Morgunblaðið - 13.05.1989, Page 29

Morgunblaðið - 13.05.1989, Page 29
MÖáGtJNBLÁÐIÍ) LAUGARDÁGÍIR Í8' JÍA'Í Í989 29 Minning: Katrín Viðar Fædd 1. september 1895 Dáin 27. maí 1989 Sagt er, að hið allra fegursta og dýrmætasta, sem með mönnum þekkist, komi í smæstum pakkning- um. Hér er átt við perlur og gim- steina. Vafalaust eru ummmæiin rétt, því venjulega eru perslur og gimsteinar ekki mikil að ummáli. Þegar dregin er orðlæg samlíking- armynd um eitthvað, sem er harla verðmætt, er jafnan gripið til siíkra orðtækja sem: „Gull og gimstein- ar“......Gull og grænir skóg- ar“......Gull og gersemar." Þegar ég minnist Katrínar Viðar heitinnar við þessi tímahvörf, stíga ofanskráðar orðmyndir upp á hug- arhvel mitt og verða til heimfæring- ar. Allir, sem nutu forréttindanna að kynnast og þekkja Katrínu Viðar vita, að hún var sannarlega mann- perla og gimsteinn í lífi, starfí og eðliskostum. Þetta vita þeir mest, er þekktum hana best. Reyndar var hún fíngerð og nett og fellur því vel inn í mynd samlíkingarinnar. Hún hafði hreint yfirbragð, var næm, glöggskyggn, skarpgreind, yfírveguð og gætin í orði, víðlesin, fjölfróð, listhneigð og listræn. ... Listræn, já. ... Öllu réttara: Hún var listaverk lífsins — sjálf eins og hún var, lífsafrekið, sem hún vann — þetta tvennt samofið í eitt listaverk. Náttúrufræðingur, náttúruunn- andi og fagurfræðingur var hún af Guðs náð. Um það vitnar jurtasöfn- un hennar, sem var stórafrek í starfí og skipar algera sérstöðu. Þó ég nyti þess ekki að ganga í gróðurreitinn hennar á Þingvöllum meðan sá skartaði fjölbreytilegustu fegurð sinni, duldist hvorki auga að sjá né vitund að meta hvílkt starfsafrek blasti þar við sjónum. En þar var Katrín búin að safna öllum íslenskum jurta- og tijáteg- undum auk mikils fjölda erlendra afbrigða. ... Spurningin vaknaði: Hvað getur gert slíkt að veruleika? ... Þessi fíngerða, smávaxna kona! Svarið er eitt: Háar hugsjónir, mik- ið innsæi, gagnger þekking, sívak- inn eldmóður, þrotlaus elja, ná- kvæm nærfærni, endalaus umönn- un, fagurhyggja, hjartahlý persónu- göfgi, vísindalegt náttúruskyn, er sameiginlega getur af sér slíkt af- rek í starfi og veitir ómælanlega lífsfyllingu. Þá lífsfyllingu fóstraði Katrín í ríkum mæli. Eftir því sem ég kynntist henni meir og hún opnaði mér hugarheim sinn, er við ræddum saman, vel vængjað ímyndurnaraflið flaug víða, sá ég bæði og fann ofan- skráða eiginleika sérstæða og sam- ofna hjá henni, og naut þess í hljóðri ánægju, hvernig hún greip á margs kyns málum af nærfærinni þekk- ingarauðgi langrar lífsreynslu með djúpri virðingu, reisn og glögg- skyggni.... Hún var alls staðar vel heima. í sjálfu sér var þetta ekkert undr- unarefni. Miklu fremur eðlilegur árangur þess, að alla ævi teygaði hún af lindum bestu bókmennta, æðstu og fegurstu tónlistar með því að hún lék sjálf og kenndi á slag- hörpu. Eiginlega var hún þrefaldur hörpuleikari. I fyrsta lagi lék hún á slaghörpuna sína, í öðru lagi lék hún á hörpu náttúrunnar með jurta- söfnun sinni, tijá- og garðræktinni. í þriðja lagi lék hún með eigin lífi á hörpu lífsins, svo ómaði öllum til yndis. Svo satt og rétt sem