Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Illugi Jónsson, Bjargi - Minning Mig langar að minnast frænda míns, Illuga Jónssonar á Bjargi, nokkrum orðum. Illugi andaðist á heimili sínu 19. mars sl. Hann fæddist í Reykjahlíð 6. nóvember 1909. Foreldrar hans voru Jón Frímann Einarsson og Hólmfríður Jóhannesdóttir. Illugi var yngstur 5 bama þeirra hjóna. Elstur var Pétur, f. 18. apríl 1898, Hannes, f. 24. febrúar 1900, Guðrún, f. 9. apríl 1905, og Snæbjöm, f. 6. nóvember 1906. Margt ungt fólk var í Reykjahlíð þegar Illugi var að alast upp, og góður félagsskap- ur við margs konar leiki og tóm- stundagaman. Árið 1918 þurfti Hólmfríður móðir Illuga að fara á sjúkrahús í Reykjavík. Dvaldi hún þar í þijú ár eða til ársins 1921. Ekki er ólíklegt að svo löng fjar- vist að heiman hafi haft veraleg áhrif á hinn unga dreng. Allan tímann sem Hólmfríður var fjar- verandi gegndi föðursystir Illuga, Sigríður Einarsdóttir, ráðskonu- stöðu hjá Jóni Einarssyni. Hún hugsaði ákaflega vel um heimilið, og átti Illugi þar góð þroskaár við nám, leiki og störf. Árið 1925 fór Illugi á íþróttanámskeið á Laug- um. Þar fékk hann þjálfun í bolta- leikjum og fijálsum íþróttum. Strax þótti hann mjög efnilegur íþróttamaður í mörgum þessara greina. Árin 1927-1928 stundaði Illugi nám í Laugaskóla. Æfði hann þá jafnframt íþróttir af miklu kappi, og náði fljótt ágætum ár- angri, og varð síðan fjölhæfur keppnismaður um árabil. Hann tók þátt í mörgum kappleikjum og fijálsum íþróttum bæði hér í sveit- inni og víðar um land. Ávallt sýndi hann prúðmennsku og drenglyndi í leik eins og sönnum íþróttamanni sæmdi. Oft sigraði hann í mörgum greinum og fékk ótal verðlaun fyrir unnin afrek. Ég minnist þess frá fyrri áram hvað ánægjulegt var að sjá Illuga keppa á stórmót- um og sigra, þar var afreksmaður í fremstu röðum. Árið 1930 eignaðist Illugi sína fyrstu bifreið til vöraflutninga, og þótti það ekki lítið í ráðist á þeim áram. Síðan má segja að akstur vörabifreiða hafi verið hans aðal- atvinna um nálega 60 ára skeið. Hann var ákaflega traustur og öraggur ökumaður. Um tíma hélt hann uppi föstum ferðum milli Mývatnssveitar og Akureyrar. Ætíð var mjög gott til hans að leita, og í þessum ferðum þurfti hann oft að reka margs konar erindi, og það sem hann tók að sér að gera brást aldrei, minnið var frábært. Margar erfíðar ferðir fór Illugi á bíl sínum á vetram þegar mikill snjór var og skaflar lokuðu vegum, oft þurfti hann þá að taka skóflu og moka til að komast leiðar sinnar. Eitt sinn tók hann að sér í ákvæðisvinnu að bera möl ofan í vegarkafla á Mývatnsheiði. Hann var þar með bíl sinn og handmok- aði alla mölina. Um margra ára skeið stundaði Illugi flutning á hraunmöl á ýmsa staði hér á Norð- ur- og Austurlandi. Oft varð hann þá líka að handmoka mölina á bílinn. Auðvitað var slík vinna ekki á færi nema allra hraustustu manna. Illugi og eiginkona hans, Bára Sigfúsdóttir frá Vogum, gengu í hjónaband 17. júlí 1937. Þau bjuggu fyrst í Vogum í 5 ár og síðan 5 ár í Reykjahlíð. Þau eignuðust 4 böm, sem öll era á lífi. Jón, f. 5. júní 1938. Sólveig Ólöf, f. 21. júlí 1939. Hólmfríður Ásdís, f. 