Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 115. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 25. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fækkun vopna í Evrópu: Bush fagnar tillögu So vétstj órnarinnar Segir hana um margt minna á tillögn NATO New London í Connecticut-ríki. Reuter. GEORGE Bush Banadarílqaforseti telur að taka beri alvarlega nýjustu tillögu Sovétstjórnarinnar um stórfellda fækkun her- manna og vígtóla í Austur- Evrópu. Talsmaður forsetans, Marlin Fitzwater, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær og sagði tillögur Sovétmanna um margt minna á tillögur Atlantshafsbandalagsins (NATO) um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu sem kynnt- ar voru í marsmánuði. Talsmaðurinn kvað Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, hafa gert James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, grein fyrir tillögu þessari á fundi þeirra í Moskvu þann 11. þessa mánaðar. „Tillag- an er sett fram í fullri alvöru og við hlökkum til samningaviðræðn- anna,“ sagði talsmaðurinn og bætti við að Sovétmenn hefðu nú gert ítarlega grein fyrir einstökum atriðum hennar. Bandaríska dagblaðið The Was- hington Post skýrði frá því í gær að Sovétmenn hefðu lagt fram nýja tillögu í Vínarviðræðum að- ildaríkja NATO og Varsjárbanda- lagsins um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu. Sov- étmenn hefðu lýst sig reiðubúna til að fækka verulega í herliði sínu í Austur-Evrópu auk þess sem ráð væri fyrir því gert að þúsundir skriðdreka, brynvagna og annarra viðlíka vígtóla yrðu fluttar frá ríkjunum austan Járntjaldsins. Bretland: Dæmdur til að borða heilsufeeði Lundúnum. Reuter. BRESKUR unglingur, sem hafði margoft verið dæmdur fyrir innbrot, hefur verið dæmdur til að borða ein- göngu heilsufæði. Dómari í Lundúnum fyrir- skipaði unglingnum að snæða holla fæðu, svo sem heilhveiti- brauð, ferska ávexti og græn- meti, í stað óhollrar fæðu á skyndibitastöðum, ella yrði hann hnepptur í fangelsi. Innan örfárra vikna hafði unglingur- inn breyst úr árásargjömum síafbrotaunglingi í fyrirmynd- arborgara. í stað þess að stunda innbrot og þjófnað er hann nú í fastri vinnu. Hann er hættur að þefa af lími til þess að komast í vímu og er fluttur til foreldra sinna eftir langa vist á stofnunum. „Mér líður miklu betur. Ég sef betur, er farinn að njóta lífsins og er hættur að rífast," segir unglingurinn og kveðst ekki sakna fyrra lífemis síns. George Bush bandaríkjaforseti sagði í viðtali sem birtist samtím- is í nokkrum evróþskum dagblöð- um í gær að hugsanlegt væri að samkomulag næðist um verulegan niðurskurð hefðbundinna vopna í Evrópu. Hann lagði hins vegar áherslu á að ekki kæmi til greina að kalla herlið Bandaríkjamanna frá Evrópu. í viðtalinu kom einnig fram að forsetinn efaðist um að unnt yrði að leysa deilu Vestur- Þjóðveija annars vegar og Breta og Bandaríkjamanna hins vegar um endurnýjun skammdrægra kjamorkuvopna fyrir fund leið- toga aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins sem hefst í Bmssel næsta mánudag. Útvarpið í Kína: Reuter Lýðræðisumbóta krafíst í Mosku Þúsundir manna rétta upp hönd á mótmælafundi, sem haldinn var í Gorky-garði í Moskvu í fyrrakvöld til að krefjast aukins tjáningar- frelsis. Minnisvarðahreyfingin, sem berst gegn arfleifð stalínismans í landinu, stóð fyrir fiindinum. Á borðanum stendur: „Karabak- nefiidin er sómi og samviska armensku þjóðarinnar." Fundurinn tengdist setningu hins nýja fiilltrúaþings Sovétrílyanna í dag, en mjög er á reiki hvaða hlutverki þingið eigi að gegna. Sovéskir Qöl- miðlar gáfii í gær til kynna að helsta hlutverk þingsins yrði að kjósa í Æðsta ráðið og háttsetta embættismenn, til að mynda forseta lands- ins. Málgagn kommúnistaflokksins, Pravda, birti áminningu til fé- laga i kommúnistaflokknum sem sæti eiga á þinginu, en þeir eru um 85% þingmanna, um að þeim bæri að fylgja ákvörðunum mið- stjórnar flokksins. Frakkland: Stríðsglæpa- maður tek- inn höndum París. Reuter. FRANSKI stríðsglæpamaðurinn Paul Touvier, sem