þetta er allt, var þó enn einn eðlisþáttur Katrínar heitinnar, sem bar öllu ofar, innifól alla aðra kosti hennar og var hreyfiafl þeirra. Það var hin milda, næma móðurhyggja, sem hún bar í brjósti. Hún var ímynd hinnar íslensku móður — móður, sem ekkert aumt mátti sjá, sem úr öllu vildi bæta, sem opnaði hug og hjarta, synjaði aldrei um nokkuð, sem hún vissi að þörf væri fyrir og til gagns mætti verða, svo fremi að hún gæti í té látið. Af ásjónu hennar andaði innri hlýju. Horfandi á hana komu mér sífellt í hug orð stórskáldsins Einars Benediktsson- ar þar sem hann segir í hinum mikla, djúpakveðna sálmi sínum. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum: „Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir." ... Vafalítið var lífsgangan stund- um þung. Katrín var af þeirri kyn- slóð, sem varð að vinna hörðum höndum. ... Hún tilheyrði ekki kynslóðinni, sem hefur alls konar vélar til að vinna fyrir sig, sem vill fá flest fyrir fæst, helst allt fyrir ekkert.... En það er einmitt þegar þungt er fyrir að „bjarminn sem ber af eilífðarljósinu" gerir allan mismuninn. Og það er nú jafnan svo, að þeir, sem geyma Guð í hug og hjarta eiga þennan æðri ljóma hið innra með sér. Ég las hann svo oft af ásjónu hennar. Hún átti hann. Enda kvartaði hún aidrei, hvorki í lífsbaráttunni né heldur, þegar dauðinn fór að. Það sem hefur verið sett á blað hér er einungis sjálfsmynd hennar, sem hún dró í hugarheim minn með listgáfuhönd eiginleika sinna og lit- auðgi fjölþættra, göfugra, fagurra persónukosta. Samt sem áður er þetta einungis sú orðlæga mynd í orðlægri tjáningu. Mynd hinnar orð- lausu þagnar er svo önnur, — sú rétta og sanna, sem aldrei veður færð í orðlægan búning, því þar myndi orðunum fatast tjáningin. Þrátt fyrir háan aldur var Katrín hvorki þreytt lífdaga né lífsmædd. Þvert á móti var hún slíkt „lífsbarn", full lífi, lífsþrá og lífshugsun, að hugur hennar og tal snerist jafnan um lífið, að lifa og starfa. Auðvitað kenndi hún mis- munar, hvað þrek og fráleik snert- ir, en það tengdist líkamanum mest megnis. Vitund ferskleika hélt sínum þrótti og fráleik. Hugarflugið og minnið var stöðugt til staðar, — allt fram til hins síðasta, er lögmál- um lífs og dauða verður eigi um haggað. Hver dagur á kvöld sitt, þegar „sól hnígur að sævar barmi, sígur höfgi á þreytta jörð“... Svo er og farið ævidegi sérhverrar mannveru. Þar „hnígur sól“ einnig „að sævar barrni" og „sígur höfgi“ á brá. Þannig var andlát Katrínar ein- mitt, — náttúrlegt, friðsælt, eðli- legt. Lífsdeginum var lokið og hún tók í friði hinstu hvild þessarar jarð- vistar. Hér er gengið eitt mikilmenni íslenskra kvenna, sem með lífi og | starfí sínu frýjar íslenskum konum hugar til æðstu dáða. Það var mik- ill lífsauki að þekkja hana — hún var perla. Við hjónin samfögum ástvinum hennar, skylduliði öllu og ótölulegri vinafjöld að hafa fengið að eiga ' samleið með henni og njóta hennar. Hjartnæma samúð tjáum við hinum sömu, að fá eigi lengur notið, reyn- andi þann mikla sjónarsvipti, sem hér er orðinn. En við tökum líka þátt með þeim í feginleik þess, að kærkomin hvíld er fengin effir lang- an, strangan