Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 14
I4r MORGUNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 Gjaldþrot eru ekki lengur grýla Eigendur gjaldþrota hlutafélaga bera enga Qárhagslega ábyrgð Víða hugað að endurskoðun laga um fyrirtækjarekstur Hugmyndir um sérstakan skattadómstól eftir Guðmund Sv. Hermannsson mynd Ragnar Axelsson EIGENDUR STÓRS framleiðslufyrirtækis stofna mörg ný fyrirtæki og selja þeim rekstur stóra fyrirtækisins áður en það er tekið til gjaldþrotaskipta. HÓTELEIGANDI sto&iar hlutafélag og leigir því rekstur hótelsins, sem síðan endurleigir öðrum reksturinn. Hlutafélagið býður svo í þrotabú hótelsins á nauðungaruppboði. HLUTAFÉLAG, sem rekur verksmiðju, verður gjaldþrota og er tekið til skipta. Daginn eftir er reksturinn leigður nýju hlutafélagi sem stofhað er af sömu mönnum og áttu gamla hlutafélagið. TÖLVUFYRIRTÆKI er lýst gjaldþrota en strax er stofnað nýtt fyrirtæki af eigendum og starfsmönnum gamla fyrirtækisins til að taka yfir samninga ogþjónustu sem það hafði áður. etta eru allt raunveruleg dæmi úr viðskiptalífinu, sem verið hafa í fyölmiðl- um undanfama mánuði. Þær sögur sem ekki kom- ast í fjölmiðla eru sumar mun ótrúlegri, og smátt og smátt hefur fólk feng- ið það á tilfinninguna, að stór hóp- ur manna leiki það að setja fyrir- tæki sín á hausinn til að hreinsa af þeim ýmsar erfíðustu skuldirnar, en stofni síðan ný eða kaupi þrotabú þess gamla eins og ekkert hafí í skorist. Fjölgun hlutafélaga um fyrir- tækjarekstur hefur verið jöfn og stöðug undanfarin ár. Þannig voru um 170 hlutafélög skráð árlega hjá Hlutafélagaskrá í byijun þessa ára- tugar, á síðasta ári vom um 800 hlutafélög skráð og skráningar benda til svipaðs fjölda á þessu ári. Gjaldþrotum hefur einnig fjölg- að að sama skapi. Árið 1983 fékk skiptaréttur Reykjavíkur 246 beiðn- ir um gjaldþrotaskipti, en á síðasta ári fékk skiptaréttur Reykjavíkur 1.327 beiðnir um gjaldþrotaskipti, þar af 323 vegna fyrirtækja. I gjaldþrotalögum segir að bók- haldsskyldum fyrirtækjum eða aðil- um í atvinnurekstri beri að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta, strax og fyrirsjáanlegt er, að ekki er hægt að standa að fullu í skilum við lánardrottna, þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga. Engin sér- stök viðurlög em þó í lögunum, þótt þessari skyldu sé ekki sinnt. Þegar bú er tekið til gjaldþrota- skipta, er eignum þess komið í verð og andvirðið fer til að greiða skuld- ir, svo langt sem það nær. Þeir sem eiga inni laun, lífeyrissjóðsiðgjöld og orlof hjá gjaldþrota fyrirtækjum, fá þær kröfur greiddar úr ríkissjóði sem á síðan endurkröfurétt á þrota- búið. Ríkisábyrgð á laun nær þó ekki til hluthafa með meira en 5% eignarhlut, forstjóra og fram- kvæmdastjóra, eða annarra sem hefðu átt að hafa yfirsýn yfír rekst- urinn og getað séð hvert stefndi. Gert út á guð og lukkuna Þótt gjaldþrotalögin geri ráð fyr- ir að menn standi upp úr búum sínum um leið og rekstrarféð er uppurið, er því ekki svo farið í raun. Menn gera út á guð og lukkuna meðan nokkur glæta er eftir, þótt fyrirtækin séu löngu orðin gjald- þrota. Og í raun er það í sumum tilfellum opinber stefna, að halda gjaldþrota fyrirtækjum gangandi ef atvinnuhagsmunir byggðarlaga em í hættu. En ef að þvi kemur, að gjald- þroti verður ekki lengur forðað, sitja kröfuhafar eftir með sárara enni en ella. Þetta em í flestum tilfellum gjaldheimtur, innflytjendur, heild- salar og framleiðendur ýmiskonar, bankar og lánastofnanir og ein- staklingar sem skrifað hafa upp á skuldbindingar fyrir vini og kunn- ingja. Langflest fyrirtæki em rekin á ábyrgð hlutafélaga eða samvinnu- félaga. Oftast nema