Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAI 1989 ATVINNUAUGIYSINGAR Siglufjörður Blaðbera vantar í miðbæ Siglufjarðar. Upplýsingar í síma 96-71489. fMtogmiIifftMfe Patreksfjörður Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 91-83033. Ólafsvík Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 91-83033. fHwgtmHfifeifr JPuri0*mMs*M!r Vélstjóri Fyrsta vélstjóra vantar á 120 tonna togbát frá Hafnarfirði. Upplýsingar í símum 985-22410 og 53853. Kennarar Verkstjóri Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. óskar að ráða verkstjóra með yfirumsjón með fiskvinnslu. Nánari upplýsingar í vinnusíma 96-81111 eða í heimasíma 96-81139. Atvinna óskast 21 árs sænsk stúlka, sem búsett verður hér á landi frá 1. júní nk., óskar eftir sumar- vinnu. Hefur stundað nám í hagfræði í 2 ár í Svíþjóð. Talar auk sænsku, ensku, þýsku og svolítið í íslensku. Uppl. í síma 40398. Víkurskóla, Vík í Mýrdal vantar kennara næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Enska, samfé- lagsfræði og íþróttir. Einnig kennara í 2/3 stöðu í tvo mánuði í upphafi skólaársins. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 99-71124, skólanefndarformaður í síma 99-71230 og sveitarstjóri í síma 99-71210. Skólastjóri. Laus staða Við Kennaraháskóla íslands er laus til um- sóknar lektorsstaða í handmenntum. Staðan er veitt til tveggja ára. Meginverkefni eru hönnun, hannyrðir og saumar ásamt kennslu þessara og skyldra þátta á grunnskólastigi. Auk framhaldsmenntunar við háskóla eða sérskóla skulu umsækjendur hafa viður- kennd kennsluréttindi eða að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan undirbúning. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilegar upplýsingar um nám og fyrri störf, svo og um ritsmíðar og rannsóknir eða list- iðnað, sem þeir hafa unnið. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. Menntamálaráðuneytið, 11. maí 1989. Tréiðnaður Vegna mikillar eftirspurnar á framleiðsluvör- um okkar auglýsum við eftirfarandi: 1. Smiðir óskast til starfa sem fyrst. Um er að ræða vinnu við vélar og samsetningu ásamt sérsmíði ýmisskonar eftir óskum viðskiptavina okkar. 2. Ófaglært starfsfólk óskast til starfa sem fyrst. Um er að ræða ýmsa vinnu svo sem við vélar og samsetningu á framleiðslu- vörum okkar. Hjá okkur er unnið á tvískiptum vöktum frá kl. 7.00-15.00 aðra vikuna og hina frá kl. 15.00-23.00. Góð laun í boði fyrir vand- virka og reglusama starfsmenn. Upplýsingar á staðnum. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Frésjniðja Þorvaldar Olafssonar hf. lðavöllum 6 - 230 Keflavík Símar 13320, 14700 Hafnarfjörður - afgreiðslustarf Starfskraft vantar til sumarafleysinga. Upplýsingar í búðinni í síma 50071. Einnig í heimasímum 652785 og 50073. Verslun Einars Þorgilssonar, Strandgötu 49, Hafnarfirði. Sveitaheimili Óskum eftir sveitaheimilum til sumardvalar fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-14 ára af báðum kynjum. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri Garða- bæjar eða dagvistarfulltrúi á skrifstofu félagsmálaráðs í síma 91-656622. Félagsmálaráð Garðabæjar. Tæknimenn Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn vegna reksturs ratsjárstöðva hérlendis. Umsækjendur verða að hafa lokið námi í rafeindavirkjun eða hafa sambærilega menntun. Starfsmenn þurfa að sækja námskeið hér- lendis á árinu og erlendis á árinu 1990. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Ratsjár- stofnun. Umsókn, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvott- orði, berist Ratsjárstofnun, Laugavegi 116, fyrir 26. maí nk. Ratsjárstofnun, Laugavegi 116, Pósthólf5374, 125 Reykjavík. - ^5 i S TRÉ - W ^ V RAÐAUa YSINGAR TILKYNNINGAR Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir aprílmánuð er 15. maí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Vinafundir Félagsheimilið Húnaver í Austur-Húnavatns- sýslu er til leigu fyrir stærri og smærri mann- fagnaði. Tilvalið fyrir ættarmót og þess hátt- ar. Hægt er að semja um veitingar ef fyrir- vari er nægur. Tilvalið að fara í skemmri eða lengri ferðir inn á hálendið beggja megin Blöndu með leiðsögumanni ef óskað er. Góð tjaldstæði og nóg svefnpokapláss. Frábær veðursæld og náttúrufegurð í skjóli norð- lenskra fjalla. Nánari upplýsingar í símum 95-7110 og 95-7165. Félagsheimilið Húnaver. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl er 15. maí nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Fundi frestað Af óviðráðanlegum örsökum er fundi kennara- deildar Hjúkrunarfélags íslands, sem vera átti 16. maí, frestað. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 23. maí kl. 20.00 á Suðurlandsbraut 22. Stjórnin. Kynning á deiliskipulagi Með vísun í skipulagsreglugerð frá 1. ágúst 1985, grein 4.4., er hér með auglýst til kynn- ingar deiliskipulag að nýju íbúðahverfi úr landi Skógarness, sem nefnt er Furubyggð og Grenibyggð. Uppdrættir verða til sýnis á Eyrarskrifstofu Mosfellsbæjar i Hlégarði frá 12. maí til 9. júní 1989 á skrifstofutíma. Nánari upplýsingar um deiliskipulagið veittar á tæknideild virka daga milli kl. 10.00 og 12.00. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skrif- legar og berist skrifstofu Mosfellsbæjar eigi síðar en 12. júní 1989. Mosfellsbæ, þ. 10. maí 1989. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ, skrifstofa Hlégarði, 270 Mosfellsbæ. Símar 666218 og 666219.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.