Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 11
/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 11 eins langt og ég gat og jafnvel lengra; BHMR stóð til boða einhver hagstæðasti samningur þessarar kjaramálahrotu. Þeir létu hann sér úr greipum ganga.“ Stendur þá þetta tilboð ekki lengur? „Jú, við erum tilbúin til að gera þennan samning núna ef menn vilja. En við getum ekki meir. Eg óttast að BHMR vilji hins vegar ekki hlusta á þau orð. Þá verða þeir að bíða. Mjög lengi.“ Utilokarðu lagasetningu um gerðardóm? „Já, ég útiloka hana. Meginástæðan er þessi: Við viljum hafa hér lýðræðislegt þjóð- félag með fijálsum samningsrétti. En lýð- ræði þolir ekki fijálsræði ef engin ábyrgð fylgir því. Ábyrgð er ekki verslunarvara sem menn kaupa úti í búð. Hún er eiginleiki, hugarfar, ákveðið siðgæði. Lagasetning sem kemur í veg fyrir eiginhagsmunapot ákveð- ins þjóðfélagshóps leysir hann undan þess- ari ábyrgð. Hún myndi ýta undir ábyrgðar- 'laust hugarfar: Við skulum bara leika okkur og sjá hvað við komumst langt. Ég tel að við stöndum hér á ákveðnum tímamótum. Við eigum að neita okkur um lagasetningu og halda áfram að byggja upp þá ábyrgðar- tilfinningu sem komið hefur fram í öðrum kjaradeilum." Ólafur Ragnar viðurkennir að það sé vissulega óþægileg hremming fyrir hann sem formann Alþýðubandalagsins að standa í stríði við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn sem verið hafa mikilvægur bakhjarl flokks- ins. Afturámóti hafi hann ekki samviskubit yfir því að hafna markaðslaunastefnu þess- ara samtaka því hún sé í andstöðu við launa- stefnu Alþýðubandalagsins. „Eg á satt að segja, sem jafnaðarmaður, erfitt með að skilja suma félaga mína sem hafa jafnvel verið vinstra megin við Alþýðubandalagið, eins og Pálí Halldórsson, og ganga nú fram galvaskir með markaðslaunastefnuna á kröfuspjöldunum." Hann segist hafa pata af hótunum um úrsagnir úr Alþýðubandalaginu. „Sjálfur hef ég fengið skeyti, símhringingar og heim- sóknir frá félögum í flokknum sem halda því fram að ég ætti að gera það fyrir Al- þýðubandalagið að semja.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi engu að síður skilning og samúð með kröfu- gerð BHMR segist hann í sjálfu sér hafa skilning á henni, sérstaklega sé nauðsynlegt að bæta kjör kennarastéttarinnar. „Og ég verð satt að segja óttasleginn þegar ég finn þann fjandskap sem er að myndast hjá al- menningi gagnvart kennurum. Slíkt er mjög alvarlegt því menntun er uppspretta fram- fara. Fyrirlitning á háskólamenntuðu fólki er hættuleg fyrir þjóðfélagið. En því miður bera félagsmenn í BHMR töluverða ábyrgð á þessari stöðu." Olafur Ragnar segir fundinn fræga með kennurum í Sóknarsalnum hafa ráðið hér miklu. „Og það er aldeilis fráleitt að halda því fram að ég hafi kynt undir af ill- kvittni og skepnuskap gegn- um flölmiðlafréttir af fundin- um. Staðreyndin er sú, að hafi einhver verið fórnarlamb ijölmiðlahönn- unar á þessum fundi, þá var það ég. Fund- inn bar að með þeim hætti að ég sagði í viðtali við Þjóðviljann að ég hefði ekki feng- ið að ræða við kennara eina því þeir væru í BHMR-samfloti. Ég les síðan í auglýsing- um