Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989
Náttúruverndarráð:
Ahersla lögð á að merkja frið-
lýst svæði og laga göngustíga
ENGAR stærri framkvæmdir
verða gerðar á vegnm Náttúru-
vemdarráðs á helstu ferða-
mannastöðunum í sumar. Meiri
hluti flárveitinga til þjóðgarð-
anna í Skaftafelli og Jökulsár-
gljúfrum fer i lagfæringu á
göngustígum, snyrtiaðstöðu og
tjaldstæðum, en einnig er fyrir-
hugað að byggja þurrkþjall fyr-
ir þvott í Skaftafelli.
Að sögn Þórodds Þóroddssonar
framkvæmdastjóra Náttúruvemd-
arráðs fær það takmarkaðar fjár-
veitingar til framkvæmda á frið-
lýstum svæðum. í sumar verður
gert átak í að merkja þessi svæði,
en víða vantar skilti sem gefa til
kynna að svæðin séu friðlýst.
Kostnaður við að merkja hvert
svæði nemur tugum þúsunda.
Ákveðnar fjárveitingar renna til
þjóðgarðanna í Skaftafeili og Jök-
ulsárgljúfrum sem að mestu fara
í viðhald eins og áður segir.
Náttúruvemdarráð vinnur með
ýmsum samtökum, t.d. Sjálfboða-
samtökunum sem ætla að aðstoða
við að merkja gönguleiðir í Land-
mannalaugum í júlí í sumar. Þau
ætla einnig að merkja akveginn
upp í Hrafntinnusker í samráði við
Vegagerðina. Fyrsta verkefni
þeirra í sumar verður við Kerið í
Grímsnesi.
Þóroddur sagði að óvíst væri
um framkvæmdir við Gullfoss í
sumar.„Ég vona að eitthvað verði
gert þar í sumar. í fyrsta lagi
þarf að lagfæra göngustíga við
fossinn sem em stórhættulegir og
okkur til skammar. Síðan hefur
verið rætt um að koma upp hrein-
lætisaðstöðu, en það er mjög um-
deilt mál. Ég held að það sé nauð-
synlegt að gera það, en menn verða
að gera sér grein fyrir að þegar
slík aðstaða er komin upp þarf
einhvem til að sinna henni," sagði
Þóroddur.
FASTEIGIVIASALA
SuöurSandsbraut 10
8.5 21870—687808—687828
Ábyrgð - Reynsla - Óryggi
Seljendur!
Vegna mikillar sölu und-
anfarið bráðvantar allar
gerðir eigna á skrá
Raðhús
HÁLSASEL V. 10,6
Vörum að fá fallegt 194 fm endaraöh.
á tveimur hæðum. 3 svefnherb. Sjón-
varpshol. Gólfefni, flísar og teppi. Innb.
bílsk. Laust 1. sept. Áhv. 1,9 millj.
GRUNDARTANGI V. 5,3
Fallegt 65 fm endaraðh. Mögul. á
stækkun. Ræktuö lóð. Mikið áhv.
Sérhseöir
SUÐURGATA HF. V. 10,4
Lúxus sérh. á 1. hæö, 160 fm, í nýl. húsi.
Gólfefni eru marmari, parkeL korkur og
teppi. Gólf ffeal. í bflsk. Laus e. 3 mán.
4ra-6 herb.
HÁAGERÐI V. 5,2
Snotur 3ja-4ra herb. 80 fm íb. á 1. hæö
í góöu raöh. Nýl. eldhinnr. 1,3 millj. áhv.
NORÐURÁS V. 7,7
Vorum aö fá í sölu gullfallega 136 fm
4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum ásamt
36 fm bflsk. Hital. í plani. Lóð fullfrág.
Áhv. 1,8 millj.
VESTURBERG V. 5,4
Falleg 90 fm 4ra herb. íb. á 3. hæö.
Parket á gólfum. Mögul. að taka 2ja
herb. íb. uppí kaupin. Ekkert áhv.
3ja herb.
HRINGBRAUT V. 4,7
Falleg 3ja herb. ih. á 3. hæð. Allar innr.
nýl. Herb. í kj. fylgir. Ekkert áhv.
RAUÐARÁRST. V. 4,0
Góð 3ja herb. íb. í risi. ib. er mikið
endurnýjuð.
