Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 25 Leita lækningar við val- brá í Bandaríkjunum Grindavík Tvö böm í Grindavík hafa síðustu mánuði farið nokkmm sinnum til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að láta ljarlægja valbrá úr andliti. Emil Daði Símonarson er 1 árs og er nú að fara i fjórða skipti í meðferð og Ásdís Ester Kristinsdóttir, 16 ára, er að fara í áttunda skipti. Guðrún Bjamadóttir, móðir Est- erar, kvaðst hafa heyrt um það fyrir 4 árum að hugsánlegt væri að lækna valbrá. Áður hafði hún gengið út frá því að slíkt væri ekki mögulegt og að Ester, sem er með mikla valbrá í andliti, fengi enga bót á því. í framhaldi af því fór Ester til Kalifomíu og gekkst þar undir meðferð með leysigeisla sem nefnist Argon-leysir. Sú meðferð bar ekki mikinn árangur og skildi meðal annars eft- ir ör í andliti hennar. Auk þess var hún sársaukafull og Ester kvaðst sjálf frekar hafa viljað vera með valbrá í andliti heldur en að halda áfram. Móðir Esterar komst síðan í samband við fólk hér á landi sem hefur verið í meðferð í New York hjá lækni sem heitir Roy Geron- emus og starfar í New York Uni- versity Medical Center. Geronemus hefur þróað nýja að- ferð út frá Argon-leysi og hefur beitt henni við valbrá. Ester fór út í fyrsta sinn í september á síðasta ári og Emil Daði, sem er nú eins árs og hefur verið með valbrá í andliti frá fæðingu, fór út á sama tíma en hann var þá 5 mánaða gamall. Þau hafa bæði farið reglu- lega síðan. Móðir Emils, Gunnhildur Björg- vinsdóttir, og Guðrún vom sam- Pétur Gíslason og Guðrún Bjamadóttir með Magnús Helga, t.v., Ester og Sigurlaugu. Gunnhildur Björgvinsdóttir Emil Daða og Ingubjörgu. Frímann Ólafsson og Símon Alfreðsson með Söru t.v., mála um að þær sæju merkjanlegan mun á bömum sínum og að það væri þess virði að fara með börnin út. Hver meðferð tekur um klukku- tíma í hvert sinn. Valið er svæði sem geislanum er beint að í 40 mínútur. Að sögn Gunnhildar og Guðrúnar greiða foreldrar fyrir ferðir úti og hótel. Fiskanes hf. og sjúkrasjóður verkalýðsins í Grindavík hafa veitt styrk til bamanna auk þess sem knattspymudeild UMFG hefur styrkt foreldra Emils Daða. Þessi aðstoð hefur gert þeim kleift að fara þessar ferðir. Þær sögðu að 6 einstaklingar hefðu farið í meðferð til New York undanfarin ár og að í bígerð væri að stofna félagsskap þeirra. Kristján Guðjónsson deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins sagði í viðtali við Morgunblaðið að Trygg- ingastofnun greiddi ferðir sjúkíings ásamt fylgdarmanni og dagpeninga í þá daga sem dvalið er úti í New York og einnig er greitt fyrir lækn- ismeðferð. Þarna væri um meiri- háttar valbrá að ræða sem telst líkamslýti. Jens Kristjánsson lýtalæknir sagði í viðtali við Morgunblaðið að valbrá væri afbrigði æðasjúkdóms þar sem smáæðar í líkamanum hleyptu of miklu blóði í gegnum sig. Meðan valbráin er í húðinni er hún sjáanleg þannig að hún litar húðina rauða. Undanfarin 10 ár hafa verið þróaðar aðferðir til að lækna valbrá með leysigeislum. Fyrst vom notaðir Argon-geislar en fyrir um fjórum ámm var byijað að nota litrófsgeisla meðal annars í New York en litrófsgeisli er sér- stakt afbrigði af Argon-geisla. Þessi meðferð byggist á því að eyði- leggja æðar sem em of víðar og hindra blóðstreymi fram í húðina. Að sögn Jens er til Argon-leysir á Landakoti sem hægt verður að nota til lækninga á valbrá með aukatækjum sem stefnt er að að kaupa til landsins. Hann sagði, að svipaður árangur fengist með notk- un Argon-geisla og litrófsgeisla en margt benti þó til að litrófsgeisli sé heppilegri til dæmis vegna minni öramyndunar en hann er mun dýr- ari en Argon-leysir. Jens benti þó á að þessi meðferð dugir ekki á allar tegundir valbrár en um -70% sjúklinga fá einhveija bót og