Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 3 ■ Smárahvammur Garðabær :!, wk I ■ = Kópavogur: Leirdalur líklegur urðunarstaður sorps LEIRDALUR, suðaustur af Fífu- hvammi í Kópavogi og sunnan Seljahverfis í Reykjavík, er nú talinn líklegur urðunarstaður fyrir sorp frá Kópavogi. „Það er augljóst að hann er eini stað- urinn innan bæjarmarkanna þar sem kemur til álita að kanna hvort hægt er að leysa málið til bráðabirgða. Við erum þá að tala um urðunarstað til eins árs eða svo,“ sagði Heimir Pálsson forseti bæjarstjómar Kópavogs í samtali við Morgunblaðið í gær. Tæknimannanefnd hefur verið að athuga málið fyrir bæjarstjórn Kópavogs. „Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta' sé eini staðurinn og nú sé sjálfsagt að leita eftir því hvort við fengjum heimild- ir til þess að nota hann,“ sagði Heimir. „Þarna á að fylla feykilega mikið upp. Það er sex til átta metra fylling alls, sem á eftir að koma í dalbotninn." Nú þegar eru jarðefni losuð á þessum stað og mat tæknimann- anna er að tiltölulega einfalt mál sé að nota þennan stað. „Þá erum við vitanlega að tala um baggað sorp. Þeir segja okkur að það sé allt annar handleggur heldur en ef verið er að tala um bara að sturta af bílum. Þarna koma um 55 þúsund tonn af fyllingarefni á ári, mold og jarðvegsefnum. Þann- ig að það er meira en nóg af því fyrir hendi til þess að urða sorpið alveg,“ sagði Heimir Pálsson. Hann bjóst við að gengið yrði frá því á bæjarráðsfundi í dag að senda bréf til Hollustuvemdar og leita heimilda. Morgunblaðið/Sverrir Kópavogsbær hefiir fengið sorppressu hjá Samvinnusjóði íslands og eru nú gerðar tilraunir með hana við að bagga sorp. Pressan getur annað öllu sorpi sem til feliur í Kópavogi og verður innan skamms tekin ákvörðun um hvort hún verður notuð áfram og þá hvar henni verður fimdinn staður til frambúðar. Sjávarútvegsráðuneytið: Eftirlit með sölu óunnins afla á erlenda markaði hert Sjávarútvegsráðuneytið hefiir gefið út nýja reglugerð varðandi útflutning á óunnum fiski. Reglugerðinni er ætlað að auka upplýsing- ar og eftirlit með umræddum útflutningi. Jón B. Jónasson, skrifstofu- sljóri í ráðuneytinu, segir nokkur brögð hafa verið að því, að afla- magn og skipting milli tegunda hafi verið rangfærð við sölu aflans erlendis og með reglugerðinni verði betra að fylgjast með því hvort svo sé gert eða ekki. Viðurlög við rangfærslu af þessu tagi geta verið svipting veiðileyfis og upptaka afla og hefur til þess komið. Ráðuneytið hefur á undanförnum misserum aukið verulega eftirlit með löndun afla héðan erlendis. I Ijós hefur komið nokkuð ósamræmi milli uppgefins afla, magns og teg- undaskiptingar og hafa menn í ein- hveijum mæli freistazt til að gefa rangar upplýsingar að sögn Jóns. Vegna þessa þykir nauðsynlegt að skipuleggja skilvirkara eftirlit með útflutningi á óunnum fiski og því gefin út reglugerð um útflutning- inn. Meginefni hennar er að sigli fiskiskip með afla til sölu á erlend- an markað, skal skipstjóri, strax og skipið hættir veiðum, senda veiðaeftirliti sj ávarútvegsráðuneyt- isins eins nákvæmar upplýsingar og unnt er um magn hverrar fisk- tegundar í aflanum. Jafnframt skal tilgreina umboðsmann erlendis, sölustað og áætlaðan uppboðsdag. Upplýsingar þessar skal senda í símskeyti, telexskeyti eða á tele- faxi. Sé aflinn fluttur utan með öðrum hætti, í gámum til dæmis, skal veiðaeftirlitinu tilkynnt, á sérstöku eyðublaði frá eftirlitinu, um útflutt- an afla frá hveiju einstöku fiski- skipi, sundurliðað eftir tegundum. Sé afli sama skips fluttur utan í fleiri en einum gámi, skal skila eyðublaði fyrir hvem gám. Sérstök athygli er vakin á því, að umrætt eyðublað kemur í stað núverandi „gámablaðs“, sem útflytjendur hafa þurft að skila til viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Skipstjóri veiðiskips, sem landar afla erlendis og útflytjandi óunnins afla skulu tryggja að umboðsmenn eða kaupandi erlendis sendi sam- dægurs skýrslur til Fiskifélags ís- lands um sölu afla erlendis þar sem tilgreint er