UGLUHÓLAR V.4,7
Falleg 90 fm ib. á 3. hæð. Nýtt parket
á gólfum. Stórar sv. Mikið útsýni.
HRINGBRAUT V. 5,2
Stórglæsil. 3ja herb. ib. á 3. hæð. fb.
er öll endurn. Auka herb. ( kj. fylgir.
VESTURBERG V. 4,9
Fallegt 80 fm ib. á 2. hæð. Ekkert áhv.
2ja herb.
MÁVAHLfÐ V. 2,8
2ja herb. 58 fm ib. i kj. Laus 1. júní. Ekk-
ert áhvilandi.
VANTAR
Erum með fjárst. kaupanda að
einbhúsalóð i Suðurhlíðum Kóp.
FANNAFOLD V. 7950 Þ.
rr--^----'...'----
Vorum að fá glæsil. endaraðhús í sölu
sem selst tilb. u. trév. og máln. Skilast
í sept.-okt. 1989.
ÁLFABAKKI
Vorum að fá í sölu á 2. og 3. hæö
skrifsthúsn. alls um 380 fm. Húsiö er
nú þegar tilb. u. trév. 2. hæð er 200
fm. 3. hæö 180 fm. Húsn. hentar vel
sem læknastofur. GóÖ bílast.
Jón Leifs Paul Zukofsky
Síðustu áskríftartónleikar Sinfóníuhljómsveitarmnar:
Tónleikar í minn-
ingu Jóns Leifs
SÍÐUSTU áskriftartónleikar Sinfóníuhfjómsveitar íslands á þessu
starfsári verða í Háskólabíói nk. fimmtudag, 25. maí, og hefjast kl.
20.30. Þessir tónleikar verða helgaðir Jóni Leifs, en hann hefði orð-
ið níræður 1. mai sl. Efhisskrá tónleikanna gefúr gott yfirlit yfir
verk Jóns.
Eftirtalin verk verða flutt á tón-
leikunum: Endurskin úr norðri op.
40 fyrir strengjasveit, Landsýn op.
41 fyrir fulla hljómsveit með karla-
kór, Geysir fyrir fulla hljómsveit,
Hekla fyrir fulla hljómsveit og Fine
II fyrir strengjasveit.
Hljómsveitarstjóri verður Banda-
ríkjamaðurinn Paul Zukofsky.
Jón Leifs fæddist á Sólheimum,
Svínavatnshreppi í Austur-Húna-
vatnssýslu 1. maí 1899. Árið 1916
hélt hann til Leipzig til tónlistamáms
og bjó meira og minna í Þýskalandi
fram til ársins 1945 er hann fluttist
hingað alkominn. Jón var hljómsveit-
arstjóri vfða í Þýskalandi og 1926
stjómaði hann Fílharmóníusveit
Hamborgar í hljómleikaför til Nor-
egs, Færeyja og íslands.
Jón stofnaði Tónskáldafélag ís-
lands 1945 og STEF 1948 en hann
lét réttindamál tónskálda og annarra
tónlistarmanna mikið til sín taka og
stofnaði m.a. Alþjóða tónskáldaráðið
með þátttöku 10 þjóða.
Tónleikamir verða teknir upp fyr-
ir sjónvarp og í næstu viku verða
verkin hljóðrituð vegna fyrirhugaðr-
ar hljómplötuútgáfu. Auk Sinfóníu-
hljómsveitarinnar tekur karlakór
þátt í flutningnum og 12 félagar úr
Tónskáldafélaginu leika á slagverk.
Það þarf vart að kynna Paul Zu-
kofsky fyrir unnendum tónlistar.
Hann hefur á undanfömum árum
unnið hér mikið starf að tónlistar-
málum, m.a. sem framkvöðull og
stjómandi Sinfóníuhljómsveitar
æskunnar og forstöðumaður Zukof-
sky-námskeiðanna, sem Tónlistar-
skólinn í Reykjavík hefur gengist
fyrir. Hann stundaði nám við Juill-
iard tónlistarháskólann í New York
og er nú forstöðumaður kammer-
músíkdeildar skólans.
(Fréttatilkynning)
★ Fyrirtæki á söluskrá ★
★ Matvöruverslun með söluturni. Ársvelta nálægt
50 millj.
★ Bifreiðahlutir. Sérhæft fyrirtæki á sviði innflutnings
og þjónustu.
