Morgunblaðið - 24.05.1989, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.05.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MACRÓBÍÓTIK Helgina 27. - 28. maí mun macrólíf standa fyrir byrjenda- og framhaldsnámskeiði. Þessir hringdu .. < Góðar heimsóknir Gestur Sturluson hringdi: „Oft er talað um að aldrað fólk sé einangrað og einmana og mun svo oft vera, því er nú verr og miður. Mun það aðalega vera þar sem það býr eitt, minni hætta er á því þar sem það býr á dvalar- heimilum, þó oft sé nú verið að hnýta í þær stofnanir og ber þar margt til. Það getur haft félags- skap hvert af öðru ef það viil. Og svo er annað sem spilar hér mikla rullu, fómfúst og velviljað fólk kemur oft á þessi heimili því til upplyftingar og ánægju. Þar sem ég bý, það er á Grund, fáum við oft slíkar heimsóknir. Daginn sem ég hripaði þessar línur kom Selkórinn á Seltjamamesi og söng undir stjóm Friðríks Guðna Þor- leifssonar. Sá kór hefur oft heim- sótt okkur og færi ég honum bestu þakkir fýrir komuna nú og áður. Já, og bestu þakkir til allra sem hafa komið hér á Gmnd til að stytta okkur stundir á margvísleg- an hátt. Undir þetta veit ég að allir hér á Grand munu taka.“ Plastpoki Plastpoki með buxum, peisu, húfu, vetlingum, litlum bakpoka o. fl. tapaðist í biðskýli við Stekkjabakka hinn 18. maí. Fötin era öll merkt ásamt símanúmeri og er sá sem tók pokann til hand- argagns beðinn að skila honum í upplýsingadeildina hjá Kaupstað í Mjódd. Góð dagskrá Guðbjörg hringdi: „Ég vil lýsa ánægju minni með dagskrá sjónvarpsins yfír hvítas- una og á ég þá við Önnu í grænuhlíð og sjónvarpsleikritið Næturgöngu". Köttur „Bröndóttur köttur, sem er eins árs með gult band um hálsinn og bjöllu, fór að heiman frá sér að Hólmgarði 16. maí. Vinsamlegast hringið í síma 36168 ef hann hef- ur einhvers staðar komið fram. Kvenhjól Kvenhjól með bamastól er í óskilum á Sæbraut á Seltjarnar- nesi. Upplýsingar í síma 614233. Gleraugu Gleraugu töpuðust fyrir nokkra við Klapparstíg, Hverfisgötu eða í Faxahrauni. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa samband við Margréti í síma 32527 eða síma 687477. Úr Seiko kvenúr týndist við Breið- holtsskóla fyrir nokkra. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 76932. Kona á leið austur Konan sem var á hvítum fólksbíl með R númeri á leið aust- ur á land þriðjudaginn 9. maí er vinsamlegast beðin að hafa sam- band við Rósu í síma 673017. Kettlingar gefins Tveir fallegir átta vikna gamlir kettlingar, fress og læða, fást gefins. Upplýsingar í síma 71751. Eftiislega farið með rétt mál Til Velvakanda. Dr. Bjöm Bjömsson svarar pistli mínum um borgaralega fermingu í Velvakanda 29. apríl sl. Um það svar hef ég þetta að segja: Um þau 14% þjóðarinnar sem segjast trúa því að maðurinn rísi upp til samfélags við Guð eftir dauðann, sagði dr. Bjöm í viðtali við Tímann 21. apríl 1988: „Þetta skyldi maður ætla að væri hið kristna svar og svar þeirra sem trúa á upprisuna. Upprisutrúin er sam- kvæmt þessum niðurstöðum ekki mikið útbreidd hér á landi miðað við kristið samfélag." Einnig sagði hann að það væra þeir sem „hvað eindregnast taka afstöðu með hefð- bundinni kristinni kenningu“. Út frá þessu dró ég þá ályktun að það væri mat dr. Björns að þetta væra þeir einu sem geta með réttu talist kristnir. Það er augljóst að ég notaði ekki nákvæmlega orðalag dr. Bjöms, en kem ekki enn auga á merkingar- mun. Ég tel að ég hafi efnislega farið með rétt mál. Ég læt lesendur dæma um það. Dr. Bjöm telur þá ályktúíf -mína ranga að