27. september 1946, Finnur Sigfús, f. 26. nóvember 1948. Barnabörnin era 13 og 1 bamabamabam. Árið 1947 reistu Illugi og Bára nýbýlið Bjarg á '/shluta af jörðinni Reykjahlíð. Ekki var þó þeirra búskapur mjög umfangsmikill og hættu þau búfjárhaldi árið 1967. Illugi var virkur í ýmsum fé- lagasamtökum hér í sveitinni. Hann var fjölmörg ár í Ungmenna- félaginu Mývetningi. Einnig var hann góður félagi í Iþróttafélaginu Eilífí. Þá var skák og spila- mennska honum mjög hugleikin. Mikinn áhuga hafði hann fyrir öll- um veiðiskap, ekki síst silung- sveiði í Mývatni. Um tíma var 111- ugi verslunarstjóri í verslun Kaup- félags Þingeyinga í Reykjahlíð. Fórst honum það starf allt sérlega vel. Fjölda ára var hann í stjóm Kaupfélags Þingeyinga. Einnig var hann deildarstjóri Mývetninga- deildar KEA. Illugi sat eitt kjörtímabil í sveitarstjóm Skútu- staðahrepps. í Bílstjórafélagi Suð- ur-Þing. var hann virkur félagi í flölmörg ár. Á sínum tíma hafði Illugi brennandi áhuga fyrir bygg- ingu sundlaugar í Mývatnssveit. Eftir að búið var að reisa hana notaði hann sér oft að bregða sér í sund. Illugi var hið mesta hraust- menni á yngri áram, hann var atorkusamur reglumaður, en hlífði sér aldrei. Margar ferðir fór hann til Qárleita á Austuríjöll og víðar. Ég minnist hér einnar ferðar er við Illugi fóram ásamt tveimur öðram mönnum í fjárleit austur fyrir Nýjahraun árið 1937. Sú ferð gleymist seint. Lagt var af stað árdegis frá Reykjahlíð 4. janúar. Allhvöss norðanátt var og snjó- koma, skyggni slæmt en skíðafæri sæmilegt. Ferðin austur að Nýja- hrauni gekk þó nokkuð vel, en þar var gist. Næsta dag, 5. janúar, var leitað og fundust 3 ær. Þriðja daginn, 6. janúar, var leitað lengra suður á fjöllin. Þar fundum við Illugi slóðir eftir 2 kindur sunnan við Glæðás, stefndu þær til suðurs sunnan við Feijuás. Röktum við slóðimar suðaustur í Beinöldu og Eiginmaður minn, ■ ÓLAFUR Þ. ÞORSTEINSSON, fyrrv. leaknlr á Slgluf Irfil, verður jarösunginn fró Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. þ.m. og hefst athöfnin kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Elliheimilissjóð Kvenfélags Siglufjaröar. Krlstfne Þorstelnsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INQIBJÖRQ ELÍASDÓTTIR, Helmalandl, Qrlndavfk, er lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 18. ma(, verður jarðsungin frá Grindavlkurkirkju laugardaginn 27. maí nk. kl. 13.00. Elfas Quömundsson, Eva Oddgelrsdóttir, Guðjón Qufimundsson, Svelnfrffiur Ragnarsdóttlr og barnabörn. síðan áfram suður gijótin á móts við Kollóttafell. Þar lágu þær til suðvesturs í stefnu vestan Herðu- breiðar. Þá var komið myrkur, svo við urðum að skilja við þær. Héld- um við þá af stað að leita að kofa Fædd 11. ágúst 1911 Dáin 21. apríl 1989 Elskuleg móðir okkar, tengda- móðir, og um fram allt amma, Svanhvít Rútsdóttir fékk hægt andlát aðfaranótt hins 21. apríl síðastliðinn. Sú fregn kom ekki á óvart, en söknuður og sorg okkar er því meiri. Ömmu var hvað ljósast hve hratt stundin nálgaðist. Þá nótt vakti hún mann sinn í hinsta sinn og sagði honum rólega að hún væri að deyja. Amma bjó mestan hluta ævi