Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 13
MORGÚNBLAÐIÐ "kúNNÚÖAGÚR 14. MAÍ 1989 13 MA]\UEL MTOMO AORIEGA HER8HÖFÐIAGI FJlur- lyfjaeln- viildiii'iiin VIÐBÚNAÐUR Bandaríkjamanna og hætta á íhlutun virðast ekki fá breytt þeim ásetningi Noriega hershöfðingja, valdamesta manns Panama, að láta frambjóðanda sinn í kosningunum um síðustu helgi, Carlos Duque, taka við forsetaembættinu. Flestir virðast sammála um að brögð hafi verið í tafli í kosningunum og Duque hafi hlotið minna fylgi en andstæðingur hans, Guillermo Endara, þótt sljórnin héldi öðru fram. Síðan lýsti hún úrslit kosn- inganna ógild. Herinn virðist hollur Noriega og fátt virðist geta ógnað honum nema því aðeins að Bandaríkjamenn grípi í taumana. Gæfan hefur ekki verið hliðholl Bandaríkja- mönnum í þessum hluta heims að undanförnu. Kontra-skæuruliðar í Nicaragua virðast ramba á barmi upplausnar þrátt fyrir stuðning bandarísku stjórnarinnar og stjórn sandinista hefur treyst sig í sessi. Uppreisn- armenn í E1 Salvador hafa enn ekki verið brotnir á bak aftur og ófremdarástand ríkir í landinu. Lýðræðisleg stjóm miðju- manna þar, sem Bandaríkjamenn hafa stutt, beið mikinn ósigur fyrir mönnum lengst til hægri í marz. Önnur valdaránstilraunin á einu ári var gerð í Guatemala í vikunni. í Panama hefur Noriega átt í útistöðum við Bandaríkjamenn í eitt og hálft ár. Hann skákar í því skjólinu að Panama-skurður er einhver mikilvægasta siglinga- leið heims og í ár verða tímamót í sögu hans. Samkvæmt samningi frá 1978 eiga Panamamenn að taka við rekstri skurðarins í áföngum fyrir 1999 og í lok þessa árs eiga þeir að skipa formann í nefnd, sem stjórnar rekstrinum. Fastlega hefur verið búist við því að Noriega skipi einn af skjól- stæðingum sínum stjórnanda skurðarins. Því hefur lengi verið spáð að hann muni nota auknar tekjur af Panamaskurði til að hygla stuðningsmönnum sínum og treysta sig í sessi. Um hann hefur verið sagt að græðgi og metnaðargirnd hafi stjórnað gerðum hans alla tíð og hann hafi alltaf óttazt að verða hafnað. Hann hefur komizt áfram með blekkingum, svikum og mis- kunnarleysi og sýnt sérstaka hæfni í að halda velli, þótt á móti blási. Hann hefur verið kall- ður „eiturlyfja- einvaldurinn", en landar hans hafa uppnefnt hann „ananasfésið“, því að hann er með hijúfa andlitshúð og andlitið er alsett örum eftir graftarbólur. Manuel Antonio Noriega er fæddur um 1934 í fátækrahverf- inu Barrio Santana í Panamaborg. Fjölskylduvinir hafa sagt að faðir hans hafí verið bókhaldari, en flestir telja að hann hafi annað hvort fæðzt utan hjónabands eða orðið að sjá um sig sjálfur frá unga aldri. Samkvæmt einni heimild kom móðir hans honum fyrir á munaðarleysingjahæli þeg- ar hann var fimm ára gamall. Noriega var góður námsmaður og gekk í bezta framhaldsskóla Panama. Vinum sínum sagði hann að hann vildi annað hvort verða sálfræðingur eða forseti Panama. Fjárhagurinn leyfði ekki nám í læknaskóla, en hann hafði svo góða hæfíleika að hann fékk styrk til náms í herskóla í Perú. Löngu seinna var skýrt frá því að hann hefði njósnað um önnur foringja- efni fyrir CIA. Liðsforingjar, sem höfðu lært í Perú, voru áhrifamiklir i hernum í Panama og klíka þeirra gerði Noriega kleift að velja um stöður í hernum þegar hann kom heim frá námi. Andstæðingar hans segja að fljótt hafi komið í ljós að grimmd sé eftir Gudm. Halldórsson ríkur þáttur í skapgerð hans, -_því að hann hafí nauðgað