Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 Minning: Guðmundur Olafs- son frá Króki Fæddur 20. desember 1888 Dáinn 2. maí 1989 í dag er kvaddur^ tengdafaðir minn, Guðmundur Ólafsson frá Króki í Ásahreppi, sem lést á Landakotsspítala 2. maí sl. Eftir langan dag er gott að hvílast göngumóðum, Og vissulega var dagurinn orðinn langur hjá Guðmundi, lengri en hjá flestum samferðamönnum, því hann hélt upp á heillar aldar afmælið sitt 21. desember í vetur. Það var stór stund hjá afkomendum hans sem voru saman komnir og glöddust með honum í tilefni dagsins. Við horfð- um undrandi á þennan síunga öld- ung, sem sat meðal okkar, sýndi okkur glaður nýja silfurbúna staf- inn sinn og lék á als oddi. Það var varla nokkur ellimörk á honum að sjá, utan hvað sjónin var orðin döp- ur og hafði verið um nokkurt skeið. Hann riljaði upp liðna daga og við vissum að þar var engin feilnóta slegin því minni hans var með ein- dæmum. Guðmundur fæddist 20. desember 1888 að Króki í Ása- hreppi. Þar hafði um langan tíma verið feijustaður við Þjórsá. For- eldrar hans voru Ólafur Gunnlaugs- son feijumaður í Króki og Guðrún Magnúsdóttir frá Hnausi í Flóa. Guðmundur, sem var yngstur íjögurra systkina, missti móður sína ungur, en ólst upp hjá föður sínum og ráðskonu hans, Guðrúnu Símon- ardóttur. Eitt ár í bemsku dvaldi Guð- mundur að Elliðavatni í Reykjavík, það var þegar Suðurlandsskjálft- amir frægu gengu yfir 1896. Ekki kann ég að greina frá nöfnum þess ágæta fólks sem þar bjó, en Guð- mundur mun hafa átt þar góða vist og minntist þess jafnan með hlýju. En í Króki við Ejórsá var hans vett- vangur og þó nafnið Krókur láti ekki mikið yfir sér, langar mig að fullyrða að varla finnst fegurra bæjarstæði en þar. Þaðan sem bær- inn stendur á háum hól, sér vítt og breitt um grösugar sveitir og fjalla- sýn svo fögur og tignarleg sem hugsast getur. Þjórsá breiðir úr sér í fallegri bugðu á víðáttumiklum ejTum fyrir neðan hólinn, og má á góðviðrisdögum oft sjá sjálfa Heklu í reisn sinni spegia sig þar. Skyldi ekki ungan dreng, sem hefur slíka tign náttúmnnar fyrir augum hvem dag, hafa dreymt stóra drauma. Skyldi ekki slíkt umhverfi ásamt hollum störfum í skjóli ástvina hafa átt sinn þátt í að móta þennan heilbrigða mann til líkama og sálar. Ég er ekki í vafa um það. Ekki veit ég hvemig draumamir hans Guðmundar hafa verið um aldamótin, eða hveijar voru langan- ir hans og þrár, en eitt er víst, honum var ætlað hlutverk. Árið 1915 kvæntist hann Guð- rúnu Gísladóttur frá Árbæjarhelli í Holtum, og taldi hann það jafnan sína mestu gæfu. Saman hófu ungu hjónin búskap í Króki, í fyrstu á móti Ólafi föður Guðmundar, en fljótlega tóku þau alfarið við búinu. Dvaldi Ólafur síðan hjá þeim til dauðadags. Saman eignuðust þau Guðmundur og Guðrún fjórtán mannvænleg böm. Það má nærri geta að slíkur hópur hefur krafist mikils, þar sem fátækt var mikil og allar aðstæður erfiðar, en Guð- mundur lét sér fátt fyrir bijósti brenna, hann hafði í nokkur ár sótt sjó á vetrarvertíðum eins og gjarnan tíðkaðist á þeim timum ýmist frá Þorlákshöfn eða Suðumesjum, og hélt hann þvi áfram enn um skeið. Ekki er að efa, að kvíði og erfiði hafa orðið hlutskipti ungu konunnar með bömin, að þreyja þorrann og góuna þegar heimilisfaðirinn var víðs fjarri. Það segir sig einnig sjálft að mikil gleði hefur verið yfir heimkomu hans, sem eins og al- gengt var kom að sjálfsögðu fær- andi hendi