Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 KNATTSPYRNA / ENGLAND Bein útsending frá Anfield Ingólfur Hannesson, forstöðu- maður íþróttadeildar ríkisút- varpsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að nær öruggt væri að leikur Liverpool og Arsen- al á Anfield yrði í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu annað kvöid. Mikill áhugi er fyrir leiknum enda um úrslitaleik að ræða í ensku 1. deildinni. Útsending Sjónvarpsins hefst kl. 19. Liverpool hefur þriggja stiga forskot á Arsenai, fyrir þennan síðasta leik 1. deildar í vetur. Arsenal nægir að sigra með tveggja marka mun — þá næði liðið Liverpool að stigum, marka- munurinn væri jafn, en Arsenal hefur skorað fleiri mörk. Verði Liverpool meistari í ár, verður það fyrsta félagið til að sigra tvívegis tvöfalt i ensku knattspymunni, í deild og bikar sama árið. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Thomas fór loks í gang Detroit sigraði Chicago. Lakers vinna enn _ DETROITjafnaði keppnina ’ gegn Chicago í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þriðjudag eftir níu stiga sigur, 100:91. Það var Isah Thomas, bakvörð- urinn knái hjá Detroit, sem átti stórleik fyrir heimaliðið, en hann hefur verið fremur daufur í úrslitakeppninni fram að þessu. Detroit hefur því jafnað keppni liðanna, hvort lið hefur einn sigur, en næstu tveir leik- ir verða í Chicago. Leikur Detroit og Chicago var mjög jafii lengst af. í hálfleik var staðan 49:49 og mjög jafnt var með liðunum allt þar til fimm mínútur voru eftir. Þá átti heimaliðið mjög góðan leik- kafla, náði tíu stiga forystu og vann með níu stigum. Thomas átti stórleik hjá Detroit með 33 stig og bætti upp lélega hittni frá fyrsta leik liðanna, en þá skoraði þessi sjömuleikmaður að- eins úr þremur af 18 skotum sínum. Joe Dumars skoraði 20 stig fyrir Detroit og lék frábæra vöm gegn Michael Jordan allan leikinn. Jordan 1 skoraði að vísu 25 stig, en þurfti að hafa mikið fyrir þeim. Hörkutólið Bill Laimbeer hjá Detroit var rekinn af leikvelli í þriðja leikhluta eftir að hafa lamið leikmenn Chicago í annað sinn í leiknum. Sennilegt er að hann fái fésekt, en verði ekki settur í leik- bann. Scotty Pippen hjá Chicago meiddist á ökkla í leiknum og óvíst Gunnar Valgeirsson skrifar að hann geti tekið þátt í næsta leik liðanna. Skegglausi herforinginn! Meistarar Los Angeles Lakers em í miklu stuði þessa dagana. Liðið vann sinn níunda sigur í röð í úrslitakeppninni í ár eftir sigur á Phoenix, 101:95. Leikurinn var þó mjög jafn allan tímann. Phoenix hafði yfir í hálfleik, 55:51, og Lak- ers náði ekki að knýja fram sigur fyrr en á síðustu mínútunni. Byron Scott var stigahæstur leikmanna Lakers með 30 stig. Fyrir úrslitakeppnina í ár rakaði „Magic“ Johnson af sér skegg sitt. Þetta virðist hafa haft góð áhrif á hann og félaga hans því Lakers hefur unnið alla níu leiki sína til þessa í úrslitakeppninni. Telja má ömggt að kappinn safni ekki aftur skeggi fyrr en keppninni lýkur! Þess má geta að lið, sem núver- andi þjálfari Phoenix, Cotton Fitz- immons, hefur þjálfað, hefur ekki unnið í Fomm-höllinni í 15 ár. Hann hefur m.a. þjálfað San An- tonio, Kansas City og Sacramento. NBA-deildin Austurdeild: