Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 45 Ahugaverð sýning á k irkj ulistahátí ð Til Velvakanda. Það er óhætt að hvetja fólk til að drífa sig á kirkjulistahátíðina í Hallgrímskirkju og sjá uppfærslu á þrem einþáttungum eftir séra Jakob Jónsson. Sjálfur varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera boðið á æfingu á verkinu mér til- andlegrar upplyftingar og ánægju. Heildar- svipmót sýningarinnar er nokkuð þungt og skemmtileg tilbreyting frá því poppaða léttmeti sem þrengir sér inn um hlustir manns og sjóntaugar úr öllum áttum í dag. Leikarar standa sig allir með afbrigðum vel en að öðrum ólöstuðum er Erlingur Gíslason í hlutverki Heródesar að mörgu leyti eftirminnilegastur enda vafa mál að margir aðrir íslenskir leikarar hefðu staðið undir því að halda uppi þeirri spennu og blæ- brigðum sem nauðsynleg eru til að halda áhorfendum föngnum í langri einræðu. Ekki skemmdi það heldur fyrir að í útliti er Erlingur einkar sannfærandi Heródes. Hugmyndin að láta þær hittast Maríu guðsmóður og móður Júdasar er með afbrigðum frumleg og í þeim hluta verksins er góð leikræn spenna og túlkun leik- ara með miklum ágætum. Þó meginþema verksins sé á yfir- borðinu „fyrirgefningin" er að mínum dómi annar og duldari boð- skapur í verkinu. I öllum einþáttung- unum kemur fram togstreita milli hins kvenlega og karllega, hinna mjúku og hörðu gilda, animus og anima. Þetta er í raun eitt megin- þemað í boðskap sjálfs Nýja testa- mentisins og því afar eðlilegt að það skuli krstallast í þessum biblíulegu verkum. Það er fyrst og fremst framsetning höfundarins sem gerir þennan boðskap mun augljósari en ella. Heródes, Pílatus og Júdas eru allir framverðir karlmennskunnar, herrar, stríðsmenn og drottnarar. Þeir eru þó allir að beijast við að halda aftur af hinum mjúku gildum í sjálfum sér. Heródes er harðastur af sér og hvikar ekki frá vegi karl- mennskunnar nema eitt augnablik. Pílatus og Júdas finna báðir lausn í dauðanum, Júdas eftir að hafa gengið veg hinna mjúku gilda um hríð, svikið lit, séð ljósið að nýju og iðrast en Pílatus eftir að hafa misst fótfestuna í valdakerfí karlmenns- kunnar og gert sér grein fyrir fall- valtleika hins veraldlega valds. Þessi feminismi er að sjálfsögðu ekki nein ný sannindi en það sem greinir fem- inisma. Nýja testamentisins frá er sú merkilega staðreynd að kjarni, uppspretta og leiðarljós hinna kven- legu gilda í Biblíunni er karlmaður- inn Jesús Kristur. Ásgeir R. Helgason Yíkverji skrifar TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved c 1989 Los Angeles Times Syndicate Hún sagði við værum karl- rembusvín, allir með tölu. Telur þú að afvopnunar- leiðin verði farin? að er ekki sama hvar í veröld- inni þú ert búsettur þegar þú kaupir bílinn. Til dæmis voru Jett- umar þýsku, náfrænkur Golfsins, um skeið falar á „tilboðsverði" úti í Bretlandi núna undir vorið. Mikil auglýsingaherferð kynnti þessi kostakjör sem ef Víkveiji man rétt hljóðuðu upp á 10% afslátt frá venjulegu gangverði ef kaupin voru gerð innan tilskilinna tímamarka. En raunar eiga Bretar samt, að eigin sögn, undir högg að sækja þegarþeir eru að fjárfesta í bílum rétt eins og við hér uppi á íslandi njótum ekki beinlínis neimsins bestu kjara að heldur. Könnun, sem bresku neytendasamtökin gengust fyrir, hefur semsagt leitt í ljós að bílamir sem Bretinn kaupir á heimaslóðum em stundum allt að 50% dýrari en nákvæmlega sömu gerðir á meginlandi Evrópu og svo úti í Bandaríkjunum. xxx Málgagn samtakanna upplýsti þetta fyrir skemmstu og var lítið hrifið sem vonlegt var. Þá leiddi könnunin líka í ljós hve sú þjónusta sem bandarísk bifreiðarumboð bjóða viðskiptavinum sínum er langtum betri en hin breska. Formaður neytendasamtakanna, sem er hvroki meira né minna en barónessa, efndi til blaðamanna- fundar á dögunum þar sem hún lýsti þessu. Hún var þá nýkomin úr ferðalagi um Bandaríkin og tjáði fjölmiðlafólkinu meðal annars: „Eitt það fyrsta sem ég rak aug- un í var auglýsing frá Chrysler þar sem forstjórinn, Lee-Iacocca, biðlaði til væntanlegra viðskiptavina með þessum orðum: Ef ég sel þér bíl, sem reynist hálfgerður gallagripur, þá er það mitt vandamál, ekki þitt. Og þeir láta ekki sitjá við orðin tóm þarna vestra. Að sögn barón- essunnar býður Chrysler nýjum við- skiptavinum upp á sjö ára og 100.000 mílna ábyrgð! Fyrirtækið gefur viðskiptavininum að auki tækifæri til að „reynslukeyra" bílinn hvort heldur hann kýs í einn mánuð eða um 1.000 mílna veg: Ef Víkverja misminnir ekki eru liðlega 1,6 km í mílunni. xxx Dálknum hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Press- unni: I janúar sl. birti Pressan fyrst fjölmiðla fréttir af því að Sverrir Hermannsson, Landsbankastjóri, hefði þegið sex mánaða biðlaun frá Alþingi eftir að hann tók við starfi í Landsbankanum. í fjölmiðlum hef- ur Sverrir ítrekað haldið því fram að fréttinni hafí verið lekið til Press- unnar af Ólafi Ragnari Grímssyni, ijármálaráðherra. Síðastliðinn laug- ardag tekur Víkveiji Morgunblaðs- ins þessa órökstuddu staðhæfingu Sverris upp og setur hana fram sem staðreynd. Orðrétt segir Víkveiji: „Mikið fjaðrafok varð í þingsöl- um þegar biðlaunagreiðslur Sverris komust í fjölmiðla. Þeim var lekið af sjálfumglöðum ráðherra sem sjálfur hlaut biðlaun 1983 þótt hann hyrfí að hálaunastarfi hjá hinu opin- bera.“ Vegna þessara ummæla skal tek- ið fram að umrædd frétt var að öllu leyti unnin að frumkvæði blaða- mannsins og staðhæfingar um af- skipti Ólafs Ragnars af fréttinni eru tilhæfulausar með öllu. Ómar Friðríksson ritstjóri Pressunnar. Allt er þetta svosem gott og blessað, en þó hlýtur Víkveiji að uppíýsa, að í umræddum pistli, sem vitnað er til hér efra, var að vísu fjallað um fyrrnefnd biðlaun en aft- ur á móti ekki vikið einu orði að Pressunni. HÖGNI HREKKVÍSI „HITASTIG VWTNSINS ER VIPUNANPI, HERRA.'" i t » * i . ... .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.