíseggir væru leitaðir uppi af yfirvöldum og þeim vísað úr landi. Á Filippseyjum eru götuböm talin vera um 3,3 milljónir sem er hæsta hlutfall í Suðaustur-Asíu. En þar hafa stjómvöld einnig brugðist skjótast við til bjargar. Annað hvert bam í Bangladesh hefst við á göt- um úti en á Indlandi er hlutfallið eitt af hverjum fjórum. Skipuieggjendur ráðstefnunnar sögðust telja að 20-30 milljónir götubama væru í Asíu, öllu færri en í Rómönsku Ameríku. Hins veg- ar kváðust þeir óttast að vegna hraðvaxandi iðnvæðingar í álfunni ætti vandinn eftir að aukast stór- lega. Líknarsamtökin Æskan, Bama- lijálp Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Filippseyja standa að Ungar vændiskonur handtekn- ar á Filippseyjum. Stjóm Corazon Aquino forseta hefiir skoríð upp herör gegn siðspill- ingu og skipulögðu barna- vændi. fyrstu svæðisbundnu ráðstefnunni um götuböm. Þátttakendur eru 130 talsins, þar á meðal embættis- menn og starfsmenn hjálparstofn- ana frá 24 löndum. Þá eru 20 götu- börn á meðal þátttakenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.