og mis- þyrmt vændis- konu, þegar stöðu í hernum í vinveittur hann gegndi Colon. Höfuðsmaður honum, Omar Torrijos, gerði ráð- stafanir til þess að hann væri fluttur til afskekkts héraðs, Chiriqui, í stað þess að hann yrði leiddur fyrir herrétt. Noriega stjórnaði óvenjulega árangursríkri herferð gegn upp- reisnarmönnum í Chiriqui, sem vakti athygli. Um leið varð hann frægur fyrir grimmd, því að hann krafðist þess að hermenn hans færðu honum eyrnasnepla af föllnum skæruliðum. Seinna var staðhæft að hann hefði nauðgað 13 ára gamalli stúlku og lúbarið 12 ára systur hennar. Torrijos kom honum aftur til bjargar. Þegar vinstrisinninn, Arnulfo Arias, sigraði í kosningum 1968 steypti Torrijos honum af stóli og tók völdin í sínar hendur. Torrijos var höfundur samningsins um Panamaskurð 1977 ásamt Jimmy Carter og einkavini Grahams Greenes. Noriega var orðinn yfirmaður hersins í Chiriqui þegar Torrijos hrifsaði völdin og launaði honum margvíslegan greiða með því að bæla niður gagnbyltingu. Nokkr- um vikum síðar skipaði Torrijos hann yfirmann leyniþjónustu hersins. í þvi embætti tók Noriega upp náið samstarfi við erlendar leyni- þjónustur og erlenda glæpamenn. Samkvæmt bandarískum heimild- um var hann á launum hjá CIA allt frá því hann tók við þessu starfí og hann mun hafa komizt í svo mikið álit að hann hefur fengið allt að 200,000 dollara á ári. Landar Noriega segja að hann hafi orðið meðeigandi í hóruhús- inu Ancon rétt hjá aðalherstöðinni á bandaríska yfirráðasvæðinu við Panamaskurð og þar með aukið áhrif sín í 10.000 manna herliði Bandaríkjamanna þar. Hermenn urðu að skilja eftir persónuskilríki í afgreiðslunni og upplýsingar um þá fóru beint í skjalasafn Noriega. Þátttaka Noriega í eiturlyija- smygli hófst einnig á þeim árum þegar hann var yfirmaður leyni- þjónustunnar, ef trúa má óvinum hans. Hann lét sem hann vissi ekkert um víðtæka heróinflutn- inga til Bandaríkjanna um Pa- nama. Stjóm Richards Nixons forseta hafði svo miklar áhyggjur af þessu að hún íhugaði að koma honum fyrir kattamef. Torrijos fórst í dularfullu flug- slysi 1981. Seinna sakaði frændi hans Noriega um að hafa átt sök á dauða hans. Noriega og aðrir herforingjar gerðu með sér sam- komulag um að gegna störfum yfirmanns hersins og forseta Pa- nama til skiptis. Noriega sveik félaga sína tæpum tveimur ámm eftir að þetta samkomulag var gert og gerði dyggan stuðnings- mann sinn úr röðum óbreyttra borgara að forseta. Sá hét Nicolas Ardito Barletta, en hann brást Noriega þegar vinstrisinnaður læknir, Hugo Spadafora, var myrtur. Spadafora hafði sakað Noriega um eiturlyfjaviðskipti og var pynt- aður og hálshöggvinn. Þegar Bar- letta hvatti til rannsóknar á morð- inu vék Noriega honum úr emb- ætti. Að lokum var Eric Arturo Delvalle skipaður eftirmaður hans, en Noriega rak hann líka. Þegar nokkrir gamlir vinir Noriega snem við honum baki fyrir nokkram ámm létu þeir bandarískum kviðdómum og þing- nefndum í té mikilvæga vitneskju um eiturlyijabrask hans. Að sögn þeirra fór hann að auðgast fyrir alvöm á árunum um og eftir 1980, þegar byltingar komust í tízku í Mið-Ameríku og kókaín í Holly- wood og á Manhattan. Noriega varð hjálparhella þess- ara byltingarmanna og sendi vopn til sandinista, sem áttu í höggi við stuðningsmenn Somoza í Nic- aragua, og hreyfingar marxista, sem barðist gegn stjóminni í E1 Salvador. Fyrir þetta fékk hann góð umboðslaun og hann ávann sér traust