sinnar á Hörgslandi á Síðu. Hún var höfðingi heim að sækja og rækti skyldur sínar með myndarbrag. Hún var dáð og virt fyrir áræðni, gestrisni og fyrir virðingu og vel- vilja í garð allra. Amma var eins og andamamma sem fylgist með stóram ungahóp, en getur jafn- framt gefíð hveijum einstökum unga gaum af stakri hlýju og nær- gætni. Amma hafði og til að bera ákveðni þegar á reyndi, og vildi að fjölskyldan yrði öðram fyrirmynd. Hún var réttsýn og þoldi aldrei illt austan í Miðfelli. Gekk okkur all- vel að fínna kofann, en aðkoman var ekki beint álitleg því töluverð- ur snjór og klaki var í honum. Engin eldunarfæri höfðum við, og frekar nauman mat, aðeins 2 flat- kökur. Við dvöldum í kofanum 12 klukkutíma. Fremur var visUn daufleg, því ekkert gátum við sof- ið um nóttina. Mjög var kalt í kofanum, enda frosthart úti. Reyndum við að beija okkur til að halda hita. Illugi átti í vasa sínum 1 pakka af súkkulaði, skipti hann því jafnt á milli okkar. Þegar nóttin var á enda, og birta tók af degi, héldum við af stað frá kofan- um. Byijuðum fyrst að rekja slóð- imar frá kvöldinu áður. Um há- degi máttum við hætta því þá var kominn skafrenningur. Var þá lagt af stað áleiðis norður að Nýja- hrauni, en þangað var 6 klukk- utíma gangur. Við Glæðás mætt- um við einum félaga okkar. Kom hann færandi hendi, með mat og umtal um nokkum mann. Hin síðari ár bjó amma í Reykjavík, því að þannig gat hún betur haldið sambandi við afkom- endahjörð sína. Þrátt fyrir þrálátan hjartasjúkdóm og sjúkrahúslegur, kaus hún að Iifa eðlilegu Iífí. Amma var alltaf tilbúin að hlusta á hvers- dagsleg smámál og reyndi alltaf að hjálpa, en aldrei kvartaði hún yfír eigin vandamálum. Það var skemmtilegt að vera hjá ömmu, og hún var alltaf hrókur alls fagnaðar. Hjá ömmu vora allir í fjölskyldunni virtir jafnt, háir sem lágir. Vegna allra sinna mannkosta gat ég, útlendingurinn, sem nam af landi brott eina af dætram ömmu, ekki annað en lært að dá og virða hana til jafns við aðra í fjölskyld- unni. Amma er í hugum okkar sem hið besta í íslenskri menningu, tungu og gestrisni. Amma tengdi okkur sterkara við ísland, og fjöl- skyldan hér í Noregi mun aldrei gleyma henni. í hjörtum okkar og hugum mun minning ömmu lifa, tengd sterkum böndum við fjöl- kaffi sem við voram orðnir vel þurfandi fyrir. Síðan var haldið áfram í gististað við Nýjahraun. Við héldum kyrra fyrir næsta dag 8. janúar, en ekki leitarveður. Síðasta daginn, 9. janúar, fóram við til byggða eftir allstranga ferð með 3 kindur. Þessi ferð var okk- ur öllum mjög minnisstæð. Á síðustu áram áttu Illugi og Bára kost á að fara til útlanda og höfðu mikla ánægju af þeim ferð- um öllum. Þau höfðu einnig bæði mikinn áhuga fyrir að prýða og fegra umhverfi heimilis síns. Unnu þau vel að því verkefni og sést þar þegar góður árangur. Ávallt var sambúð þeirra hjóna til fyrir- myndar og þau ákaflega samhent. Ég minnist með þakklæti margra ánægjulegra samverastunda með Illuga á Bjargi. Hans skarð verður sannarlega vandfyllt. Illugi Jónsson var jarðsettur frá Reykjahlíðarkirkju 28. mars sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. skyldu