með blessað nýmetið frá sjónum. Það hefur án efa átt sinn þátt í að koma þessum myndarlega hópi til manns. En gæfan er fallvölt. Það kemur í ljós að húsmóðirin á Króki hefur tekið illkynjaðan sjúkdóm, sem á stuttum tíma vinnur sitt verk. Og dag einn stendur Guðmundur yfír moldum ástkærrar eiginkonu, sem fellur í valinn í blóma lífsins frá bamahópnum sínum. Og er þá að- eins Iiðin vika frá andláti Ólafs föð- ur hans. En Guðmundur tekst á við vandann. Hann var ekki af þeirri gerðinni að leggja upp laupana. Hann var ekki af þeirri gerðinni að leggja upp laupana. Hann heldur TENGSL Í40ÁR I tilefni 40 éra afmælis Sambandslý&veldisins Þýskalands ver&ur haldiö málþing á Hótel Sögu, föstudaginn 19. mai kl. 13.00-17.00. A málþinginu ver&ur fjalla& um samsklpti fslands og Sambandslý&veldisins Þýskalands undanfarna fjóra áratugi og framtífi þeirra. 13.00 Setning. Hans Hermann Haferkamp, sendiherra Sambandslý&veldisins Þýskalands á fslandi 13.15 Ávarp Steingríms Hermannssonar, forsætisrá&herra 13.30 Erindi: Dr. Gýlfi Þ. Gíslason, prófessor Háskóla fslands Þrof. Dr. Ulrich Groenke, frá háskólanum í Köln Dr. Heinrfch Pfeiffer, Alexander-von-Humboldt-Stiftung, Bonn Dr. Christian Roth, forstjóri ISAL 15.00 Kaffihlé 15.30 Pallbor&sumræ&ur 20.00 Kvöldver&ur í Vl&ey Veislustjórar: Úlfar Þór&arson og Þorvar&ur Alfonsson v A&gangur a& málþinginu er ókeypis en fyrir kvöldverb í Vi&ey grei&ast kr. 3.000. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST GOETHE-INSTfTUT í SÍMA 16061 Alexander von Humboldt félagiö á íslandi, Botschaft der Bundesrepublik Deutschland, Daad-félagiö á fslandi, Germania og Goethe-lnstitut MI^^EPUBUK saman hópnum sínum og reynist þeim hinn traustasti og besti faðir. Hann var búinn þeim kostum sem flestir myndu kjósa. Hógværð og æðruleysi, heiðarleiki og trú- mennska, ásamt hjartahlýju og hreinu hugarfari í hvívetna. Sam- fara þessum kostum bjó hann yfír ótrúlegu líkamlegu atgervi og hreysti, svo að segja til hinstu stundar. Slíka fyrirmynd er hollt bömum að alast upp við, enda ber systkina- hópurinn þess merki, því leitun er að öðm eins afbragðs fólki og systk- inunum frá Króki sem ég var svo lánsöm að tengjast. Systkinin lifa öll föður sinn utan yngsti sonur hans, Gísli, sem féll frá mjög skyndilega árið 1977. Var það að sjálfsögðu öldruðum föður þung raun. Guðmundur hætti búskap árið 1952 og fór fljótlega eftir það til Reykjavíkur og settist að hjá syni sínum, Ólafi, og konu hans, Jó- hönnu Kristjánsdóttur. Þar átti hann athvarf til dauðadags. Og ég held það sé álit okkar allra að þau hjón hafi reynst honum eins vel og hugsast getur með ástríki og stakri umhyggju þar til yfír lauk. Eiga þau miklar þakkir skilið. Guðmundur var ekki sestur í helgan stein þótt hann brygði búi. Hann var fljótlega kominn í störf á mölinni, og-undir eins búinn að geta sér orðspor fyrir dugnað og trúfesti eins og hans var von og vísa. Hann starfaði hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur til 84 ára aldurs, en þá var sjón hans farin að daprast svo að honum var nauðugur einn kostur að hætta. Ekki þótti honum það góður kostur. En Guðmundur var laginn við að semja sig að að- stæðum. Hann hafði ómælda ánægju af að spila og var slunginn í brids. Hann var mikill lestrar- hestur og átti heilmikið safn bóka. En þar kom að hann varð að láta undan fyrir sjóndepmnni, bæði spil og bækur urðu að víkja. En Guð- mundur æðraðist