Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 u Staksteini svarað í Kaupmannahöfn F/EST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Staksteinaritstjórinn skemmtir sér og skrattanum við það í dag að gera störf mín í fræðsluráði Reykjavíkur tortryggileg. Fullyrt er að ég vilji stuðla að því að „„guliið tækifæri til að rétta við hlut kvenna í stjórn skólamála í Reykjavík“ verði sent út í marxískt hafsaugað" eins og Staksteinarit- stjórinn kemst að orði. Til frekari áréttingar er ég sakaður um flokks- pólitíska karlrembu. Tilefni þessara ásakana er það að ég lagði til á fræðslufundi hinn 10. þ.m. að Reyn- ir Daníel Gunnarsson yrði ráðinn úr hópi umsækjenda um stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla en ekki Valgerður Selma Guðnadóttir sem einnig sótti ásamt þriðja um- sækjandanum, Auði Stellu Þórðar- dóttur. Leitt er til þess að vita að virtur og reyndur starfsmaður Morgun- blaðsins skuli með þessum hætti leita útrásar fyrir einhveija ólund eða illkvittni sem hann mundi aldr- ei flíka í þeim þáttum sem hann skrifar undir fullu nafni. Þótt Stak- steinar séu e.t.v. ekki hátt skrifaðir hjá lesendum blaðsins þá vil ég ekki láta ósvarað túlkun ritstjórans á verkum mínum og félaga minna sem við innum af hendi í umboði reykvískra kjósenda. Ölduselsskóli er staddur í tölu- verðri kreppu um þessar mundir vegna óhappaverka meirihluta fræðsluráðs og þáverandi mennta- málaráðherra fyrir réttu ári þegar ráðstafað var stöðu skólastjóra þar. Nauðsynlegt reyndist að auglýsa starfið að nýju til að koma í veg fyrir uppiausn í skólanum og um- sækjendur voru þeir þrír sem fyrr eru nefndir. Allir umsækjendurnir hafa lokið fullgildu kennaranámi og eiga að baki langan og farsælan kennara- feril í grunnskólum. Allir hafa þeir, að loknu formlegu kennaranámi, sótt fjölda námskeiða tii að auka hæfni sína og þekkingu. Tveir um- sækjendanna eru skipaðir yfirkenn- arar við grunnskóla Reykjavíkur og hafa getið sér hið besta orð fyrir störf sín. Reynir Daníel hefur það hins vegar fram yfir Valgerði Selmu að hann þrautþekkir Ölduselsskóla og nýtur slíkrar hylli fyrir störf sín SIALFSTÆÐISFLOKKURINN BAKHJARL OG BRAUTRYÐJANDI A \ 60 Hugmyndaþing í Valhöil 27* ARA / tilefni af 60 ára afmæli Sjálfstœðisflokksins efnir nefnd um framtíðarstefnu- mótun flokksins til hug- myndaþings í Valhöll laugardaginn 27. maí kl. 10.00-15-00. Sjálfstæðisstefnan og framtíðin - Hugmyndaþing Dagskrá Kl. 10.00 Málþingið sett með ávarpi formanns Framtíðarnefndar, Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Kl. 10.10 Frelsi og framtak einstaklinga. Erindi: Árdís Þórðardóttir, framkvæmdastjóri. Kl. 10.35 Þjóðin, sagan, tungan. Erindi: Tómaslngi Olrich, mennta- skólakennari. Kl. 11.00 Velferðarþjóðfélagið. Erindi: Katrín Fjeldsted, lœknir. Kl. 11.25 ísland og umheimurinn. Erindi: Bjöm Bjamason, aðstoðarritstjóri. Kl. 11.50 Atvinnulífið og aldamótin. Erindi: Ólafur Davíðsson, framkvœmdastjóri. Kl. 12.15 LétturhádegisverðuríValhöll. Kl. 13.00 Pallborðsumrœður: Verkefni Sjálfstæðisflokksins næsta áratuginn. Stjómandi: Friðrik Soþhusson, alþingismaður, varaformaður Sjálfstœðisflokksins. Kl. 14-30 Teknir saman þræðir: Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 1500 Hugmyndaþingi lýkur. Ráðstefnustjóri er Friðrik Soþhusson, alþingismaður, varaformaður Sjálfstæðisjlokksins. Opið hús og sögusýhing í Valhöll 28» mai