Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 10
10 'MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDA6UR 14. MAÍ 1989 / Stund milli stríða hjá Ólaji Ragnari Grímssyni, jjármálaráðherra ogjormanni Alþýðubandalagsins eftir Árna Þórarinsson/mynd Ragnar Axelsson GRÁU hárunum hefur ef til vill Qölgað á glókolli íslenskra stjórnmála í orrahríð undanfarinna mánaða. En: „Það vill til að ég er svo ljóshærður að lítið ber á því,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson og glottir. Háraliturinn einn dugir skammt til að Ólafur Ragnar standi óhaggaður, persónulega og pólitískt. Eftir harðvítugan slag um formennsku í Alþýðubandalaginu gekk hann til umdeilds sljórnarsamstarfs með flokk sinn í mikilli fylgislægð, settist í stormasamasta ráðherrastólinn, fjármálaráðuneytið, í miðju efnahagsöngþveiti, og er nú lentur í grimmilegum átökum við stóran stuðningshóp eigin flokks. Hann segir nýliðinn vetur hafa verið eins og „heimskautaleið£uigur“ og hann þekki ekki harðari andstæðinga núverandi stjómarsamstarfs en dætur sínar. „Þær hafa varla séð mig dögum saman; em sofiiaðar þegar ég kem heim á kvöldin og ekki vaknaðar þegar ég fer á morgnana. Þær sakna þess sveigjanlega vinnutíma sem ég hafði áður þegar ég var í röðum háskólamanna!" Þótt hann segist sjá fyrir endann á heimskautaleiðangrinum á sama ekki við um hina alvarlegu kjaradeilu ríkisins við fyrrum starfsbræður fjármálaráðherrans, háskólamenntaða ríkisstarfsmenn. Hann kveðst jafii dapur yfir þeirri stöðu og hann sé hissa. vona var í stuttu máli dramatísk atburðarás síðustu helgar frá bæjardyrum Ólafs Ragnars; Á kugardagsmorgun hittast þeir Ólafur Ragnar og Páll Halldórs- son, formaður BHMR. Sá fyrr- nefndi reifar hugmynd að samn- ingsgrundvelli til langs tíma sem fæli í sér nýtt launakerfi fyrir háskólamenntaða ríkisstarfsmenn, ákveðnar dagsetningar á gildistöku þess, lágmarks- tryggingu og stofnun ný sjóðs með tugmillj- óna fjárveitingu árlega fyrir ýmis hags- munamál BHMR-félaga. „Ég sagði jafn- framt að þetta væri úrslitatækifæri til að leysa þessa deilu. Páll fór með þetta inn í samninganefnd BHMR, kom til baka ásamt Birgi Birni Sigurjónssyni, framkvæmda- stjóra samtakanna og þeir kváðust vilja vinna að samningi, á þessum grundvelli. Við fórum því til sáttasemjara og ákveðið var að tveir sex manna vinnuhópar frá báð- um aðilum, auk mín, héldu samningsgerð- inni áfram í fundarsal ríkisins í Borgartúni 6. Það gefur augaleið að sáttasemjari hefði aldrei samþykkt að flytja viðræðumar út úr sínu húsnæði ef hann hefði ekki talið að nú færi fram sameiginlegt lokaátak." Vinnuhópamir setjást að störfum í Rúg- brauðsgerðinni í skjóli frá kastljósi fjöl- miðla, skiptast á blöðum með uppkasti að nýjum kjarasamningi og „þetta gekk mjög vel“ segir Ólafur Ragnar. Kl. 3 um nóttina er gert hlé til kl. 10 á sunnudagsmorgun. „Þá kom Páll Halldórsson til baka af samn- inganefndarfundi og sagðist hafa fengið grænt ljós á framhald. Við tókum því til við það af fullum krafti að útfæra samning- inn, — að lýsa þessu nýja launakerfi sem taka átti gildi 1. júní 1990 og hveiju það ætti að skila fyrsta árið, að lýsa ítarlega verkefnum hins nýja sjóðs og að ganga frá öðmm meginkafla um launaþróun 1989- 1990 og sameiginlegri launatöflu fyrir alla BHMR-félaga, sem hafði verið ein af þeirra aðalkröfum, svo eitthvað sé nefnt. Ég held að öll samninganefnd ríkisins hafi staðið í þeirri trú að