Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 20
 Jttor£vroWfiíii& ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Starf í Færeyjum Staða aðstoðarkennara (adjunkts/gistilektors) í matvæla- og næringarfræði við Raunvísinda- og næringarfræði háskólans í Þórshöfn er auglýst laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir, að viðkomandi taki til starfa 15. júní nk. eða sem fyrst eft- ir það. Staðan er veitt til 1. 8. 1980. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir, og mun viðkomandi hafa með hönd- um samræmingu kennslu í matvæla- og næringarfræði á BS-stigi sem fyrirhugað er að heija. Umsóknarfrestur renn- ur út 1. júní nk. Framkvæmdastj ói’i Þörungaverksmiðjan hf. Reykhólum auglýsir eftir fram- kvæmdastjóra strax. Starfið felur í sér daglega stjórnuna fyrirtækisins, íjármál þess og markaðsmál. Leitað er eftir tæknimenntuðum starfsmanni með reynslu í stjómun eða rekstri. Búseta á staðnum er skilyrði, en gott húsnæði fylgir. V erkefnastj óri - Útflutningsráð auglýsir í dag eftir verkefnastjóra. Starfssvið hans er að stjórna sérstöku þróunarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, auk kennslu á námskeiðum og ráðgjöf við fyrirtæki. Leitað er að starfsmanni með viðskiptafræði eða rekstrarhagfræði og reynslu í markaðsstörfum. Umsókn- ir eiga að berast fyrir 25. maí. nk. RAÐAUGL ÝSINGAR Breytingar á Ból- staðarhlíð Borgarskipulagið er um þessar mundir að vinna tillögu á jf. breytingum Bólstaðarhlíðar. Hjá stofnuninni liggja nú frammi tillögur og greinargerð um þessar breytingar, og í auglýs- ingu í dag hvetur Borgarskipulagið íbúa Bólstaðarhlíðar og aðra þá sem áhuga hafa á bættu umferðaröryggi á götunni að koma á skrifstofu skipulagsins til að kynna sér málið á skrifstofutíma en kynningin stendur yfir allt til 31. maí nk. Odýrt til Danmerkur < Norræna félagið er nú að bjóða félagsmönnum sínum ódýr Íleiguflug til Billund á Jótlandi í sumar, eða á kr. 14.800 á mann og með baraafslætti fyrir yngri en 12 ára. Brottför frá íslandi er 20. júní, 5. júlí, 19. júlí og 2. ágúst. Fram kemur að í tengslum við þetta flug er unnt að útvega sumar- hús í Danmörku á mjög hagstæðu verði, bílaleigubíla og áframhaldandi ferðir suður á bóginn eða til hinna Norðurlandj | anna. Dráttarbraut til sölu \ Eignir þrotabús Dráttarbrautar Keflavíkur, bæði fasteignir * og lausafé eru auglýstar til sölu í dag af bústjóranum. Um í er að ræða fasteign sem samanstendur af lager, renniverk- T stæði, skrifstofu, trésmíðaverkstæði, skemmu og bílskúr, og i af öðru dráttarbrautir, vélar, tæki, verkfæri og efnisvörur. j Tilboðsfrestur er til 26. maí nk. SMÁAUGL ÝSINGAR Klifurnámskeið íslenski Alpaklúbburinn gengst fyrir klettaklifumámskeiði dagana 27.-28. maí. Skráning fer fram 17. maí að Grensás- vegi 6 kl. 20.30 og er þátttökugjald 3000 fyrir félagsmenn en 3.500 fyrir utanaðkomandi. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Forsvarsmenn austfirskra fyrirtækja á námskeiði um sölu- og markaðsmál. Magnús Pálsson rekstrarráðgjafi og Anna Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar, tróna hæst í öftustu röð. Kynning á starfsemi austfirskra fyriirtækja Egilsstöðum. SÝNING á starfsemi fyrirtækja á Austurl- andi verður haldin í íþróttahúsinu á Egils- stöðum dagana 23. júní til 2. júlí í sumar. Það eru Atvinnuþróunarfélag Austurlands og Átaksverkefnið Egilsstaðir/SeyðisQörð- ur sem að þessari sýningu standa. Aðstand- endur sýningarinnar gera sér vonir um að 75—80 fyrirtæki taki þátt í henni og gestir verði að minnsta kosti 15 þúsund. Að sögn Önnu Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra sýningar- innar, er meginmarkmiðið með þessari sýningu að gefa fyrirtækj- unum í fjórðungnum kost á að sýna þær vörur sem framleiddar eru á Austurlandi og kynna þá þjónustu sem í boði er. Til að gera fyrirtækin, sem taka þátt í sýningunni, hæfari til þátt- töku hafa aðstandendur hennar gengist fyrir tveimur námskeiðum fyrir forsvarsmenn þeirra. Fyrra námskeiðið hét „Hvað geta fjöl- miðlarnir gert fyrir þig?