Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 23 tímum þegar fast er vegið að fyrir- tækinu að hafa lagt lóð sitt á vogar- skálina og getað miðlað lánsfé til þurfandi einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Það er vonandi að hin lítilfjörlega þóknun (þ.e. vaxtatekj- urnar) sem fékkst fyrir þennan hluta starfseminnar hafí a.m.k. náð að standa undir snjómokstri fyrirtækis- ins sem ku hafa verið ærinn sl. vetur. Forstjórinn segist í viðtalinu ekki kannast við að fyrirtækið hafi beitt þrýstingi í bankakerfinu í því skyni að beina fjármagni þess í ákveðinn farveg. Þó séu undantekningar frá þvi þar sem reynt hafi verið að neyða fyrirtækið til að gerast hlut- hafi í útgerðarfélagi en til allrar lukku „gátu þeir sloppið við það“ með því að veita félaginu vaxtalaust lán til nokkurra ára. Þess utan séu nokkur dæmi um að fyrirtækið hafi haft milligöngu um að veita lánsfé til bygginga fyrir sjúka og aldraða og til fleiri mannúðarmála á Suður- nesjum. Að lokum segir Thor að „það hafi aðeins einn utanríkisráð- herra farið þess á leit við fyrirtækið að það legði fé inn á banka í Reykjavík." Fróðlegt væri fyrir almenning að fá upplýst hvaða ráðherra hér um ræðir, hvaða aðili hafi fengið pening- ana (25 milljónir króna) að láni og hvaða vextir hafi verið greiddir af þeim? Er t.d. hugsanlegt að pening- ar þessir hafi runnið í kosningasjóð einhvers stjórnmálaflokksins? Bandaríkjamenn ánægðir? Thor leggur mikið upp úr því í viðtalinu að ein af meginástæðum núverandi fyrirkomulags verktök- unnar sé eindreginn vilji og krafa af hálfu Bandaríkjamanna um að eitt og öflugt fyrirtæki annist þessa þjónustu. Þá segir hann orðrétt um viðhorf yfirmanna varnarliðsins til íslenskra aðalverktaka: „Bandaríkjamenn eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem við veitum þeim og hafa greint frá því í ræðu og riti að hvergi í heiminum fái þeir betur unnin verk, né fljót- virkari þjónustu. Þeir hafa jafnframt sagt að þeim þætti þjónusta okkar í sjálfu sér ekki óhóflega dýr, heldur að það væri dýrt að framkvæma á íslandi, sem liggur jú í augum uppi að er rétt.“ Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ekki hefði forstjórinn getað ver- ið mikið seinheppnari með þessa lýs- ingu því sama dag og viðtalið birtist sá æðsti yfirmaður vamarliðsins sig til knúinn í ræðu að kvarta sáran yfir óhóflega dýmm framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Taldi hann framkvæmdakostnaðinn almennt svo háan að það væri eingöngu tíma- spursmál hvenær endurskoðunar- nefnd bandaríska þingsins segði stopp og þá myndi varla duga leng- ur að þylja upp rulluna um óvenju erfiðar aðstæður hér á landi til að fá reikninga samþykkta. Þessi yfirlýsing þarf engum að koma á óvart sem þekkir til mál- anna. Án þess að það hafi fengist staðfest hjá Veðurstofu eða öðmm opinberum aðilum (vegna verkfalls BHMR) þorir höfundur að fullyrða af eigin reynslu og þekkingu að aðstæður innan girðingar séu eigi með öllu frábmgðnar því sem þekk- ist utan hennar. Á hitt má benda að yfirmönnum varnarliðsins er mætavel kunnugt um almennan framkvæmdakostnað hér á landi og þess má einnig geta að þeir hafa endmm og eins haft samband við einstök fyrirtæki innan Verktaka- sambandsins til að forvitnast um hlutina og viðhorf manna. Þá er engin launung á því að forsvarsmenn bandaríska verktakasambandsins hafa oftar en einu sinni séð ástæðu til þess að spyijast fyrir um hið óvenjulega ástand sem ríkir í þessum málum hér á landi. Það hlýtur að vera yfirmönnum íslenskra aðalverktaka sérstakt áhyggjuefni að hafa tapað vemlega á rekstrinum það sem af er þessu ári eins og fram kemur í viðtalinu við forstjórann. Það gerist á sama tíma og unnið er á fullu við bygg- ingu 240 íbúða í fjölbýlishúsum en láta mun nærri að samningsverð þessara íbúða sé u.