endanlegt magn hverrar fiskitegundar og söluverð. Vanhöld á skýrsluskilum leiða til tafarlausrar sviptingar á veiðileyfi þess fiskiskips, sem veiddi aflann og frekari viðurlaga lögum sam- kvæmt. Það er skoðun ráðuneytis- ins að með reglugerð þessari muni tryggt meira jafnræði en ella milli þeirra, sem selja afla sinn til fram- leiðslu innan lands, og þeirra, sem selja afla sinn óunninn á erlendan markað. Jafnframt verði nákvæm- ari upplýsingar um fisksölu erlendis fáanlegar. Launaliður bænda hækk- ar um 2,7% YFIRNEFND hefur ákveðið breytingar á launalið bænda í hefðbundnum búgreinum, þann- ig að laun í verðlagsgrundvelli sauðfjárafurða og laun í verð- lagsgrundvelli kúabúa hækka um 2,7 prósent. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar nemur þessi hækkun framreikn- uð í verðlagi nálægt því að vera 1% hækkun á verði búvaranna. Ein- göngu er um að ræða leiðréttingu aftur til 1. mars er búvöruverð var síðast ákveðið, en eftir á að endur- skoða verð vegna ákvörðunar verð- lagsgrundvallar vegna nýs búvöru- verðs sem gildi tekur 1. júní næst- komandi. Nemendasam- band Menntaskól- ans í Reykjavík: Stúdenta- fagnaður haldinn á Hótel íslandi Nemendasamband Mennta- skólans í Reykjavík mun standa fyrir árlegum fagnaði með ný- stúdentum MR á Hótel íslandi 2. júní næstkomandi, en sú hefð hefiir verið ríkjandi í þau rúm- lega 40 ár sem nemendasam- bandið hefur starfað, að halda fagnað eldri nemenda með ný- stúdentum eftir útskrift stúdenta á hverju vori. Jónatan Þórmundsson prófessor, formaður nemendasambands MR, sagði að forsvarsmenn þess hefðu verið hikandi vegna ástandsins í skólamálum vegna verkfallsins í vor, en eftir að það leystist hefði verið ákveðið að halda stærri sam- komu en nokkru sinni fyrr. Hann sagði að aðsókn að fagnaðinum með nýstúdentum hefði verið vax- andi ár frá ári, en lagt hefði verið kapp á að eldri nemendur hittu nýstúdenta á þessum fagnaði. Það er ekki eina verkefni nem- endasambands MR að efna til stúd- entafagnaðar á hveiju vori, heldur hefur það einnig látið til sín taka húsnæðismál skólans, sem er í ýmsu ábótavant. „Þrátt fyrir bar- áttu okkar, nemenda, kennara og ekki síst rektors hefur litlu verið þokað, en þó fékkst aðeins aukin fjárveiting til endurbóta á hinu gamla og virðulega skólahúsi, en hins vegar hafa húsnæðismál skólans ekki verið leyst,“ sagði Jón- atan. Frekari hagkvæmniskannan- ir innan ATLANTAL-hópsins ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaösins. FULLTRUAR álfyrirtækjanna Alumined Beheer, Grángers og Alusuisse samþykktu á fundi með íslensku álviðræðunefhd- inni í höfuðstöðvum Alusuisse í ZUrich í gær að láta kanna áhrifin sem það mun hafa á rekstur nýrrar álverksmiðju í Straumsvík ef orka úr Fljóts- dalsvirkjun verður nýtanleg fyrr en áður var ætlað. Þeir samþykktu einnig að láta at- huga til hlítar möguleika og kostnað í sambandi við stækkun ÍSALs. ATLANTAL-hópurinn hyggst halda nánu sambandi í sumar og hittast formlega að nýju í ágúst. „Nú virðist líklegt að aukin orka til álframleiðslu verði í boði fyrr en áður var talið,“ sagði Edward A. Notter, yfirmaður hrá- efnadeildar álsviðs hjá Alusuisse og fulltrúi fyrirtækisins í ATLAN- TAL-hópnum, eftir fundinn í gær. „Það gæti gert byggingu og rekst- ur nýs álvers hagkvæmari en fyrri tölur sýna svo að okkur þykir rétt að láta kanna þann möguleika vandlega. Hópurinn kom sér einn- ig saman um að gerð verði hag- kvæmnisathugun á stækkun ÍSALs svo að sá valkostur liggi ljós fyrir. Við munum hefjast handa við það nú þegar.“ Fulltrúi Austria Metall var ekki í Ziirich en fyrirtækið hefur þó lýst yfír áhuga á að starfa áfram í hópnum. Jóhannes Nordal sagði að fyrirtækin væru öll sannfærð um að það væri rökrétt að auka álframleiðslu á íslandi. „Það þarf aðeins að finna réttu leiðina til þess,“ sagði hann. „Tveir mögu- leikar koma fyrst og fremst til greina, bygging nýs álvers eða stækkun verksmiðju Alusuisse með þátttöku fyrirtækja úr ATL- ANTAL-hópnum.“ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.