Sjálfstœðismönnum er boðið í kaffi í Valhöll, sunnudaginn 28. maí kl. 15.00-18.00. Á sama tíma verður oþnuð sögusjming Sjálfstœðisflokksins þar sem sýndar verða stœkkaðar Ijósmyndir úr 60 ára sögu flokksins; myndir úr flokksstarfi og af stjómmálaatburðum. Fjöldi bóka mun liggja frammi meðfjölbreyttu safni mynda úr flokksstarfinu. Sögusýningin verður opin á skrifstofutíma nœstu vikur. þar að fágætt má telja. Allur þorri fastra kennara skólans hefur lýst stuðningi við umsókn Reynis Daní- els og einnig hefur fulltrúaráð for- eldrafélags skólans einróma lýst slíkum stuðningi en í því sitja 30 manns, fulltrúar allra bekkjardeilda skólans. Kennarafulltrúar í fræðsluráði, sem sitja þar fyrir hönd almennra grunnskólakennara í Reykjavík, hafa lýst fullum stuðn- ingi við Reyni Daníel. Fræðslustjór- inn í Reykjavík hefur sömuleiðis lagt eindregið til að Reynir Daníel verði settur í stöðuna. Þess má einn- ig minnast að síðastliðið sumar gekk undirskriftasöfnun til stuðn- ings Reyni Daníel og söfnuðust þar á skömmum tíma nöfn rúmra 92% foreldra (nær 95% þeirra sem til náðist en í skólanum voru þá um 800 börn). Mér er nær að halda að það sé einstæður atburður. Hins nýja skólastjóra bíður erfitt endurreisnarstarf og þegar ofan- greind atriði eru höfð í huga tel ég ekki koma til greina að hafna Reyni Daniel fyrst hann gefur kost á sér til starfans. Engri rýrð er varpað á aðra umsækjendur þótt fullyrt sé að undir þessum tilteknu kringum- stæðum sé hann líklegastur þeirra til að ná góðum árangri í Öldusels- skóla á skömmum tíma. Ég veit ekki hvort hinn nafnlausi Staksteinaritstjóri gerði sér grein fyrir þeim málavöxtum sem ég hef nú lýst þegar honum flaug í hug að væna mig um svik við málstað jafnréttis kynjanna í þessu máli. Mín vegna má hann svara þeirri spurningu í einrúmi. 24. maí 1989, Þorbjörn Broddason, fúlltrúi í íræðsluráði Reykjavíkur. 20 íslenzkir verkfræði- nemar í náms- o g kynnisför Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Mbl. í Flórída. UM TUTTUGU manna hópur, sem stundar nám í vélaverkfræði við Háskóla íslands, kemur í náms- og kynnisfor til Flórída l. -16. júní nk. Hefur for þessi verið vel undirbúin undir yfír- sljóm Magnúsar Þórs Jónssonar verkfræðings, og mörg stórfyrir- tæki greitt götu hópsins. íslenzku verkfræðinemarnir fara í eins dags heimsóknir til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Þeir heim- sækja t.d. geysistórt kjarnorkuver í Suður-Flórída, sem enginn fær að heimsækja nema að undangenginni ítarlegri vegabréfsskoðun. Þeir heimsækja aðalstöðvar IBM-fyrir- tækisins í Boca Raton og nutu við það fyrirgreiðslu umboðsaðila IBM á íslandi. Einnig heimsækja þeir Florida’s Steel Corp. í Tampa, há- skólann í Gainsville, flotastöðina í Jacksonville og flugvélaverksmiðj- ur, þar sem m.a. eru framleiddar Piper Cup-flugvélar. Þar munu þeir m. a. fá að kynnast lítillega einum fullkomnasta flughermi sem nú er notaður við flugkennslu. Miklar vegalengdir eru á milli margra þessara fyrirtækja og verð- ur þessi skoðunarferð því án efa allerfið. Beiðni þeirra um að sjá vélabún- að Disney World-skemmtigarðanna og þá sjálfstýritækni sem þar er notuð var hins vegar synjað, nema þeir yrðu gestir einhverra þeirra hótela sem Disney-fyrirtækið rekur. Verð þeirra hótela er hins vegar ekki sniðið við greiðslugetu náms- manna. Sr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.