þ.b. tvöfalt hærra en byggingarkostnaður sambæri- legra íbúða í Reykjavík (þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa opinberra gjalda). Á sama tíma hafa sumir kollegar þeirra í Reykjavík og víðar orðið að láta sér nægja að skrimta við núllið eins og sagt er og halda áfram framkvæmdum fyrir „hálf- virði“ og fjármagnað reksturinn m.a. með bankalánum (það skyldu þó varla hafa verið peningar íslenskra aðalverktaka?) þar sem nokkurrar sölutregðu hefur gætt á íbúðamark- aðnum frá því fyrir áramót. Framkvæmdir við Keflavíkurveginn í viðtalinu rifjar Thor upp söguna um framkvæmdirnar við Reykjanes- brautina (Keflavíkurveginn) sem fyrirtækið tók að sér um miðjan sjö- unda áratuginn. Hann segir að þá hafi menn innan fyrirtækisins hug- leitt að hætta varnarliðsfram- kvæmdum og að snúa sér að almenn- um vegaframkvæmdum á íslandi. Það hafi þó runnið út í sandinn eft- ir að aðrir verktakar mótmæltu áformum þeirra á þeim forsendum að þetta væri í rauninni í verkahring annarra verktaka en Islenskra aðal- verktaka. Síðan segir Thor: „Við urðum við þessum tilmælum þeirra og sömdum upp á það að við létum þá afskiptalausa og þeir okk- ur. Nú eru þessir sömu aðilar, sem við sömdum við á sínum tíma, að reyna að komast í stólinn okkar. Hver veit nema við gætum aðstoðað þá á innanlandsmarkaðnum." Hér fer forstjórinn heldur frjáls- lega með staðreyndirnar. Honum til upprifjunar skal bent á, að Verk- takasambandið (sem reyndar var stofnað upp úr þessum átökum) barðist auðvitað gegn því á þessum tíma að íslenskir aðalverktakar fengju þessi verkefni (t.d. lagningu hraðbrautar í Ártúnsbrekku) þar sem fyrirtækið naut algjörs tollfrels- is (og nýtur enn) á öllum tækjum og búnaði sem þurfti til slíkra fram- kvæmda. Skynsamir menn hljóta að sjá þann aðstöðumun sem hefði skapast ef öll önnur verktakafyrir- tæki hér á landi hefðu orðið að keppa um verkefnin við slík skilyrði, enda geta tollar og önnur opinber gjöld numið rúmlega helmingi af verði vinnuvéla. Að minnsta kosti vafðist þetta ekkert fyrir þáverandi ráð- herrum, þeim Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Magnúsi Jóns- syni fjármálaráðherra. Þá er erfitt að skilja hvað Thor á við þegar hann talar um að samið hafi verið við ákveðna aðila um að friður skyldi ríkja um landamæri eða áhrifasvæði hvors annars. Slíkt sam- komulag hefur aldrei verið gert, a.m.k. ekki með þátttöku Verktaka- sambands íslands né fyrirtækja inn- an vébanda þess. Á hinn bóginn hefur stjórn Verktakasambandsins margsinnis séð ástæðu til að bjóða íslenskum aðalverktökum aðild að sambandinu með formlegu bréfi. Þessum boðum hefur aldrei verið svarað svo vitað sé, en það mun auðvitað standa áfram. Það væri án efa mikill styrkur fyrir almenna verktakastarfsemi i landinu ef fyrir- tækið íslenskir aðalverktakar sf. bættist í hóp hinna mörgu er starfa í þessari grein. Það yrði þó skiljan- lega að gerast undir sömu formerkj- um og aðrir verða að lifa við, sbr. hér að framan. Lokaorð Nú virðist loks runnið upp fyrir ýmsum ráðamönnum þessarar þjóð- ar að við óbreytt ástand þessara mála verði ekki lengur unað. Þeirri áskorun er hér með beint til allra stjómmálamanna í þessu landi sem hafa þor og kjark að taka nú á málinu með fullri alvöm og aflétta þeirri óáran sem verið hefur við lýði í 35 ár. Málið er ekki eins flókið og margir vilja halda. Vilji er allt sem þarf. Höfíindur er framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gunnar og Guðmundursf. ogformaður Verk- takasambands íslands. FÆ.ST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGi ARNARxORLYGS OGRUNN eftir Ásgeir Svanbergsson Handbók ræktunarmannsins. Leiöbeiningar um ræktun og hirðingu. Með 170 litmyndum. ÖRN OG XþTi ORLYGUR StÐUMÚLA 1 I - SÍMI 848óó MAZDA 323... EITT MERKI - ÓTAL GERÐIR Það fást yfir 20 gerðir af MAZDA 323, ein þeirra hentar þér örugg- lega. Til dæmis MAZDA 323 SUPER SPECIAL 4 dyra: • Nóg pláss fyrir fjölskylduna og farangurinn. • Ný, glæsileg luxusinnrétting, niðurfellanlegt aftursæti. • 1.3 L eða 1.5 L vélar. • 5 gíra eða sjálfskiptur, fæst með vökvastýri. • Belti við öll sæti og dagljósa- búnaður. • Sérlega hagstætt verð. Athugið sérstaklega: Greiðslukjör við allra hæfiU Opið laugardaga frá kl. 12-16 BILABORG HF. FOSSHALSI 1, S.68 12 99. P&Ó/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.