Detroit - Chicago.......100:91 (Staðan er jöfn, 1:1) Vesturdeild: L.A. Lakers - Phoenix Suns.101:95 (Los Angeles Lakers er yfír, 2:0) Hörkutóllö Blll Laimbeer hjá Detroit stendur oft í ströngu. ÍÞfémR FOLK ■ KVENNALANDSLIÐIÐ í handknattleik æfir nú af fullum krafti fyrir mót í Portúgal, sem hefst 12. júní. Landsliðið vann sama mót í fyrra. Aðeins sex af þeim stúlkum sem Iéku þá, æfa nú með landsliðinu, sem er mest skipað ungum og efnilegum stúlkum. ís- land, Portúgal, Frakkland, Spánn og Sviss taka þátt í mótinu í Portúgal. M ANDREA Atladóttir, lands- liðsstúlka frá Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að leika með liði á Reykjavíkursvæðinu næsta vetur. Lið Vals hefur verið nefnt í þessu sambandi. B TÓMAS Baldvinsson úr GG, var ekki nema 0.15 cm frá því að tryggja sér flugfar fyrir tvo til Orlando í Bandaríkjunum - þeg- ar hann sló kúlunni á sjöttu braut í Flugleiðamótinu hjá Keili á dög- unum. Það munaði því ekki miklu að hann færi holu í höggi. ■.HÖSKULDUR Höskuldsson er með besta meðaltalið, rúmlega 195, þegar sex umferðum er lokið í ..Sumarmóti Sigga frænda í keilu. Höskuldur er ekki nýr í keilunni. Fyrir þremur árum setti hann glæsilegt ís- landsmet í seríu, 704, sem enn stendur. ■ BJÖRN Sigurðsson náði 644 í seríu í 3. umferð, en hann náði 641 í fyrra, sem þá var hæsta ser- ían. Björn fékk 243 fyrir einn leik, sem er hæsti leikur sumarsins. ■ PETER Bennemeer, fyrrver- andi þjálfari heyrnleysingalandsliðs Hollands, lék með í 6. umferð og fékk 193 í meðaltal, sem var næst besta meðaltalið. ■ ELÍN Óskarsdóttir, íslands- meistari, er með 162 í meðaltal, sem er best í kvennaflokki. Þórdís Rúnarsdóttir er með hæsta leik- inn, 192, og Jóna Gunnarsdóttir með hæstu seríuna, 540. ■ DAVÍÐ Löve Þorsteinsson sigraði í opnunarmóti Keilubæjar í Keflavík. ■ HÖSKULDUR Höskuldsson, sem var í Fellibyl, hefur skipt yfir í P.L.S. íslandsmeistarinn Guð- mundur Guðmundsson, Þröstum, hefur einnig hug á að skipta yfir í P.L.S. Þar með verður P.L.S. með sterkasta liðið á pappírnum, en Þrestirnir hafa unnið nánast öll liðaverðlaun undanfarin tvö ár. Björn Sigurðsson skrifar Ikvöld Tveir leikir verða í 1. deild karla í knattspymu í kvöld og hefjast báðir kl. 20. Á Valsvelli leika Valur og ÍA og í Keflavík mætast ÍBK og FH. KRR70ARA Þeir ungu spreyta sig Kknattspymuráð Reykjavíkur heldur upp á 70 ára afmæli á næstu dögum. Á sunnudaginn verða tvö úrvalslið frá Reykjavík á ferðinni í Laugardalnum. Baldur Maríusson, formaður KRR, sagði að ákveðið hafi verið að gefa ungu knattspymumönnum að spreyta sig í úrvalsleik í tilefni afmælisins. „Unglingastarfið hefur verið blóm- legt hjá félögunum í Reykjavík," sagði Baldur. Úrvalslið Reykjavíkur í fjórða aldursflokki leikur gegn íslands- meistumm FH kl. 14 og úrvalslið þriðjaflokks leikur gegn íslands- meistumm Breiðabliks kl. 15.30. GOLF Sprenging í golfíþróttinni Golfklúbbarnir í Reykjavík taka ekki lengurvið nýjum félögum ÁHUGI almennings á golfí- þróttinni hefur vaxið ótrúlega síðustu árin og er orðinn þaö mikill að nokkrir golf klúbbar taka ekki lengur við nýjum félögum. Verst er ástandið á Reykjavíkursvæðinu og ertal- að um algjöra sprengingu í íþróttinni. Reykvíkingar, sem