ekki, hann hlust- aði á útvarp eða upplestur af spól- um. Hann hafði ánægju af að hitta fólk. Minni hans og frásagnarlist var viðbrugðið. Hann fylgdist með öllu og hafði ákveðnar skoðanir og sagði þær umbúðalaust. Þar kom enginn að tómum kofunum. Ánægjulegast þótti honum þegar böm hans og barnaböm litu inn. Hann hafði fyrir dægradvöl að fregna af bamsfæðingum í fjöl- skyldunni og hélt þeirri tölu betur til haga en flestir aðrir. En afkom- endur hans em nú um 128. Hér hefur verið stiklað á stóm, og margt er trúlega ósagt um þenn- an mæta mann. Eg vildi að ég hefði notað þau tækifæri betur sem mér buðust til að hitta hann og heyra hann segja frá. Maður sem man tímana tvenna var ekki ósönn lýsing á Guðmundi, maður með slíka glöggskygni sem man eftir sér löngu fyrir aldamót og hefur horft á og upplifað þvílíkar byltingar í þjóðlífinu, hafði að sjálfsögðu frá mörgu merkilegu að segja, ef við máttum vera að því að hlusta. Ég var aðeins unglingur þegar ég hitti hann fyrst, en ég man enn- þá þétta hlýja handtakið hans þegar hann heilsaði mér. Með minninguna um það vil ég kveðja tengdaföður minn og þakka honum það fordæmi sem hann gaf okkur öllum sem þekktu hann. Börnum hans og venslafólki bið ég allrar blessunar. Dagbjört Ó dauði, taktu vel þeim vini mínum sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðmundsson.) Hann afí í Króki, eins og ég kall- aði hann alltaf, er dáinn og langar mig að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Ekki ætla ég að rekja ættir hans, til þess eru aðrir færari en ég. Hann fæddist í Króki í Ásahreppi 21. desember 1888 og var því á 101. aldursári er hann lést. Foreldr- ar hans voru Ólafur Gunnlaugsson, bóndi í Króki og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Hann giftist 1915 Guðrúnu Gísladóttur frá Árbæjar- helli. Eignuðust þau 14 börn og eru 13 á lífí. Eitt þeirra, Gísli, lést 1977, langt um aldur fram. Ekki hefur lífið alltaf verið dans á rósum hjá afa því hann missti konuna 1935 frá stóra bamahópn- um sínum, það yngsta var aðeins 3ja ára. í þá daga var ekki algengt að karlmenn héldu heimilinu saman ef konan féll frá en afi vildi ekki tvístra hopnum sínum og með hjálp eldri bama sinna tókst honum að koma þeim öllum á legg, þó oft hafí það víst verið erfítt, því þá var enga utanaðkomandi hjálp að fá. Minningamar sópast að er ég læt hugann reika til bemskuáranna í Króki, en þar dvaldist ég að mestu fyrstu fjögur ár ævi minnar, og má því segja, að afi hafi leitt mig fyrstu skrefín. Eftir að ég flutti að Kálfhóli, mátti ég aldrei vita af ferð í Krók án þess að fara með og dvelja um lengri eða skemmri tíma hjá afa, sem mér fannst alltaf vera bestur af öllum, og alltaf var tími til að sinna lítilli telpu og leiða hana með sér i fjárhús og fjós og til annarra verka. Svo er kvöld var komið og afí fór að bæta í tóbaks- baukinn sinn, settist ég í fangið á honum og tíndi kornin sem framhjá Birting afinælis- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- rnæiis- og minningargreinar til birtingar endurgjaidslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna Leyfílegt er að birta tilvitnanir í Ijóð eftir þekkt tsjom Bjamason sör-áSr Jón Jónsson, tré- smiður — Minning skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. fóru í litla nefíð og hnerraði þess ósköp. Loks skreið ég í holuna fyr ir ofan afa því þar vildi ég hels' sofa. Slíkar eru minningar mínai