skuldir þrotabúa fyrirtækja margföldu verðmæti eigna; raunar em hlutafé- lögin oft nánast eignalaus. Og hlut- hafar, eða stjórnendur fyrirtækja, bera enga fjárhagslega ábyrgð vegna gjaldþrota, nema vegna hlutafjárloforða eða þá að þeir hafi lagj, eigur sínar að veði fyrir skuld- bindingum fyrirtækisins. Þeir bera heldur ekki persónulega ábyrgð á gjaldþrotum, jafnvel þótt þeir hafi fyrir hönd fyrirtækisins stofnað til skuldbindinga sem þeir hafa e.t.v. vitað að ekki var hægt að standa við. Mörgum gengur erfiðlega að skilja hvers vegna menn, sem standa í viðskiptum og lenda í gjald- þroti, geti stofnað ný fyrirtæki og haldið áfram samskonar rekstri og þeir áður urðu gjaldþrota á, og far- ið í sömu bankana og fengið fyrir- greiðslu og sömu heildsölu- og framleiðslufyrirtækin og fengið aft- ur vörar og þjónustu upp á krít. Það sem þó virðist vera sérkenni- legast í sambandi við gjaldþrota- mál, er þegar skiptaráðandi selur eða leigir eignir og rekstur gjald- þrota fyrirtækis sömu aðilum og áður höfðu sett fyrirtækið á haus- inn. Menn spyija sig: Hvernig geta þeir sem orðið hafa gjaldþrota, keypt heilu fyrirtækin? Og einnig: Hvemig geta opinberir aðilar stuðl- að að því að menn fái að „hunda- hreinsa" fyrirtækin sín af skuldum á þennan hátt? Hagsmunir lánardrottna að selja fyrri eigendum I hlutafélagalögum segir, að maður sem er undir gjaldþrota- skiptum megi ekki stofna hlutafé- lag, ekki eiga sæti í stjóm hlutafé- lags eða vera framkvæmdastjóri. En þar er aðeins átt við einstakl- inga en ekki forráðamenn gjald- þrota hlutafélags. Lögin segja ekk- ert um það, hvort hluthafi í gjald- þrota félagi megi stofna nýtt félag eða reka það, heldur einungis að menn þurfi að vera fjárráða og lög- ráða. Þegar félag er tekið til gjald- þrotaskipta er reynt að koma eign- um þess í verð og þær em því boðn- ar til sölu hveijum þeim sem vill kaupa. Markús Sigurbjörnsson prófessor í lögfræði, og áður borg- arfógeti, sagði við Morgunblaðið, að það væm hagsmunir lánar- drottnanna að eignunum væri kom- ið í sem best verð. Ef fyrri eigend- ur byðu bé$t, sem að vísu væri nokkuð sérkennilegt, þá væri ekki hægt að fara í manngreinarálit, svo framarlega sem greiðslur væm tryggðar. Skiptaráðendur segja, að hags- munum kröfuhafanna sé einmitt í mörgum tilfellum best borgið með því að selja fyrri eigendum þrotabú- in, jafnvel þótt söluverðið nemi að- eins broti af viðurkenndum skuldum þeirra. Þetta eigi einkum við um smærri fyrirtæki þar sem helstu eignir em lítill vörulager, og inn- réttingar í leiguhúsnæði fyrirtækis- ins og persónuleg sambönd fyrri eigenda séu talin forsenda reksturs og viðskiptavildar. Þessu em ekki allir sammála. Skiptaráðendur hafa verið gagn- rýndir fyrir að vera of linir i samn- ingum, og selja eignir þrotabúa á allt of lágu verði á allt of hagstæð- um kjömm, svo sem gegn skulda- bréfum til langs tíma, sem séu jafn- vel afborgunarlaus fyrstu árin. Þá eru þeir gagnrýndir fyrir að falla í ýmsar gryfjur sem eigendur gjaldþrota fyrirtækja grafi. Til dæmis þá, að menn sem reka fyrir- tæki gegnum hlutafélag eigi sjálfir húsaleigusamninginn um húsnæðið sem fyrirtækið er rekið í. Ef fyrir- tækið fer svo á hausinn er það nánast verðlaust nema það sé rekið áfram í sama húsnæðinu. Þetta getur til dæmis átt við um sér- hæfðan veitingarekstur.' Eigandinn getur þá sett þau skilyrði fyrir sölu á þrotabúinu, að hann fái háar greiðslur fyrir húsaleigusamning- inn, en að öðmm kosti skuli hann kaupa eignir þrotabúsins aftur fyrir lítið verð. í viðtali við viðskiptablað Morg- unblaðsins fyrir nokkmm mánuðum sagði Ragnar H. Hall skiptaráðandi í Reykjavík, að sögur um að fyrri eigendur