franska lög- reglan hefur leitað að í 45 ár, var handtekinn í gær skammt frá klaustri í Nice. Touvier var yfirmaður lögregl- unnar í Lyon, sem aðstoðaði nasista við að hafa uppi á félögum í and- spyrnuhreyfíngunni. Lögreglan tel- ur að hann hafi haft náið samstarf við Klaus Barbie, yfirmann Gestapo, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í Frakklandi árið 1987 fyrir stríðsglæpi. Frönsk út- varpsstöð skýrði frá því að franskir kaþólikkar hefðu skotið skjólshúsi yfir Touvier eftir að seinni heims- styijöldinni lauk. Hann fannst í klaustri sem tengist Marcel Lefebre erkibiskupi, sem páfi bannfærði árið 1987. Touvier hefur tvisvar sinnum verið dæmdur til dauða en George Pompidou, þáverandi Frakklands- forseti, náðaði hann árið 1972. Fyrrum félagar í andspymuhreyf- ingunni lögðu síðar fram ákærar á hendur honum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Námsmenn í Peking sak- aðir um gagnbyltingfu Óttast er að hernum verði gefin fyrirmæli um aðgerðir ' Peking. Reuter. Daily Telegraph. KÍNVERSKIR fjölmiðlar sökuðu í gærkvöldi námsmennina, sem stað- ið hafa fyrir andófi í miðborg Peking undanfarna tólf daga, um að vera gagnbyltingarsinna og hafa þessar ásakanir valdið miklum ótta á meðal námsmanna um að hersveitir verði sendar á vettvang til að brjóta andóf þeirra á bak aftur. Útvarpið í Peking flutti yfirlýsingu frá herstjóni landsins, þar sem hermenn voru hvattir til þess að fylgja fyrirmælum flokksforystunnar og framfylgja herlögunum, sem Li Peng forsætisráðherra setti á laugardag. Allt hafði verið með kyrrum kjör- um í miðborg Peking í gær. Erlend- ir ferðamenn tóku myndir af andófs- mönnunum og konur léku við börn sín við vegatálma, sem reistir vora til að stöðva skriðdrekasveitir og brynvarðar bifreiðar. Wan Li, forseti kínverska þings- ins, kom frá Bandaríkjunum til Kína í gær, en hann flýtti heimkomu sinni vegna andófsins í Peking. Flugvél hans fékk ekki lendingarleyfi í Pek- ing og varð hún því að lenda í Shang- hai. Námsmenn, sem verið hafa á Torgi hins himneska friðar, höfðu vonast til þess að Wan Li myndi boða til skyndifundar þingsins, þar sem Li Peng yrði vikið úr embætti fyrir að reyna að bijóta mótmælin á bak aftur með því að setja herlög. Marg bendir hins vegar til þess að harðlínumennirnir innan flokksins hafi styrkt stöðu sína í valdabarát- tunni við umbótasinna. Staðfest hafði verið að hersveit- imar, sem framfylgja áttu herlögun- um, hefðu verið kallaðar á brott og stjórnarerindrekar sögðu að þær hefðu verið sendar til herstöðva og flugvalla í grenndinni. I yfirlýsingunni sem flutt var í útvarpinu segir að „lítill hópur manna“ hafi valdið glundroða og stjórnleysi í landinu með það að markmiði að koma flokksforystunni frá og binda enda á kommúnismann í landinu. „Vegna þessarar alvarlegu baráttu verðum við að sýna rósemi og viðhalda byltingarandanum. Hversu alvarlegt sem ástandið verð- ur, hversu erfiða baráttu sem við eigum fyrir höndum, verðum við að hlýða skipunum herstjórnarinnar," segir í yfirlýsingunni. Talsmenn námsmanna túlkuðu yfirlýsinguna þannig að herstjórnin hygðist senda hersveitir inn í miðborgina. Tilkynnt var í hátalarakerfi námsmanna að stjórn Li Pengs nyti ekki lengur trausts þjóðarinnar og voru náms- mennimir hvattir til þess að beijast fyrir málstað sínum. Reuter Hermenn á verði við innganginn að höfuðstöðvum kínverska komm- únistaflokksins í Peking. Harðvítug valdabarátta á sér stað á bak við þetta hlið á milli Zhao Ziyang flokksleiðtoga og Li Pengs forsæt- isráðherra. Skýrt hefur verið frá því að náms- menn í Peking, sem koma frá öðram borgum Kína, hafi verið hvattir til þess að fara til heimaborga sinna til að skipuleggja mótmæli þar. Sam- gönguyfirvöld hafi útvegað þeim ókeypis farmiða með lestum. Vestrænir stjornarerindrekí segja að lögreglan hafi brotið á ba aftur mótmæli 20.000 manna í borf inni Wuhan, handtekið 20 þeirra o slasað 200. Þá munu allt að 100.00 manns hafa efnt til mótmæla í borg unum Canton og Chengdu. •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.