en fagran og auðnu- ríkan ævidag. Guð blessi þau öll og kæra minn- ingu Katrinar. Sólveig og Jón Hjörtur Jónsson Gönguferð um Fossvogsdal Á ANNAN í hvítasunnu 15. maí gengst Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fyrir stuttri gönguferð um Fossvogsdal og hefst hún klukkan 10 við Foss- vogsskóla. Gengin verður hring- ferð um Fossvogsdalinn og kom- ið tilbaka um klukkan 12. Létt ganga við allra hæfí. Öllum er heimil þátttaka. í gönguferðinni verða athuguð ýmis náttúrueinkenni Fossvogsdals, eiginleikar hans sem útivistarsvæð- is og hugað að vaknandi gróðri. Þá verður rætt um nýjar hugmynd- ir um notkun dalsins sem umferðar- æðar án mengunar frá bílum. Náttúruverndarfélagið hefur um nokkurt skeið kynnt hugmyndir um samfellda gönguleið milli gömlu byggðarinnar í Reykjavík og Blá- fjalla. Þessari leið gætu einnig tengst gönguleiðir uiri nágranna- sveitarfélögin. Leiðin er stórbrotin og fjölbreytt og getur jafnt þjónað hressandi útiveru og notast til fræðslu um náttúru, minjar. og sögu. (Fréttatilkynning) RAÐAUGÍ YSÍNGAR smá ouglýsingar Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fara fram í skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, Neskaupstað, þriðjudaginn 16. maí. Nesgata 36, þingl. eigandi Jóna Ingimarsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru: Bókaútgáfan Þjóðsaga og trésmiðja Þorvald- ar Ólafssonar. Annað og sfðara kl. 10.00. Strandgata 8, þingl. eigendur eru Gytfi Gunnarsson og Ásdis Hannibals- dóttir. Uppboðsbeiðendur eru: Samvinnulífeyrissjóðurinn og Almennar tryggingar hf. Þriðja og síðasta sala kl. 14.00 á elgninni sjálfri. Urðarteigur 22, þingl. eigandi Mánaplast hf. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Hoecht Aktiengeselltschast. Annað og sfðara kl. 10.00. Urðarteigur 26, þingl. eigandi Jón Svanbjörnsson. Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður rikisins. kl. 10.00. Þórhólsgata 3, þingl. eigandi Sjöfn Steingrímsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru: Lífeyrissjóður Austurlands, Arnmundur Backman hrl., Útvegsbanki íslands hf., Byggingasjóður ríkisins og Höldur sf. Þriðja og síðasta sala kl. 13.30 á eigninni sjálfri. Bæjarfógetinn í Neskaupstað. Nauðungaruppboð fara fram á eftirtöldum fasteignum miðvikudaginn 17. maf kl. 14.00 á skrlfstofu embœttisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði: Hafnargata 47, Seyðisfirði, þingl. eign Fiskvinnslunnar hf., eftir kröfu Ríkissjóðs íslands, Olíufélagsins Skeljungs og Brunabótafélags is- lands. Austurvegur21, efri haeð, Seyðisfirði, þingl. eign Valdimars Júliusson- ar, eftir kröfu Lifeyrissjóðs Austurlands og Byggingasjóös ríkisins. Jörðin Refsstaðir 2, Vopnafirði, þingl. eign Sigurlaugs Brynlelfssonar og Ingibjargar Stephensen, eftir kröfu Tryggingastofnunar rfkisins, Búnaðarbanka (slands og Byggingasjóðs ríkisins. Hnitbjörg í Hliðarhreppi, þingl. eign Guðþórs Sigurðssonar, eftir kröfu stofnlándeildar Búnaðarbankans. Hafnargata 32b, Seyðisfirði, þingl. eign Brynjólfs Sigurbjörnssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Austurlands. Önnur og síðari sala. Sýslumaður Norður-Múlasýslu, Bæjarfógeti Seyðisfjarðar. SJÁLPSTÆÐISPLOKKURINN FÉLAGSSTARF Akureyri - Akureyri Baejarmálafundur í Kaupangi mánudaginn 15. mai kl. 20.