nú þegar eru ekki meðlimir í golfklúbbi, þurfa að leita til Hafnarfjarðar eða Suður- nesja ætli þeir sér að stunda þessa íþrótt. Golfklúbbur Reykjavíkur, sem hefur aðstöðu í Grafarholti, verður nú í fyrsta sinn að tak: marka inngöngu nýrra félaga. „í fyrra gengu 180 nýir félagar f klúbbinn og við vomm ekki undir það búnir. Það má búast við að eifitt verði að kom- ast inn í sumar eftir miðjan júní. Við reiknum með að taka inn 100 nýiiða á ári allt umfram það verð- ur sett á biðlista sem ætti að ValurB. Jónatansson skrifar tryggja þeim inngöngu næsta ár á eftir. Við höfum ákveðið að taka ekki algjöra byijendur inn. Allir nýir félgar verða að sanna sig eða fara á námskeið," sagði Björgúlf- ur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri GR. Meðiimir í GR eru nú um 900 og segir Bjöigúlfur að völlurinn þoli ekki fleiri. „Völlurinn var opnaður um hvítasunnuna og er allur að koma til. Allur snjór er farinn af brautunum og við erum famir að nota sumarflatimar,“ sagði Björgúlfur. Langir biðlistar Golfvöllur Nesklúbbsins á Sel- tjamamesi hefur verið að mestu lokaður nýliðum í tvö ár. „Við teljum að völlurinn þoli ekki fleiri en 200 meðlimi sem allir eru mjög virkir. Ásóknin hefur verið gífur- leg og við erum með langa bið- lista,“ sagði Pétur Orri Þórðarson, formaður Nesklúbbsins. Nesklúbbsmenn hafa í hyggju að bæta 4-5 holum við völlinn á Suðumesi. Pétur Orri segist vonast til að hægt væri að byrja framkvæmdir í haust, en það taki nokkur ár að fá þessa viðbót í leikhæft ástand. Vandamál Golfklúbburinn Kjölur, sem er með golfvöll við Leirvog í Mos- fellsbæ, hefur nú orðið að taka- marka inntöku nýrra félaga. Völl- urinn var tekinn í notkun fyrir aðeins þremur árum og er strax orðinn of lítill. í klúbbnum eru 260 meðlimir og liggja nú fyrir um 20 nýjar umsóknir. „Við höf- um ekki neitað neinum inngöngu enn sem komið er, en við teljum að völlurinn þoli ekki fleiri. Þetta er orðið stórt vandamál og er nú orðið mjög brýnt að bæta við golf- velli í Reykjavík," sagði Öm Hö- skuldsson, formaður Golfklúbbs- ins Kjalar. Reykvíkingar þurfa nú að snú sér t.d. til Hafnarfjarðar eða Suð- umesja til að leika golf því ekki er lengur pláss í borgarlandinu. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur reyndar fengið loforð um bygg- ingu golfvallar á Öskuhaugunum í Gufunesi, en það eru minnst sex til átta ár í að hann verði tilbúinn. Ástandið er ekki alveg eins slæmt hjá öðrum golfklúbbum landsins. Hjá Keili á Hvaleyrar- velli í Hafnarfirði er enn tekið við nýliðum. „Áhuginn er gífurlegur og eru meðlimir klúbbsins nú orðnir um 400. Hingað kemur fólk frá Reykjavík og víðar og hefur fjölgunin í klúbbnum verið um 80 manns á ári, en við getum enn tekið við fólki,“ sagði Guð- laugur Gíslason, formaður Golf- klúbbsins Keilis. Aðsóknin í golfíþróttina á Ak- ureyri er mikil en vandamálið þar er snjórinn. Jaðarsvöllur er enn hulinn snjó að mestu og ekki búist við að hægt verði að leika á hon- um fyrr en um miðjan júní. „Kylf- ingar hér eru orðnir óþreyjufullir og hafa komið sér upp 9 holu velli við Melgerði þar til Jaðar- svöllur verður tilbúinn," sagði Guðjón Jónsson, framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.