Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 + Karlmannaföt kr. 3.995,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.195,- til 1.995,- Gallabuxur kr. 1.195,-, 1.230,- og 1.295,- Flauelsbuxur kr. 1.110,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.770,- og 2.390,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Gardslöttuvélin stLaa m Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. ’ffl \ Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með SIMI: 681500 - ARMULA 11 Verslun okkar verður lokuð í dag milli kl. 14.30 og 16.30 vegna jarðarfarar Jóns J. Sfmonarsonar fyrrv. deildarstjóra. Ármúla 40, sfmi 35320. L__VH4R Töflureiknirinn PlanPerfect Námskeid Í tileftii af nýrri bók okkar efnum við til 16 tíma nám- skeiðs í PlanPerfect, og er bókin innifalin í námskeið- inu. Hún er sérstaklega sniðin til kennslu og hefúr að geyma margvísleg verkeftii. Dagskrá námskeiðsins: Töflugerð Myndræn framsetning Prentun Leiðbeinandi: Matthías Magnússon Námskeiðið er fjórir eftirmiðdagar, tveir dagar í senn, með viku millibili. Dagsetningar og tími: 1 29/5, 30/5, 5/6 og 6/6 kl. 13-17. Skráning og nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir LARS LUNDSTEN Stj órnarskrárbreytingar í Finniandi: Völd forsætisráðherra aukin á kostnað forseta Á þjóðþingi Finna var fyrir skömmu hafist handa við að ganga frá tillögum ríkisstjórnarinnar um ítarlegar breytingar á stjórnarskrá landsins. Ætlunin er að breyta stjórnarfarinu þannig að dregið verði úr valdi forsetans en þess í stað verði forsætisráðherra gerður valda- meiri en hingað til. Stjórnarskrá Finna hefiir verið nánast óbreytt síðan hún tók gildi árið 1919 um leið og landið varð lýðveldi. Finnlandsforseti hefur mjög víðtækt valdsvið og hefur staða hans oft verið borin saman við stöðu Frakklandsforseta eða Bandaríkjaforseta. Af þeim fimm ríkjum sem taka þátt í norrænni samvinnu eru tvö lýðveldi, ísland og Finnland. En segja má að þrátt fyrir það að Finnland og Island séu bæði lýðveldi líkist stjórnkerfi ís- lands miklu fremur stjórnarfyrir- komulagi konungsríkjanna þriggja, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Þessi flögur ríki hafa um langt skeið haft það sameiginlegt að for- sætisráðherra er sá aðili sem í raun er þjóðarleiðtogi. í Finnlandi hefur þjóðhöfðinginn, þ.e. forsetinn, hins vegar haft raunverulegt pólitískt vald sem ef til vill er enn víðtæk- ara en vald forsætisráðherra í hin- um löndunum. Forsetinn tekur virkan þátt í starfi ríkisstjómar, skipar ríkisstjóm og veitir henni lausn, hann ákveður þingrof og síðast en ekki síst sér hann um að marka stefnu landsins í utanríkis- málum. Nú er stefnt að því að efla vald forsætisráðherra á kostnað forseta. í augum margra er þetta skref í átt að auknu lýðræði; með því að draga úr valdi forseta er aukið þingræði tryggt. Hingað til hafa ríkisstjórnir að vísu orðið að hafa stuðning meirihluta þingmanna en forsetinn hefur t.d. getað rekið ríkisstjóm og rofið þing án þess að þurfa að standa nokkram skil gerða sinna nema þjóðinni sjálfri í næstu kosningum. Þingrofsrétturinn í hinum nýju tillögum núverandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir því að þingrofsréttur verði tekinn af forseta og færður í hendur forsæt- isráðherra. Menn muna enn eftir því hvernig sterkur forseti á borð við Urho Kekkonen gat stjómað bæði störfum ríkisstjórnarinnar og þjóðþings með því að velja sína menn í ríkissfjóm og ijúfa þing ef málin tóku ekki að þokast í þá átt sem honum líkaði. Þetta ákvæði, að láta fórsætis- ráðherra ákveða þingrof, hefur hins vegar einnig vakið gagnrýni. For- sætisráðherra þarf ekki að vera þingmaður. Forsetinn getur valið hvern sem honum þóknast í stöðu forSætisráðherra. Þannig er for- sætisráðherra í raun einungis yfir- maður framkvæmdavaldsins í um- boði forseta. Til dæmis var Harri Holkeri, núverandi forsætisráð- herra Finna, bankastjóri í finnska Seðlabankanum þegar honum var boðið að mynda ríkisstjóm. En ta- lið var að hann hefði einkum verið valinn vegna góðra tengsla sinna við Mauno Koivisto forseta sem einnig var bankastjóri í Seðlabank- anum áður en hann var kjörinn forseti Mörgum þykir það draga úr lýð- ræðinu að maður sem þjóðin hefur ekki kosið í eitt né neitt, þ.e. for- sætisráðherra, geti ákveðið þin- grof. Forsetinn er þó þjóðkjörinn, þ.e. þiggur vald sitt beint frá þjóð- inni. Líklegt þykir að þessi ákvæði um valdaskiptingu milli forseta annars vegar og forsætisráðherra og ráðuneytis hins vegar verði mjög umdeild áður en stjómarskrár- breytingarnar verða afgreiddar á þinginu. Hvorki stjórnarsamsteypa hægri manna og jafnaðarmanna né stjórnarandstaðan era einhuga í þessum málum. Sumum þingmönn- um þykir það fráleitt að fara að draga úr valdi forseta á þessum síðustu og verstu tímum þegar álit almennings á