byltingarleiðtoga á borð við Fidel Castro, sem varð náinn vinur hans. Noriega hefur meðal annars gert Castro þann greiða að smygla IBM-tölvum til Kúbu. Um leið varð Noriega milli- göngumaður og verndari kókaíns- myglara. Hann varð handgenginn aðalframleiðendunum í Kólombíu og studdi samtök þeirra, Medall- in-hringinn, með ráðum og dáð. Þegar ríkissaksóknarinn í Kólombíu var myrtur 1984 og menn úr hringnum flúðu land, skaut Noriega yfír þá skjólshúsi í Panama og útvegaði þeim lífverði úr lögreglunni. Panama varð „paradís kókaín- smyglaranna“ og „kókaínkóngar“ frá Kólombíu urðu ríki í ríkinu. Milljónir dollara fóm um banka og fyrirtæki í Panama og eitur- lyfjasalarnir nutu góðs af því að hvergi í heiminum er eins mikil bankaleynd og eins mikil leynd yfír starfsemi fyrirtækja og í Pa- nama. Margir Panamamenn stórgræddu á kókaínviðskiptun- um, fjör færðist í viðskiptalífíð í landinu og næturlífíð í höfuð- borginni, en eiturlyfjasjúklingum fjölgaði. Fyrrverandi samstarfsmaður Noriega, José Blandon, sakaði hann um að gera stjóm Panama að „glæpafyrirtæki" og banda- rískur öldungadeildarmaður, Jesse Helms, kallaði hershöfðingj- ann „mesta eiturlyfjasala í Vest- urheimi.“ Blandon sagði að Nori- ega hefði auk þess grætt stórfé á því að selja vegabréf eða vega- bréfsáritanir, lendingarréttindi og persónuskilriki handa sjómönnum á skipum, sem era skráð í Pan- ama. Svo háð varð landið ólögleg- um kókaínviðskiptum að það hlaut viðurnefnið „glæparíkið.“ Noriega varð stórríkur; auður hans hefur verið metinn á 500 milljónir dollara. Hann á að minnsta kosti 15 hús eða íbúðir í Panama, ísrael, Frakklandi og Japan og flota BMW-bfreiða og einkaflugvéla. Hann hefur fyllt hús sín listaverkum og gömlum munum og fjölskylda hans fer oft í verzlunarleiðangra til New York, þar sem hún eyðir offjár. Sambúð Noriega og Banda- ríkjastjómar hefur stöðugt versn- að. Fullur íjandskapur hefur ríkt síðan 1986 og Noriega hefur ver- ið ákærður fyrir eiturlyfjasmygl á Miami. Ef hann glatar völdunum og hrökklast úr landi er óvíst hvar hann mundi fá hæli. Fyrri hluta árs í fyrra virtist stjórn Ronalds Reagans staðráðin í að víkja Noriega frá völdum eft- ir nokkurt hik. Haldið var uppi hörðum mótmælaaðgerðum gegn Noriega í Panama og götubardag- ar geisuðu í margar vikur. Banda- ríkjamenn gripu til efnahags- þvingana, en þær hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Noriega hefur engan bilbug látið á sér finna og foringjar í hernum hafa haldið tryggð við hann, enda hafa þeir fengið sinn skerf af ránsfengnum. Þeir liðs- foringjar, sem hafa verið honum fjandsamlegir, hafa verið reknir úr hemum. Smám saman hefur honum líka tekizt að grafa undan stjórnarandstöðunni, þótt flestir telji að frambjóðandi hennar hafi fengið meira fylgi en frambjóð- andi Noriega í kosningunum fyrir viku. Taugastríð hefur geisað milli Panamamanna og bandaríska herliðsins við Panamaskurð síðan stjórn Reagans greip til refsiað- gerðanna í apríl í fyrra. Nú hug- leiðir Bush hvort hann skuli herða refsiaðgerðimar eða grípa til hernaðaríhlutunar. „Mesti eitur- lyfjasali í Vesturheimi.“ — JesseHelms. „Ljóst virðist vera að íbúar Panama hafi greitt atkvæði með lýðræði. Nú verður Nori- ega að virða óskir þjóðarinnar.“ — Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. „Gerði Pan- amaaðglæpa- fyrirtæki.“ — JoséBlandon. Teikning/Pétur Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.