Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 107. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 14. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Japan; Svitalykt gerð útlæg Tókíó. Daily Telegraph. Japanir hafa fundið upp aðferð til að koma í veg fyrir svitalykt af fötum. Sérstök efnablanda er látin setjast í fataefhið og eyðir hún gerlum sem valda lyktinni. Um hrið hafa einnig verið á boðstólum flíkur sem ilma vel vegna þess að komið hefúr verið fyrir í efninu aragrúa örsmárra hylkja er gefa frá sér ljúfan ilm þegar efhið er snert. Eftir tíu þvotta tekur sælan þó enda; þá eru hylkin tæmd. Á járn- brautarstöðvum í Tókíó eru nú sjálfsal- ar með svitalyktarlausum sokkum sem farþegar kaupa um leið og fréttablað dagsins og er haft fyrir satt að þar sé komin skýringin á því að andrúmsloft í troðfullum lestunum hefur tekið stakkaskiptum. Bandaríkin; Opinbert gæða- eftirlit með fiski Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttarit- ara Morgunbiaðsins. Innan skamms verður lagt fram á Bandaríkjaþingi frumvarp til laga um opinbert gæðaeftirlit með fiski. All- mörg dæmi eru um að fólk hafi veikst af því að borða skemmdan fisk. Gæða- eftirlit hefur vissulega verið stundað í Bandaríkjunum og er víða mjög strangt, einkum með fiski frá helstu innfiutningsþjóðunum, íslendingum, Norðmönnum og Japönum, svo ein- hveijar séu nefhdar, en nokkuð hefur skort á hvað varðar fiskvinnslu Banda- ríkjamanna sjálfra. Sovétríkin: Lígatsjov bendl- aður við glæpi Leníngrað. Reuter. Nikolaj Ivanov, sov- éskur saksóknari og frambjóðandi til full- trúaþings landsins, sagði í sjónvarpsviðtali á föstudagskvöld að nafh Jegors Líga- tsjovs, eins af valda- mestu mönnum Sov- étríkjanna, hefði borið á góma í sambandi við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi. ívanov fullyrti þó ekki að Ligatsjov væri sek- ur. Málgagn kommúnistaflokksins, Pravda fordæmdi yfirlýsingar ívanovs í gær. Æðarkóngsbliki við Hoephners-bryggju á Akureyri. Æðar- I sýn eru settleg æðarhjón sem láta sér fatt um skartklæði kóngur verpir ekki á íslandi en sést hér öðru hveiju. í bak- | spjátrungsins finnast. Kínverskir stúdentar: Hungurverkfall í tengslum við heimsókn Gorbatsjovs Peking. Reuter. KÍNVERSKIR námsmenn sem krafist hafa umbóta undanfarnar þijár vikur binda mikl- ar vonir við heimsókn Míkhaífs Gorbatsjovs til Iandsins á mánudag. Rösklega tvö hundr- uð stúdentar hófu hungurverkfall í gær á Torgi hins himneska friðar í Peking en Gorbatsjov hittir einmitt Deng Xiaoping í Alþýðuhöllinni við torgið. Námsmennirnir sóru þess eið að bragða hvorki vott né þurrt fyrr en kínversk stjómvöld hefðu gengið til „alvöru viðræðna" við námsmenn um breytingar í frjálsræðisátt. Námsmenn af- hentu einnig bréf í sovéska sendiráðinu þar sem Gorbatsjov er boðið til viðræðna. Zhao Ziyang, leiðtogi kommúnistaflokksins, skoraði í gær á námsmennina að spilla ekki heimsókn Gorbatsjovs og ímynd Kina með óeirðum. Við ætlum að fasta uns yfir lýkur. Ég er reiðubúinn að fórna lífi mínu ef þess gerist þörf, sagði Li Huamin, sagnfræðinemi, þegar fréttamenn ræddu við námsmenn í Peking-háskóla þar sem þeir voru að snæða síðasta málsverðinn fyrir hungurverkfallið. Stúdentar við skólann, sem verið hefur mið- stöð óeirðanna undanfarið, sögðu að stjórn- völd hefðu gert þeim tilboð um viðræður, að því er virtist til þess að hindra óróa á meðan Gorbatsjov er f landinu. I tilboðinu fólst, að sögn fulltrúa námsmanna, að þeir tilnefndu 20 fulltrúa til viðræðna við stjómvöld. Það fannst þeim of lítið því í Peking einni væru 29 stærri háskólar. Auk þess væri ekki tryggt að erlendir fréttamenn fengju að fylgjast með viðræðunum en fijáls fréttaflutningur er ein meginkrafa stúdentanna. Sjá „Sættir eftir ...“ á bls. 4. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON MANUEL NORIEGA/13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.