Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Boston-háskóli heiðrar forseta Bandadkjanna og Frakklands Bush og Mitterrand bjartsýnir á samkomulag á milli NATÓ-ríkjanna Boston. Prá Óla Bimi Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins GEORGE Bush, Bandarílqaforseti, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, tóku báðir við heiðursdoktorsnafiibót frá Boston- háskóla (Boston University) síðastliðinn sunnudag um leið og skólinn brautskráði stúdenta. Báðir forsetarnir fluttu ræður af þessu tilefni. George Bush Qallaði fyrst og fremst um leiðtogafund Atlantshafs- bandalagsins, NATO-ríkjanna, í lok mánaðaríns en Mitterrand beindi augum að mikilvægi umhverfisvemdunar. Utskrift stúdenta frá Boston- ur), því þeir liðlega 5.200 stúdentar háskóla hefur líklega aldrei vakið jafnmikla athylgi og yfir 30 þúsund gestir voru viðstaddir afhöfnina. Yfirvöld háskólans þurftu í fyrsta skipti að takmarka fjölda aðgöngu- miða sem hver kandidat fékk. Mið,- ar gengu kaupum og sölum fyrir allt að 100 dollara (um''5.600 krón- sem útskrifuðust fengu aðeins ijóra miða hver frá skólanum. George Bush, Bandaríkjaforseti, lagði áherslu á leiðtogafund NATO-ríkjanna sem haldinn verður í næstu viku. Áhyggjur vegna hugs- anlegrar sundrungar leiðtoga NATO hafa vaxið á undanfömum Khomeini erkiklerk- ur í Iran á bataveffi Nikósíu. Reutcr. V—7 KHOMEINI erkiklerkur, trúar- leiðtogi írana, var sagður á bata- vegi í gær en hann gekkst undir uppskurð vegna innvortis blæð- inga á þríðjudag. Khomeini er 86 ára að aldrí og að sögn útvarpsins í Teheran, höfuðborg írans, hitti hann nána samstarfsmenn sína í gær. Heittrúaðir fylgismenn erkiklerks- ins náðu völdum í íran árið 1979. Ári síðar fékk Khomeini vægt hjartaáfall og þrátt fyrir sögusagnir um hið gagnstæða bendir fátt til annars en að hann hafí verið við ágæta heilsu fram til þessa. Vitað er að réttnefndir harðlínu- menn og þeir sem hlynntir eru bætt- um samskiptum við ríki Vesturlanda eru þegar teknir að beijast um völd- in í Iran. Ekki liggur fyrir hver tek- ur við stöðu Khomeinis er hann safn- ast til feðra sinna. Sjálfur hafði hann lýst yfir þvi að Hossein Ali Montaz- eri erkiklerkur ætti að taka við stöðu sinni en þau áform urðu að engu er Montazeri lét í ljós efasemdir um réttmæti dauðadómsins sem Kho- meini hefur kveðið upp yfir rithöf- vikum beggja vegna Atlantsála, vegna stefnu vestur-þýsku stjórnar- innar. Helmut Kohl, kanslari Vest- ur- Þýskalands, hefiir lagt hart að Bandaríkjastjórn að semja við Sov- étríkin um fækkun skammdrægra eldflauga og hætta við fyrirhugaða endumýjun svokallaðra Lance eld- flauga í Vestur-Þýskalandi. Banda- ríkin hafa þegar fallist á að fresta ákvörðun um endumýjun fram til 1992, en Bush tók fram í ræðunni að hann myndi ekki láta undan þrýstingi: „Þó miklar vonir séu bundnar við friðvænlegri Evrópu, þá kennir saga þessarar aldar bæði Bandaríkjamönnum og Evrópubú- um að vera á varðbergi." Þá lýsti forsetinn yfír áhyggjum vegna þess sem hann kallaði vaxandi „áhyggju- lausa sjálfsánægju" á Vesturlönd- um og lagði áherslu á að Banda- ríkin og bandamenn þeirra mættu ekki sofna á verðinum gagnvart Sovétríkjunum. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi eftir athöfnina vom Mitterr- and og Bush báðir bjartsýnir á að samkomulag næðist fyrir leiðtoga- fundinn. Reuter Raul Alfonsin, forseti Argentínu, spjallar við heiðursvörð skömmu eftir að hann flutti ávarp sitt í sjónvarpi. Hann kvaðst myndu vera við stjórnvölinn út kjörtímabil sitt sem lýkur í desember. Argentína: Khomeini erkiklerkur. undinum Salman Rushdie. Þessi yfir- lýsing varð til þess að Khomeini þröngvaði Montazeri til að leggja niður völd. Þeir sem sérfróðir mega teljast um málefni íran segja að búast megi við róstum og valdabar- áttu að erkiklerknum gengnum. Þyk- ir nú líklegast að Ali Akbar Rafsanj- ani, forseti íranska þingsins, verði eftirmaður Khomeinis. I gær var mikil hátíð í Iran til að fagna sigmm í stríðinu við íraka og þá lagði Rafs- anjani áherslu á að hann hefði verið í hópi þeirra sem heimsóttu sjúkling- inn í gærmorgun. Alfonsin forseti sit- ur út kiörtímabilið Buenos Aires. Reuter. RAUL Alfonsin, forseti Arg- entínu, lýsti því yfír á þriðjudag að hann myndi sitja út kjörtíma- bil sitt sem forseti en því lýkur í desember á þessu árí. í kjölfar yfirlýsingar Alfonsins sagði ríkis- stjórn hans af sér. Viðræður fúll- trúa Róttæka flokksins, sem fer með völd í landinu, og peronista, Þeir hvíldu saman í grafliýsinu á Rauða torginu Lenín og Stalín fram til þess tíma, þegar Nikita Khrústsjov afhjúpaði Stalín 1956. Síðan hefúr Lenín verið þar einn. Sovétríkin: Er loks kominn tími til að grafa félaga Lenín? New York Times. FYRIR skömmu kom leikhús- stjóri í Moskvu, Mark Zak- harov, fram í umdeildum kvöld- þætti í sovéska sjónvarpinu og sagði þar að rétt væri að grafa látið fólk. í sjálfú sér er þetta varla byltingarkennd hugmynd en samt hafa þessi ummæli fengið nokkra félaga i mið- sljóm kommúnistaflokksins til að taka andköf af skelfingu og þeir nefna þetta nú sem dæmi um taumlaust tjáningarfrelsi, glasnost, sem komið sé á villi- götur. Ástæðan er sú að Zak- harov var að ræða um likams- leifar Vladímírs Íljíts Ú(janovs, sem þekktur var undir nafiiinu Lenín. „Það skiptir engu hve mjög við höfum hatað eða elskað einstakl- ing,“ sagði Zakharov, „við megum ekki ræna neinn réttinum til þess að verða holað niður.“ Georgí Zhúkov, einn 110 miðstjórnar- manna sem sögðu sig nýlega úr miðstjóminni „af fúsum og frjáls- um vilja,“ var stórhneykslaður. „Hvers vegna leyfir sjónvarpið okkar - ríkissjónvarpið, sjónvarp flokksins - slík ummæli?“, spurði hann. Annar fyrrum miðstjómar- maður sagði að ummæli Zak- harovs um kommúnistadýrlinginn væm „verri en óskiljanleg.“ Lenín lést 1924 og hófst þá þegar umræða í forystusveit Sov- étríkjanna og fjölmiðlum um hvað skyldi gera við jarðneskar leifar stofnanda ríkisins. í lesendabréfi var stungið upp á því að hann yrði smurður og varðveittur í gler- kistu næstu aldimar. „Látum hann ávallt vera hjá okkur,“ sagði í lok bréfsins. Flokksmálgagnið Pravda andmælti í forystugrein og sagði að heiðra ætti hugmynd- ir Leníns, ekki lík hans. Nikolaj Búkharín og León Trotskíj vom sama sinnis. Jósef Stalín greip smurðlingshugmyndina hins veg- ar á lofti og hún varð ofan á, þrátt fyrir mótmæli ekkju Leníns. Árið 1930 var glerkistunni komið fyrir í