★ Barnafataverslun. Ein besta og glæsilegasta barna-
fataverslun landsins.
★ Sólbaðstofa. Vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu.
Stofan nýtur álits og hefur traustan hóp viðskipta-
vina.
★ Heildverslun með byggingavörur.
★ Dansstúdíó og heilsurækt. Þekkt fyrirtæki.
★ Söluturnar. Allar stærðir og gerðir.
★ Og fleiri fyrirtæki af ýmsu tagi.
★ Upplýsingar á skrifstofunni kl. 10.00-16.00 virka daga.
VARSLAHF
FYRIFHÆKJASALA
Skipholti 5, 105 Reykjavík, Sírhi 622212
Sölufélag garðyrkjumanna:
Tæplega 60 millj.
kr. tap á síðasta ári
Á AÐALFUNDI Sölufélags
Garðyrkjumanna, sem haldinn
var á föstudaginn, kom fram að
tæplega 60 miljjóna kr. tap varð
á rekstri félagsins á síðastliðnu
ári. Að sögn Arnar Einarssonar,
stjómarformanns Sölufélagsins,
er Jjóst að gripa verður til vem-
legra aðhaldsaðgerða í rekstri
félagsins, en hann sagði að ekki
hefðu verið teknar ákvarðanir
um með hvaða hætti það yrði
gert.
Om sagði að stjóm Sölufélags-
ins hefði fengið góða stuðnings-
yfirlýsingu frá framleiðendum um
að þeir muni standa með stjórn-
inni í þeim aðgerðum sem gripið
verður til. Ákvarðanir um í hveiju
þær verða fólgnar yrðu þó ekki
teknar fyrr en ráðinn hefði verið
nýr framkvæmdastjóri Sölufélags-
ins, en fyrrverandi framkvæmda-
stjóri lét af störfum um síðustu
mánaðamót.
Uppboð hafa ekki farið fram
hjá uppboðsmarkaði Sölufélagsins
um skeið, heldur hefur grænmetið
verið selt á föstu verði. Sagði Öm
það vera í athugun hvort uppboð
yrðu tekin upp á nýjan leik, en
uppboðsmarkaðurinn hefði komið
þokkalega út sem sjálfstæð rekstr-
areining á síðasta ári.
Stjóm Sölufélags garðyrkju-
manna var öll endurkjörin á aðal-
fundinum, en í henni eiga sæti auk
Amar þeir Bergþór Úlfarsson,
Rúnar Baldursson, Ámi Guð-
mundsson og Georg Ottósson.
> ^ # . Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Áhöfnin á Verði ÞH-4. Skipstjórinn Jón Ragnarsson er lengst til
vinstri
Grindavík:
Vörður aflahæstur
Grindavik
VÖM)UR ÞH-4 varð aflahæstur báta i Grindavík og einnig á Suður-
nesjum með 1106 tonn, Gaukur GK-660 var með 1029 tonn og Höfr-
ungur n GK-27 var með 1010 tonn. Þessir bátar voru einu bátamir
sem fengu yfir 1000 tonn á vertiðinni í Grindavík vetur.
Skipstjórinn á Verði er Jón Ragn- veiðum í sumar.
arsson og hefur hann ekki verið afla- Vertíðinni lauk formlega þann 15.
kóngur áður. Hann kvaðst ekki vera maí en margir bátar halda netaveið-
búinn að taka netin upp. „Ætli ég um áfram fram að mánaðamótum.
slíti þeim ekki fram að mánaðamót- FÓ
um“ sagði Jón. Vörður verður á troll-
Hringbraut
4ra herb. - laus
Til sölu er um 100 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi
nálægt Háskólanum. íbúðin skiptist í 2 saml. stofur
með rennihurð á milli, 2 svefnherb., eldhús og bað-
herb. Þvottahús og geymsla í kjallara, geymsluskúr
(bílskúr) fylgir. íbúðin er í þokkalegu standi, nýmáluð,
ný teppi og dúkar, óvenju hátt til lofts en lélegt mixað
gler. Ibúðin er laus nú þegar. Áhvílandi langtímalán ca.
1,9 millj. Verð 5,3 millj.
Jón Sigfús Sigurjónsson lögfr.,
Laugavegi 18 A, 5. hæð.
Sími11003.