Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Metsölu- hjól Glæsilegt úrval reiöhjóla fyrir alla fjölskylduna. M.a.: Fjallahjól frákr. 16.479,- 10 gíra hjól frá kr. 11.816,- Sterkir kraftmiklir gæðagripir. Metsölu- vélar Fjöldi tegunda fyrir mismunandi stæröir og gerðir garða. M.a.: MURRAY 9-20201, 3,5 ha benslnmótor, 7” hjól, 51 sm sláttubreidd: Verð aðeins kr. 15.350,- Allt fyrir garöinn á einum stað: SLATTUVELAR fyrir allar stærðir garða. Vélorf ★ Raforf ★ Kantklippur ★ Hekkklippur ★ Traktorar ★ Einungis viðurkennd hágæðamerki: MURRAY, ECHO, AL-KO o.fl. VISA og EURO-þjónusta. Póstsendum um land allt. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. Sláttuvéla- & Hvellur Hjólamarkaður Smiðjuvegi 30, Kópavogi Sími 689 699 og 688 658 Nýtt ogendurbcett námskeibJyrirkonur sem reka lítilfyrirtceki eba hyggjast stofna jyrirtceki: Námskeibib Stofnun ogreksturfyrirtcekja verbur haldib 30. maí til lO.júní. Mebal efnis: Frumkvööullinn, stofnácetlun, stefnumótun, markadsmál, fjármál, formfyrirtækja og reiknisskil. Námskeiðið fer fram í kennslusal Iðntæknistofnunar í Keldnaholti. Kennt er þri., fim. og lau. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS rekstrartæknisvið. SIEMENS Góðir rafmagnsofnar á 1. flokks verði! Af ennis- rökuðum skötusel Vestmannaeyjar státa af líflegu tónlistarlífi og þar hefur söngmenning verið almennari en viðast hvar uppi á fastal- andinu. Nokkur er þó um liðið sfðan sveitir úr Vestmannaeyj- um fóru stórum á vinsældali- staum, en ný sókn virðist hafin. í sumar er væntanleg plata frá Elíasi Bjarnhéðinssyni, sem kall- aður er El Puerco. Rokksíðan hitti Elías í hljóðveri á Seltjarnar- nesi þar sem hann vann plötuna. Hvað varð til þess að þú fórst að fást við tónlist? Ég var mikið í íþróttum á árum áður, en fyrir þremur árum eða svo datt ég út úr því. Þá varð ég að finna mér eitthvað annað til að hafa fyrir stafni og úr varð að ég fór að setja saman texta. Til að byrja með fékk ég aðra til að semja lög við textana en með tímanum fór ég að semja lögin sjálfur. Lögin og textarnir hlóðust upp og þar kom að mér fannst ég þurfa að gefa þau út, en þau hafa aldrei verið flutt opinberlega áður. Þú segist ekki hafa komið fram opinberlega með lögin þín áður; verðru einhver breyting þar á eftir að platan kemur út? Já, ég verð a ferðinni með strákunum í Sjöund og mun syngja með þeim á tónleikum til að kynna plötuna, en fyrstu tón- leikarnir verða í Eyjum um mán- aðmótin. Platan kemur svo út í maí eða júní. Hvernig tónlist er það sem þú ert að semja? Það er erfitt að segja til um það. Það er Þursaflokksblær í sumum lögum en megnið er bara rokk og jafnvel rokkblús. Ég fann mig mjög fljótlega í þeirri gerð tónlistar og kann vel við mig þar. Textarnir fjalla vítt og breitt um lífið og tilveruna með kímnu yfirbragði og fjalla um allt frá manni sem líður eins og ennis- rökuðum skötusel í presta og kynskiptinga. Mér liggur ekkert sérstakt á hjarta og ég er orðinn leiður á ástarblaðrinu og sólroð- anum. Ég reyni að byggja textana myndrænt upp og hef jafnvel í huga að gera myndbönd við sum lögin. Hver gefur út? Ég gef þetta bara út sjálfur, því þeir útgefendur sem ég talaði við sýndu plötunni ekki áhuga. Ég er ákveðinn í að fara í þennan slag og fer út í hann af fullri al- vöru, þó svo ég geri mér engar séstakar vonir. Langi Seli og skuggarnir: Loftid er hlaðið raf magni Áhugamenn um íslenska rokktónlist geta tæpast kvartað undan ládeyðu eða verkefnale- ysi þessa dagana. Hljómsveitin „Langi Seli og skuggarnir" sendi nýverið frá sér framúr- skarandi fjögurra laga hljóm- plötu og plata kvað vera vænt- anleg frá hljómsveitinni „Risa- eðlan", sem undirritaður telur fremstu hljómsveit landsins um þessar mundir. ,‘,Langi Seli og skuggarnir" eru að sönnu óvenjuleg hljómsveit þótt tónlist þeirra geti tæpast talist sérlega frumleg. Hún er hins vegar öldungis bráð- skemmtileg og textarnir prýði- lega þjóðlegir þótt heimspeki sú sem kennd er við legg, skel eða sauðskinnsskó sé víðs fjarri sbr. „Sparka ídós eða Ijósastaur, loft- ið er hlaðið rafmagni" (Breið- holtsbúgi"). Vilji menn á annað borð freista þess að skilgreina tónlist hljóm- sveitarinnar má vafalítið fella hána undir hugtakið „rokkabillí" alltjent virðast fyrirmyndirnar sóttar þangað. Bumbuleikari hljómsveitarinnar og bassaleik- arinn, Austfirðingurinn taktvissi Jón Skuggi (en eins og alþjóð veít hófst frægðarferill hans er hljómsveit hans „Kvöldverður á Nesi“ (?) bar sigurorð af aldur- hnignum reykvískum undrabörn- um, „Gaukunum", í hlómsveita- keppninni í Atlavík 1982) eru báðir fimir hljóðfæraleikarar en gítarleikurinn mætti á köflum vera markvissari ekki síst slide- gítarleikurinn. Á plötu þeirra er að finna þrjú bráðskemmtileg og vel samin rokklög; Breiðholtsbúgí, Kane og Hálfur heimur en fjórða lagið Haldið suður getur tæpast talist sérlega hnitmiðuð tónsmíð. „Langi Seli og skuggarnir" er einstaklega kraftmikil hljómsveit eins og glögglega kom í Ijós á ágætum tónleikum á Hótel Borg fyrir skemmstu. Þeir piltarnir virðast raunar njóta sín best á tónleikum, hljómsveitin er mátu- lega púkaleg og taktarnir á svið- inu prýðilega sannfærandi. Skemmtilegri tónleikasveit fyrirf- innst tæpast hér á landi enda voru viðtökur áheyrenda eftir því. Á undan þeim piltunum tróð upp hljómsveitin „Risaeðlan". Fáar íslenskar hljómsveitir hafa komið undirrituðum meira á óvart og var hún snimhendis tek- in í hóp snillinga svo sem Cliff Richard og Abdel Aziz el Mubar- ak. Væntanleg mun vera fjögurra laga plata frá hljómsveitinni en um hana gildir líkt og Langa Sela og bestu vini hans að fjögur lög eru engan vegin nóg. Mættum við biðja um meira? Ásgeir Sverrisson Við bjóðum mikið úrval af SIEMENS rafmagnsofnum í ýmsum stærðum. Aflstærðir: 400,600,800, 1000,1200,1500 W. Kjörnir t.d. í sumarbústaði. Áratuga góð reynsla á íslandi. Gömlu SIEMENS gæöin! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.