stjómmálamönnum fer stöðugt dvínandi. Skoðana- kannanir sýna vissa fyrirlitningu almennings á þingi og stjómmála- mönnum. En forsetinn hefur hing- að til sloppið við meiri háttar gagn- rýni. Skorður við endurlqöri I þeim stjómarskrárbreytingum sem nú era til umfjöllunar á þing- inu er einnig gert ráð fyrir að end- urkjör forseta verði takmarkað. Kjörtímabilið er og yrði einnig sam- kvæmt tillögunum sex ár. Hins vegar er í tillögunum gert ráð fyr- ir að takmarka endurkjör þannig að sami maður megi ekki gegna embætti forseta nema í tvö kjörtímabil. Auk þess er gert ráð fyrir því að forsetakosningarnar fari fram á franska vísu, þ.e. að þjóðin kjósi forseta í beinum kosn- ingum í tveimur umferðum. Það kerfi sem nú er í gildi gerir ráð fyrir að sérstakir kjörmenn hafi með höndum endanlegt forsetakjör ef enginn frambjóðenda fær hrein- an meirihluta í fyrstu umferð. Bein- ar kosningar þykja auka sjálfstæði forseta gagnvart flokkum og stjórnmálamönnum og þess vegna er stefnt að því að takmarka vald- svið forseta. Það era þó nokkuð merkileg tíðindi að allir flokkar virðast vera sammála um að kjósa beri forseta í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hingað til hafa allar forsetakosn- ingar farið fram annaðhvort á Iq'ör- mannafundi eða, á ófriðartímum, í þjóðþinginu. Það var upphaflega að framkvæði hægri afla að í stjómarskrána var komið inn ákvæði þess efnis að þjóðkjömir kjörmenn kjósi forseta. Þetta gerð- ist skömmu eftir að borgarastríðinu 1918 lauk en íhaldsmenn vildu koma í veg fyrir að einhver öfgas- innuð þjóðhetja yrði kosin einungis vegna lýðhylli meðal alþýðunnar. Hins vegar hafa vinstri flokkar ævinlega fylgt þeirri skoðun að þingið ætti að kjósa forseta á sama hátt og tíðkast hefur t.d. í Sov- étríkjunum. Nú era flokkarnir sem sagt sammála um að þjóðin eigi að fá að kjósa sjálf. Menn telja að stjórnmálamenn hafi nú í eitt skipti fyrir ölL skilið að þjóðin vill þessar breytingar. Enda hefur þetta álit komist til skila í óteljandi skoðana- könnunum og blaðaskrifum á síðustu áram. Þegar ganga á frá tillögum um takmarkanir á endurkjöri forseta hafa menn hins vegar rekið sig á þá grundvaliarhugmynd að ekki beri að setja afturvirk lög. Deilt er um hvort takmarka megi fjölda Mauno Koi- Harri Holkeri, visto Finn- forsætisráð- landsforseti. herra Finn- lands. kjörtímabila Maunos Koivistos, núverandi forseta. Hann situr nú sitt annað kjörtímabil og því mun ekki verða lokið þegar stjórnar- skrárbreytingamar öðlast gildi. Einn helsti keppinautur Koivist- os í forsetakosningunum í fyrra, Paavo Váyrynen, fyrram utanríkis- ráðherra og núverandi leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefur kraf- ist þess að Koivisto láti vita hvort hann ætlar að gefa kost á sér í forsetakosningunum 1994. Ef vitað væri að Koivisto hygðist segja af sér að þessu kjörtímabili loknu væri ekki tímabært að setja aftur- virk lög sem hafa áhrif á stjóm- artíð hans. Koivisto hefur áður gefið í skyn að sér fínnist við hæfi að láta af embætti eftir tólf ára stjómartíð, þ.e.a.s. að hann muni haga sér í anda tillagnanna. Stjóm- arskrárbreytingarnar era reyndar stundum kallaðar Lex Koivisto, Koivisto-Iögin. Það hefur einkennt stjómartíð Koivistos að forsetinn hefur reynt að gefa í skyn að hann vilji aukið þingræði og sé sáttur við að skipta sér ekki af daglegri pólitík í sama mæli og t.d. Urho Kekkonen fyrir- rennari hans. Sögulegar rætur Sterka stöðu Finnlandsforseta má rekja til þeirra aðstæðna sem ríktu á fyrstu áram sjálfstæðis Finna. Fram að byltingunni miklu í Rússlandi 1917 var Finnland sjálf- stjórnarsvæði undir yfírráðum Rússakeisara. Keisarinn var ein- ráður í Rússlandi en í Finnlandi var hann formlega bundinn af þeim ákvæðum sem skráð vora í sænsk- um stjómlögum frá tímum Gústafs III Svíakonungs enda giltu þau lög í Finnlandi árið 1809 þegar Rússar hertóku Finnland. Þegar Finnar lýstu yfir sjálfstæði 1917 var stjórnarskránni ekki breytt strax. Vinstri menn gerðu byltingartil- raun snemma árs 1918 en hún endaði í blóðugu borgarastríði sem lauk í maí sama ár. Þá urðu hægri öfl á þinginu allsráðandi því fæstir af þingmönnum jafnaðarmanna- flokksins gátu lengur tekið þátt í þingstörfum. Sterkt forsetavald og óbeinar kosningar ættu að fela í sér vissa tryggingu fyrir því að vinstri menn fái ekki of mikil áhrif í stjórnmálum. Þessi stjórnarskrá reyndist lífseigari en margir bjugg- ust við. Hún hélst óbreytt á áram seinni heimsstyijaldarinnar og kalda stríðsins. Það varð meira að segja svo að enginn vinstri maður var kosinn forseti fyrr en árið 1982 þegar jafnaðarmaðurinn Mauno Koivisto var kosinn eftirmaður Urhos Kekkonens forseta. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Finnlandi en stundar nú nám við Háskóla íslands. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.