Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.1989, Blaðsíða 15
15 Nordform90: Verðlauna- samkeppní um raðhús BORGARYFIRVÖLD í Málm- ey í Svíþjóð undirbúa nú mikla sýningu sem opnuð verður þar í borg næsta sumar. Sýningin heit- ir Nordform90 og er sú fjórða í röðinni af slíkum sýningum sem Svíar hafa haldið á þessari öld. Á sýningunni verða m.a. sýnd verðlaunaraðhús úr norrænni samkeppni sem Málmeyjarborg efndi til í tengslum við sýning- una. Alls bárust 250 tillögur og verða niðurstöður dómnefiidar kynntar þann 30. júní næstkom- andi. í dómnefndinni eiga sæti einn arkitekt frá hverju Norðurlandanna auk þriggja fulltrúa frá Málmeyjar- borg. Fyrir íslands hönd situr Man- freð Vilhjálmsson arkitekt í dóm- nefndinni og í samtali við Morgun- blaðið sagði Manfreð að tillögumar 250 skiptust þannig á milli Norður- landanna að frá Svíþjóð hefðu bor- ist 117 tillögur, frá Danmörku 63, frá Noregi 36, frá Finnlandi 24 og frá íslandi 10. Manfreð sagði að hugmyndin að baki þessari samkeppni væri að fá fram hugmyndir um framtíðaríbúð- arhúsnæði Norðurlandabúa á næstu 10-20 árum. „Það vakir einnig fyr- ir þeim í Málmey að fá á sýninguna athyglisvert sýningarhús. Á Nord- form90 verða reist fimm raðhús, eitt eftir tillögu frá hveiju Norður- landanna. Húsin verða síðan búin innréttingum, húsgögnum og list- munum frá viðkomandi landi þann- ig að þarna gefst gott tækifæri til að kynna íslenskan listiðnað. Þetta verður geysilega viðamikil sýning og samkeppnin um raðhúsin er að- eins einn hluti sýningarinnar. Það er því eftir töluverðu að slægjast fyrir íslenska aðila að koma sér á framfæri þama,“ sagði Manfreð. Heildarupphæð verðlaunaíjár er 475 þúsund sænskar krónur. Veitt verður viðurkenning fyrir eina til- lögu frá hveiju landi að upphæð 50 þúsund krónur. Ein tillaga verð- ur síðan valin í sérstakt heiðurs- sæti og fær höfundur hennar 100 þúsund sænskar krónur til við- bótar. Þá mun ætlunin að eftir sýn- inguna Nordform90 verði reist nokkur raðhús eftir verðlaunatillög- unum til frambúðar í Málmey. V estmannaeyjar: Helgarmót Skákar að hefjast Helgarskákmót Tímaritsins Skákar, það 35. , verður haldið í samvinnu við Taflfélagið í Vest- mannaeyjum nú um helgina. Meðal þátttakenda verða Jón L. Árnason stórmeistari og Karl Þorsteinsson alþjóðlegur meist- ari. Mótið hefst í dag, föstudag, klukkan 17 að Básum í Vestmanna- eyjum og verða tefldar sjö umferðir eftir Monradkerfi. Fjöltefli eða hraðskákmót verður ef til vill á laugardagskvöld. 1. verðlaun eru 25 þúsund krón- ur, 2 verðlaun 15. þúsund krónur og þriðju verðlaun 10 þúsund krón- ur. Einnig verða veitt verðlaun í flokkum unglinga, kvenna og öld- unga. Keppendur hafi með sér klukkur og töfl. Innritun fer fram hjá Tímaritinu Skák og á mótsstað. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1989 20%—65% AFSLÁTTUR ALLT NYJAR VORUR, FLESTAR FLUTTAR INN SÉRSTAKLEGA FYRIR ÞESSA ÓTRÚLEGU ÚTSÖLU. ALLT HEIMSÞEKKTIR FRAMLEIÐENDUR: SANSUI, FINLUX, BOND- STEC, DANTAX, ELTA OG ÝMSIR FLEIRÍ. MISSIÐ EKKI AF ÞESSU STÓRKOSTLEGA TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST GÓÐA VÖRU Á HLÆGILEGU i^' VERÐI. 'S DÆMI: ÖRBYLGJUOFNAR FRÁ^® 8.900. - HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR FRÁ 12.900.- GEISLASPILARAR FRÁ 15.900. - HÁTALARAR FRÁ 3.000.- BÍLTÆKI FRÁ 3.900.- BÍLHÁTALARAR FRÁ 1.900. - GEISLADISKAR FRÁ 590.- VASAÚTVÖRP FRÁ 550.- MORGUNHANAR FRÁ W 20" LITASJÓNVARP , M/FJARST. 29.850.- VHS MYNDBANDSTÆKI FRÁ 19.800.- VASADISKÓ M/ÚTVARPI FRÁ 1.600.- FERÐASJÓNVARP 7.900.- OG MARGT MARGT FLEIRA ... SNORRABRAUT 29 SlMI 62-25-55 AUeiÝSmASTOfAH JURTI mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.