geti keypt gjaldþrota fyr- irtæki sín aftur nær samdægurs af skiptaráðanda fyrir smánarverð, væra ekki í samræmi við raun- vemleikann. Oftast væri talsverður aðdragandi að því að fyrirtæki komi til gjaldþrotaskipta og eigendur hafí verið búnir að reyna að koma fyrirtækinu eða rekstri þess í verð með einhveijum hætti. Við slíkar aðstæður komi eigendur félaga oft til skiptaráðanda með tilboð í eign- ir félagsins, skömmu eftir að bú þess hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Ragnar sagði það rétt, að oft sé gengið til slíkra samninga. Hins vegar hafi nánast aldrei verið geng- ið að óbreyttum tilboðum fyrri eig- enda og hann viti engin dæmi um það í skiptarétti Reykjavíkur, að kröfuhafar hafi verið ósammála því, að rétt hafí verið að selja eign- ir viðkomandi bús á því verði sem fékkst fyrir þær með þessum hætti. Það sé enda hagstæðast fyrir kröfu- hafa, ef hægt er að losna við nauð- ungamppboð, en selja eignir þrotabúa þess í stað í frjálsri sölu. Loðin laga- og siðferðismörk Þessi rök sannfæra ekki alla, vegna þess að þau taka ekki til sið- ferðilega vandamálsins. Sumir við- mælendur Morgunblaðsins bentu á, að samkvæmt gjaldþrotalögun- um eigi að standa upp úr búum áður en tjónið er orðið tilfínnan- legt. í þeim tilfellum sé verið að vinna heiðarlega og skynsamlega með hagsmuni lánardrottna í huga. Ekkert mæli á móti því að þeir menn haldi áfram í viðskiptum. En séu þessar forsendur ekki fýrir hendi, þá hafi verið farið í kringum lögin, og slíkir menn eigi því ekki að koma til greina þegar skiptaráð- andi selur eignir þrotabúa. Aðrir segja að erfítt og óraun- hæft sé að draga þessi mörk í lög- fræðilegum skilningi. Og hvar á svo að draga siðferðilegu mörkin? Flest- ir em sammála um, að erfiðleikar fyrirtækja í sjávarútvegi og sam- keppnisiðnaði stafí helst af lækk- andi afurðaverði á erlendum mörk- uðum samfara hækkandi tilkostnaði hér á landi. Forsvarsmenn sjávarút- vegsins segja að fjöldi sjávarútvegs- fyrirtækja sé í raun gjaldþrota. Samt sem áður hafa stjórnvöld stuðlað að því að fyrirtækin séu rekin áfram, með ýmsum aðgerð- um, vegna þess að sjávarútvegurinn er undirstaða atvinnulífsins. Em stjórnvöld ekki þarmeð að hvetja til brota á gjaídþrotalögunum? Lagaleg og siðferðisleg mörk em víðar loðin ogteygjanleg. Hvað með fyrirtæki, sem yfir vofir gjaldþrot vegna rekstrarerfiðleika, en það á talsverðar eignir. Fyrirtækið er rek- ið af hlutafélagi og eigendur þess stofna ný hlutafélög, selja þeim eignir móðurfélagsins og lýsa það síðan gjaldþrota. Þetta lyktar óneytanlega af því, að verið sé að skjóta eignum undan gjaldþroti. En þegar betur er að gáð, er kannski ekki svo mikill munur á þessu, og ef fyrri eigendur fyrirtækisins hefðu stofnað nýtt hlutafélag og keypt eignir þrotabús- ins af skiptaráðanda. Auk þess gæti verðið, sem nýju hlutafélögin greiddu fyrir eignir þess gamla, verið sanngjarnt, þar sem eignir gjaldþrota félags em ekki alltaf verðmætar. Veitir markaðurinn ekkert aðhald? Sumir viðmælendur Morgun- blaðsins bentu á, að þótt lögin og dómskerfið væm vanmáttug hvað þetta snerti, þá ætti markaðurinn að geta bmgðist við með því að útiloka þá frá viðskiptum, sem slæm reynsla er af vegna gjaldþrota; þá þýddi einfaldlega ekkert fyrir þá að reka'ný og ný fyrirtæki. Og einn- ig eigi gjaldþrot að verka sem eins konar sía í viðskiptalífinu. Þar ríki samkeppni og eðli samkeppni sé að einhveijir verði undir, og þar eigi þeir að vera. En þessu hlutverki valdi markaðurinn hins vegar ekki, lögmálið virðist vera það helst að selja bara og selja án þess að kanna hvort kaupandi geti borgað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.