mennta- málaráðherra hafi verið „sannar- lega fulltrúi almennings í þessu landi“ eins og ég orðaði það. Hann segir: „Hafi ráðherrann verið full- trúi þeirra, sem aðhyllast guðleysi, ateisma, sem skal ósagt látið, þá flutti hann ávarp sitt fyrir munn mikils minnihluta þjóðarinnar." Ég veit ekkert um trúarskoðanir Svavars Gestssonar, enda finnst mér þær ekki koma málinu við. Ég veit heldur ekki um trúarskoðanir fermingarbamanna utan örfárra, sem sýndu þá djörfung og hrein- skilni að lýsa því yfir við blaða- mann, að þau tryðu ekki á guð. Þau geta trúað á einhvem annan guð en þann sem kristnir menn dýrka, en það era taldir vera eitt- hvað yfír þrjár milljónir guða í heim- inum auk hans. í Noregi era borgaralegar ferm- ingar algengar (um 10%). Einnig era þar borgaralegar hjónavígslur, borgaralegar jarðarfarir og borg- aralegar bamaskímir (nafnagjöf). Hér á landi era borgaralegar hjónavígslur nokkuð algengar og ég held ekki bendlaðar við guðleysi. Borgaraleg ferming í Norræna húsinu var merkilegur menningar- viðburður og menntamálaráðherra var hreinlega að gegna embættis- skyldu þegar hann ávarpaði sam- komuna. Hafí hann talað fyrir munn allra sem ekki játa kristna trú, þá er sá hópur 63% þjóðarinn- ar, drjúgur meirihluti, en ekki „mik- ill minnihluti". Mér hefur aldrei dottið í hug að 86% íslendinga séu guðleysingjar, svo gott er ekki ástandið í trúmálum þjóðarinnar. Hinsvegar var útkom- an úr skoðanakönnuninni miklu betri en ég þorði að vona. Ragnar úr Seli Þjóðarskömm Til Velvakanda. Biðlaunin eru mestu ólög sem alþingi hefur sett, opin í báða enda. Sem betur fer era nokkrir þingmenn sem ekki hafa viljað nota þessi lög þeg- ar þeir hafa gengið beint í önnur störf. Það sýnir innræ- tið í mönnum og samvisku- semi. En það er sjálfsagt að þingmenn fái biðlaun þegar þeir detta út og era í bið- stöðu. Hvemig á þjóðin í þessu kreppuástandi að treysta svona þingmönnum? Ég vona að lögunum verði breytt sem allra fyrst svo þjóðin fái traust á alþingismönnunum. Sjálfetæðismaður að vestan Kennari verðurJon Sandifer. Námskeiðið verður haldið á „Næstu grösum" Laugavegi 20 B. Laugardag: Byrjendanámskeið, þar sem farið verður í undirstöðuatriði í macróbíótik. Sunnudag: Fyrir lengra komna. Upplýsingar gefa: Ásthildur í símum 14103 og 21678. Jóhanna í síma 651119. Björg í síma 16811. SUMARDAGSKRA Allir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB Fjölbreytt sumarnámskeið - ýmsir möguleikar TILDÆMIS: HVAÐ ER SÆLUVIKA? Sæluvika er aðeins fyrir vana 80 mín. tími - hörku púi og sviti 7 daga í röð Ljós og heilsudrykkur á eftir. Kennari: Bára FYRSTA SÆLA 26/5-1/6 Námskeið verða þessi fram að sumarfríi: SUÐURVER Námskeið 1.26/5 - l/6....SÆLUVIKAI Námskeið 1.29/5 - 15/6...Tímar sem hæfa öllum 2x í viku - 3 vikur Námskeið 1.29/5 - 8/6....Stutt og strangt.4x í viku í 2 vikur Námskeið II.5/6 - 15/6.......Stutt og strangt.4x í viku í 2 vikur Nómskeið III ....12/6 - 22/6.Stutt og strangt.4x í viku í 2 vikur Námskeið IV ...19/6 - 6/7..Tímar sem hæfa öllum ..2x í viku í 3 vikur Námskeið IV ...19/6 - 29/6.Stutt og strangt.......4x í viku í 2 vikur Nómskeið V.30/6-6/7......SÆLUVIKAII HRAUNBERG Stutt og strangt 4x í viku í 2 vikur Námskeið: I 29/5 - 8/6 12/6-22/6 26/6 - 6/7 mnritun hafí" KOMIÐ YKKUR íFORM FYRIR SUMARIÐ Bára - Anna - Magga - Irma - Ágústa Suðurveri, sfmi 83730 Hraunbergi, sími 79988 P.S.: Stelpur stuttbuxur eru i tísku! F- Kannt þú nýja símanúmerid? ki3x67 Steindór Sendibfiar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.