um afa, alltaf þetta sama jafnaðar geð á hveiju sem gekk. Árið 1955 fluttist hann ti Reykjavíkur til Ólafs sonar síns oj Jóhönnu konu hans og hefur hani 'búið þar síðan við góða umönnun Þó var hann fyrstu sumrin á Kálf hóli því hann vildi ekki slíta si£ alveg frá sveitinni. Hann fór að vinna í fiskvinnsh hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur þegai hann flutti suður og átti hann aldr ei í neinum vandræðum með a( aðlaga sig svo gjörbreyttum að stæðum. Veit ég að samstarfsfóll hans hugsaði til hans með hlýjun hug er hann lét af störfum, 84 ár: gamall. Afi var mjög em fram í síðustu daga og fylgdist vel mei öllum sínum afkomendum, sem en orðnir 128 að tölu. Sem dæmi un það, þegar ég heimsótti hann hálf um mánuði áður en hann lést, þí var hann að spyija, hvort flölgai hefði hjá einni sonardóttur sinni sem átti von á bami. Hann hafð stálminni og fylgdist með öllun fréttum og hafði sínar skoðanir í heimsmálunum. Hann lést á Landakotsspítala 2 maí eftir mánaðarlegu. Þó söknuð urinn sé sár, þá var áfí hvíldinn feginn, enda árin orðin mörg 0| hann vildi ekki vera ósjálfbjargí og upp á aðra kominn. Sem dæm um hugsunarhátt afa þá hafði ham óskað að deyja að vori, svo þa< yrði ekki erfítt fyrir bömin sín a< flytja sig austur á Kálfholtskirkju þar sem hann verður jarðsunginn dag, 13. maí, við hlið konu sinnar. En eitt er ég fullviss um, að slíkui maður sem afí fær góða heimkomi hinumegin og mega afkomendui hans taka hann sér til fyrirmynda og vera stoltir af. Að lokum vil ég þakka afa fyri allt það góða sem hann hefur kenn mér í lífinu. Bömum hans og fyöl skyldum þeirra votta ég samú< mína og fjölskyldu minnar. Blessu< sé minning afa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Br.). Elsa Aðalsteinsdóttir Bóndi er bústólpi - bú er landstólpi - því skal hann viiður vel. Með þessum orðum kveð ég kær an föður. Hann lést á Landakots spítala 2. maí og hefði orðið 10: árs, 21. desember á þessu ári. Pabb var fyrst og fremst bóndi af lífi of sál og það góður bóndi. Aldrei mai ég eftir að heylaust yrði í Króki öl þau ár sem hann bjó þar. Freka: að hann gæti hjálpað öðmm un hey þegar illa áraði. Það er sv< margs að minnast og hugurinn reik ar svo víða. Hvar skal byija. mínum huga er pabbi mikilmenni Þrátt fyrir að hann missti ástkæn eiginkonu sína, tókst honum mec hjálp eldri systkina minna að haldí saman þessum stóra bamahópi. Vi< vorum 14 systkinin, en erum nt 13 á lífí, yngsti bróðir minn lés 1977 á besta aldri, hans er sár saknað af okkur öllum. Það sáus ekki oft tár á kinnum pabba en þí blikúðu tárin og sagði hann vi< mig: „Ég var að vona að ég feng að fara fyrstur." Ég man þegai pabbi kom heim með mömmu látna Kistan var látin standa uppi í úti húsi og þangað för hann með okkui öll, stóra hópinn sinn og lét okkui signa yfir líkið. Þeim minnstu varí hann að lyfta upp. Til þessa hefui þurft mikið sálarþrek og stillingu Enda var hann maður geðprúður brá sjaldan skapi og tók flestu me< jafnaðargeði. Eftir að pabbi hætt búskap, fluttist hann til Ólafs bróð- ur míns og konu hans, Jóhönnu og var hjá þeim til dánardags. Hanr fór að vinna í bæjarútgerðinni Of vann þar til 84 ára aldurs, en þí brást sjónin honum og hann neydd ist til að hætta að vinna. Það átt mjög illa við hann og því tók hanr fegins hendi þegar Dagbjört, mág kona mín, bauðst til að kenna hon-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.