verið væri að ganga sameigin- lega frá lokasamningi. Það er síðan fyrir algjöra tilviljun að ég fæ pata af því um kvöldmatarleytið gegnum símtal við Búbbu, konuna mína, að um það sé rætt í samninga- nefnd BHMR að ekkert hafi gerst í þessum viðræðum; allt sé eins og í gamla plagginu. Ég hef sjaldan hrokkið eins við. Mér Ieið satt að segja eins og í absúrdleikhúsi. Ég fór beint inn í fundarherbergi BHMR-manna og spurði hvað væri eiginlega á seyði; hvort öll okkar vinna væri einskis virði. Þeir svör- uðu þá að þeir vildu halda áfram þessu sameiginlega starfi. Þegar ég skýrði samn- ingamönnum ríkisins hins vegar frá þessari stöðu komu þar fram áhyggjur af því að væru þessar fregnir innan úr samninga- nefnd BHMR réttar og þeir neituðu að stað- festa samninginn á elleftu stundu þá hefði ég látið draga mig á tálar; þá hefði ég ver- ið blekktur til að láta frá mér plagg sem sáttasemjari ríkisins yrði síðan að byggja sína sáttatillögu á. Ég ákvað samt að taka áhættuna og halda áfram. Drög að samn- ingi voru síðan fullunnin. Ég átti þá einka- viðræður við Pál og Birgi Bjöm þar sem ég sagði þeim að lengra kæmist ríkið alls ekki og væri trúlega komið of langt. Þeim átti að vera ljóst, svo framarlega sem þeir skilja mælt mál, að bæði persónulega og pólitískt væri ég í samningnum kominn fram á ystu bjargbrún." ex manna vinnuhópamir eru þá Skallaðir til formlegs fundar íd. 21 á sunnudagskvöld og samn- ingsdrögin lögð þar fram. „Þá lýsa forystumenn BHMR því yfir að þeir hafi ekki umboð til að ganga frá samningi. Mér þótti það merkilegt því þeir höfðu reglulega gefið samninga- nefnd sinni skýrslu um gang mála og það hafði hreinlega ekki hvarflað að mér að spyija hvort þeir hefðu umboð til að semja. Þeir óska eftir að fá plaggið til athugunar og liggja yfir því í tvær klukkustundir. Að þeim tíma liðnum kemur Páll með sjö tillög- ur um breytingar og þótt öllum viti bomum mönnum hafi átt að vera ljóst að þetta plagg var unnið sem endanlegur samningur var fallist á þær og handskrifaði ég þær allar inn. Síðan kemur Wincie Jóhannsdóttir með áttundu breytinguna sem við samþykktum. Ein af sjö tillögum Páls fólst í því að sérstak- ar leiðréttingar til handa kennurum næðu einnig til allra hinna. Á þessa breytingu gátum við ekki fallist. Þau fá síðan plagg- ið, sem við litum á sem „non-paper“, þ.e. að það væri ekki til ef það yrði ekki að samningi. Það er svo fijölritað í nógu mörg- um eintökum fyrir samninganefndina. Á því augnabliki vomm við öll, m.a.s. Indriði H. Þorláksson, sá séði samningamaður sem ekki kallar allt ömmu sína, sannfærð um að nú væri lokið sameiginlegri samnings- gerð. Eins og öllum er kunnugt kom á dag- inn að svo var ekki. Allt okkar starf hafði annaðhvort verið byggt á einhveijum hrika- legum misskilningi eða hreinum blekking- um.“ „Og,“ bætir Ólafur Ragnar við, opnar skjalatösku sína og dregur upp plagg, „þó ég vilji ekki sýna þér þennan samning sem ekki á að vera til þá eru hér drög að öðrum meginkafla hans, — beint úr tölvu Birgis Bjöms Siguijónssonar, framkvæmdastjóra BHMR, drögum sem við samþykktum í öll- um höfuðatriðum. Svo halda þessir menn þvi blákalt fram að ekki hafi verið um sam- eiginlegt plagg að ræða!“ Hann segir að þetta hafi verið döpur persónuleg reynsla. „Ég var ekki í neinum skollaleik.Úrslitatilraun þýðir úrslitatilraun. Ekki nýjar og nýjar lotur. Ég teygði mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.