Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 8
8 MOKGÚNÉ laðið DAGiBÓK SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 T TA A C*er sunnudagur 14. maí. Hvítasunnudagur. 134. 1 UAvj dagur ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 1.40 og síðdegisflóð kl. 14.30. Sólarupprás í Rvík kl. 4.16 og sólarlag kl. 22.34. Myrkur kl. 24.16. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.24 og tunglið er í suðri kl. 21.15. (Almanak Háskóla íslands.) Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. (Efes. 6,10). ÁRNAÐ HEILLA )7A ára afmæli. í dag, I vl hvítasunnudag, 14. maí, er sjötug frú Anna María Maríanusdóttir, Nönnufelli 1, Breiðholts- hverfi. Hún ætlar að taka á móti gestum uppi á 3. hæð í Brautarholti 30 í dag, af- mælisdaginn, milli kl. 16 og 19. FRÉTTIR_________________ í DAG, sunnudag, hefst helgavika. Svo nefnist vikan sem hefst með hvítasunnu- dagi. í dag er vinnuhjúaskil- dagi. Vinnuhjúaskildagi hinn forni (í gamla stíl): 3. maí (krossmessa á vori), dagur sem ráðning vinnufólks hefur miðast við frá fomu fari, seg- ir í Stjömufræði/Rímfræði. Þá er í dag mæðradagurinn. HÁSKÓLI íslands. í tilk. frá menntamáiaráðuneytinu í Lögbirtingi segir að forseti íslands hafi skipað dr. Er- lend Haraldsson dósent prófessor í sálarfræði við fé- lagsvísindadeild Háskólans ogtók sú skipan gildi 1. apríl. AKUREYRI. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tilk. í sama blaði að Hallur Þorgils Sigurðsson læknir hafi verið skipaður til þess að vera heilsugæslulæknir á Akureyri og muni hann taka þar til starfa 1. júní nk. Muni honum þá frá sama tíma verða veitt lausn frá störfum heilsugæslulæknis á Dalvík. LISTASAFN Siguijóns Ólafssonar, Laugamestanga, verður opið hvítasunnudag- ana kl. 14 til 17. KVENFÉL. Seljasóknar. Nk. þriðjudag verður byrjað að taka við greiðslum vegna vorferðar félagsins og verður tekið á móti greiðslunum í kirkjumiðstöðinni. PÓSTSTIMPLAR. í tilk. frá Póst- og símamálastofnun segir frá því að í tilefni af hirðisheimsókn Jóhannesar Páls II. páfa hingað til lands- ^Mv/ 1989 A. D- t=i CO o<2S-05- ?S*A0 N- XI- N- & o7 -f % * % * •§ ins. Búinn hefur verið til sér- stakur dagstimpill, sem verð- ur notaður í aðalpósthúsinu, Pósthússtræti, komudag páfa, hinn 3. júní nk. Eins verður opnað sérstakt póst- hús á ráðstefnu íþróttamála- ráðherra Evrópuráðsins, sem fram fer hér í Reykjavík dagana 31. maí og 1. júní nk. Verður þessi ráðstefna á Kjarvalsstöðum. Verður hið sérstaka pósthús af því tilefni starfrækt þar. KROSSGATAN B 9 ffl 13 n ■ _ H'LJÉZ |22 23 24 LÁRÉTT: — 1 kústum, 5 fiskur, 8 híma, 9 til sölu, 11 árafjöldi, 14 fúsk, 15 um- hyggjusemi, 16 jurt, 17 þeg- ar, 19 visnað gras, 21 beltið, 22 gamla, 25 happ, 26 vein- ar, 27 tangi. LÓÐRÉTT: - 2 tryllta, 3 dvelja, 4 úldin, 5 vitrar, 6 skemmd, 7 spils, 9 veiðir vel, 10 tungumálið, 12 tuskan, 13 laghnífs, 18 borðandi, 20 verkfæri, 21 kvæði, 23 lést, 24 rykkom. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 fálki, 5 askar, 8 Óðinn, 9 villu, 11 gæsin, 14 nói, 15 natin, 16 nárar, 17 inn, 19 lóan, 21 ansa, 22 ungling, J25 tes, 26 áli, 27 ati. LOÐRÉTT: — 2 ári, 3 kól, 4 Iðunni, 5 anginn, 6 snæ, 7 aki, 9 vandlát, 10 látlaus, 12 stranga, 13 nartaði, 18 núll, 20 NN, 21 an, 23 gá, 24 II. Það er nú varla hægt að ætlast til að við komum öðruvísi en veltandí og rúllandi heim eftir svona svakalegt geim, Danni minn ... ERLENDIS: 1610: Ofstækismaðurinn Francois Ravaillac ræður Hinrik IV. af Frakklandi af dögum og Loðvík XII., 9 ára, tekur við, en Maria de Medici verður ríkisstjóri. 1702: Karl XII. tekur Varsjá. 1791: Comwallis lávarður steypir Tippoo af Mysore af stóli í Seringspatam á Ind- landi. 1796: Edward Jenner gerir fyrstu árangursríku tilraun sína með bólusetningu. 1811: Lýst yfír stofnun lýð- veldis í Paraguay. 1842: Blaðið „IHustrated Lon- don News“ hefur göngu sína. . 1921: Kosningasigur fasista á Ítalíu. 1940: Heimavarnarlið í Bret- landi stofnað.- 1945: Lýðveldi stofnað í Aust- urríki. 1948: Umboðsstjórn Breta í Palestínu lýkur og ísraelsríki stofnað með Chaim Weizman fyrir forseta og David Ben Gurion fyrir forsætisráð- herra. Arabasveitin gerir innrás í Palestínu og sækir inn í Jerúsalem. 1964: Níkíta Khrústsjov, for- sætisráðherra Rússa, opnar Aswan-tífluna í Egyptalandi. 1972: Japanir fá aftur yfir- ráðin á eyjunni Okinawa eftir 27 ára bandarísk yfirráð. 1973: Fyrstu Skylab-geim- rannsóknarstöðinni skotið á loft. 1975: Kunngert að banda- rískir landgönguliðar hafi tekið bandaríska kaupskipið Mayaguez af Kambódíu- mönnum og sökkt þrem her- skipum þeirra. 1976: Indveijar og Pakistan- ar taka upp stjórnmálasam- band eftir fimm ára hlé. 1979: Bandaríkin og Kína semja um viðskipti eftir 30 ára hlé. HÉRLENDIS: 1912: Kristján konungur X. verður konungur við lát Frið- riks VIII. 1937: Hátíðlega haldið 25 ára stjórnarafmæli Kristjáns X. 1945: Veðurfregnum útvarp- að í fyrsta sinn síðan ísland var hemumið. 1946: Sláturhúsbrunni á Akranesi. 1965: Fyrsta Fokker Friend- ship-flugvél Flugfélags ís- lands kemur. Afinæli. Þýski eðlisfræðing- urinn Gabriel Fahreinheit (1686 — 1736). Breski rithöf- undurinn Sir Hall Caine og þýski hljómsveitarstjórinn Otto Klemperer (1895 — 1973). SKIPIN_______________ REYKJAVÍKURHÖFN: Nú um helgina er togarinn Viðey væntanlegur úr sölu- ferð. Togarinn Siglfirðingur fór til veiða. Á morgun kemur togarinn Ottó N. Þorláksson inn til löndunar. Þá fer togar- inn Ásbjörn á veiðar. Valur er væntanlegur að utan. Á þriðjudag em þessi skip vænt- anleg að utan: Jökulfell og Selfoss, svo og Helgafell og Grundarfoss. Em Selfoss og Grundarfoss með komfarm. í Sundahöfn hefur færeyskt flutningaskip, Sagaland, leg- ið frá því á mánudaginn var. Það fæst ekki losað, rúmlega 1.450 tonn af dýrafóðri, vegna verkfalls náttúmfræð- ingafélagsins. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í fyrrakvöld kom Hera Borg af ströndinni. í gær kom frystitogarinn Ýmir inn til löndunar. I dag er tog- arinn Jón Kjartansson vænt- anlegur inn og að utan er MANNAMÓT ÞJOÐHATIÐARDAG- UR Norðmanna er nk. mið- vikudag og minnast Norð- menn þess að þann dag em liðin 175 ár frá gildistöku norsku stjómarskrárinnar. Að vanda koma Norðmenn og Noregsvinir hérlendis sam- an þjóðhátíðardaginn. Heijast þessi þjóðhátíðarhöld þeirra kl. 9.30 suður í Fossvogs- kirkjugarði. Þar leggur sendiherra Norðmanna, Per Aasen, blómsveig við minnisvarða norskra flug- manna úr heimsstyijöldinni. Síðan verður farið í Norræna húsið og þar verður dagskrá fyrir böm kl. 10.30. Skrúð- ganga verður frá Norræna húsinu að Neskirkju og þar verður þjóðhátíðardagsguðs- þjónusta, prestur sr. Guðni Gunnarsson stúdentaprest- ur. Áður en ræða dagsins verður flutt þar í kirkjunni af norska þingmanninum fru Liv Aasen flytur Knut Ödegaard skáld inngangsorð. Athöfninni í kirkjunni lýkur með söng Hamrahlíðarkórs- FÉL. svæðameðferð hafði ráðgert að hafa opið hús nk. miðvikudag, 17. þ.m., en það verður ekki af óviðráðan- legum ástæðum. Aðalfundur félagsins verður 29. maí nk. Gestur fundarins verður Þór- hallur Guðmundsson miðill. FELAGSSTARF aldr- aðra efnir til fyrstu sumar- ferðarinnar fimmtudaginn 18. maí nk. og verður farið austur í Hveragerði. Verður lagt af stað frá lögreglustöð- inni við Hlemmtorg kl. 13.30. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í ferðinni fá nánari uppl. í símum 689670 eða 689761 strax eftir helgina kl. 9-12. KVENFEL. Heimaey heldur aðalfund nk. þriðju- dagskvöld, 16. þ.m., í Holiday Inn kl. 20.30. Erlingur Ágústsson kemur í heim- sókn. Þá verður myndasýning frá þorrablóti og sumarferða- laginu. ÞETTA GERÐIST 14. maí. ORÐABOKIN Skaldbreið — Skjaldbreiður Nýlega var þeirri spurn- ingu beint til mín, hvort hið fallega fjall, sem prýðir Þingvallasveit í norðri, héti Skjaldbreið 0g væri kvk. nafnorð eða Skjaldbreiöur og væri þá kk. no. Ekki hef ég óyggjandi svar um þetta. Mig minnir samt að hafa heyrt eða séð, að í sveitinni muni kvk.myndin notuð. Er það og í samræmi við nafn- ið Herðubreið, sem mun allt- af vera kvk.orð. Jónas Hallgrímsson hefur nafnið hins vegar í kk. í hinu al- kunna kvæði sínu, þegar hann segir: Ríð ég háa« Skjaldbreið skoða, — / skín á tinda morgunsól. Svo er að sjá sem Þorvaldur Thor- oddsen hafi notað kvk.myndina í bókum sínum. Þó setur hann í nafnaskrá árið 1915 bæði myndina Skjaldbreið og Skjaldbreiður. Hefur hann því heyrt báðar þessar orð- myndir, nema þá hann hafi haft kk.myndina frá Jónasi. í frásögn í riti frá 1884, segir frá rannsóknarferð Þorvaldar til Þingvalla sumarið áður og hann hafi haldið þaðan að Skjaldbreið. „Hún er 3400 fet á hæð“ segir þar orðrétt. Ýmis önn- ur örnefni eru til í íslenzku, þar sem kynið er á reiki. Er þá e.t.v. eðlilegast að virða þá orðmynd, sem not- uð er í þeim byggðum, sem næstar eru vettvangi. — JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.