grafhýsinu fræga við Rauða torgið. Aragrúi ferðamanna skoð- ar grafhýsið og smurðlinginn ár hvert og gaf Zakharov í skyn að minning leiðtogans hefði verið smánuð með því að breyta líkam- sleifum hans i skringifyrirbrigði handa forvitnum ferðalöngum. um að AJfonsin afsali sér völdum til Carlos Menems áður en kjörtímabilinu lýkur, báru engan árangur. Menem vann yfírburða- sigur í forsetakosningunum 14. maí síðastliðinn. Alfonsin sagði í sjónvarpsávarpi að tilboði hans um að afsala sér völdum hefði verið hafnað vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í landinu. „Við emm reiðubúnir til að halda af festu um stjómvölinn til 10. desember,“ sagði forsetinn. Upp úr slitnaði í viðræðum full- trúa Róttæka flokksins og peronista þegar útséð var um að samkomulag næðist um neyðarráðstafanir í efna- hagsmálum. Tillögur Róttæka flokksins gengu út á skatta- og tollahækkan- ir en peronistar höfnuðu þeim. Þeir boða m.a. miklar almennar launa- hækkanir og aukin fjárframlög til héraðsstjóma. Alfonsin sagði að nýjar efna- hagstillögur yrðu lagðar fram næst- komandi sunnudag. Grænland: Tilboð Bandaríkja- manna veldur deilum Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Verkfræðisveitir Bandaríkja- hers hafa boðist til að taka að sér byggingar- og skipulagsverk- efúi á Grænlandi og er sú starf- semi hugsuð sem liður í þjálfún sveitanna. Grænlenska lands- stjómin hefúr tekið vel í þetta tilboð Bandaríkjamanna en grænlenskir vinstri menn telja þessi áform ógna atvinnulífí á Grænlandi og hafa fordæmt þau. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjómarinnar, kveðst telja að Grænlendingum beri að taka þessu tilboði verkfræði- sveitanna fagnandi. Segir hann að unnt verði að ráðast í verkefni sem fram til þessa hafi verið Grænlend- ingum ofviða. Ekki hefur verið skýrt frá því um hvaða verkefni er að ræða en Motzfeldt sagði í út- varpsviðtali um helgina að verk- fræðisveitirnar önnuðust m.a. lagn- ingu flugbrauta og hafnargerð víða um heim. Josef Motzfeldt, formaður vinstriflokksins, Inuit Ataqatigiit, kveðst fordæma öll áform í þessa veru. Segir hann að Grænlendingar hafi fram til þessa einungis fylgst með framþróun þjóðfélagsins úr fjarlægð í stað þess að vera þátttak- endur í henni. Josef Motzfeldt telur að þátttaka Bandaríkjamanna í uppbyggingarstarfi á Grænlandi verði tæpast til þess að styrkja at- vinnulífið auk þess sem hann segir tilboð þetta fela í sér aukin hernað- ammsvif Bandaríkjamanna. Spánn: Þrír menn farast í bíl- sprengingu Bilbao. Reuter. ÞRÍR lögreglumenn létust og níu manns særðust þegar öflug sprengja sprakk i bíl í borginni Bilbao á Spáni í gær. Talið er að aðskilnaðarsamtök Baska berí ábyrgð á tilræðinu sem er hið alvarlegasta á Spáni í 18 mánuði. Að sögn lögreglunnar hafði fjar- stýrðri sprengju verið komið fyrir í farangursrými stolinnar leigubif- reiðar. Þegar sprengjusérfræðingar lögreglunnar reyndu að gera sprengjuna óvirka sprakk hún með fyrrgreindum afleiðingum. Tilraunir til að binda enda á skæruhernað Baska sem staðið hef- ur yfir í 21 ár mnnu út í sandinn í samningaviðræðum fulltrúa spænskra stjómvalda og ETA í Alsír í mars síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.