“ Þar leið- beindi dr. Sigrún Stefánsdóttir fjöl- miðlafræðingur þátttakendum um það hvemig þeir gætu nýtt sér fjöl- miðla á sem hagkvæmastan hátt. Seinna námskeiðið fjallaði um markaðs- og sölumál. Þar leiðbeindi Magnús Pálsson rekstrarráðgjafí. Austfirsk fyrirtæki hafa ekki haldið sameiginlega sýningu frá 1985 en þá tóku 75 fyrirtæki þátt í sýningu á Egilsstöðum. Anna Ing- ólfsdóttir kvaðst gera sér vonir um að þátttaka yrði ekki síðri nú, en þegar hafa um 40 fyrirtæki tilkynnt þátttöku. Á þeim fjómm ámm sem liðin em frá síðustu sýningu hafa fjölmörg fyrirtæki komið fram með nýjar vömr og þjónustu sem full ástæða væri til að kynna nánar. Anna sagði að ýmislegt yrði gert til að draga gesti að sýningunni, en hún stendur yfir á miklum ferða- mannatíma. Þessa daga verður einnig norrænt vinabæjamót á Eg- ilsstöðum og í tengslum við það 60—70 norrænir gestir í heimsókn og ýmsar uppákomur. — Bjöm Vestmannaeyjar: Vorverk hjá rollukörlum Vestmannaeyjum. VORVERKIN eru hafin hjá fjár- bændum í Eyjum. Sauðburður er hafínn og þeir sem fé hafa í úteyj- um era farair að huga að flutn- ingum fjárins þangað. Eitt af hefðbundnu vorverkunum hjá rollukörlunum er að koma fénu á beit í úteyjunum. Fyrir skömmu fóru þeir er fé hafa í Elliða- ey með gemsa sína til beitar þar. - Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson. Fnstundabændurnir að koma rollu um borð í bát er flutti hana til sumardvalarinnar i Ellirey. Utvegsbanki Unnið með sumarleyfinu ÚTVEGSBANKINN hefúr gert samkomulag við starfsmenn um tilhögun á sumarleyfúm sem fel- ur í sér að allir sem vinna við afgreiðslu verða ekki lengur frá en þijár vikur í senn og ekki fyrstu viku hvers mánaðar þegar aðalálagstíminn er. Þessi ráðstöf- un mun fela í sér niðurskurð á ráðningum sumarafleysingafólks um tvo þriðju frá því sem verið hefúr. Útvegsbankinn hefúr því aðeins ráðið 20 manns til sumar- afleysinga í ár. Guðmundur Hauksson, banka- stjóri Útvegsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að gerð hefði verið áætlun um sparnaðar- ráðstafanir sem lögð hefði verið fyrir starfsmenn. Þar skipti mestu að ná fram spamaði í launagreiðsl- um sem er langstærsti útgjaldalið- urinn. Reynt hefði verið að finna leiðir til þess að ná fram spamaði þar án þess að fara út í meiriháttar uppsagnir. Starfsmenn hefðu tekið þessu mjög vel og þeir unnið að þessu máli síðan. Guðmundur segir einnig hafa verið dregið saman á öðmm sviðum. Afkoma bankans í upphafí þessa árs hefði kallað á að gripið væri til sparnaðaraðgerða en stefnt væri að 9% sparnaði í útgjöld- um. Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson Páll Pétursson afhendir Kristrúnu Arnarsdóttur verkstjóra viðurkenninguna. Eskigörður: Gæðaviður- kenningaíhent Eskifirði. ÞAÐ var mikið um dýrðir hjá starfsfólki Hraðfrystihúss EskiQarðar hf. á dögunum. Boðið í kaffi og rjómatertu í tilefni þess að Páll Péturs- ^on gæðastjóri Coldwater í Bandaríkjunum mætti með við- urkenningarskjöld frá Cold- water sem afhentur var Kristr- únu Arnarsdóttur verkstjóra í Hraðfrystihúsi Eskiijarðar. Þetta er annað árið í röð sem Hraðfrystihús Eskiíjarðar fær þessa viðurkenningu. - híg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.