í blöðunum að ég sé boðaður á þennan Ég fæ líka mikið út úr þeim stundum þegar ég ríf mig upp á morgnana og fer út að ganga eða hlaupa á Nesinu, einn í vetrarmyrkrinu eða vormorgninum. Merkilegt hvað stutt snerting við náttúruna getur veitt manni mikinn styrk. fund í Sóknarsalnum. Það var ekkert sam- band við mig haft og ég hefði ekki vitað af fundinum ef ég læsi ekki blaðaauglýs- ingar. Ég vissi ekki hvort þetta átti að vera lokaður fundur eða hversu margir myndu mæta. Ég hugsaði ekki um hann fyrr en ég settist upp í bílinn tíu mínútum áður en hann hófst. Þegar ég gekk í salinn sá ég á hinn bóginn að HÍK hafði sérhannað þarna fjölmiðlauppákomu með hljóðnemum, myndavélum, bunka af spurningum á borði fundarstjóra og skipulegri smölun: Nú átti að taka mig í bakaríið. Eftir því sem á fund- inn leið sóttu að mér æ meiri áhyggjur af þeim fjandskap sem birtist í framíköllum og öðrum viðbrögðum í salnum, — fjand- skap gegn mér og þeim samtökum launa- fólks sem gengið höfðu til ábyrgra samn- inga. Þessi viðbrögð sýndu að menn voru að lokast inni í heimi sem var í órafjarlægð frá öðru sem er að gerast í þjóðfélaginu. Þetta var auðvitað ekki skemmtileg reynsla, því ég þekkti marga í salnum, — góða kunn- ingja, gamla nemendur, ýmsa flokksfélaga. Við Svanhildur Jónasdóttir, aðstoðarmaður minn og varaformaður Alþýðubandalagsins, töldum okkur geta nafngreint sameiginlega obbann af fundarmönnum, enda löbbuðum við beint úr kennslustofunum, hún á Dalvík og ég í háskólanum, inn í þessi embætti." En gæti einmitt sú staðreynd að fjármála- ráðherrann er formaður Alþýðubandalags- ins og sjálfur úr röðum háskólamanna hafa kveikt gyllivonir hjá BHMR? „Jú, það getur vel verið að menn hafi talið að ég stæðist ekki þrýstinginn. En þá fyrst liði mér illa ef ég fómaði minni sann- færingu fyrir afarþrönga flokkshagsmuni.“ Hann kveðst sannfærður um að þessi heiti eldur muni herða flokkinn til lengri tíma. „Deilan hefur, hvað sem öðru líður, veitt Alþýðubandalaginu tækifæri til að sýna staðfestu sína og ábyrgð, sýna að við höfum manndóm og þrek til að standa í stjóm landsins þrátt fyrir andróður sérhagsmuna- afla. Ef við hefðum verið eins og strá í þessum vindi hefði sú kenning andstæðing- anna sannast að Alþýðubandalagið væri ekkert annað en yfirstéttarflokkur háskóla- manna.“ Bent hefur verið á að óklókt hafi verið af Ólafi Ragnari að vera sjálfur jafn mikið á oddinum í deilunni og raun ber vitni. Hann segir að slíkt sé alltaf álitamál. Hann hafi farið inní viðræðurnar á laugardag til að sýna alvöru málsins og eyða hugsanlegri tortryggni gagnvart samningamönnum ríkisins. Ráðherra eigi heldur ekki að skjóta sér bak við embættismenn. „Það er oft þægilegt að búa sér til skjól. En ég held að íslensk stjórnmál hafi liðið fyrir það að ráðherrar skjóta sér bak við aðra. Hér kem ég aftur að lykilatriðinu, — ábyrgðinni. Ef ekki tekst að byggja upp ábyrgðartilfinn- ingu í þjóðfélaginu, hvort heldur er hjá for- svarsmönnum fyrirtækja sem setja þau á hausinn til að stofna ný, samningamönnum í kjarabaráttu eða ráðherrum sem ekki þora

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.