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. 17. landsþing Landssam- bands sjálfstæðiskvenna verður haldið í Viðey dagana 9. til 11. júní 1989. Þingið verður sett í Valhöll föstudaginn 9. júní. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnir aðildarfélaga Landssambands sjálfstaeðiskvenna eru vinsam- legast beðnar um að tilkynna þátttöku fulltrúa sinna á þingiö fyrir 1. júni nk. Þátttaka tilkynnist i síma 82900 (Fanney) eða 680699 (Þórunn). Stjórn LS. Egill FUS, Mýrasýslu Opinnfundur Opinn fundur verður haldinn miðvikudaginn 17. mai 1989 kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu við Brákabraut. Gestur fundarins verður Skúli Bjarnason, læknir. Dagskrá: 1. Styrktarmannakerfi. Skúli Bjarnason, kynnir kerfið fyrir fundar- mönnum. 2. Umhverfisverndarátak SUS. 3. SUS þing á Sauöárkróki. Félagar mætið vel og stundvislega. Stjórnin. WiLAGSLÍF Skíðadeild Ármanns Innanféiagsmót Ármanns verð- urhaldiðhvítasunnudag 14. maí. Dagskrá: Skoðun 10 ára og yngri kl. 10.00. Skoðun 11-12 ára kl. 11.30. Skoðun 13 ára og eldri kl. 13.00. Bæði verður keppt í svigi og stórsvigi. Ef fresta þarf móti á sunnudag 14. maí verður það mánudag 15. mai. Þeir sem vilja gista skrái sig í síma 13169, Helga. Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavík- ur verður ekki á laugardag. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins um hvítasunnu: 1. Sunnudag 14. maf kl. 13: Garðskagi-Stafnes- Básendar/ökuferð. Ekiö sem leið liggur suður með sjó um Keflavík og Garðskaga- vita, siðan um Sandgerði, Hvals- nes að Stafnési og gengið þaðan að Básendum, sem er forn mið- stöð einokunarverslunarinnar dönsku til 1798 er hið mikla og örlagarika Básendaflóð lagði staðinn í eyði. Verð kr. 1.000,- 2. Mánudagur 15. maí kl. 13: Höskuldarvellir - Keilir. Keilir er 378 m og því afar létt aö ganga á fjallið. Gengið er frá Höskuldarvöllum. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiöar við bil. Frítt fyrir börn yngri en 15 ára. Ferðafólag íslands. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Samkomur falla niður um helg- ina. Við verðum á móti í Hlíðar- dalsskóla. Sjáumst á þriðjudag- inn kemur kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma i kvöld kl. 20.30. Hvítasunnudag: Hátíð- arsamkoma kl. 16.30. Ræðu- maður: Garðar Ragnarsson. 2. hvítasunnudag: Hátíðarsam- koma kl. 16.30. Ræöumaður: Hafliði Kristinsson. Útivist Hvítasunnudagur 14. maíkl. 12.30 Gönguferð á Skipaskaga (Akra- nesi). Skemmtileg og fróöleg ganga við allra hæfi. Staðkunn- ugur heimamaður slæst í hópinn og fræðir um sögu og minjar. Gott tækifæri til að kynnast bæði gamla og nýja tímanum. Byggðasafnið í Görðum skoð- að. Verð 1000 kr. og safngjald 100 kr. Börn 8-13 ára greiða 500 kr. Brottför með Akraborg frá Grófarbryggju kl. 12.30. Mætið tímanlega. Annar í hvítasunnu 15. maíkl. 13.00 Hveradalir - Meitlarnir. Góö gönguferð austan Þrengslaveg- ar. Verð 900 kr„ frítt f. börn m. foreldum sínum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.