hann vildi einnig undirstrika að litrófs- tæknin er ekki fullþróuð og full ástæða væri fyrir foreldra bama að bíða með að fara með mjög ung börn í meðferð þar sem öramyndun er líklegri hjá bömum en fullorðnum eftir 14 ára aldur. Að lokum sagði Jens að um 750 íslendingar væru með valbrá ein- hvers staðar á líkamanum sem þýddi í raun að milli 15 og 18 manns fæðast með valbrá árlee F( Mýtt hugtak í húömeöferð LIPOSOME fyrir andlit Þj óðhagsstofiiun: Brýnast að auka framleiðslu og treysta undirstöður atvinnulífsins BRYNUSTU verkefiii stjómvalda í efhahagsmálum em að skapa skilyrði til aukinnar framleiðslu og treysta undirstöður atvinnulífs- ins. Þetta kemur fram í Ágripi úr þjóðarbúskapnum sem Þjóðhags- stofhun kynnti í gær að undangenginni endurskoðun á efiiahags- horfum fyrir árið 1989, meðal annars í Ijósi nýgerðra kjarasamninga og framvindunnar að undanfömu. Helstu niðurstöður eru þessar: Spáð er 1%% minnkun landsfram- leiðslu frá síðasta ári og að lands- framleiðslan muni samtals dragast saman um 3% á þessu og síðasta ári. Ástæðan fyrir þessari óhag-. stæðu þróun segir Þjóðhagsstofnun að sé bæði samdráttur í útflutningi og þjóðarútgjöldum. „Því er ljóst að eitt brýnasta verkefnið framund- an er að auka framleiðsluna, ef takast á að viðhalda sambærilegum lífskjörum hér á landi og meðal þeirra þjóða sem fremstar standa,“ segir í yfirliti Þjoðhagsstofnunar. Þjóðartekjur gætu dregist meira saman en landsframleiðslan í ár, eða um tæp 3%, þar sem reiknað er með að viðskiptakjör rými á þessu ári. Það stafar einkum af hækkun olíuverðs á heimsmarkaði og lakari horfum um verð sjávaraf- urða en áður var reiknað með. Gert er ráð fyrir lítilsháttar heildar- hækkun sjávarafurða, en þó minna en nemur verðbólgu í viðskiptalönd- unum. Þrátt fyrir þetta er ekki búist við að viðskiptahallinn gagn- vart útlöndum aukist, hann verði um 3/2%, sem er sviað og síðustu tvo ár. Spáð er 21% verðbólgu frá upp- hafi til loka ársins á mælikvarða framfærsluvfsitölu. Kaupmáttur at- vinnutekna á mann gæti orðið 6—7% minni en hann var í fyrra og er það svipað og gert hefur ver- ið ráð fyrir. Samkvæmt því yrði kaupmátturinn um 10% lakari en 1987 en aftur á móti 12% meiri en árið 1986. Til samanburðar getur stofnunin þess að þjóðartekjur á mann hafa aukist mun minna en kaupmátturinn frá 1986, þær verða 1—2% hærri í ár en 1986. Atvinnuhorfur eru óljósar. Fjöldi lausra starfa hefur dregist saman að undanfömu og atvinnuleysi auk- ist. Þjóðhagsstofnun spáir því að atvinnuleysi verði um 114% af vinnu- afli að meðaltali á þessu ári. Þótt þetta sé töluvert meira atvinnuleysi en verið hefur hér á landi á undan- fömum ámm er rétt að vekja at- hygli á því að þensla hefur ein- kennt íslenska vinnumarkaðinn um langt skeið. Afkoma atvinnuveganna, ekki síst útflutnings- og samkeppnis- greina, hefur verið mjög erfið að undanfömu. Þetta stafar meðal annars af minnkandi veltu, háu raungengi og auknum ijármagns- kostnaði. Það fer því ekki á milli mála að eitt helsta viðfangsefni efnahagsstjómar á næstunni verður að treysta undirstöður atvinnulífs- ins. í niðurstöðu athugana á hag at- vinnuveganna árið 1987 kemur í ljós að hagnaður fyrir greiðslu skatta var um eða innan við 1% af rekstrartekjum þegar á heildina er litið. Það telur Þjóðhagsstofnun slakt í ljósi þess að mikill upp- gangur var í þjóðarbúskapnum á því ári og hagvöxtur með mesta móti. Því er spáð að afkoman hafi verið enn verri árið 1988, en skáni eitthvað á yfírstandandi ári vegna lækkandi vaxta og raungengis. ÍQie s u p e r S i p 0 s 0 m e con(e n t r o te JiLSANDIR besta verðið á markaðnum! IILSANDER optibelt KÍLREIMAR REIMSKIFUR OG FESTIHOLKAR Drifbúnaður hvers konar er sérgrein okkar. Allt evrópsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.