Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. MAl 1989 24 Læknir Staða læknis hjá SÁÁ er laus til umsóknar. Allar nánari upplýsingar gefur yfirlæknir, Þórarinn Tyrfingsson, í símum 685973 og 672694. Sölumaður auglýsinga Fréttatímaritið Þjóðlíf vantar sölumann á auglýsingadeild blaðsins. Laun verða að miklu leyti prósentur af sölu og því eru mikl- ir tekjumöguleikar fyrir hæft fólk. Við leitum að hressum og duglegum sölu- manni - karli eða konu - sem hæfir starfs- anda hjá ört vaxandi tímariti. Umsóknir berist augld. Mbl. merktar: „Aug- lýsingar - 2951 “ í síðasta lagi 22.5. Nánari upplýsingar veitir auglýsingastjóri á Vesturgötu 10A. Fréttatímaritið Þjóðlíf. Umbrot Samútgáfan vill bæta við vönum manni í umbrot á tímaritum. Nánari upplýsingar veita Sigurður og Þórar- inn í síma 83122. CAM ÚTGÁFAW ki/ HAALEITISBRAUT 1 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 83122 X AÍ Matreiðslumaður óskast Upplýsingar á staðnum. ASKUR Suðurlandsbraut 14. T ónlistarskólann á Akranesi vatnar kennara í eftirtaldar stöður: 1. Fiðlukennara. 2. Fræðikennara. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-12109 (vinnusími) eða 93-11967 (heima- sími). Félagsráðgjafi Félagsmálastofnun Selfoss óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í hálfa stöðu frá 1. júní nk. Ráðið verður í stöðuna til næstu ára- móta en í lok þessa árs verður tekin afstaða til hvort um áframhaldandi starf verður að ræða. Aðalstarfssvið félagsráðgjafans verður um- sjón með öldrunarmálum. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir félags- málastjóri í síma 98-21408 og umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist félagsmálastofnun Selfoss, Eyr- arvegi 8, 800 Selfossi, fyrir 24. maí nk. Félagsmálastofnun Selfoss. AUGLYSINGAR Tæknimenn Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn vegna reksturs ratsjárstöðva hérlendis. Umsækjendur verða að hafa lokið námi í rafeindavirkjun eða hafa sambærilega menntun. Starfsmenn þurfa að sækja námskeið hér- lendis á árinu og erlendis á árinu 1990. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknareyðublöð liggjaframmi hjá Ratsjár- stofnun. Umsókn, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvott- orði, berist Ratsjárstofnun, Laugavegi 116, fyrir 26. maí nk. Ratsjárstofnun, Laugavegi 116, Pósthólf5374, 125 Reykjavík. "Ð LANDSVIRKJUN Störf við stjórnstöð Landsvirkjunar Landsvirkjun óskar að ráða 2 starfsmenn í stjórnstöð Landsvirkjunar í Reykjavík frá og með 1. júlí 1989. Starfið er fólgið í vinnu á vöktum við gæslu og stjórnun á raforkukerfi fyrirtækisins. Kröfur um lágmarksmenntun eru á sviði raf- iðnaðar eða vélfræði en tæknifræðimenntun er æskileg. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Reykjavík, 11. maí 1989. Framkvæmda- stjóri Fyrirtæki í þjónustuiðnaði Öflugt fyrirtæki í þjónustuiðnaði, staðsett í Reykjavík, óskar eftir að ráða framkvæmda- stjóra. Starfið Framkvæmdastjórinn er ábyrgur fyrir dagleg- um rekstri; fjármálum, markaðsmálum, og „framleiðslu11. Honum er auk þess ætlað að bera ábyrgð á tæknilegri uppbyggingu fyrir- tækisins og stjórna nýsköpun í rekstrinum. Fyrirtækið stendur á tímamótum og mun framkvæmdastjórinn taka virkan þátt í stefnumótun, áætlanargerð og skipulagn- ingu á framtíðarfyrirkomulagi í rekstri fyrir^ tækisins. Umsækjandinn Umsækjendur þurfa að hafa reynslu í rekstri fyrirtækja og viðskipta- eða tæknimenntun, helst rekstrartæknimenntun. Leitað er að manni með stjórnunarhæfileika og áhuga á nýsköpun og markaðsmálum. Fyrirtækið Um er að ræða rótgróið fyrirtæki með u.þ.b. 35 starfsmenn. Fyrirtækið er vel staðsett, í eigin húsnæði. Tækjakostur er góður. Fyrir- tækið á mikla möguleika til nýsköpunnar og veltuaukningar. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, mennt- un og starfsreynslu leggist inn á auglýsinga- deild Morgunblaðsins, merktar: „Iðntækni- stofnun, P.Kr.P./ J.Stgr.“ fyrir 26.maí. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Óskum eftir að ráða til framtíðarstarfa í versl- un okkar og við málningarblöndun mann með staðgóða þekkingu á bílalökkum. Umsóknir merktar: „Orka - 7050“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir miðvikud. 17. maí. (II DAGVIST BARIVA Matartæknir - matráðskona óskast nú þegar til starfa á dagheimilið Laugaborg í hálfa stöðu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 31325. Kennarar Kennara vantar við grunnskólann í Sand- gerði næsta vetur. Kennslugreinar: Almenn kennsla og myndmennt. Húsnæðisfyrirgreiðsla, aðstoð við útvegun húsnæðis. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, í síma 92-37436, Ásgeir Bein- teinsson, yfirkennari, í síma 92-37801 og Jórunn Guðmundsdóttir, formaður skóla- nefndar í síma 92-37601. Símar skólans eru 92-37610 og 92-37439. Skólanefnd. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47 Sálfræðingur óskast í 50% starf, sem ætlað er að þjóna barnadeild heilsuverndarstöðvarinnar og heilsugæslustöðvum í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Halldór Hansen, yfirlæknir barnadeildar, í síma 22400, alla virka daga. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 22. maí nk. PAGVIST HAKIVA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277: Laugarás Langnolt Dyngjuvegi 18 S. 3110E Sunnuborg Heimar Sólheimum 19 s. 36385 Grandaborg Vesturbær v/Boðagranda s. 621855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.