okkar á íslandi og landinu sjálfu, sem við unnum svo mjög. í minningu ömmu. Kjell Hafstad Svanhvít Rútsdóttir, hrein og bein, sterk, ástrík og tillitssöm í garð allra í lífi hennar. Svona minn- ist ég ömmu minnar. í hverri fjölskyldu er alltaf per- sóna sem allir leita til hvort sem er til uppörvunar, huggunar, stuðn- ings eða bara til þess að spjalla um heima og geima. í okkar fjölskyldu gegndi amma þessu hlutverki. Allt- af reyndist best að tala við ömmu þegar á móti blés. Með þolinmæði sinni, sínu umhyggjusama brosi og fáeinum vel völdum orðum beindi hún manni inn á réttar brautir. Jákvætt viðhorf hennar til lífsins og gott skap gerði það að verkum að öllum leið vel í návist hennar, bæði ungum og öldnum. Samband okkar ömmu var mjög sérstakt og byggði á hreinskilni, trausti og væntumþykju. Amma var gædd þeim eiginleikum að geta lát- ið hvem og einn finnast hann vera sérstakur og hún tók manni eins og maður var. Aldrei var þörf á neinum látalátum við ömmu. Heim- sókn til ömmu var eins og að koma heim. Frá því að vera sú sem rak mann í rúmið á kvöldin og sagði manni sögur og kenndi manni fyrstii vísurnar, þá var hún líka besti vin- ur minn og tranaðarmaður. Amma á stóran hluta í sálu minni og ég mun ætíð geyma minningu hennar í hjarta mínu. Allar ungar stúlkur ættu að eiga ömmu eins og amma mín var. Hún gaf mér veganesti sem mun fylgja mér það sem eftir er lífsins. Hún kenndi mér að meta fjölskyldutengslin sem tengir okkur saman hversu löng sem vegalengd- in er á milli okkar. Amma var sú sem tengdi okkar fíölskyldu saman og hún mun alltaf gera það. Hún var tákn heiðarleikans, sannleikans og andlegs styrks. Þótt að vegalengdin milli okkar ömmu hafí oft verið óralöng þá höfum við alltaf verið og munum alltaf vera sameinaðar í hjarta okk- ar. Minning ömmu lifir að eilífu. Else Merete t Eiginkona mfn, móðir, tengdamóöir og amma, KRISTÍN SIQURÐARDÓTTIR, Rauðalœk 9, lést að morgni 19. ma( í London. Jarðarförin fer fram fró Hallgríms- kirkju í Reykjavík föstudaginn 26. maf kl. 13.30. Frlfijón Þórfiarson, Slgurfiur Rúnar Frlfijónsson, Gufiborg T ryggvadóttlr, Þórfiur Frlfijónsson, Þrúfiur G. Haraldsdóttlr, Halgl Þorglls Frlðjónsson, Margrót Líaa Stalngrfmsdóttir, Lýður Arnl Frlfijónsson, Asta Pétursdóttir, Stelnunn Krlstfn FrlSJónsdóttlr, Arnl M. Mathlesen og barnabörn. t Hjartkœr systir mín og vinkona, STEINUNN B. QUÐLAUQSDÓTTIR, Víðlmýrl vlfi Kaplaskjólsveg, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. maíkl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Samband dýraverndunarfélags fslands. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Gufilaugsdóttlr, Áslaug Cassata. Móðir okkar, INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, fró Tungukotl, sffiasttll helmllla aðTJarnarlundl 19D, Akureyrl, verður jarðsungin frá Glerárkirkju, föstudaginn 26. maf kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar eru vlnsamlegast beðnir um að láta Hjálparstofnun kirkjunnaf njóta þess. Sesselja Þorstelnsdóttlr, Elnar Þorstelnsson, Lllja Þorstelnsdóttlr. Svanh vít Rúts- dóttír — Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.